Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 DV 5 Fréttir UmsHSHBl________ Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.is Rétt hjá Davíð Hin heföbundna Kryddsíld Stöðvar 2 var að vanda á dag- skrá á gamlársdag þar sem glaðbeittir formenn stjórn- málaflokkanna fóru á kostum. Og ; eins og venjulega mætti Davíð Oddsson forsætisráðherra of seint. Þegar hann þusti inn í stúdíóið í gleðskap Karls Garðarssonar frétta- stjóra hafði hann á orði að á leiðinni hefði hann gert heiðarlega tilraun til að hlusta á þáttinn á Bylgjunni - eins og venjulega. Karl og félagar svöruðu af bragði að hann hefði ekki hitt á rétta stöð. Nú er komið á dag- inn að stöðvar Norðurljósa voru ekki í takt og Bylgjan hélt úti eigin dag- skrá á meðan Kryddsíldin var send út. Davíð hafði því rétt fyrir sér... Ástsæll þulur Fréttaannáll Stöðvar 2 þótti slá út Áramótaskaup Sjónvarpsins. Fréttamennirnir Eggert Skúlason, Brynhildur Ólafsdóttir og j Sigmundur Ern- ir Rúnarsson fóru á kostum í lipurri úttekt á fréttum liðins ár. Innskot þular Stöðvarinnar, Björgvins Halldórs- sonar, skemmdu heldur ekki fyrir. Björgvin, sem er með allra skemmtilegustu mönnum, nuðaði um það milli atriða hvort ekki ætti að spila eitthvað með honum. Þama var um afar djúpstæðan og þróaðan húmor að ræða en eins og áhorfendum Stöðvar 2 er kunnugt var jólaþáttur með Björgvin endur- sýndur á besta útsendingatíma á laugardagskveldi fyrir jól. Svo skemmtilega vill til að systurfélag íslenska sjónvarpsfélagsins, Skífan, var með nýja jólaplötu þularins í flóðinu fyrir jól. Þá hefur Bylgjan verið óspör að spila Bjögga á jóla- vertíðinni en það er svo sem full ástæða til þar sem hann er jú einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar... Óðal Hrafns Hrafn Gunn- laugsson fór mik- inn í sjónvarps- mynd sinni þar sem hann gagn- rýndi molbúahátt- inn í byggingu | Reykjavikur. Hug- I myndir Hrafns voru nýstárlegar og hann færði flugvöllinn og lagði til að í borginni yrðu byggðir skýjakljúfar til að skapa henni reisn. Hugmyndir Hrafns voru út- færðar með grafískum hætti svo ekki færi á milli mála hvað hann ætti við. Þannig var „flogið" með strandlengjunni og sýndar nýjar víddir. Eitt vakti athygli fólks en það var að umbyltingin náði ekki á Laugarnestána þar sem óðal Hrafns stendur. Svo var að sjá sem hann hefði engan sérstakan áhuga á skýjakljúfum þar... Moggaritstjórn Skipulagsbreyt- ingar þær sem boð- aðar hafa verið á ritstjórn Morgun- blaðsins komu nokkuð á óvart. í stað Matthíasar Johannesen rit- stjóra kom þrir aðstoðarritstjórar, þeir Bjöm Vignir Sigurpálsson, Ólafur Stephensen og Karl Blön- dal. Allir eru þeir gamalreyndir starfsmenn Moggans. Óstaðfestar heimildir herma að stjórn Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hafi ekki komið sér saman um neinn einn arftaka Matthíasar og þvi hafi þessir þremenningar verið ráðnir. Því er spáð að Ólafur Stephensen sé framtíðarmaðurinn af þeim þremur og leið hans í rit- stjórastól sé greið... 14 mánuðir liðnir frá því fyrrum skólastjóri Hestaskólans að Ingólfshvoli var kærður: Dýralæknir hefur gefið álit á framferði Hafliða - rannsóknarlögregla segir komið að því að kalla til meintan hrossaofbeldismann Rannsóknarlögreglan á Selfossi segir að komið sé að því að kalla til hinn kærða - fyrrum skólastjóra Hestaskólans að Ingólfshvoli - í máli þar sem hann var kærður fyr- ir að hafa beitt hross of mikilli hörku. Málið hefur dregist en 14 mánuðir eru liðnir frá því að það var kært. Þorgrímur Óli Sigurðsson lög- reglufulltrúi segir að sérfræðingur, dýralæknir, sem hefur hestasjúk- dóma sem sérgrein, hafi nú skilað áliti sínu á efni myndbands sem er- lendir nemendur í Hestaskólanum tóku upp. Það voru sænskir nemendur sem kærðu Hafliða Halldórsson á sínum tíma fyrir slæma meðferð á hross- um á námskeiði - um miðjan nóv- ember 1999. Hann var þá skólastjóri Hestaskólans. Fimm nemendur hættu á námskeiðinu vegna fram- ferðis Hafliða, fjórir Svíar og einn íslendingur. Aganefnd Félags tamn- ingamanna fór í málið, ræddi m.a. við sænsku nemendurna, kærend- urna, svo og aðra nemendur á nám- skeiðinu og vísaði svo Hafliða tíma- bundið úr samtökunum. Lögreglan telur sig nú hafa rætt við flesta sem máli skiptir vegna kærunnar að undanskildum Hafliða sjálfum. Auk þess hefur framan- greindur hrossasérfræðingur gefið álit sitt á framgöngu Hafliða gagn- vart hrossunum á myndbandinu. Sænsku nemendunum og fleirum ofbauð svo framferði Hafliða við hrossin að þeir settu frásagnir af sex tilteknum atvikum á blað og stað- festu með undirskrift sinni. Það skjal var látið fylgja sjálfri kærunni. Þar koma fram harkalegar lýsingar á tamningaaðferðum. Hafliði sagði m.a. efnislega í samtali við DV á síð- asta ári að nauðsynlegt væri að vera ákveðinn við sum hross. Hvað varðar þann drátt sem hef- ur orðið á afgreiöslu málsins segir Þorgrímur Óli lögreglufulltrúi að gagnaöflun hafi tafið málið, ýmsir málsaðilar búi erlendis og kalla hafi þurft á álit sérfræðinga. - Hvenær átt þú von á að rann- sókn þessa máls ljúki? „Ég get ekki svarað því á annan hátt en að það verði fljótlega. í raun á ekkert að geta tafið málið úr þessu. Öll gögn liggja nú fyrir og að- eins er eftir að yfirheyra hinn kærða.“ -Ótt Hugsaö um hestana Á þessum tíma ársins er ekki mikiö aö bíta fyrir blessaöa hestana og þaö er því gott þegar fólk hugsar til þeirra og færir þeim brauöbita eins og stöllurnar á myndinni geröu nýlega. Ráðuney tisst j óri: Hraða ber rannsókn sakamála Bjöm Friðfmns- son, ráðuneytis- stjóri í dómsmála- ráðuneytinu, segir að meginreglan sé sú að liraða beri rannsókn saka- mála eins og unnt er. í lögum kemur skýrt fram að allir eigi rétt á hraðri og sanngjarnri málsmeðferð. Bjöm kveðst ekki geta lagt á það dóm hvort það geti talist eðlilegt að rannsókn hafi nú staðið í tæpt ár i svokölluðu Ánastaðamáli þar sem jarðareigandi er kærður fyrir van- hirðu á hrossum eða hvort 14 mánaða rannsóknartími í máli fyrrum skóla- stjóra Hestaskólans að Ingólfshvoli teljist innan marka eðlilegs rannsókn- artíma. „Stundum teQast mál vegna gagna- öflunar, fólk getur farið úr landi og svo framvegis. Þetta er eðli sumra mála. Það þýðir þá ekki að fara þannig með málin fyrir dóm því að ekki þýðir að fara með vanreifuð mál fyrir dóm,“ sagði Bjöm Friðfmnsson. -Ótt Björn Friöfinnsson Bjartsýni á vertíðina þrátt fyrir að Hafró finni ekki stærstu loðnuna: Óveður og stórloðna í felum - markaðshorfur sæmilegar „Við vonumst til þess að stórloðnan skili sér þrátt fyrir að hún hafi ekki mælst í haust. Haustið 1999 fannst heldur ekki stórloðna en hún skilaði sér samt i veiðina," segir Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur Hafrann- sóknastofnunar, um kom- andi loðnuvertíð. Úthlutað var 417.500 tonnum til ís- lenskra skipa á kvótaár- inu sem hófst þann 1. sept- ember. Mörg íslensku skipanna eru langt komin með kvóta sinn en vonast er til þess að kvótinn verði aukinn. Reiknað er með að rannsóknarleiðangur Haf- rannsóknastofnunar hefj- ist í næstu viku og þá skýrast væntanlega línur varðandi ástand loðnu- stofnsins. Vegna óveðurs á Austfjarðamiðum eru eng- in loðnuskip enn farin til veiða. í janúar í fyrra veiddist vel í flotvörpu en lítið var að hafa í nót Allir klárir Fjöldi loönuskipa bíöur þess aö komast á miöin til aö veiöa loönu. Nokkur óvissa er um vertíö- ina en bjartsýnin er allsráðandi. framan af. Sigurður fiski- fræðingur vonast til að ver- tíðin verði góð þrátt fyrir að ýmis teikn vanti um að stórloðnan sé til staðar. „Við erum bjartsýnir á að þetta verði með svipuð- um hætti í ár,“ segir Sig- urður. Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, segir sín skip bíða veðurs: „Það er helvítis garður austan við okkur en ég von- ast til að það verði komið veiðiveður á föstudag." Síldarvinnslan gerir út loðnuskipin Beiti, Birting og Börk sem halda öll til veiða þegar veður gengur niður. Freysteinn segir að bjartara sé yfir afurðaverði en áður. Þar muni mestu að kjötmjölsfárið á Evrópu- markaði hafi opnað markað fyrir fiskimjöl. „Þá er þessa dagana góð- ur markaður í Rússlandi fyrir frysta loðnu. Horfurn- ar eru góðar.“ -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.