Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Side 9
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001
DV
Utlönd
9
ítalir áhyggjufullir eftir dauða hermanna:
Krefjast rann-
sóknar NATO
ítölsk stjórnvöld greindu frá því í
gær að þau hefðu hvatt Atlantshafs-
bandalagið (NATO) til að rannsaka
fullyrðingar um að sex ítalskir her-
menn, sem létust eftir að hafa þjón-
að á Balkanskaga, hefðu dáið eftir
að hafa komist í snertingu við eytt
úran úr vopnum sem NATO beitti.
ítölsku hermennimir létust úr hvít-
blæði.
Giuliano Amato, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði í viðtali viö
ítalska blaöið La Repubblica að ótti
manna við svokallað Balkan-heil-
kenni væri „meira en réttlætanleg-
ur“ og að málið væri ekki jafnein-
falt og áður hefði verið talið.
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar hjá NATO sögðu í gær að
Norður-Atlantshafsráðið myndi
flalla um málið á næsta fundi sínum
sem verður 10. janúar.
Giuliano Amato
Forsætisráöherra Ítalíu hefur áhyggj-
ur af dauða hermanna sem gegndu
herþjónustu á Balkanskaga. Sex
ítalskir hermenn hafa látist af
völdum hvítblæöis síöustu misseri.
Utanríkisráðherrar Portúgals og
Belgíu sögðu í Lissabon í gær að
komast yrði að hinu sanna. Her-
menn frá hvoru tveggja landinu
hafa látist eftir að hafa gegnt her-
þjónustu á Balkanskaga.
Sergio Mattarella, varnarmála-
ráðherra Ítalíu, sagði í gær að ráða-
menn NATO hefðu ekki sagt stjóm-
völdum í Róm fyrr en í síðasta mán-
uði að brennt úran hefði verið not-
að i bæði Bosníu og Kosovo.
Læknar hafa sagt að ekki séu
nægar sannanir til að tengja dauða
hermannanna við úrankúlumar
sem notaðar eru gegn brynvörðum
farartækjum. Hersveitir NATO
skutu rúmlega þrjátíu þúsund slík-
um kúlum gegn skriðdrekum og
brynvörðum bilum Serba í stríðinu
í Kosovo, að því er ítölsk blöð höfðu
eftir sérfræðingi SÞ.
Smiöshöggið rekiö á klakahöllina
Verkamenn voru í óöaönn í gær aö leggja síöustu hönd á smíöi Montmorency klakahótelsins nærri Québecborg í
Kanada. Hóteliö er hiö fyrsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku. Smiöirnir, ef svo má aö oröi komast, notuöu 4.500
tonn af snjó og 250 tonn af klaka viö byggingu hótelsins. í því veröa sex gestaíbúöir, risastórt anddyri og tveir
listsýningarsalir þar sem til sýnis veröa höggmyndir úr klaka. Hætt er viö aö vistin veröi þar ansi köld.
Bill á fremsta bekk
þegar Hillary sór eiðinn
Allra augu beindust að forsetafrú
Bandaríkjanna, Hillary Rodham
Clinton, í gær þegar nýkjömir þing-
menn Bandaríkjaþings sóru emb-
ættiseið sinn í Washington. Bill
Clinton forseti sat á fremsta bekk í
salnum í þinghúsinu þar sem at-
höfnin fór fram. Hann hélt í hönd
dóttur þeirra Hillary, Chelsea, þeg-
ar forsetafrúin sór embættiseiðinn.
Móðir Hillary, Dorothy, var einnig
viðstödd auk sex ára gamals frænda
Clintons, Tylers Clintons.
Vinir forsetahjónanna eru ánægð-
ir með að þau skuli verða áfram í
Washington þegar Bill lætur af emb-
ætti. Vegna starfa Hillary í öldunga-
deild Bandaríkjaþings fyrir New
York næstu sex árin hafa forseta-
hjónin ekki bara keypt sér hús í
New York heldur einnig í Was-
hington. Húsið í Washington
Forsetafrúin orðin þingmaður
Hillary ásamt Al Gore varaforseta
sem er forseti öldungadeildarinnar.
keyptu þau í síðustu viku. Það er
frá 1951 með sex svefnherbergjum
og sjö baðherbergjum. Aðalheimili
Clintonhjónanna verður í húsinu í
Westchester í New York. Hillary
hyggst búa í húsi þeirra í Was-
hington þegar þingið er starfandi.
Hún mun einnig hafa aðsetur þar
við ritun æviminninga sinna.
Forsetinn hefur einnig lýst því yf-
ir að hann muni skrifa ævisögu
sína. Þó Clintonhjónin séu stór-
skuldug nú vegna húsakaupa og lög-
fræðikostnaðar vegna ýmissa mála
þykir því vera útlit fyrir að þau
verði þokkalega efnuð á endanum.
Fyrrverandi forsetar eru vinsælir
fyrirlesarar.
Sérfræðingar telja að Bill Clinton
geti fengiö allt að 90 milljónir króna
fyrir hvern fyrirlestur sem hann
heldur.
Tilboð
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 520 6666 • Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is