Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 DV Gaui litli kaupir inn fyrir heimiliö: Grænmeti og ávextir allt of dýrt - en sukkið og svínaríð ódýrara Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli eins og hann er betur þekktur, rekur Heilsuhom Gauja litla þar sem hann hjálpar fólki að léttast með breyttum lífsstíl og mataræði. Okkur fannst því við hæfi að fá að skyggnast ofan í inn- kaupakörfuna hjá honum á þessum tíma ársins þegar stór hluti þjóðarinn- ar er með hugann við aukakílóin sem söfnuðust yflr hátíðamar. Guðjón býr með eiginkonu sinni og tveimur dætrum sem allar em græn- metisætur en hann borðar kalkún, kjúklingabringur og fisk. „Og ég slæ ekki hendinni á móti góðri steik,“ seg- ir hann. Gaui var grænmetisæta í 15 ár og segist hann aldrei hafa verið feit- ari en á þeim tíma. „Það hangir ekki alltaf saman að vera grænmetisæta og að vera grannur," segir hann. „Þó maður borði ekki kjöt getur verið að maður sæki í hluti sem era ekki mjög hollir, eins og mikið af mjólkurvörum, sætabrauð, sætindi og þess háttar." Gaui er duglegur við matarinn- kaup heimilisins og segir dætumar kreQast þess að hann sjái um þau mál. Ástæðuna segir hann vera þá að hann kaupi yfirleitt mun meira inn en konan. „Ég hef nokkrar meginreglur sem ég fer eftir þeg- ar ég þarf að kaupa í matinn. Regla númer eitt er að gera alltaf inn- kaupalista og kaupa eingöngu það sem er á listanum og svo fer ég aldrei svangur í matarbúðir því þá fellur maður fyrir freistingum." Ekki hrifinn af grænmeti Þrátt fyrir að Gaui og íjölskylda hans borði mikið af grænmeti viður- kennir hann að hann sé ekki mjög hrifinn af því. „Ég veit að ég þarf að borða þennan mat og því geri ég þá kröfú að grænmetið sé nýtt og ferskt. Það er skárra þannig," segir hann. Þó svo dætumar segi að hann kaupi meira inn en mamma þeirra finnst honum betra að fara oft og kaupa lítið inn í einu. „Grænmeti og ávextir geymast ekki lengi og það er ekki mik- il hagsýni í því að kaupa mat sem end- ar í raslinu. Við reynum að nýta mat- inn vel, t.d. er á innkaupalistanum i dag tvær máltíðir, annars vegar fiskur og kartöflur og hins vegar kjúklinga- bringur með hrísgrjónum. Við nýtum afgangana af hrísgijónunum og kart- öflunum sem uppistöðu í í kjamgóða grænmetissúpu sem er hinn finasti mat- ur og fjölgum þannig máltíðunum sem fást úr þessum innkaup- um. Afgangsgræn- meti er líka f'*’ hægt að steikja og ^ nýta á ýmsan hátt.“ Offitufaraldur Hann segir grænmeti og ávexti vera allt of dýr- an mat og segir grænmeti jafnvel vera „dýrara en nautainnralæri". Segir hann það til skammar og finnst að stjórnvöld ættu að leggja niður aðflutn- ingsgjöld og tolla af þess- um vöruflokkum, sérstak- lega í ljósi þess að sífellt er verið að hvetja fólk til að taka upp heilbrigðara líf- emi. „Við eigum í dag ein þyngstu böm í Evrópu og offita er eitt stærsta heil- brigðisvandamál í heimin- um og nýleg yfirlýsing skilgreinir offituna sem faraldur. Þetta ástand fer versnandi ef eitthvað er. Við eigum að spoma við þessari þróun með for- vömum og þá með því að hvetja böm til að borða meira af grænmeti og ávöxtum. Það er öfugsnú- ið að reyna að ýta undir neyslu grænmetis og ávaxta þegar þessar vörur era dýrari en annað sukk og svínarí." Sykur eins og fíkniefhi Þurrkaðir ávextir skipa stóran sess matarinnkaupum Gauja. „Þetta er minn sykur og mitt snakk,“ segir hann og raðar nokkrum slíkum pokum ofan i innkaupakörfuna. „Ég skammta mér í smá skál á kvöldin og maula þetta yfir sjónvarpinu,“ segir hann og bætir svo við: „Mikilvægt er fyrir fólk sem komið er á minn aldur að hafa góðar hægðir og því er nauðsynlegt að borða mikið af trefi- um.“ Gaui segir mik- ilvægt að borða skynsamlega allt árið um kring þó nauðsynlegt sé að leyfa sér Ekki grænmetisæta Hér sést Gaui velja sér kjúkiingabringur sem hann segist vera sérfræöingur í að elda. smávegis, eins og t.d. smá rjóma í kaff- ið, smakk af páskaegginu og þess hátt- ar. „Ég verð samt að gæta mín á því að leyfa mér ekki of mikið. Ég þekki mig það vel að ég veit að ef ég sleppi mér of mikið fer ailt fjandans til og ég tek ekki sénsinn á því. Ég fengi áfall ef ég færi allt í einu að borða mikinn sykur. Ég hef verið svo sykurlítill undanfarið. Sykur virkar eins og fikniefni í æð á svona matarfíkil og offitusjúkling eins og mig. Ég misnota mat og ég þarf að læra að umgangast hann á réttan hátt og ég keppist við það alla daga.“ -ÓSB Innkaupalisti Gauja litla Grænmeti Kartöflur Laukur Tómatar Gúrka Salathaus Sellerí Paprika Púrrulaukur Sveppir Ávextir Appelsínur Epli Bananar Mandarínur Plómur Vínber Kiwi Rúsínur Döðlur Gráfikjur Sveskjur DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Kornvörur Hrísgrjón Kúskús Rauðar linsubaunir Haframjöl Wheetabix Hrökkbrauð Grófar bruður Miólkurvörur Fjörmjólk Létt-jógúrt Skyr Ostur Mysingur Viðbit Kiötvörur Kalkúnaskinka Kjúklingabringur Annað Ólífuolía Te Trópí Boröár bara ferskt Fiskur Gauja finnst margt betra en að borða grænmeti en þar sem hann veit að þaö er hollt og gott lætur Fersk ýsuflök hann sig hafa það. En þá verður það að vera ferskt. Tilboð verslana Tilboöin gilda til 7. janúar. 0 Cheerios 325 kr. Q Appelsínur 149 kr. kg Q Jónagold epli 99 kr. 0 Chiquita Acesafi, 11 149 kr. 0 GK brauö, 770 g 129 kr. 0 GK brauö 129 kr. Q GKkaffi, 500 g 179 kr. 0 Ferskir kjúklingaleggir 629 kr. kg 0 Ferskar bein- og skinnlausar Q kjúkiingabringur 1439 kr. kg Hraðbúöir ESSO Tilbodin gilda til 31. janúar. 0 Freska, 1/21 109 kr. 0 Malta, stórt, 45 g 49 kr. Q Nóa Risa Tópas, venjul./xylitol 85 kr. Q Eitt sett frá Nóa 49 kr. 0 Homeblest kex, blátt 109 kr. Q Floridana appels/eplasafi 59 kr. Q Arinkubbar, Pyrobloc 195 kr. Q Pokémon Plkahu heftarl 495 kr. Q Pokémon bublasaur yddari 495 kr. Q) Pokémon lítiö ritfangasett 495 kr. Tilboöin gilda til 4. janúar. 0 Létt AB-mjólk, 11 118 kr. Q Létt og laggott, 400 g 130 kr. 0 Egils Kristall, 2 1 134 kr. 0 Freschetta pitsa, 4 teg. 298 kr. 0 Ágætis-hrásalat, fituminna 129 kr. Q Q Q Q © Fiaröarkaup Tilboöin gilda til 6. janúar. | 0 Grísakótilettur 645 kr. kg 0 Grisabógur 389 kr. kg Q Reyktur grisabógur 398 kr. kg 0 Gul epli 115 kr. kg 0 Græn epli 115 kr. kg Q Q Q Q 1© Þurrkaöir ávextir „Þetta er minn sykur og mitt snakk, “ segir Guðjón Sigmundsson eða Gaui litli. FRJÁLS ^m'ÍJARSKIPTI Halló - Frjáls fjarskipti: Sakað um að hnupla viðskipta- vinum - ekki rétt, segir sölustjóri í haust var nokkuð um það að fólk kvartaði um að vera skráð í viðskipti við fyrirtækið Halló - Frjáls fiarskipti ehf. án þess að hafa beðið um það en fýrirtækið býður upp á ódýr miili- landasímtöl. Síminn lagði fram kvörtun til Póst- og fiarskiptastofnun- ar sem gerði athugasemdir við skrán- ingu nýrra viðskiptavina Halló - Frjálsra fiarskipta. Fyrirtækið lofaði bót og betrun en svo virðist sem ekki hafi verið staðið við það og að þeir séu enn að skrá við- skiptavini að þeim forspurðum. Lesandi DV hafði samband fyrir skömmu og sagði frá þvi að hon- um hafi fyrir nokkra verið boðnar upplýsingar um millilandatengingu Halló og þáði hann það. Síðan hafa hans miHilandasímtöl farið í gegnum Halló. Hann gerði at- hugasemd við fyrirtækið í desember og var honum sagt að um mistök hafi verið að ræða, þau yrðu leiðrétt og fengi hann bréf þess efnis miili jóla og nýárs. Þegar hann svo hafði samband við Landssímann milli jóla og nýárs fékk hann að vita að engin leiðrétting hefði verið gerð og ekki barst honum bréfið. Guðlaugur Magnússon hjá Halló segir að fyrirtækið sé ekki að tengja viðskiptavini sem ekki hafi beðið um það. Það séu ekki góðir viðskiptahætt- ir og engu fýrirtæki til framdráttar að stunda slík vinnubrögð. Hann segir jafnframt að í flestum þeim tiifellum sem viðskiptamenn vora skráðir hjá þeim án þess að vita af því hafi ein- hver annar á heimilinu samþykkt skráninguna. „Til að fyrirbyggja slík- an misskilning höfum við haft þann háttinn á að þeir sem samþykkja að taka upp þjónustuna fá bréf þar sem þeir era boðnir velkomnir sem við- skiptavinir Halló. En tengingin sjálf fer ekki fram fyrr en ca 10 dögum síð- ar þannig að góður tími gefst fýrir við- skiptavini til að koma með athuga- semdir. Slikar athugarsemdir fá sér- staka meðhöndlun og era mjög fáar segir Guðlaugur. „Við erum með þessu að tryggja að fólk sé ekki tengt án þess að vita af þvi, því við getum auðvitað ekki talað við alla á heimilinu". Guð- laugur segir einnig að ekki sé neitt mál að færa tengingu. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.