Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Síða 11
11 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 3540 m.kr. - Hlutabréf 2143 m.kr. - Sparisktrteini 585 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ■Q Islandsbanki-FBA 607 m.kr. ■ Q ??? 433 m.kr. Ö ??? 318 m.kr. MESTA HÆKKUN í o Grandi 2,2 % o Samheiji 1,7 % O Marel 1,4 % MESTA LÆKKUN O Kögun 13,4 % : O íslenska Járnblendifélagiö 12 % O Búnaöarbankinn 10,5 % ÚRVALSVÍSITALAN 1275 stig - Breyting O 2,36 % Framleiðslutöl- ur auka líkur á vaxtalækkun Bandarísk framleiðslufyrirtæki héldu áfram að draga úr starfsemi á síðustu mánuðum ársins 2000, en vísitala sem mælir framleiðslu bandarískra fyrirtækja lækkaði úr 47,7 í nðvember sl. niður í 43,7 í des- ember. Þetta er mesta lækkun vísi- tölunnar milli mánaða frá því í mai 1995 og lægsta gildi hennar frá því í april 1991. Lækkun vísitölunnar er talin vera enn ein vísbendingin um að verulega sé að draga úr þrótti bandarísks efnahagslífs. Lækkun vísitölunnar er einnig talin auka verulega líkurnar á að bandaríski seðlabankinn lækki vexti siðar í janúar. Microsoft sak- að um óeðli- lega mismunun Sjö núverandi og fyrrum starfs- menn Microsoft ætla að kæra fyrir- tækið fyrir mismunun gagnvart blökkumönnum, en starfsmennirnir segja að þeim sé mismunað við frammistöðumat, stöðuhækkanir o.fl. Farið er fram á fimm milljarða dollara í skaðabætur. Ákæran verður lögð fyrir banda- riska dómstóla síðar í dag, og er henni bæði beint að fyrirtækinu sjálfu og að stjórnarformanni þess, Bill Gates. Lögmenn ákærendanna benda m.a. á að árið 1999 hafl aðeins 2,6% af 21.400 starfsmönnum Microsoft verið blökkumenn, og að hlutfall blökkumanna meðal 5.200 yflrmanna hefði þá aðeins numið 1,6%. 04.01.2000 kl. 9.15 KAUP SALA m Dollar 84,050 84,480 Örl Pund 126,140 126,790 Kan. dollar 56,180 56,530 £5 ÍDönskkr. 10,6450 10,7040 iU§?jNoiskkr 9,5870 9,6400 EjS Sænsk kr. 8,9140 8,9640 HH Fi. mark 13,3474 13,4276 B B Fra. franki 12,0984 12,1711 11 fcl Bolg. franki 1,9673 1,9791 ; Q Sviss. franki 52,2100 52,5000 £2 Holl. gyllini 36,0121 36,2285 P®! Þýskt mark 40,5763 40,8201 i M t i ít. líra 0,04099 0,04123 QCj Aust. sch. 5,7673 5,8020 j Port. escudo 0,3958 0,3982 í; JSpá. peseti 0,4770 0,4798 i * IJap. yen 0,73300 0,73740 j 11 f 1 irskt pund 100,766 101,372 SDR 110,0100 110,6700 ^ECU 79,3602 79,8371 Viðskipti Umsjön: Víöskiptablaðið Netis og Span sameinast Tæknifyrirtækin Netis hf. og Span hf. hafa ákveðið að sameinast en bæði fyrirtækin hafa að undanfórnu unnið að uppbygginu á rafrænum viðskiptavettvangi fyrir íslensk fyr- irtæki og stofnanir. Fram kemur í fréttatilkynningu frá félögnum að þau hafi bæði unnið ötullega að þessum málum undanfar- in misseri og forráðamenn þeirra telja að saman geti þau boðið traust- ar lausnir sem standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til hag- kvæmni og öryggis í rafrænum fyrir- tækjaviðskiptum. í hluthafahópi hins nýja félags eru mörg af öflugustu hátæknifyrirtækj- um landsins, auk stórra rekstrar- vörukaupenda. Rafræn viðskipti hafa í fór með sér verulegan sparnað og hagræð- ingu í innkaupum á vöru og þjón- ustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptin eru skráð sjálfkrafa og samstundis í bókhald kaupenda og birgja, sem þýðir að umsýslukostn- aður minnkar, aðhald að fjárhagsá- ætlunum verður virkara og samn- ingsgerð auðveldari. „Þessi tegund viðskipta er þegar hafin hér á landi með samstarfi og tengingu Flugleiða við Pennann, Odda og Rydenskaffi," segir Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Netis. „Flugleiðir eru þannig fyrsta íslenska fyrirtækið til að stunda raf- ræn innkaup á rekstrarvörum, þar sem allt ferlið, frá beiðni til bókunar reiknings frá birgja, gerist rafrænt og sjálfvirkt. Svipað verkefni á veg- um Spans er einnig i burðarliðnum á vefsvæðinu torg.is, þar sem Lands- siminn, Orkuveita Reykjavíkur og Olíufélagið taka þátt í uppbyggingu rafrænnar viðskiptamiðstöðvar. Þannig hafa bæði fyrirtækin verið að vinna að kappi að undirbúningi og uppsetningu rafrænna viðskipta hér á landi og sameinuð munu þau bjóða fram heildstæða lausn á þessum mál- um fyrir fyrirtæki og stofnanir." Hið nýja fyrirtæki gerir ráð fyr- ir að taka þátt í útboði Fjármála- ráðuneytisins og Ríkiskaupa, en þessar stofnanir hafa ákveðið að leita eftir samstarfsaðila um þró- un og rekstur á rafrænu markaðs- torgi fyrir rikisstofnanir. Að hinu sameinaða félagi standa mörg af stærstu fyrirtækj- um landsins, þar á meðal íslands- banki-FBA, Búnaðarbankinn, Landssíminn, Burðarás, Flugleið- ir, Orkuveita Reykjavíkur, Kögun, Teymi, Opin kerfi, Olís, Penninn og BYKO. Heildarhlutafé hins nýja fyrirtækis er 250 milljónir króna. Olíuverslun íslands kaupir hlut í Skaganum Olíuverzlun íslands hf. hefur keypt hlutafé í Skaganum hf, sem er þróunar- og framleiðslufyrirtæki á Akranesi og hefur sérhæft sig í þjónustu við sjávarútveginn. Kaup- verðið er greitt með þvi að íshreinn ehf. gengur inn í Skagann og sam- einast þessi tvö félög og auk þess leggur Olís fram viðbótarhlutafé til Skagans hf. Hlutur Olís í Skagan- um hf. eftir þetta verður um 18%. Helstu framleiðsluvörur Skagans eru vinnslu- og pökkunarkerfi fyrir fiskiðnað og fiskiskip, snyrtilínur, færibönd, brettastöflunarkerfi, lausfrystar o.fL íshreinn ehf. er þróunar- og framleiðslufyrirtæki í eigu Olís sem framleiðir þvottakerfi fyrir fiskiskip, fiskiðnað og önnur mat- vælafyrirtæki. Þá hefur verið unn- ið að þróun karaþvottavélar hjá ís- hreini. I frétt frá Olís vegna kaupanna segir að það sé álit stjórnenda Olís að hér sé um að ræða mjög áhuga- verðan kost tengdan stefnumótun félagsins í þá veru að auka þáttöku félagsins i þjónustu og viðskiptum Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir L DV Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000 FAXAMARKAÐUR HF. Hluthafafundur í Faxamarkaðnum hf. verður haldinn á Gauki á Stöng fimmtudaginn 11. janúar kl. 17. Dagskrá: 1. Ákvörðun um sameiningu Faxamarkaðar og Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. 2. Önnur mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.