Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Áttu erfitt með að vakna
á morgnana?
Birgir Asgeirsson verkstjóri:
Nei, ég vakna alltaf 6.40
á morgnana.
Árni Andersen prentsmiður:
Nei, frekar auövelt. Vakna alltaf kl.
6.30 og gef hestunum.
Guðlaug Asbjörnsdóttir bókbindari:
Nei, alls ekki. Ég vakna
alltaf um 6.45.
■ ■%.;,- .m ■ w
pHSXNkí ■■ i
Sigurbjörg Sigurðardóttir
aðstoðarbókbindari:
Nei, ég vakna alltaf kl. 6.45.
Sara T. Rúnarsdóttir
aðstoðarbókbindari:
Nei, alls ekki. Ég vakna kl. 1.
Soffía Rut Jónsdóttir prentsmiður:
Nei, en þaö er erfiöara aö vekja
börnin mín.
Dagfari
Áramótaávörpin
- hófsöm varnaðarorð á róstutímum
Magnús Sigurðsson
skrifar:
Flestir munu skynja að
hér á landi hafa um nokkurt
skeið ríkt hálfgerðar róstur
í efnahagslífi svo og skóla-
málum. Skólarnir hafa ver-
ið lokaðir og þúsundum
nemenda stefnt á götumar
samhiiða þrotlausu þrefi
kennara um kauphækkanir
sem þjóðfélaginu er um
megn að reiða fram, án þess
að vinnumarkaðurinn allur
sporðreisist endanlega.
Fjármálakerfið hefur nán-
ast sundrast með ótímabær-
um og óhugsuðum vænting-
um almennings um skjót-
fenginn gróða með kaupum
verðbréfa af ýmsum toga
sem margir hafa svo selt
jafnharðan vegna þess að
þeir hafa ekki getað beðið
eftir gróðanum og því orðið
fyrir óbætanlegu tjóni.
Við þessar aðstæður er ráða-
mönnum vandi á höndum er þeir
flytja áramótaávörp sín. - Segja má
að bæði forsætisráðherra og forseti
íslands hafi, hvor með sínum hætti,
lagt sín lóð á vogarskálamar með
hófsömum varnaðarorðum til þjóð-
arinnar. Þeir sneiddu t.d. báðir hjá
eldfimum tilraunum forsprakka ör-
yrkja til að slíta sundur friðinn
milli dóms- og framkvæmdavalds
með því að krefjast tafarlausra bóta-
greiðslna eftir nýgenginn dóm
Hæstaréttar um tekjutengdar bætur
öryrkja í sambúð.
Ekki fyndist mér ólíklegt að þess-
ir tveir æðstu embættismenn þjóð-
arinnar hefðu sammælst um að láta
þetta hitamál liggja í þagnargOdi í
áramótaávörpunum. Hitt hefði líka
einungis verið að hella olíu á eld-
inn, en einnig ósmekklegt að gera
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra
Hafa lagt drög aö þjóöarsátt og óskaö eftir undirtektum.
„Staðreyndin er nefnilega
sú að auðnist okkur íslend-
ingum ekki að ná sam-
komulagi um enn eina
þjóðarsátt í launamálum
verður sundur slitinn frið-
urinn á vinnumarkaði og
um leið er úti um aðrar
sáttatilraunir sem senn
verður þörf á að vinna að. “
fámennu óróaliði það til geðs að
fjalla um eitt deilumál innan þjóðar-
heildarinnar, umfram önnur.
Líklega fer eitthvað af nýbyrjuðu
ári í það að ganga til hófsamrar
samningagerðar um launahækkanir
og endurtaka þar með eins konar
þjóðarsátt um svipaða skiptingu
þjóðarkökunnar og þegar lauk hér
verðbólgubálinu mesta og upphófst
það góðæristímabil sem enn stend-
ur. - Það var því að vonum að for-
seti Islands léti orö falla sérstaklega
um það mál.
Staðreyndin er nefnilega sú að
auðnist okkur íslendingum ekki að
ná samkomulagi um enn eina þjóð-
arsátt í launamálum verður sundur
slitinn friðurinn á vinnumarkaði og
um leið er úti um aðrar sáttatil-
raunir sem senn verður þörf á að
vinna að. Nefnilega í auðlindamál-
um þjóðarinnar, bæði til lands og
sjávar. - Tveir fremstu embættis-
menn þjóðarinnar hafa nú um ára-
mótin lagt drög að slíkri sátt og ósk-
að eftir undirtektum þjóðarinnar
við þau.
Launhelgi lyganna - bókin í ár
H. Gunnarsdóttir
s krifar:
Jólin eru að baki og flestir búnir
að lesa jólabækurnar sínar. Og þegar
ekkert er eftir til að lesa er farið á
bókasafnið til að fá lánaðar bækur
sem ekki voru í jólapakkanum, eða
þær sem ættingjar og vinir hafa
mælt með.
Einni bók mæli ég sérstaklega
með, Launhelgi lyganna, og skrifuð
undir dulnefninu Baugalin. Þessi
bók sem er 400 bls. er sönn saga rúm-
lega fertugrar konu sem varð fyrir
kynferðislegri misnotkum af stjúp-
föður sínum er hún var bam. Hún
lýsir því hvemig henni líður meðan
atburðurinn á sér stað, hvernig
„Bókin hafði svo mikil
áhrif á mig að ég varð að
lesa hana í skömmtum, og
svo óhugnanleg á köflum.
Aldrei hvarflaði þó að mér
að hœtta við hana ...“
skömmin og sektarkenndin fylgir
henni alla æskuna, hvemig fjöl-
skyldan og fullorðna fólkið bregst
við og svo hvemig staðan í þessum
málum er í dag.
Þessi bók á fullt erindi til allra for-
eldra, systkina, afa og ömmu og
þeirra sem starfa að málefnum
barna, kennara, sálfræðinga, geð-
lækna og blaðamanna. Einnig þeirra
sem starfa í dómskerfmu, ekki hvað
sist þeirra sem semja lögin, því eitt-
hvað meira en lítið er athugavert við
löggjöflna í þessum málum eins og
hún er í dag.
Bókin hafði svo mikO áhrif á mig að
ég varð að lesa hana í skömmtum, og
svo óhugnarleg á köflum. Aldrei
hvarflaði þó að mér að hætta við hana,
og hafi ég einhvem tímann efast um
sannleiksgildi svona mála, þá geri ég
það ekki lengur. Svona ljótar sögur
eru einfaldlega ekki hugsaðar upp, til
þess þyrfti sjúkan huga. - Til ham-
ingju með bókina, Baugalín, það þarf
mikinn kjark tO að skrifa svona bók.
Ellefu fyrir einn
Þau tíðindi hafa nú gerst að Matthías Jo-
hannessen ritstjóri er farinn af ritstjórastól
Morgunblaðsins. Matthias er ástsælt skáld
sem verið hefur í heiðurslaunaflokki rithöf-
unda frá blautu bamsbeini. Hann er ham-
hleypa til verka og því var einsýnt að átta
tímar á dag í þjónustu þjóðar við að yrkja
sálma, sögur og ljóð nægðu honum ekki tO
eðlOegrar útrásar. Hann tók þvi að sér að
ritstýra Morgunblaðinu, þar sem hann hef-
ur með innblæstri sínum göfgað hjörtu ann-
arra starfsmanna ritstjórnar, að íslensku
þjóðinni ónefndri. Um hartnær hálfrar ald-
ar skeið hefur heiðursskáldið góða stjórnað
Mogganum i gegnum brotsjói jafnt sem um
lygnan sæ. Skáldið gekk ótrautt fram með
sannleikann einan að vopni; gegn almenn-
ingsálitinu ef því var að skipta. Með
handafli hélt hann íslandi í Atlantshafsbanda-
laginu og ljáði ekki máls á því að kommúnistar
fengju sinu fram með rövli um ísland úr
NATÓ. Aðeins einu sinni skriplaði skáldið á
skötunni, en það var þegar hann tók upp á
þeirri ósvinnu að berjast gegn kvótakerfinu
með oddi og egg. Enda mætti hann mótstöðu inn-
an eigin ritstjómar þar sem einhverjir framsýnir
menn áttuðu sig á því sem komið er á daginn, að
Aðeins einu sinni skriplaði skáldið á
skötunni, en það var þegar hann tók
upp á þeirri ósvinnu að berjast gegn
kvótakerfinu með oddi og egg.
kerfið byggðist á skynsemi og góðvilja fram-
sýnna stjómmálamanna sem vOdu þjóðinni að-
eins það besta.
En aOt á sér sitt skapadægur og nú er
runninn upp sá tími sem svo margir kviðu
og Matthías hefur stigið upp af ritstjóra-
stólnum. Hann getur litið stoltur um öxl,
því kommúnistarnir eru komnir upp í rúm
hjá auðvaldinu og ísland er svo sannarlega
í Atlantshafsbandalaginu. Þá hefur Morgun-
blaðið rofið tengslin við stjórnmálaflokka og
er engum háð. Hafi einhver velkst í vafa
um mikilvægi Matthíasar ætti þeirri óvissu
að vera eytt nú þegar þrír fóstursynir hans
hafa tekið við veldissprotanum. Að auki
hafa átta aðrir fengið stöðuhækkanir.
Minna dugði ekki tO svo skarðið yrði fyOt.
Umbyltingin á Mogganum minnir um margt
á alkunna jólavísu þar sem segir að allir fái
þá eitthvað faOegt. I það minnsta...nýjan
titO. Nú heita fréttastjórarnir aðstoðarfrétta-
ritstjórar og sá eini þeirra sem ekki fær aðstoð-
arfréttaritstjóratOtO er hér eftir fréttastjóri með
Alþingi íslendinga með sérgrein. Þar sem gamli
ritstjórinn kveður gengur hann í gegnum heið-
ursröð þar sem hönd er borin snöggt upp að
hverri silkihúfunni af annarri. Já, dýr er
Matthías aOur, eða með öðrum orðum, hvemig
var þetta hægt, Matthías?
Frá Vestmannaeyjum
- á ríkiö að taka yfir atvinnureksturinn?
Á tímamótum
Garöar Guðmundsson hringdi:
Búsetan í dreifbýlinu er sífeOt um-
ræðuefni. En það þarf ekki hið eigin-
lega dreifbýli tO. Fólk í þorpum og
bæjum landsins þar sem atvinna hef-
ur snarlega minnkað er orðið
áhyggjufuOt. Oft er lítið annað tO
bjargar en að sækja í þéttbýlið.
Þannig standa nú t.d. Vestmannaey-
ingar á tímamótum og horfa upp á
fólksfækkun með minnkandi vægi
sjávarútvegs þar í bæ. Sumir segja
boltann vera hjá stjómvöldum í þess-
um efnurn. HvíOk firra! Auðvitað er
það fólksins sjálfs að sjá sér farborða,
hvort heldur með stofnun atvinnu-
rekstrar eða sækja vinnu t.d. í þéttbýl-
ið við Faxaflóann. Stjórnvöldum er
ekki skylt að tilkynna íbúum byggðar-
laga sérstaklega hvort lagðir verða
peningar í endurreisn byggðanna, og
eiga heldur ekki að gera það.
Skuttogari og löndun
Sigvaldi Ólafsson skrifar:
Vegna ummæla framkvæmdastjóra
LÍÚ í sjónvarpi um launakostnað út-
gerðarinnar langar mig að benda á
eftirfarandi dæmi: Skuttogari á ísfisk-
veiðum landar afla fyrir 1.000.000 kr.
Þá er skiptaverð 700.000. Útgerðar-
maðurinn tekur fyrst 300.000 tfl sín,
síðan fá sjómennimir 28,5% sem þá er
eftir, sem er 199.500 kr. að viðbættum
aukahlut, samtals 242.060 kr. Þá orlof
og lífeyrissjóður, afls 282.677 kr. Þá
bendi ég á það að verðið á fiskmörk-
uðunum er miklu hærra en í föstum
viðskiptum. Það gæti hjálpað. Karfa-
verð í Þýskalandi var yfir 100 kr. 1993,
en er um 40 kr. í fóstum viðskiptum í
dag. Hér ætti að taka upp norsku að-
ferðina tfl að skflja á miOi veiða og
vinnslu, þá yrði ekki feluleikur með
fiskverð. - Ég hvet sjómenn til að tjá
sig um þessi mál.
Heiöurinn misskilinn
Guðjón Ólafsson skrifar:
Mér finnst hama-
gangurinn vegna
dóms Hæstaréttar,
um tekjutengingu
öryrkja sem er i
sambúð með fufl-
vinnandi aðfla,
vera að taka afar
ranga stefnu. Auð-
vitað þarf hér að
setja ný lög tO að
styðjast við leiðrétt-
Fer nýheiöraöur ingu. Og þar tek ég
offari? undir með Guðrúnu
Helgadóttur rithöf-
undi sem tjáði sig um málið í DV ný-
lega. Bægslagangur formanns Ör-
yrkjabandalagsins og hótanir hans í
ýmsar áttir innan stjómsýslunnar
lýsa grunnhyggni. Hann hefur nú ver-
ið kosinn „maður ársins“ hjá Rás 2 (af
öflum stöðvmn!). En heiðurinn er eitt-
hvað misskilinn hjá honum haldi
hann áfram að efna tfl ófriðar í þjóð-
félaginu. Hann veit fuflvel að sú stofn-
un fær enga peninga í kassann án
undangenginnar ráðstafana Alþingis.
Starfsmannavæn jól
Friðþjófur hringdi:
Alveg er það út í hött hjá fram-
kvæmdastjóra Póstsins að nefna það
upphátt, að lokun hans hafi tengst því
að veita starfsfólkinu „starfsmannavæn
jól“. Svona maður á ekki að vera í for-
svari fyrir opinberri stofnun af neinni
tegund. Enginn stjórnandi í einka-
rekstri fengi að komast upp með svona
skýringu. En hið opinbera er samt við
sig. Þar er enginn látinn víkja. Enda
em stofnanir þess eins og þær era.
Garöar
Sverrisson,
form. Öryrkja-
bandalagsins
Aft
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.