Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 25
29
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001
PV_______________________ Tilvera ;
Eftiriystur
Gestur Einar Jónasson, Þórhallur Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir og bíllinn góði.
Ný kvikmynd um Stellu í orlofi:
Leita að bílnum
hennar Stellu
í nýju myndinni fylgj-
umst við með þegar
Stella reynir fyrir sér í
pólitík og fer í framboð,
segir Halldór Þorgeirsson
kvikmyndagerðarmaður.
Halldór Þorgeirsson kvikmynda-
gerðarmaður ætlar ásamt fleirum
að gera sjálfstætt framhald af hinni
geysivinsælu mynd Stella í orlofi.
Halldór segir að það séu flmmtán ár
síðan fyrsta myndin um Stellu var
frumsýnd.
„Vegir Guðs er órannsakanlegir
og nú er kominn tími til að gera
nýja mynd sem fjallar um það þegar
Stella fer í framboð. Guðný Hall-
dórsdóttir skrifar handritið og hún
ætlar líka að leikstýra myndinni.
Það er búið að taia við alla sem
voru í aðalhlutverkum í Stellu í or-
lofi og þeir ætla að vera með í Stellu
í framboði. Við stefnum að því að
frumsýna myndina 18. október því
þá eru nákvæmlega fimmtán ár frá
því að hin myndin var frumsýnd.
Við ætlum að byrja um leið og Kvik-
myndasjóður gefur grænt ljós.“
Halldór Þorgeirsson kvikmynda-
geröarmaður
Það eina sem vantar til aö full-
komna verkiö er aö finna bíiinn sem
viö notuöum í fyrri myndinni. Þetta
er Ford Fairmont, árgerö 1979, og
þótti drusta á sínum tíma en stóö
fyrir sínu í myndinni.
Vantar bílinn
„Það eina sem vantar til að full-
komna verkið er að flnna bílinn
sem við notuðum í fyrri myndinni.
Ef ég finn hann ekki þá verð ég að
kaupa sams konar bíl erlendis frá.
Þetta er Ford Fairmont, árgerð 1979,
og þótti drusla á sínum tíma en stóð
fyrir sinu í myndinni. Ég var svo
vitlaus að selja hann á sínum tíma
og man náttúrlega ekkert hver
keypti hann. Reglur tölvunefndar
eru þannig að við getum ekki leitað
hann uppi, ég ætla því að nota tæki-
færiö og auglýsa eftir honum hér.
Númerið á bilnum var R-35240 og
mér er sagt að hann hafi sést á göt-
unni fyrir nokkrum árum. Það er
svo sem hægt að nota hvað Ford
Fairmont 1979 sem er og sprauta
hann í upprunalegu litunum. Sím-
inn hjá mér er 892 9823.
Ég verð illa svikinn ef þessi mynd
verður ekki að minnsta kosti jafn-
skemmtileg og hin. Við vitum ekki
enn þá af hverju Stella í orlofi varð
eins vinsæl og raun bar vitni en
stefnum að því að skemmta öllum
sem sáu hana jafn vel með því að
fylgjast með þegar Stella reynir fyr-
ir sér í pólitík og fer í framboð."
-Kip
Heimskulegasta
yfirlýsing ársins.
Áhorfendur breska sjónvarpsins
BBC eru þeirrar skoðunar að lrnatt-
spyrnukappinn David Beckham hafi
látið falla heimskulegustu ummæli
ársins 2000. Hann varð ótvíræður sig-
urvegari með þessari yfirlýsingu:
„Ég vil að Brooklyn verði skírður.
Ég veit bara ekki enn til hvaða trúar.“
í heimildarþætti BBC um David
Beckham kemur fram að hann telji
sig heimskan. Hann lýsti yfir ótta sín-
um við að geta ekki svarað spuming-
um þáttagerðarmannsins. David við-
urkenndi einnig að hafa ekki verið sá
klárasti í sínum bekk. Greinilegt þyk-
ir að eitthvað hafi skort í trúarbragða-
fræðakennslunni.
George Bush, verðandi forseti
Bandaríkjanna, fékk 10 útnefningar
fyrir heimskulegustu ummælin. Hann
Otvíræöur sigurvegari
David Beckham viöurkennir aö hann
sé heimskur.
mun meðal annars hafa sagt eftirfar-
andi: „Innflutningur okkar kemur í
sífellt auknum mæli að utan.“
Tryggingafélag í mál við Culkin
Tryggingafélag í | ^j^nKrn Þorláksmessu 1998, í
Bandaríkjunum hefur , íbúð móður leikarans
höfðað mál á hendur á 19. hæö. Móðirin
kvikmyndaleikaranum KjnE:-' flúði úr íbúðinni en
Macaulay Culkin og KBHfc skildi hana eftir opna.
foreldrum hans, meðal í jHM®1 'iWU Það varð til þess að
annarra, til að endur- k* H - -y- —JU eldurinn breiddist út
heimta bætur sem það H^ • um 53 hæða háhýsið,
þurfti að greiða eftir |H| ^H með fyrrgreindum af-
eldsvoða á heimili fjöl- Jj^H leiðingum. Macaulay
skyldunnar í New \ H bjó ekki í íbúðinni
York. Fjórir týndu lífi í ^^Hl þegar eldurinn kom
eldinum sem kom upp á ^^Hk___þar upp.
SPAR SP0RT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
Nóatúni 17, sími 511 4747