Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Page 7
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001
DV
7
Fréttir
Úttekt á níu félagsheimilum í Skagafirði:
Fimm minnst notuðu heimilin verði seld
DV. SAUDÁRKRÓKI:
„Grundvallaratriöi er að selja
eignir til að lækka rekstrarkostnað.
Lagt er til að minnst notuðu félags-
heimilin, Ketilás, Melsgil, Skagasel
og Félagsheimili Ripurhrepps, verði
seld sem fyrst. Um leið og starfsemi
Steinsstaðaskóla verður færð í
Varmahlíðarskóla verði Árgarður
seldur," segir meðal annars í tillög-
um sem settar eru fram í skýslu um
„Úttekt á félagsheimilum í Skaga-
firði“ sem starfsmenn Atvinnuþró-
unarfélagsins Hrings unnu að
beiðni menningar-, íþrótta- og
æskulýðsnefndar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.
Skýrslan er vafalaust ekki að
skapi margra ibúa Skagafjarðar en
þar er farið ofan í þann vanda sem
fylgir rekstri níu félagsheimila í
sveitarfélaginu. Lagt er til að sér-
hæfa sum félagsheimilin og breyta
þeim, til dæmis Bifröst, þannig að
þar geti þrifíst leikhús og hægt sé
að standa að metnaðarfullum
rekstri kvikmyndahúss. Breytingar
felast að mestu í að setja upp föst
hallandi sæti þannig að aðstaðan
verði sambærileg við það sem best
gerist. Rekstrargrundvöllur Ljós-
heima myndi um leið styrkjast mik-
ið þar sem það hús yrði nýtt betur
fyrir m.a. erfidrykkjur, einkasam-
kvæmi, árshátíðir, þorrablót og
þess háttar starfsemi. Höfðaborg
verður að nýtast áfram sem skóla-
húsnæði. Miðgarður og Höfðaborg
verða áfram þeir staðir sem hýst
geta fjölmennari samkomur.
Umsjónarmönnum þarf að fækka
og húsvörslu mætti sameina tals-
vert. I skýrslunni segir að félags-
heimilin standi mjög illa fjárhags-
lega og i núverandi skipulagi sé
rekstur þeirra erfiður og skuldir
safnist upp.
Skipulag sé óskilvirkt og eftirlit
af hálfu sveitarstjórnar hafi verið
mjög lélegt og sérstaklega eigi þetta
við um Bifröst. Þá sé eignarhald
óljóst þar sem ýmis félög hafi hætt
starfsemi og önnur aldrei lagt neitt
til rekstrarkostnaðar. -ÞÁ.
Fossá ÞH-362 á leiöinni frá Kína:
Fýrsta íslenska
skipið afhent í Klna
DV, AKUREYRI:_______________________
„Skipið fór frá Kína um miðjan
desember og við áætlum að það komi
til heimahafnar um næstu mánaða-
mót,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar, en Fossá ÞH-362, sem
smíðuð var í Kína, er nú á leiðinni
til landsins og er væntanleg til
heimahafnar um næstu mánaðamót.
Fossá er fyrsta skipið sem afhent
er íslenskum eigendum i Kína en
þar í landi er reyndar verið að
smíða fleiri skip fyrir útgerðir hér á
landi. Fossá er 300 tonna skip, 39
metra langt og 9 metra breitt. Það er
togskip en sérbúið til kúfiskveiða og
fer á þær veiðar strax eftir komuna
hingað til lands.
Að sögn Jóhanns A. Jónssonar er
nú unnið að því á Þórshöfn að gera
allt klárt fyrir vinnsluna á kúfiskin-
um. Þar er sérstök verksmiðja fyrir
slíka vinnslu en upp komu erfiðleik-
ar í vinnslunni á sínum tíma sem
raktir voru til loftræstibúnaðar og
hefur verið unnið að úrbótum á
þeim búnaði. -gk
Grafarvogur:
Skemmdarverk
unnin í Húsaskóla
Húsaskóli í Grafarvogi
- Á síöustu vikum hafa skemmdarverk ver-
iö unnin á skótanum.
Talsverð skemmdarverk
hafa verið unnin á Húsaskóla í
Grafarvogi upp á síðkastið. Að
sögn lögreglunnar í Grafarvogi
var á annan tug rúða brotinn í
skólanum í kringum jólin, á
þrettándanum kviknaði í
ruslageymslu skólans og á
mánudag var sprengju komið
fyrir í klósetti og sprakk hún
með þeim afieiðingum að kló-
settið er ónýtt. Lögreglan er
með málin í rannsókn.
„Við erum á góðri leið með að fá
botn í þetta allt saman," sagði Einar
Ásbjömsson, talsmaður lögreglunn-
ar í Grafarvogi.
Foreldrar i hverfinu hafa reynst
lögreglu ákaflega samvinnuþýðir og
er það meðal annars þeim að þakka
að búið er að upplýsa hverjir stóðu
að baki rúðubrotunum. Enn er ver-
ið að rannsaka hvort eldurinn í
ruslageymslunni hafi verið af
mannavöldum og að sögn Einars
gengur rannsóknin á sprengingunni
vel. -SMK
Hann hitti loksins draumadísina.
Verst að pabbi hennar er algjör martröð.
BcbertDeNÍlO
BenSöDer
Frá leikstjóra „Austin Powers
Fyndnasta mynd ársins
frumsýnd á morgun.
Robert De Niro og Ben Stiller
fara á kostum í nýjustu gamanmyndinni
frá leikstjóra Austin Powers.
^fókus
98-9
Nöfn vinningshafa birtast í DV mánudaginn 15. januar.
Vinningshafar á boðssýningu í kvöld
sæki miða í þjónustuver DV fyrir kl 18.00
r • ; d
haskÖlabiÖ
LAUGAi
DMU éiiiiiiaiwMiiiwörmaí