Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Side 5
Jörðin kólnaði fyrr en
talið var
Örsmá kristal-
sögn, litlu breið-
ari en tvö i
mannshár, gæti }
umturnað jarð- ;
fræðilegri sögu jarðarinnar. j
Kristallinn er elsta fasta efnið,
4,3-4,4 milljarða ára, sem fundist
hefur á jörðinni og er það um 100
milljón árum eldra en elsta fasta
efni sem fundist hafði áður.
Kenningar vísindamanna
miða við að jörðin hafl myndast
fyrir 4,5-4,6 milljörðum ára og að
yfirborð hennar hafi verið haf-
sjór glóandi hrauns sem hafi tek-
ið nokkur hundruð milljón ár að
kólna niður í landmassa. En
kristallinn bendir til þess að sú
kólnun hafi tekið mun styttri
tíma.
Kristallinn styrkir hins vegar
aðra kenningu. Rannsóknir á
Tunglinu benda til að mikið loft-
steinaregn hafi dunið á jörðinni
500-000 milljón árum eftir að ;
hún varð til sem hafi brætt kóln-
að yfirborðið aftur í hrauneðju
og eytt öllu lífi sem sumir vís- ;
indamenn telja að hafi þegar
myndast.
Frumkvööull tæknibylt-
ingarinnar deyr
william Hewlett,
j'j'ilJJV annar stofnenda
:, , -v, Hewlett-Packard
ÁJ'JUiZlf tölvufyrirtækis-
..i—ins, iést þann 12.
janúar síðastliðinn vegna aldurs,
87 ára að aldri. Hewlett stofnaði j
Hewlett-Packard árið 1939 ásamt
David Packard sem lést árið
1996.
Þeir félagar voru meðal þeirra
sem ýttu tæknibyltingunni úr ;
vör frá bílskúrnum sem þeir ;
ráku fyrst fyrirtækið sitt i í Sil-
icon Vailey í Kaliforníu. Fyrsta j
raftækið sem þeir seldu fór til ;
Walt Disney kvikmyndafram-
leiðandans og var notað til að
fínpússa hljómgæði tónlistarinn- :
ar í teiknimyndinni „Fantasíu."
Hewlett og Packard, sem stofn-
uðu fyrirtækið fyrir 538 dollara, '
þróuðu vasareiknitölvuna og
enduðu með fyrirtæki sem í dag
selur tölvur og prentara ásamt
öðru fyrir um 50 milljarða doll- j
ara á ári.
EB styrkir nýja kynslóö
veraldarvefs
Evrópubanda-
lagið hefur lagt
fram 775.320.000
króna í styrk til :
kjamorkurann-
sóknarstofnunarinnar CERN í
- Sviss til að fjárafla þróun sam- ;
takanna á nýrri kynslóð verald-
arvefs, DataGrid (í. upplýsinga-
net). Vísindamenn CERN hönn-
uðu upphaflega veraldarvefínn
(e. WorldWideWeb, skammstafað
www. í upphafí netfanga).
CERN vinnur að þessu verk- ;
efni ásamt fimm öðrum rann- ;
sóknarstofnunum og er verkið j
tilkomið vegna væntanlegs nýs
öreindahraðals sem CERN hefur
í smíðum. Hann mun geta skotið
40 milljónum róteinda saman á
sekúndu og mun magn upplýs-
inga úr hverju skoti gefa frá sér
sama magn upplýsinga og ef all- j
ir einstaklingar jarðarinn töluðu .
í 20 sima hver í einu. Til að l
höndla ailt þetta magn þarf um
100.000 PC tölvur eins og þær eru
í dag og veraldarvefurinn i dag
getur engan veginn ráðið við S
þetta magn upplýsinga.
Hakkarar farnir að skoða Linux-stýrikerfi:
Ormur plagar Linux-stýrða netþjóna
- eyðileggur ekkert en er til ama
Nojarinn Torvald Linus fann upp Linux-stýrikerfísgrunninn sem allir hafa að-
gang að og geta breytt eða bætt á aö vild og kallaö Linux svo lengi sem Tor-
vald segir aö það sé í lagi.
í siðustu viku
kom tölvuorm-
ur, sem er sér-
stök tölvuvíru-
stegund, fram í
sólarljósið og
var honum ein-
göngu beint gegn netþjónatölvum
sem keyra á Linux-stýrikerfinu.
Einnig einbeitti ormurinn sér að-
eins að netþjónum sem nota Redhat
6.2 og 7.0. Redhat er stýrikerfi sem
byggir á Linux-grunninum.
Ormurinn olli ekki miklum skaða
og virðist ekki hafa verið búinn til í
þeim tilgangi. Hann olli hins vegar
truflunum í netþjónum á tvenna
vegu. Til að byrja með skipti hann
um upphafssíðu netþjónanna. í stað
venjulegrar upphafssíðu birtist
mynd af núðlupakka og fylgdu þessi
skilaboð: „Hackers
loooooooooooooove noodles" (í.
Hakkarar elska núðlur). Ofan á
þetta bætist síðan að ormurinn étur
upp vinnsluminni á meðan hann
skannar Netið í leit að næstu tölvu.
Ormurinn nýtti sér vel þekkta
galla í Redhat-stýrikerfinu sem aOir
vissu um. Redhat-fyrirtækið var
meira að segja búið að gefa út bæt-
ur fyrir gallana en þar sem tölvur
með stýrikerfi byggð á Linux-grunn-
inum hafa hingað tO verið nokkuð
óhultar gáðu eigendur netþjónanna
ekki að sér. Sérfræðingar segja að
notendur Linux-kerfa megi fara að
búast við frekari árásum þar sem
vinsældir Linux-stýrikerfa séu sí-
feOt að aukast. Einnig má búast við
að ekki verði bara skrifaðir saklaus-
ir ormar heldur fari alvöruvírusar
að gera vart við sig með meðfylgj-
andi leiðindum.
Sérfræðingar segja að
notendur Unux-kerfa
megi fara að búast við
frekari árásum þar
sem vinsældir Linux-
stýrikerfa séu sífellt að
aukast Einnig má bú-
ast við að ekkí verði
bara skrifaðir sakiausir
ormar heldur fari al-
vöruvírusar að gera
vart við sig með með-
fylgjandi leiðindum.
Tal hf. opnar nýja þjónustumiðstöð:
Hóptal fýrir fyrirtæki og stofnanir
Siðastliðinn
fimmtudag opn-
aði Tal hf. form-
lega nýja fyrir-
tækjaþjónustu,
Hóptal, í hús-
næði sínu við
Síðumúla 28. í fréttatilkynningu seg-
ir að þrátt fyrir að markaðsstarf Tals
hf. hafi verið mest áberandi á sviði
einstaklingsþjónustu hafi fyrirtæki
og stofnanir aOtaf verið í hópi við-
skiptavina fyrirtækisins. Þjónusta
við þessa aðila hefur farið sívaxandi
og var umfang hennar orðið það mik-
ið að ákveðið var að taka í notkun
sérstaka þjónustumiðstöð fyrir þá. Á
meðal þess sem þjónustan sér um er
sala á GPRS-símum sem enn eru
ekki komnir á markað fyrir einstak-
linga sökum skorts á símtækjum.
í tOefni opnunar þjónustumið-
stöövarinnar færði Guðjón Karl
Reynisson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækjaþjónustustöðvar Tals, Vestur-
hlíöarskóla, sem er skóli fyrir heym-
arskerta, að gjöf tvo GPRS-síma og
tvær lófatölvur. Nemendur og kenn-
arar Vesturhlíðar-
skóla geta því verið
nýtt sér þráðlausa
sítengingu við Net-
ið og skilaboðum
tafarlaust á milli
hverra annara.
Einnig færði Tal
formanni starfs-
mannafélags Baugs
eitt GPRS símtæki
og lófatölvu sem á
að nýtast i þágu fé-
lagsins.
Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, afhendir hér Berglindi
Stefánsdóttur, skólastjóra Vesturhlíðarskóla, góöar
gjafir.
Pessi ofurnútíma hægindastóll er afkvæmi samvinnu Microsoft-tölvurisans og hágæöa hægindastólaframleiöand-
ans La-Z-Boy. Hér er ekki um neinn eölilegan hægindastól að ræöa. Innbyggt í hann eru innstungur fyrir símalínur
og sjónvarp, netsjónvarpsmóttakari frá Microsoft auk heföbundinna hólfa til aö geyma fjarstýringar og sjónvarps-
dagskrár. An þess aö hreyfa sig úr stólnum verður því hægt að brimbrettast um Netiö þvert og endilangt og horfa
á gagnvirkt sjónvarp (ekki enn komiö í gagniö hér á landi). Fólk getur ráöiö hvort þaö setur í stólinn fartölvu eöa
netsjónvarp. Hugmyndin á bak viö stólinn er aö fólk geti nú þvælst um Netiö eöa tölvast á annan hátt á sem þægi-
legastan hátt. Stólarnir eru ekki komnir til landsins en úti í Bandaríkjunum kosta þeir um 88.000 krónur meö venju-
legu áklæöi og um 110.000 krónur með leður- eöa vinýláklæði.
George Lucas, stofnandi
Lucasfilm.
THX-kerfi á
heimilistölvur
Fyrirtækið Lucasfilm, sem
fann upp THX-kerfiö sem
breytti lífi biógesta fyrir
nokkrum árum, setti nýlega á
markað í samvinnu við Dell
tölvuframleiðandann THX-hug-
búnaðarstaðal fyrir heimilis-
tölvur.
Með þessu segjast forsvars-
menn fyrirtækjanna vera að
mæta þörfum tölvunotenda
sem í síauknum mæli hlusta á
geisladiska, horfa á DVD-mynd-
ir eða spila sífellt háþróaðari
tölvuleiki í tölvunum sínum.
Hópurinn frá Lucasfilm kom
einnig upp með nýtt skjákort
þar sem bíómyndir á DVD hafa
oft ekki nógu mikil myndgæði
á tölvuskjám. Kortiö gagnast
einnig tölvuleikjaunnendum.
Nú þegar eru nokkrir tölvu-
leikjaframleiðendur byrjaðir að
vinna með THX-staðalinn og er
fyrirtækið Origin Systems í
Texas eitt þeirra. Origin Sy-
stems gaf meðal annars út upp-
haflega Wing Commander-leik-
inn sem byggður er á Star
Wars-myndunum góðu sem Ge-
orge Lucas, stofnandi Lucas-
film, leikstýrði einmitt.