Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 2
Veiði í gegnum ís - dorgveiðimönnum fjölgar: Fátt skemmtilegra en dorgið - segir Björn G. Sigurðsson, formaður Dorgveiðifélagsins Veiðiskapur að vetri til hefur aukist mikið hin seinni ár og fleiri og fleiri stunda þessa vetrarveiði, sem getur verið mjög skemmtiiegt. Veiðimenn geta veitt á þeim stöðum í vötnunum sem ekki er hægt á sumrin, úti á miðjum vatninu. Veiðimaður einn hafði stundað vatn þar sem ekki mátti vera með báta á og þess vegna fékk hann alls ekki að koma með bátinn sinn. Hann vissi að úti á vatninu voru vænir silung- ar, mjög stórir fiskar, en hann náði ekki til þeirra. Eitt sumarið reyndi hann að vaða langt út í vöðlum en náði ekki þeim stóru. Tíminn leið og beið. Tveimur árum seinna fékk hann leyfi til að fara á dorg og þá komst hann út á ísinn. ísinn var glær og fyrir neðan syntu stórir ur- riðar en þeir fengust ekki til að taka agnið hjá honum. En þeir voru ríg- vænir margir hverjir. Fyrir einhverjum fimmtán til tuttugu árum var dorgveiði stunduð af þröngum hópi veiðimanna sem fengu leyfi hjá bændum og fóru til veiða í vötnum landsins. Hér áður fyrr veiddu bændur landsins eitt- hvað í gegnum ís og veiddu þá sér til matar. Bændur í Borgarfirði veiddu fisk í gegnum ís á dorg, neð- arlega á Norðurá i Borgarfirði veiddist bleikja og neðarlega í Grímsá veiddist urriði á dorg. Einn af þeim sem stunduðu dorgveiði mikið var Jón heitinn Jónasson og vann hann lengi hjá Grænmetis- verslun landbúnaðarins. Hann veiddi í Hlíðarvatni í Selvogi til marga ára og veiddi oft vel. „Það var oft hægt að veiða vel í vatninu, vænan silung, mest bleikj- ur, en einn og einn urrriða,“ sagði Jón fyrir nokkrum árum og var þá með sérstakan veiðiglampa í augun- um. Enda var Jón lunkinn veiði- maður og fengsæll. En hann segir meðal annars um dorgveiðina í bók- inni Hann er á! sem Þröstur Elliða- son skrifaði: „Ekki má gleyma dorgveiðinni, en ég veiddi þá í Elliðavatni, Hlíðar- vatni í Selvogi og Þingvallavatni. Fyrir nokkrum árum, eftir að ég flutti suður, fékk ég 10 punda urriða í Þingvallavatni og missti annan sem var svo feitur að hann komst ekki i gegnum gatið á ísnum. Ég náði hnakkataki á honum en hann sneri sig af hendinni því hann sló sporðinum undir ísinn og spymti sér frá mér og sleit. 12 punda urriða fékk ég fyrir löngu síðan í Þing- vallavatni, en það getur verið hættulegt að vera á ísnum þar. Einu sinni vorum við fjórir félagar á ís- spöng sem brotnaði frá meginísn- um. Ég og annar maður náðum aö stökkva yfir sprunguna áður en hún gliðnaði lengra í sundur. Hina tvo rak út á vatn, en vindurinn hrakti ísinn aftur að landi. En þar sem ís- spöngina rak upp að var bara ís- hröngl. Ég var að hugsa um að fara á bæ í nágrenninu og hringja eftir þyrlu til að bjarga þeim. En við vor- um heppnir að finna bát og tókst að ná þeim í hann. Þarna var mikil hætta á ferð því ísspöngin var farin að gliðna undan gárunni á vatn- inu.“ Eitthvað var líka um að veiði- menn stunduðu Þingvallavatn, en þar var ísinn varhugaverðari en á Hliðarvatn í Selvogi, Kleifarvatni og Djúpavatni. Þetta kemur berlega fram í viðtalinu við Jón hérna á undan. „Við fengum góða veiði í Djúpavatni, silungurinn þar er mis- Horft í djúpið Kíkt niöur um ís á Laxárvatni í Húnavatnssýslu. Veiði í gegnum ís Björn G. Sigurösson býr sig undir aö nota borinn. jafn en vænir urriðar eru til í vatn- inu,“ sögðu veiðimenn sem veiddu i vatninu í fyrra og bættu við: „einn okkar setti í vænan fisk en missti hann eftir stutta baráttu." lslandsmót í dorgi „Við stofnuðum Dorgveiðifélag ís- lands fjórir 1990 og það var í maí, síðan hefur verið dorgað víða á vötnum landsins og haldið hefur verið íslandsmót," segir Björn G. Sigurðsson, formaður Dorgveiðifé- lags íslands, í samtali við Vetrar- sport DV. Bjöm hefur verið duglegur að út- breiða dorgveiðina víða um land. „íslandsmótið í dorgveiði hefur ver- ið haldið á mörgum stöðum á land- inu, til dæmis á Reynisvatni, Arnar- vatnsheiði, Mývatni og Ólafsfjarðar- vatni, svo einhverjir veiðistaðir séu tíndir til. Veiðin hefur verið misjöfn en margir hafa mætt til að dorga á öllum aldri og haft gaman af.“ Björn kveðst ekki byrjaður að dorga í vetur. „Þetta er ekki byrjað enn og betra að kanna hvort ísinn á vötnunum sé orðinn nógu þykkur áður en maður byijar veiðiskapinn. Fátt er skemmtilegra en að veiða fisk í gegnum ís, enda er hægt að veiða oft vel. Það eru mörg góð vötn hér á landi, fiskurinn er oft vænn og stundum finnur maður góðan veiðistað sem gefur manni góða veiði,“ segir Björn. Rétt er að taka fram að ísinn á vötnum landsins er alls ekki nógu traustur þessa dagana. Eitthvað hef- ur verið um aö veiðimenn haföi að- eins kikt eftir fiski á is en veiðin hefur verið róleg enn þá. -G.Bender Var 46 ára þegar hann hóf að ganga á skíðum: Léttir á fjöllum Jón Hjartarson ásamt Valgeiri Krístinssyni og Birgi Einarssyni á Frostastaöavatni. „Ég byrjaði að ganga á gönguskíð- um 1990, 46 ára gamall. Þá bárust skíði inn á heimilið sem ég ákvað að fá að prófa. Ég heillaðist þegar af gönguskíðaíþróttinni og hef stundað hana grimmt síðan,“ segir Jón Hjart- arson, framkvæmdastjóri Fræðslu- nets Suðurlands á Selfossi. Jón segist alltaf hafa verið mikið á ferð á fjöll- um, akandi, gangandi og í veiðiskap. Hann hafi alla tíð verið útivistarmað- ur en gönguskíðamennskan hafi fært sér nýjan vinkil á útiveruna. „Að fara um á gönguskíðum gefur allt aðra sýn á náttúruna. Staðir sem maður hefur oft komið á og ferðast um að sumri fá nýja vídd þegar farið er um þá að vetrarlagi á gönguskíðum þegar snjór er yfir öllu,“ segir Jón. Hann segir að þegar snjór er í byggð fari hann í dagsferðir um nágrenni Selfoss, Hell- isheiðina, Mosfellsheiði og víðar. „í lengri ferðum hef ég farið mikið um Síðumannaafrétt í Vestur-Skaftafells- sýslu. Við höfum gengið frá Sigöldu, gegnum Landmannalaugar, Fjallabak nyrðra og yfir Síðumannaafrétt aust- ur undir Vatnajökul. Við sofum í fjallaskálum en ég hef enn ekki farið út í að sofa í tjaldi, hef það þó alltaf með til öryggis," segir Jón. Hann segir að sá hópur sem hann fari með í ferðirnar sé úr fjölskyldu hans og kunningjahópnum. „Við erum allt frá tveim upp i tíu sem ferð- umst saman, allt eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir Jón. Uppáhaldsferð Jóns var farin árið 1994, frá Sigöldu austur á Kirkjubæj- arklaustur gegnum Landmannalaugar en sú eftirminnilegasta er sú fyrsta. „Þá gengum við frá Hunkubökkum og inn í Blágil sem er á Síðumannaaf- rétti, inn undir Lakagígum. Þá var 20 manna hópur á ferð og sumir hverjir að stíga á skíði í fyrsta skiptið. Við fórum mjög gætilega yfir, vorum í fylgd með björgunarsveitinni á Kirkjubæjarklaustri sem kom sér mjög vel fyrir okkur sem vorum að þreyta okkar frumraun i þessari íþrótt. Ferðin var mjög lærdómsrík og eftirminnileg því á leiðinni hrepptum við svartaþoku, þá fóru þrír vélsleðar fram af hengju. Það varð að sækja tvo á þyrlu inn í Blágil en það fór sem bet- ur fer allt vel að lokum. Betur en á horfðist." Pekking á staðháttum Jón segir að það sem helst þurfi að hafa í huga áður en lagt er upp í svona langar ferðir sé að vita hvert og um hvaða land er verið að fara. Góð- ur fatnaður fyrir breytilegt veður er nauðsynlegur í bakpokanum. „Menn verða að vera klárir á því að geta ratað, þurfa að kunna vel á kort og staðsetningartæki. Menn þurfa að geta mætt óvæntum uppákomum og vera búnir að rannsaka leiðina vel áður en lagt er af stað,“ segir Jón. Á fjöllum er nauðsynlegt að hafa skíðabúnað sem hentar sem flestum gerðum af snjó og landslagi. „Ég er á góðum ferðaskíðum með sterkum bindingum og stálköntum, svo er ég með öflugugan búnað meðferðis. Mað- ur getur lent í harðfenni og alls kyns aðstæðum þar sem veitir ekki af að hafa góðan búnað.“ Hann segir að þau svæði sem hann hefur farið um í óbyggðum hafi hann yfirleitt farið um að sumri áður, það hafi mikinn kost að gjörþekkja svæðin áður en farið er um þau á gönguskíðum að vetrarlagi. „Þegar maður er á gönguskíðum á fjöllum að vetrarlagi bjargar manni enginn, maður verður að geta bjargað sér sjálfur, hvað sem á dynur. Þá nýt- ur maður ferðarinnar best meðan á henni stendur og náttúrunnar og er svo sæll og glaður í ferðalok yfir að hafa leyst af höndum verkefni eins og áætlað var og notið óbyggðadvalar- innar í allri sinni máttugu dýrð,“ seg- ir Jón Hjartarson. -NH Sfc ■.: Beðið eftir snjónum Jón Hjartarson hefur alla tíö veriö mikill útivistarmaöur og hann fer gjarna í dags- feröir um nágrenni heimabæjar síns, Selfoss. vetrarsport 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.