Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 13
4 Að renna fótskriðu - öndrur er gamalt nafn á skíðum í Hávamálum stendur: „Við eld skal öl drekka, en á ísi skríða“ og í fomsögunum er sagt frá því að menn renni fótskriðu og er þar átt við að þeir renni sér á ís eða skíð- um. Landnámsmenn hafa kunnað að renna sér á leggjum og á snjó og flutt þá þekkingu með sér til lands- ins. Á skíðum skemmti ég mér Um aldamótin 1800 buðu dönsk stjórnvöld verðlaun til þeirra sem kenndu íslendingum aö renna sér á skíðum. Ullur var goð norrænna vetrar- íþrótta og hefur Skarphéðinn ef- laust hugsað til hans þegar hann drap Þráin á Markarfljóti. í Njálu segir að Skarphéðinn hafði bundið skóþveng sinn, sprottið á fætur og gripið öxina Rimmugýgi. Mikið svell var á fljótinu en vakir á milli og það hált eins og gler. Skarphéð- inn hóf sig á loft og hljóp yfir fljót- ið meðal höfuðísa og renndi sér fótskriðu. Svellið var svo hált að hann fór sem fuglinn fljúgandi. Þráinn ætlaði að setja á sig hjálm- inn en í því kom Skarphéðinn svif- andi að og hjó í hausinn á honum þannig að öxin klauf höfuðið niður í jaxla og þeir féllu á ísinn. Afturfótaleggir dýra Fornmenn þekktu ekki skauta eins og við notum í dag, þess í stað bundu þeir dýraleggi undir fæt- urna og ýttu sér áfram með brodd- staf. Björn Bjarnason segir í bók sinni íþróttir fornmanna að forn- menn hafi valið sér „afturfótaleggi af hjörtum, nautum eða hestum. Voru þeir klofnir að endilöngu, til- höggnir í báða enda og gjörðir sem beinastir og hálastir; oftast nær voru tvö göt boruð gegnum legg- inn og þvengir dregnir í, til þess að binda mætti upp um fótinn, bæði að framan og aftan.“ Þessi gerð af skautum þekktist um öll Norðurlönd og tíðkuðust hér á landi langt fram á síðustu öld. Skautar úr járni eða stáli bárust fyrst til landsins um aldamótin 1800 og um 1840 er skautaiðkun orðin almenn viða um land. Ólafur Davíðsson segir í íslensk- ar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur að það hafi vérið þjóðsið- ur á íslandi að einungis karlmenn lærðu á skautum og þykir honum það miður vegna þess að kvenfólki veitti ekki síður af hollri hreyf- ingu en karlmönnum. Hann segir enn fremur að leggjafar hafi tíðkast lengi í landinu og sé vin- sælt meðal barna og unglinga sem notist við framfótaleggi af sauðfé eða jafnvel kindahorn. Skíðafar Elstu heimildir um skíði á Norð- urlöndum er að finna í gömlu þjóð- Svellið var svo hált að hann fór sem fuglinn fljúgandi Börn og unglingar á skautum 1985 í gömlu skautahöllinni í Skeifunni. Skautar úr járni eða stáli bárust fyrst til landsins um arheiti Sama eða Skrið-Finnar eins og þeir voru kallaðir. Skriö- Finnar þóttu einstaklega lagnir við að fleyta sér á fonninni og töldu margir að skíðin væru sam- vaxin fótunum á þeim. í íslend- ingasögunum er skíða eða skíða- fars aldrei beinlínis getið en þó er óhugsandi að þau hafi ekki þekkst hér á landi við upphaf byggðar. Oddur Einarsson biskup segir lítillega frá skíðafari fornmanna í íslandslýsingu sinni og talar um það sem sérstaka hlaupaíþrótt sem menn hafl stundað á vetrum en sé nú glötuð. Magnús Ólafsson í Laufási, sam- tímamaður Odds, minnist lítillega á skíði í skýringum sínum að þýð- ingum Snorra-Eddu og af þvi má aldamótin 1800. ætla að hann þekki til þeirra. Einnig má reikna með að skíða- hlaup hafi verið þekkt í Skagafirði á tíma Hallgríms Péturssonar því hann segir í vísubroti „fara á skíö- um fljótt ég gerði læra“. Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni að enn kunni nokkrir Norðlendingar að renna sér á skíðum og bendir það til þess að íþróttin njóti ekki mikilla vinsælda og svipaða lýs- ingu er aö finna í ferðabók Ólafs Ólavíus. Eggert Ólafsson þótti reyndar góður skíðamaður og í ævisögu hans segir: „Hann fór hraðar á öndrum en nokkur maður mætti fylgja honum á hlaupum." Öndrur er gamalt nafn á skiðum. Nikul ós Buch Skömmu fyrir aldamótin 1800 flutti Norðmaðurinn Nikulás Buch til Húsavíkur og tók að kenna ís- lendingum á skíðum. Stuttu seinna buðu dönsk stjórnvöld verðlaun til allra þeirra sem lærðu á skíðum eða kenndu öðrum að renna sér á þeim. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem stjórnvöld studdu við íþróttir hér á landi og uxu vinsældir skíðaíþróttarinnar mjög eftir þetta. > í dag kunna flestir að renna sér á skautum eða skíðum og á hverju ári sækja tugþúsundir manna skauta- og skíðasvæði landsins og skemmta sér prýöilega. -Kip Reykjavík- uríiðið æfir á Sauðár- króki Vegna snjóleysis syðra var hóp- ur skíðafólks úr Reykjavík við æf- ingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við Sauðárkrók um síðustu helgi. Þarna var hluti af Reykjavíkurlið- inu 13 ára og eldri úr fjórum Reykjavíkurfélögum, KR, Víkingi, Fram og ÍR, undir stjóm þjálfara sinna, Gunnlaugs Magnússonar og Kristins Haukssonar. Krakkarnir voru mjög ánægðir með æfingaaðstöðuna i Tindastóli og skíðuðu þar grimmt i sex tíma bæði á laugardag og sunnudag. Þjálfararnir Gunnlaugur og Krist- inn sögðu að það væri mjög gott að komast í snjó og ekki hafl ver- ið um annað að ræða en að drífa sig norður. Liðið var nýbúið að vera við æflngar í þrjár vikur í Noregi, aðallega í Hvítfjalli, og því um að gera að fylgja þeim æf- ingum eftir. „Við erum mjög ánægð með þessar aðstæður. Bakkinn er með betri stórsvigsbökkum sem völ er á til æfinga og vegna þess þá ætl- um við líka að láta krakkana æfa stórsvigið á morgun, en upphaf- lega átti þá að vera svigæfing. Það er bara svo sjaldgæft að komast i svona góðan stórsvigsbakka," sögðu þeir Gunnlaugur og Krist- inn þjálfarar þegar DV ræddi við þá i lok laugardagsæfingarinnar. -ÞÁ ðYAMAHA SX700R Allt fyrlr skautamanninn Peysur íslenska landsliðsins VERÐ: 4.500. ■ Er frosin tjörn eða vatn í nágreninu? Fáóu þér þá kylfu, pðkk og skauta hjá okkur. PekkirlOOkr. Kyíhirfré 1.300 kr. • Skaisiar frá 2.§0ö fer. Sendum í póstkröfu um allt land. Hringdu og við aðstoðum þér við valið. Bjóðum allt fyrir skaulamannin- hjálmar, grindur, reimar, iþrólfabindi, sokkabönd, axlahlifar, olnbogahlífar, hanskar, , skaulahlífar, löi Sérvarslun skautamannsins :] legghlffar, æfingapeysur, buxur, . töskur, undirgailar, sokkar, sokkabðnd, varahiulir og margl fleira. Sufturlandsbraut 20 m 5,888S68 S MítMMMHHNM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.