Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 15
V *■ Yfir lækinn Fjallafarinn kunni, Pétur Gíslason, brýst hér upp úr einum árfarveginum. Mikiö vandaverk er aö finna leiöiryfir ár þar sem hvorki veröa landspjöll né tjón á bílum. Bílstjórinn Sigurdór Sigurösson stoltur á sínum jeppa einn góöviðrisdag á fjöllum. skylduparadísinni i Hvammsvík í Hvalfirði. Beljandi hríð Eftir vel heppnað villibráðar- kvöld í Setrinu var farið að huga að heimferð árla morguns. Heldur hafði veður skipast til hins verra og eftir að ekinn hafði verið um einn kílómetri frá húsinu var veðurhæð- in komin í tæpa 40 metra sem sam- svarar 13-14 vindstigum eftir gamla kerfinu og frostið farið að nálgast 20 stig auk þess sem beljandi hríðin hefti alla sýn. Þar sem nokkuð var um óvana ökumenn í hópnum og jeppa sem ekki voru nægilega vel búnir var ákveðið að snúa aftur við og láta fyrir berast í Setrinu þar til veðrinu slotaði. Miklir erfiðleikar steðjuðu að hópnum, en allir voru í stöðugu talstöðvarsambandi enda áríðandi að fylgjast vel með að allir séu með í fór. Að endingu komust allir aftur i skálann utan þess sem einhverjir létu fyrirberast í bílum sínum við þokkalegan aðbúnað. Alls tók um 18 klukkustundir að aka þennan eina kilómetra fram og til baka. Við þessar aðstæður er ein- ungis ekið eftir GPS tækjum og horft á tölvuskjáinn í stað þess að horfa fram fyrir bílinn enda lítið þar að sjá í frosti, byl og myrkri. “Þetta var alveg hræðilegt á köfl- um, sem betur fer var nóg af mat í hverjum bíl en þegar kom að því að þurfa til dæmis að pissa versnaði heldur í málum. Eftir að ég var komin í spreng varð að ráði að ég færi út og pissaði þrátt fyrir að þar geisaði aftakaveður. Eftir þessa reynslu sá ég að ég hefði betur mig- ið á mig og geri það örugglega næst við svona aðstæður. Svo eru menn að vælá yfir því í blöðunum að hafa þurft að kúka í fötu einhvers staðar á Grænlandi. Þeir ættu að reyna þetta,“ segir Silla og hana hryllir við tilhugsuninni. Oræfi sem brennivín Þau segja að mikið öryggi sé i því að hafa björgunarhundinn Birtu með en hún er af Chihuahua kyni og hefur náð 20 sentímetra hæð og er því full- vaxta. Þeim ber saman um að óveð- ursferðirnar standi upp úr i minning- unni og eftir því sem lengra líður frá verði þær skemmtilegri. Segist Silla ekki hafa trúað þvi að hún ætti eftir að- geta nokkurn timann skemmt sér yfir minningum um þessa ferð sem hafl verið hræðileg fyrir hana, borg- arbarnið, þegar verst lét. Þeir sem farið hafa í fjallaferðir verða af einhverjum ástæðum hel- teknir af töfrum öræfanna og lýsti Bjarni í Túni því þannig að öræfin væru eins og brennivínið, þau slepptu ekki þeim sem þau væru einu sinni búin að ná tökum á. „Það er stórkostlegt að aka um ör- æfin þegar rafmögnuð birta norður- ljósa og tungls eiga samspil við myrk- ur og skugga fjalla þar sem allar draugasögumar eiga heima. Drauga- sögurnar sem Úlfar Jacobsen ferða- frömuður seldi útlendingunum á sín- um tíma. Hvergi sem ég hef komið í veröldinni er neitt sem jafnast á við útsýnið af fjallatoppunum þarna inn frá og það er heldur ekkert sem jafn- ast á við kyrrðina upp til flalla enda vonlaust að ætla að finna hana hérna á Miklubrautinni," segir Sigurdór en fyrirtæki hans selur nú útlendum ferðamönnum ferðir á vit hins ís- lenska öræfavetrar og þykir hinum erlendu gestum stórkostlegt að þeysa um þessar víðlendur og segjast ekki hafa upplifað neitt í líkingu við þess- ar jeppaferðir. -GS Þann 13. febrúar verður haldið upp í þriggja daga jeppa- ferð úr Mývatns- sveitinni og inn á hálendi íslands, nánar tiltekið í Herðubreiðarlindir sem eru af mörgum taldar einn fegursti staður öræfanna; einkum vegna útsýnis og andstæðna nátt- úrunnar sem þar koma fram. Þaðan farið inn að Öskju og Víti og gist í fjalla- skála. Einnig verður farið að Aldeyjarfossi og Laugafelli og gist aðra nótt í fjalla- skála ásamt því að grilla og fara í náttúrulega laug. Þjóðsagan segir frá Þórunni á Grund sem hafi dvalist með fólki sínu við Laugafell á meðan svartidauði gekk yfir og hafi hún látið klappa laugarkerið í klöppina. Sá galli er á þessari sögu að Þórunn fæddist fullri öld eftir að svartidauði geisaði. (Þess ber þó að gæta að mikil sóttarplága geisaði á landinu árið 1493). Hins vegar bendir sagan til þess5^ að Grundarmenn hafi talið sér land inn að jökli. Síðasta deginum verður eytt í sannkölluðu vetrarríki og keyrt um hálendið og endað inni í Seljahjallagili, einu fegursta stuðlabergs- gili landsins. Um kvöldið er síðan slakað á í heitum potti eða gufu. Nánari upp- lýsingar á myvatn.is á Net- inu. B ISIAKIS KELAHDK CAR RENTAL BARONSSTIG 2-4-101 REYKJAVIK SÍMI: 545 1300 - FAX: 545 1305 Tölvupóstur: carrei)tal@canrentaUs Heimasíða: www.carrental.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.