Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 4
Til að fá sem mest út úr snjó- brettaiðkun sinni eru nokkur at- riði sem fólk ætti að taka til at- hugunar. Vissulega er mögulegt að stökkva beint á brettið án um- hugsunar en eftirfarandi ráðlegg- ingar munu hjálpa áhugasömum að forðast meiðsli, halda krafti og ná sem bestum árangri og skemmtun á brettinu. Snjóbrettapar á góðri stundu Steinarr Lár Steinarsson er hér á góöri stund ásamt kærustu sinni írisi Wigelund Pétursdóttur í Madonna di Campiglio á Ítalíu. Steinarr hefur einungis náö 4 dögum á snjóbrettinu á yfirstandandi vetri og kennir hann metnaöarleysi skíöasvæöanna um, ekki síöur en íslenskri veöráttu. íslenskir snjóbrettamenn fara mikinn: Stökkva á snjóbrettum yfir bíia - brotin bein og marið hjarta - tilboð um landsliðsstyrk erlendis frá „Eftir 10 ár verða skíðin á algeru undanhaldi. Nú þegar eru 50 til 60 prósent gesta á Bláfjallasvæðinu á snjóbrettum og framtíöin liggur í þeim,“ segir Steinarr Lár Steinars- son snjóbrettakappi sem skellir sér á brimbretti þegar ekki er snjó- brettafæri. Steinarr starfar hjá Karli K. Karlssyni og stígur á snjóbrettið á hverjum degi þegar færi gefst. Hann hóf snjóbrettareið sína fyrir um 4 árum og hefur verið óstöðvandi síð- an. „Ég byrjaði strax á fyrsta degi að reyna trikk og nú get ég í raun gert endalaust mörg. Snjóbrettið hefur það fram yfir skíðin að hægt er aö gera langt um fiölbreyttari stökk og hvers kyns brögð. Við félagarnir höfum gaman af því að byggja palla við vegbrúnir og stökkva yfir á brettunum. Stundum setjum við bíl- ana okkar á veginn til að auka á ögrunina," segir hann. Eins og gengur og gerist hefur Steinarr orðið fyrir einhverjum skakkafóllum á brettinu, enda kann varla góðri lukku að stýra að rugl- ast á planka og vængjum. „Ég hef brotið báöar axlir og brákað viðbein. Það er ekki mikið því vinur minn braut eitt sinn tvo hryggjarliði og marði hjartað á ísa- firði. Þetta er þó ekki hættuleg íþrótt nema maður sé að taka erfið stökk. Stundum fer maður fram úr sjálfum sér. Hinn almenni bretta- maður meiðist varla mikið nema hann hitti á staur eða eitthvað i þá veruna. Fætumir eru báðir bundnir á sama bretti og þeim er því lítil hætta búin. öðru máli gegnir um skíðamenn, sem geta snúið og beyglað fætuma á alla vegu,“ segir hann. Steinarr segir snjóbrettaiðkun sína vera komna út í fikn sem þarfnast reglulegrar útrásar. „Ef ég kemst ekki á brettið í ein- hvern tíma verð ég úrillur og erfið- ur viðfangs. Ég er fíkill á snjóbretti og þetta eru fráhvarfseinkennin. Þó ég sé ábyrgur maöur meö íbúð, bam og konu, verð ég reglulega að kom- ast upp í fiöll á bretti. Það er engin ástæða til að hætta að leika sér þó maður taki lífið alvarlega. Ég hef farið með tveggja ára dóttur mína á brettinu og hafði hana þá í bakpoka, eins og gengur og gerist hjá skiða- fólki með lítil böm. Hún haföi mjög gaman af og stundum biður hún mig um að koma á snjóbretti. Ein- hvem tímann ætla ég að útbúa lítiö bretti fyrir hana og draga hana með staf, enda hefur hún mikinn áhuga á þessu og á eflaust eftir að leggja fyrir sig brettaiðkun í framtíðinni," segir hann. Að sögn Steinarrs fylgir snjó- brettunum upplifun sem orð fá ekki lýst. „Maður er að stökkva í kollhnís og á alla vegu og adrenalíniö flæðir aUan tímann. Þetta er alhliða lík- amsþjálfun á náttúrulegan hátt og samtímis stundar maður útivist. Á snjóbrettinu er maöur frjáls en ekki bundinn samningum og kvöðum eins og í hópíþróttum. Ég fer upp í fiaU þegar mig langar tU og ákveð sjálfur hvað ég er lengi. Ókosturinn er þó að hér á íslandi virðist skíða- tímabUið vara stutt en þegar ekki er snjóbrettafært forum við félagamir stundum á brimbretti. Þá lendum við oft í ýmsum ævintýrum og sjá- um furðulegustu fyrirbæri. Eitt sinn sáum við rostung og tvisvar höfum við séð torkennUegum ugga bregða fyrir,“ segir hann. Steinarr, sem varð þriðji á síöasta íslandsmóti í snjóbrettum, segir metnaðarleysi vera einkennandi fyrir flest skíðasvæði á landinu. „AUt of lítið er reynt að halda skíðasvæðunum opnum og það er merkilega fátt gert til að hlúa að sí- vaxandi hópi brettafólks. Það er ein- kennUegt að ekki sé meira hugsað um brettamenn á fiöUum. í BláfiöU- um stóð eitt sinn til að sefia upp sér- staka skíðalyftu fyrir brettafólk en þær tUætlanir voru kæfðar í fæð- ingu af BláfiaUanefnd. Þama virðist vera um að ræða fólk sem ekki þekkir íþróttina af eigin raun, hvað þá útbreiðslu hennar," segir Stein- arr sem viU skUa þakklæti tU að- standenda skíðasvæðisins í Skála- feUi, þar sem mikið tiUit er tekið tU snjóbrettamanna. Hann segir líklegustu skýringuna á framtaksleysi á skíðasvæðum vera fiárskort. „Það ætti að leggja meiri pening í skíðasvæðin þvi þau hafa verið van- rækt. Erlendis er aUt gert til að halda svæðunum opnum og gang- andi. Þar nota menn snjódælur tU að hafa aUtaf ferskan snjó og renn- andi færi. 85 prósent af snjó á stór- um skíðastöðum i Ölpunum er svo- kaUaður tUbúinn snjór sem fram- kaUaður er meö þar til geröum dæl- um,“ segir hann og viðrar þá hug- mynd að hækka gjald í Bláfiöllum til að afla fiármagns. Dælurnar virka þannig að þegar fiögurra gráðu frosti er náð er vatni samstundis sprautað í loftið frá mörgum stöðum í einu sem fram- kallar snjókomu. Þegar árrisulir skíðamenn rísa á fætur er þá jafnan ferskur snjór í hlíðum og nýtt púð- ur. Snjóbrettafólk á Islandi skiptir líklega þúsundum en sá harði kjarni sem Steinarr sver sig í ætt við er um 40 manns. Þar er um að ræða þann hóp snjóbrettafólks sem stigur á snjóbrettið nánast hvem dag sem fært er og leggur á sig vinnu við að byggja paUa og halda við svoköUuðu röri. „íslenskir snjóbrettamenn eru ekkert síðri en gengur og gerist er- lendis. Tveir íslendingar sem ég veit um eru að staðaldri erlendis og keppa á mótum þar. Svo hef ég heyrt af því að okkur snjóbretta- mönnum hafi verið boðinn styrkur frá Helle Hansen tU að stofna lands- lið. Við áttum aö skipa nefnd sem myndi velja í liðið en einhvem veg- inn höfum við ekki látið verða af því. Snjóbrettamenn eru meira fyrir að vera frjálsir og hafa lítinn áhuga á að skipa nefndir," segir Steinarr Lár Steinarsson, snjóbrettamaður að lífsskoðun. -jtr ' Fljúgandi bretti Adrenalíniö flæöir um líkamann þegar flogiö er um loftin á snjóbretti. í viðbragðsstöðu Einungis þeir sem loðnir eru um lófana geta stundað snjóbrett- in aUan ársins hring. Snjóbretta- tíðin getur hafist skyndilega á ís- landi og því er gott að vera lík- amlega tUbúinn fyrir hasarinn. TU að nýta þann litla tíma sem maður fær er nauðsynlegt að hafa haldið sér í æfingu um sum- arið og haustið. í grandvaUarat- riðum helst viðunandi þjálfun með reglulegri hreyfingu og teygjuæfingum en einnig er mögulegt að verja heitu góðviðr- isdögunum á hjólabretti eða brimbretti, þó sumir kunni að líta þau síðarnefndu hornauga. í teygjuæfingunum ber fyrst og síðast að beina athyglinni að lær- um, öxlum og baki. Forðastu vonbrigði Fátt er bagalegra en að horfa á eftir orkunni hverfa þegar líður á daginn. Dýrmætur brettatími getur glatast einfaldlega vegna þess að ekki hefur verið gefið lík- amsvélinni gaum á meðan brett- areið stendur. Til að forðast slík vonbrigði er ráðlegt að borða staðgóðan morgunverð áður en haldiö er á fiallið. Þannig endist maður allan daginn og heldur áfram og áfram eins og Energiz- er-kaninan. Orkuhlaðnar sælgæt- isstangir skemma heldur ekki fyrir og geta hlaupið undir bagga þegar bera fer á vanmætti. Vatnsdrykkja er að sama skapi óvitlaus en hún ýtir undir ár- vekni og kemur í veg fyrir vökvaskort. Viðhald Það getur verið dýrt að missa úr beygju og hver vill dragast aft- ur úr félögunum út af lélegu rennsli. Að vaxbera brettið er það auðveldasta sem þú getur gert til að bæta það. Fjölmargar tegundir af vaxi er til og eru þær oft ætlaðar ákveðnum skilyrðum. Ekki er ráðlegt að æða út í fikt á brettinu án viðhlitandi kunnáttu því það er rétt eins líklegt til að valda skemmdum. Breíti við hæfi Þegar kemur að því að fá sér nýtt bretti er ekki óviturlegt að spyrja sjálfan sig nokkurra spuminga. Valið á milli bretta ætti velta á því hvar, hvernig og hversu mikið standi til að nota brettið og hve mikil reynsla væntanlegs brettafara sé. Til eru sérstök byrjenda- bretti en reyndari brettafarar og þeir sem gaman hafa af stökkum og brellum kjósa oft- ast bretti meö minni sveigjan- leika. Þau geta verið byrjend- um ofviða og því er þeim ráðið frá því að læra á þau. Brekka við hæfi Nýbakaðir snjóbrettaeigend- ur bregða oft á það ráð að æfa sig í bamabrekkum. Þetta er hið mesta óráð, enda er erfiðara að halda jafnvægi á snjóbrett- inu í litlum halla. Annað gildir um snjóbrettin en skíðin. Einnig er það algengt byrj- endafeilspor að halla sér aftur þegar reynt er að beygja. Þvert á móti er mælt með því að halla sér fram á brettið þegar verið er að sveigja. Heill byrjenda er best borgið með því að leita sér 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.