Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 8
Utdrattur ÚR SKÝRSLU Stóraukin uppbygging á skíðasvæðum höfuðborgari nnar: Stefnt að tvöföldun aðsóknar fyrir árið 2008 Bláfjallanefnd, sem skipuð er full- trúum frá 13 sveitarfélögum, hefur haft með rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum að gera undanfarin ár og nú á síðasta ári fól ÍTR Bláfjalla- nefnd einnig að stjórna skíðasvæö- unum I Skálafelli og í Henglinum. Nefndin ákvað haustið 1999 að fara af stað með stefnumótunar- vinnu fyrir svæðin enda hafði nán- ast engin uppbygging átt sér stað á svæðunum sl. 20 ár. í samstarfi við Iöntæknistofnun var farið yfir stöðu mála og kallaðir til fulltrúar allra þeirra sem komið hafa nálægt skíða- og útivistarmál- um á höfuðborgarsvæðinu. Fjöl- margar hugmyndir komu fram um hvernig rétt væri að byggja svæðin upp á komandi árum og einnig hvernig hagkvæmast er að reka þau. Niðurstöður þessarar vinnu hafa nú verið dregnar saman i stefnumótunarskýrslu Bláfjallanefndar en þar eru settar fram hugmyndir um stóraukna upp- byggingu á skíðasvæðum í nágrenni Reykjavíkur og sett eru fram skýrt mótuð markmið sem stefnt er að að ná á næstu átta árum. Þannig er stefnt að því að upp- bygging mannvirkja til skíðaiðkun- ar og útivistar leiði til aukinnar ástundunar og ánægju notenda árið um kring. Fjöllin verði byggð upp sem heils árs skemmti- og útivistar- svæði fjölskyldunnar. Rekstur svæðanna verði markaðssækinn, skilvirkur og hagkvæmur og boðið verði upp á aukna þjónustu og fjöl- breytni í íjöllunum. Öryggismálin verða tekin til gagngerrar endur- skoðunar og samgöngur verða stór- bættar. Stefnt er að tvöfalt meiri að- sókn árið 2008 miðað við meðaltal áranna 94-99. Þetta er eins og áður segir stefnu- mótun til næstu átta ára en þetta uppbyggingarstarf hófst þegar á síð- asta vetri með aukinni þjónustu við skíðamenn og stórauknu upplýs- ingastreymi sem leiddi til aukinnar aðsóknar á siðasta vetri. í haust var stigið stórt skref í að gera stjórnun skíðasvæðanna skilvirkari með stofnun þriggja rnanna rekstrar- stjórnar undir stjóm Ingvars Sverr- issonar, formanns Bláfjallanefndar, og ráðningu sérstaks framkvæmda- stjóra skíðasvæðanna, Loga Sigur- finnssonar. Stóraukið fjármagn verður sett í uppbyggingu skíða- svæðanna á næstu árum og sem dæmi má nefna að framlag Reykja- víkurborgar verður þrefalt meira á þessum vetri, samanborið við fram- lög síðustu ára. Bláfjöll DV Byad á korti Bigö augfýsingagorðnr A Framskáli - Miöasala B Lyfta Fram C Byrjendalyfta í Eldborgargili D Beygjulyfta í Eldborgargili E Skáli, Gilitrutt F Stólalyfta viö skála G Bláfjallaskáli H Borgarskáli O I Byrjendalyfta viö skáia P J Topplyfta Ármanns R K Gillyfta S L Borgarlyfta T M Ármannsskáli - Miöasala N Sólskinsbrekkulyfta Ármanns Byrjendalyfta í Suöurgili Bílastæöi Stólalyfta I Suðurgili Skíðamiðstöö Kópavogs (Breiðablik) - Miöasala Göngubrautir: 10 km, 5 km og 3 km. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður s kíð a s væ ð i s i n s í H líðar fjal I i: Mikil fallhæð og brekkulengd „Skíðasvæðið í Hlíöaríjalli er geysilega gott svæði. Þar er mesta fallhæð sem skíðasvæði hér á landi býður upp á, eöa um 500 metrar, og mikil brekkulengd. Lyftulinan er um 1800 metrar og ef menn fara frá hæsta punkti geta þeir valið sér um tveggja kílómetra langa leið niður að neðri enda stólalyftunnar," segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins i Hlíðarfjalli á Akureyri. Guðmundur Karl Jónsson Geysilega gott skíðasvæði í HiíðarfjaiH. í grófum drátt- um lýsir Guð- mundur Karl skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli þannig: „Við erum með stóla- lyftu sem er 1000 metra löng og við hana eru mjög fínar brekkur sem henta öllum. Upp af stólalyft- unni er svokölluð Stromplyfta sem er um 800 metra löng en við hana eru meira krefjandi brekkur sem eru ekki við hæfi byrjenda. Niðri við hótelið er Hólabraut þar sem er diskalyfta en þetta er besta aðstað- an sem við höfum fyrir byrjendur og þá sem eru ekki orðnir mjög van- ir. Upp af Hólabrautinni er svo Hjallabraut þar sem er diskalyfta en við hana er brekka sem hentar öll- um og hægt er að nota þessa brekku úr stólalyftunni einnig. Fyrir göngufólkið erum við svo með 3,5 km upplýsta göngubraut sem er í mjög skemmtilegu landslagi. Við höfum einnig áhuga á að vera með mjög góða aðstöðu fyrir bretta- fólkið en snjóbrettin eru sífellt að verða vinsælli. 1 vetur höfum við reynt að koma upp aðstöðu fyrir þá sem eru á brettum en við höfum ekki haft nógu mikinn snjó til að 1100 m i® L __ Vélageymsla Skíðageymsla 500 m Akurevri Skíðahótel Gönguhús Toglyfta ^j/Stc Stolalyfta gera þá aðstöðu eins góða og við vildum. Úr því mun hins vegar verða bætt strax og hægt verður enda fleiri og fleiri sem sækja í þessa skemmtilegu íþrótt." Guðmundur Karl segir að á heild- ina litið hafi veturinn verið mjög góður í Hlíöarfjalli það sem af er. „Við opnuðum 18. nóvember og það var opið alveg samfleytt til 10. janú- ar fyrir utan 3 daga sem ekki var hægt að hafa opiö vegna veðurs. Ástandið i fiallinu hvað varðar snjó er mjög gott þrátt fyrir óvenjulega tíð í janúar, snjórinn er vel þjappað- ur og ég get ekki annað en verið bjartsýnn á framhaldið í vetur og fram á vor,“ segir Guðmundur Karl. Guðmundur er menntaður í Bandaríkjunum í rekstri skíða- svæða, og er eini íslendingurinn með þá menntun. „Ég fór utan í það nám árið 1989 en það tekur tvö og hálft ár. Að náminu loknu starfaði ég á skíðasvæðum bæði í Bandaríkj- unum og Kanada en leiðin lá heim á leið þegar mér stóð starfið í Hlíð- arfialli til boða. Starfið hér leggst mjög vel í mig, eins og ég sagði hef- ur veturinn verið mjög góður og að- altíminn er eftir. Ég er viss um að það eiga margir eftir að leggja leið sína í Hlíðarfiall í vetur og nýta þá góðu aðstöðu sem hér er.“ -gk - Fjöllin verði byggð upp sem heils árs skemmti- og útivistarsvæði fjöl- skyldunnar - Aðstaða verði bætt fyrir börn: Gerð verði þrauta- og leikjasvæði að vetrar- lagi og komið verði upp leiktækjum. - Aðstaða fyrir byrjendur verði löguð með aukinni þjónustu, skíðakennslu og fjölbreytni. - Bætt verði aðstaða fyrir snjóbrettaiðkendur. Gönguleiðum verði fjölgað og gerðar að- gengilegar, þær merktar og kortlagðar. Meðal hug- mynda er að Heiðmörk verði tengd Bláfjallasvæði að vetrarlagi og að Reykjavegur verði tengdur gönguleiðum um Bláfjöll. Skíðatímabilið verði lengt, m.a. með jöfnun og uppgræðslu á brekkum, stutt verði við bakið á snjóframleiðslutilraunum og tilraunum með að frysta snjó í brekkum. - Gróðursetning á skíða- svæðunum verði aukin og kannaðir verði möguleikar á uppgræðslu skíðaleiða. - Stefnt er að aukinni flutningsgetu og hag- kvæmni lyftubúnaðar og mannvirkja. - Tekinn verði upp sveigj- anlegur tími sem taki mið af veðri, aðsókn og ósk- um markaðarins. - Þjónusta við skíðafólk verði efld, m.a. með end- urskoðun á rekstri veit- ingasölu, skíðaleigu og viðgerðarþjónustu, og lagaður að óskum neyt- enda. Húsnæðisaðstaða í Skálafelli verði bætt. Öryggismerkingar á svæðunum verði bættar og mótaðar markvissar öryggisreglur fyrir svæðin. Aukin verði hæfni starfsmanna til þjónustu og rekstrar, m.a. með markvissri áætlun um þjálfun og endurmenntun starfsmanna, auk þess sem starfsmenn verði í auknum mæli í heils árs stöðugildum. - Farið verður í samstarf við fyrirtæki og stofnanir um aðkomu að einstökum þáttum rekstrar, s.s. upp- byggingu mannvirkja, lagningu göngustíga og merkinga. - Almenningssamgöngur verði efldar í samvinnu við sérleyfishafa eða sam- göngufyrirtæki sveitarfé- laganna. - Lokið verði við lagningu varanlegs slitlags á vegi að skíðasvæðunum. & 2 4 vetrarsport ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.