Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 9
* Jóhann Torfason, umsjónarmaður skíðasvæöisins: Isafjörður er og verður skíðabær „Hér á ísafirði erum við með dal- ina tvo, það er að segja Tungudal og Seljalandsdal og eru þessi svæði okkar vel sótt enda mikil hefð fyrir skíðaiðkun á ísafirði og í nágrenni okkar. Það má segja með sanni að umhverfið í skíðalandi okkar er til- komumikið og minnir um margt á skíðasvæði úti í heimi. Við erum með góðar brekkur og ekki síðri göngubrautir. Allt snýst þetta þó um snjó sem aldrei þessu vant er lít- ið af á ísafirði um þessar rnundir," segir Jóhann Torfason, umsjónar- maður skíðasvæðis ísfirðinga. Jóhann segir að mikil endur- skipulagning hafi staðið yfir og standi enn yfir: „Við erum að fá nýja lyftu í gagnið í Tungudal og er það lyfta sem er fyrir almennings- brekku. Er þetta um 1000 metra lyfta. í Tungudal erum við þegar fyrir með aðra 1000 metra lyftu og geta þær þá annað um 2200 manns á klukkutímann. Auk þess er barna- lyfta á svæðinu og það er því ekkert að vanbúnaði hjá okkur að taka við fjölda af ferðalöngum sem koma til okkar. Flestir koma á Skíðavikuna, sem er alltaf um páskana og þá er mikið um að vera hér á svæðinu og undantekningarlaust hefur Skíða- vikan heppnast vel. Á ísafirði hefur verið lögð áhersla á að vera með upplýst svæði: „Báð- ar lyfturnar verða upplýstar, sú eldri er þegar upplýst og þegar hin er komin í gagnið verður farið að huga að lýsingu á hana og má gera ráð fyrir að við verðum með 36 þús- und vatta lýsingu. Þá er ótalið að göngubrautin okkar er lýst upp með 16 þúsund vöttum. Og vil ég segja að göngusvæði okkar sé með því besta sem gerist, ekki bara hér á landi heldur þó víða væri leitað." Auk mikilla breytinga á aðstöðu til skíðaiðkunar á ísafirði er verið að byggja nýjan veglegan skíða- skála. Það er Foreldrafélagið innan Skíðafélagsins sem sér um að byggja skálann sem er í Tungudal. Þar verður gistiaðstaða, veitinga- sala og vélageymsla á jarðhæð. Þetta er hús upp á tæpa 300 fer- metra og við vonumst til að klára það fyrir páska þegar Skíðavikan hefst. Jóhann er spurður hvort alltaf sé jafn mikill áhugi á skíðaíþróttinni á Isafirði: „ísafjörður hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera skíðabær og það eru orð að sönnu og hann verður það áfram. Áhugi á skíðum er mjög mikill og það er engin til- viljun að ekkert bæjarfélag hefur eignast fleiri afreksmenn á skiðum en ísafjörður. Við höfum alltaf notið velvildar hjá bæjaryfirvöldum senr á erfiðum stundum hafa stutt vel við bakið á okkur og eru núverandi bæjaryfirvöld engin undanteking á þeirri reglu.“ -HK Rúnar Jóhannsson í Oddsskarði Krakkar á snjóbrettum og fullorðnir á skíðum „Við erum komnir með þrjár diskalyftur sem við nefnum nöfn- um. Það er Sólskinsbrautin sem er fyrir alla og einkar hentug byrj- endum. Þá er ein sem við nefnum Selbraut og í framhaldi af henni kemur Goðabraut. Þær eru saman- lagt 1237 metra langar og er fall- hæðin 330 metrar. Við byrjum í 514 metra hæö og endum í 880 metra hæð sem er nokkuð hátt á okkar mælikvarða. Þetta gerir það aö verkum aö hér er nægur snjór mjög lengi. En það er eins og allir loki skíöin inni þegar 1. maí er kominn þó nægur snjór sé, þá er bara komiö að öðru í lífinu, það er farið að sjást í túnblettinn og garð- yrkjuáhöldin tekin fram og skíðin sett inn,“ segir Rúnar Jóhannsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddsskarði við Eskifjörð. Rúnar segir að áhuginn á skíða- iðkun á Austfjöröum hafí aukist gífurlega á síðustu árum, sérstak- lega eru það brettin sem hafa tek- ið við sér. Það er eins og einhver bylting sé í gangi, allir krakkar eru komnir á snjóbretti og það er bara af hinu góöa. í fyrstu var mikil hræösla við snjóbrettin, en annað hefur komiö í ljós. Krakk- arnir hafa sýnt það aö þau eru ekki bara dugleg að renna sér heldur hafa þau veriö til fyrir- myndar í hegðun. Þetta blandast mjög vel saman hjá okkur, skíðin og brettin, og til aö laða fullorðna fólkið til okkar erum við með opið eitt kvöld í viku til kl. 22.00 og þá bjóðum við upp á fría fullorðins- kennslu. Hefur þetta mælst vel fyr- ir og skilað sér í nýju fólki." Rúnar segir að ekki verði meira gert í skíöasvæðinu í bili: „Við erum svo til nýbúnir að taka Sól- skinsbrautina í notkun og komnir með góðan skála og nú er næst að koma upp húsnæði fyrir troðar- ana. Má segja að það sé brýnasta verkefnið á næstunni." Oddsskarð dregur að sér fólk hvaðanæva af Austfjörðum: „Hing- Skíðasvæði landsins Siglufjörður Húsavík 4% ísafjöröur|| . ^ w Ólafsfjöröur Sauðárkrókun# €|Dalvík s • Akureyri ^ \ Egiisstaöir# f Neskaupstaöur# j yöis Seyöisfjörður Kerlingar- fjöil Biáfjöll, 4 Skálafell, Hengilssvæöíö Eskifjorður að kemur fólk frá mörgum byggð- arlögum, við eigum okkar trygga fólk á Egilsstöðum og svo kemur fólk hingað frá fjörðunum í kring- um okkur, allt suöur til Hafnar, en fólkið sem fyrst og fremst sækir svæðið er úr Fjarðabyggð. Ég hef farið á öll skiðasvæði landsins og tel að við séum mjög vel í sveit settir hvað varðar skíðaiðkun. Við höldum mót á landsmælikvarða, höfum meðal annars verið með punktamót fyrir börn og full- orðna.“ Rúnar er sjálfur mikið fyrir að fara á skíði og hefur stundað skíð- in síðan 1956: „Ég hef nú samt ekki átt sjálfur nema fjögur pör af sklð- um, er að taka ein ný í notkun þessa dagana. Hér áður fyrr var þetta mjög dýrt. Ég á eldri bræður og var á skíðum af þeim til að byrja með og eignast ekki mín fyrstu skíði fyrr en ég var orðinn fullorðinn." Rúnar segist alltaf hafa jafn gaman af að vera á skíð- um og á sína mestu hamingjudaga í góðu veðri í Oddsskarðinu. -HK vetrarsport 2 5*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.