Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Blaðsíða 14
Pétri hjálpað
/ vetrarferöum hjálpast menn gjarnan aö og þeir sem minna komast fá aöstoö eftir þörfum. Hér má sjá Sigurdór aöstoöa
Pétur Gíslason félaga sinn sem fest hefur bíi sinn.
Sigurdór og Silla þeytast um hálendið á jeppanum:
Hefði betur migið á mig
- segir Silla um eina svaöilförina
Ótrúleg aukning hefur orðið í
jeppasporti á undanförnum árum og
má segja að um vakningu sé að
ræða. Einn þeirra sem nýtur þess
úð bruna eftir snjónum um hálend-
ið er Sigurdór Sigurðsson, forstjóri
Allrahanda ehf. Hans fyrstu kynni
af vetrarakstri voru vestur á fjörð-
um þar sem brotist var áfram með
handmokstri, keðjubasli og tilheyr-
andi vosbúð til að komast á milli
staða í mismiklum óveðrum. Enda
bílar þess tima langt frá því að vera
eins vel útbúnir og jeppar nútím-
ans.
„Þetta er alveg ótrúlega gaman,
félagsskapurinn er frábær og ekki
^spillir útiveran. Það eru alltaf ein-
hverjar. æflngar í gangi. menn eru
að festa sig og brasa við að ná þeim
upp. Að standa í temmilegu basli í
ófærð og veseni er skemmtilegt,"
segir hann.
Varúðarráðsíafanir
Algengt er að famar séu hópferð-
ir þar sem farið er á mörgum jepp-
um inn á fjöll og er þá jafnan gist í
fjallaskálum. Ferðaklúbburinn 4X4,
sem er samtök jappamanna, hefur
til að mynda komið sér upp gistiað-
stöðu inni á hálendinu fyrir þessa
seinni tíma Fjalla-Evinda. Sigurdór
segir grundvallaratriði að vera með
jeppana vel búna enda hefur hann
búið sinn bil öllum hugsanlegum
búnaði og er engu líkara en að mað-
ur sé að koma inn í geimfar þegar
stigið er upp í jeppann hans.
„Ég er með allan hugsanlegan
búnað í bílnum. Ég er þvi tilbúinn
að mæta öllum mögulegum aðstæð-
um á fjöllum og gæti látið fyrirber-
ast í bílnum nokkra daga án þess að
biða tjón af. Olíumiðstöðin sér um
að halda honum heitum án þess að
vélin þurfi að vera í gangi. Svo er
gasprímus til að geta hellt sér upp á
kaffi og eldað súpur og fleira þess
háttar. Það verður aldrei of varlega
farið því eins og kallinn sagði:
„Menn eiga aldrei að fara einir á
fjöll öðruvísi en að vera fleiri sam-
an og með band á milli sín.“ Það er
löngu búið að sanna kosti sína að
vera við öllu búinn og liðin tíð að
það sé eitthvað töff að vera vanbú-
ATH! Takmarkað
magn
SKEIFUNN111 • SÍMI 520 8000 • BÍLDSHÖFÐA 16 • SÍMI 577 1300 • DALSHRAUN113 ■ SÍMI 555 1019
SWEDEN
Skíðabox Frá
Skíðabogar á Flesta bíla
inn og illa settur," segir þessi öræfa-
garpur, ánægður með sinn jeppa.
Sigurbjörg Vignisdóttir, eða Silla
eins og hún er jafnan kölluð, eigin-
kona Sigurdórs, hefur farið marga
svaðilförina með manni sínum og í
einni fyrstu alvöru jeppaferðinni
þeirra voru þau sólarhring að brjót-
ast einbíla suður Kjalveg. „Þegar
við vorum að brjótast þarna upp á
Bláfellshálsinn, eitt fet áfram og
þrjú aftur á bak, bílnum ruggað og
ruggað, hvarf fjallarómantíkin og ég
ákvað að fara aldrei aftur í svona
vetrarferð," segir hún og hlær við.
En aftur fór hún eftir að hafa ver-
ið sannfærð um að þetta væri alveg
einstakt að lenda i svona leiðinlegu
færi. Og ekki tók betra við.
Síðastliðinn vetur fóru þau hjóna-
korn í jeppaferð með veiðifélaginu
Landnemum sem hélt árlegt villi-
bráðarkvöld sitt í Setrinu, undir
Hofsjökli sunnanverðum, og var far-
ið á 14 jeppum. Veiðifélagið Land-
nemar er þekkt fyrir að veiða allt og
er ýmist hægt að rekast á félaga
þess í veiðihugleiðingum á börum
borgarinnar jafnt sem með brugðn-
ar byssur á fjöllum eða jafnvel sak-
leysislega með veiðistöng í fjöl-
Björgunarhundurinn
Sigurbjörg Vignisdóttir meö björgunar-
hundinn Birtu sem ávallt er tekin meö
í fjallaferðir til hatds og trausts.
Eftir óveðursnótt
Mokaö ofan af vélinni og rafmagn fengiö aö láni.
Margir kjósa að fara á gönguskíð-
um í 2-6 daga langar ferðir síðla vetr-
ar. Slíkar ferðir krefjast þess að þátt-
takendur séu í sæmilegu formi, eigi
vandaðan fatnað og búnað og búi yfir
þekkingu í rötun, þ.e. kunni á átta-
vita, geti lesið kort og notað GPS.
í slíkar ferðir þarf öflugri skíði en á
Miklatúnið og lítið vit í að fara nema
á svokölluðum „touring“-skíðum sem
eru breiðari en hefðbundin brautar-
skiði og auk þess með stálköntum.
Farangur flytja menn annaðhvort á
snjóþotum eða púlkum eða bera hann
á bakinu.
30
Ferðafélögin bjóða í vaxandi mæli
upp á slíkar ferðir og er þá jafnan gist
í skálum þó vanir skíðagarpar víli
ekki fyrir sér að liggja úti I tjaldi eða
snjóhúsi.
Á myndinni sjást tveir skíðamenn
Páll Ásgeir Ásgeirsson og Einar Ragn-
ar Sigurðsson bera saman bækur sín-
ar, staddir undir Jarlhettum í
Langjökli, að átta sig á aðstæðum.
Þeir eru með þotur í eftirdragi á leið-
inni úr Hvítárnesi að Hagavatni í
ágætu veðri í apríl 1999.
vetrarsport