Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 Fréttir DV Nokkrir slökkviliös- og sjúkraflutningamenn í Grindavík - telja að sér hafi verið sagt upp: Segja slökkviliðsstjóra setja sér afarkosti - ég ræð þessu og Nokkrir slökkviliðsmenn í Grindavík, sem jafnframt gegna starfi sjúkraflutningamanna, hafa sent bæjarstjórn, umhverfisráðu- neytinu, landssambandi sínu og Brunamálastofnun bréf þar sem þeir lýsa óánægju sinni með að hafa ver- ið settir afarkostir af hálfu slökkvi- liðsstjóra bæjarins. A.m.k. tveir þeirra líta svo á að þeim hafi verið sagt upp og hafa þegar skilað lyklum sínum að slökkvistöðinni. Óvissa ríkir með einhverja aðra en 20 menn eru í slökkviliði Grindavíkur. Ásmundur Jónsson slökkviliðs- stjóri segir að hann hafi verið að gera skipulagsbreytingar en vildi samt litið tjá sig um málið efnislega. Hann benti á að fulltrúar Bruna- málastofnunar geri úttekt á slökkvi- stöðinni vegna þessa máls. Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- ber á því ábyrgð, segir slökkviliðsstjóri um skipulagsbreytingar manna segir að breytingarnar í Grindavík snúi gegn þróun þessara mála í landinu. Rýrir öryggi Grindvíkinga Gunnar Valgeirsson, einn þeirra slökkviliðsmanna sem málið varð- ar, sagði eftirfarandi um málið: „Ég vil meina að þetta rýri öryggi bæjarbúa í Grindavík talsvert. Þeir sem eiga að njóta þjónustunnar fá ekki jafngóða þjónustu og ella. Menntun og reynsla þeirra sem sagt var upp mun ekki nýtast íbúunum og það tekur tíma að þjálfa aðra í störfm,“ sagði Gunnar. Slökkviliðsstjórinn er þessu ósammála: „Ég ætlaði að gera smávægilegar skipulagsbreytingar á slökkvilið- inu. Þeir vilja ekki taka því og það er þeirra mál. Tveir menn litu svo á að þeim hefði verið sagt upp og það er rangt. En ég ræð þessu og ber á því ábyrgð. Ég er að reyna að vinna mína vinnu hérna og hún er svona,“ sagði Ásmundur. Breytingar sem stríöa gegn þróun Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður landssambandsins, sagði við DV að þær upplýsingar sem hann hefur um Grindavíkurmálið lúti að því að slökkviliðsstjóri telji að það fari ekki saman að umræddir starfsmenn séu líka sjúkraflutninga- menn og taki bakvaktir sem slíkir. „Því að menn séu í sjúkraflutning- um jafnhliða slökkvistarfinu get ég vísað til samþykktar landssam- bandsins - hún byggist á því að reynsla sé komin á að með því að samtvinna sjúkraflutninga og störf slökkviliðanna fái borgarar bæði betri þjónustu og lægri tilkostnað. Það sem virðist vera að gerast í Grindavík gengur gegn því sjónar- miði,“ sagði Guðmundur Vignir. „Ég sé ekki hvaða skipulagsbreyt- ingar geta réttlætt að einhver allt önnur lögmál gildi í Grindavík en annars staðar á landinu þar sem menn hafa verið að þróa þessi störf saman. Ég hef áhyggjur af því að menn velji ekki þá leið sem hefur verið talin farsæl annars staðar," sagði Guðmundur Vignir. Hann bætti þvi við að yfir 80 pró- sentum allra sjúkraflutninga sé sinnt af slökkviliðum í landinu. „Það sorglega" sé að ágreiningur þurfi að koma upp í máli eins og þessu, ekki síst í ljósi þess að slökkviliðsmenn á landsbyggðinni sinni flestir störfum sínum af áhuga einum saman. „Það verður að ná sáttum í þessu máli,“ sagði Guðmundur. -Ótt Lengst uppi á hálendi íslands: Veöursældarvandi a Fannbarnum - algjört snjóleysi á hálendinu dregur úr gestagangi JSs »*» *’**=» í>oa m i «rt,' wh G. Stöllumar Björg Matthí- asdóttir og Hrafnhildur Ei- ríksdóttir standa vaktina á einum afskekktasta bar og hóteli Evrópu í Hálendis- miðstöðinni í Hrauneyjum. Helsti vandi þeirra við reksturinn þessa dagana er allt of gott veður og snjó- leysi á íjöllum. Þær eru báðar frá Akur- eyri og nýlega komnar til starfa á Fannbarnum i Hálendis- miðstöðinni en svo heitir þessi há- lendisbar á stærsta virkjunarsvæði landsins. „Hér eru 54 gistiherbergi fyrir 110 manns og jeppa- og vélsleðamenn nota þetta mikið sem áningarstað á leið inn á hálendið. Gallinn er bara sá núna að það er enginn snjór og þeir hringja daglega og spyrja um hvort ekki sé farið að snjóa,“ sagði Björg er tíðindamenn DV litu þar inn í vikunni. Björg og Hrafnhildur Reknir fyrir fyllirl - þctta erti venjulejílr tnlendingar, segir baiþjonniiin Frétt DV um drykkjuvanda á hálendisbarnum í sumar. eru einu starfsmenn þessa fjallahót- els og annast jafnhliða rekstur Fannbarsins og bensínstöðvar sem þarna er. Hrafnhildur kom til starfa síðasta sunnudag og sagðist aldrei hafa starfað við slíkt áður. „Ég sagði bara upp í vinnunni á Akur- eyri og ákvað að slá til og prófa þetta," sagði hún, nýkomin frá því að dæla bensíni á bíl eins virkjunar- starfsmanns. Fannbarinn er ekki með öllu óþekktur. Hann komst í fréttir í Fannbarinn, góðan daginn! Hrafnhildur Eiríksdóttir og Björg Matthíasdóttir. DV-MYNDIR PJETUR Hálendismiöstöðin í Hrauneyjum Þarna eru 110 rúm til reiöu og ekkert vantar nema snjóinn til aö ágúst á síðastliðnu sumri er vandi kom upp vegna heimsókna virkjun- arstarfsmanna í Hálendismiðstöð- ina. Miðstöðin er utan virkjunar- svæðisins en er vinsæl meðal starfs- manna í Vatnsfellsvirkjun að loknu dagsverki. Gekk það svo langt að nokkrir virkjunarstarfsmenn voru reknir eftir að hafa komið ölvaðir af Fannbarnum inn á virkjunarsvæðið. Nú er allt með kyrrum kjörum og ekki annað að heyra á þeim stöllum en gestir hagi sér vel. Það væri helst að starfsmenn á virkjunarsvæðinu kæmu til að fá sér hamborgara til til- breytingar ef þeim líkaði ekki það sem boðið væri upp á í mötuneytinu á vinnusvæðinu. -HKr. Lengdur og breytt- ur Þorsteinn EA DV, AKUREYRI: Fjölveiði- skip Sam- herja, Þor- steinn EA, kom til Ak- Þorsteinn EA ureyrar í Lengdur og breyttur vikunni eftir viö bryggju miklar breyt- á Akureyri. ingar sem ......... unnar voru á skipinu í Póllandi, og hafa staðið yfir síðan í október. Skipið var m.a. lengt um 18 metra, sett í það ný ljósavél og ým- islegt fleira gert. Burðargeta skips- ins eykst verulega við þessar breyt- ingar og getur það nú borið um 2 þúsund tonn. Lítillega hefur verið „dyttað að“ skipinu í heimahöfn á Akureyri, en það er á leiðinni til loðnuveiða í lok vikunnar. -gk Rysjótt tíð það sem af er nýju ári OV, SUDUREYRI:____________________ Ekki hefur gefið oft á sjó það sem af er árinu. Hjalti Már Hjaltason, umsjónarmaöur Suðureyrarhafnar, sagði að tíðin hefði í einu orði sagt verið rysjótt í janúar og lítið um landanir þess vegna. Jóhann Bjamason fisksali tekur í sama streng varðandi veður og aflabrögð, aðeins hafi verið róið fimm daga það sem af er mánuðinum og spár lítiö að batna. Hins vegar hafi aflast sæmilega þegar hefur gefið, um 2,5 tonn að meðaltali í róðri. Uppistað- an er þorskur en minni ýsa en menn voru að vonast eftir. Annars er það veðrið sem setur stærst strik í reikninginn. „Fyrri hluta mánaðarins var norðaustanstrekkingur og frost en síðan hafa verið stöðugir umhleyp- ingar. Ef til vill má þakka fyrir ........................ jjpjg X :% m'" "M - r» i ý r ■ . • -H DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Landlega Stekkjavikin ÍS 313 liggur til byrjar í smábátahöfninni á Suöureyri þessa fáu róðrardaga sé haft í huga fari í janúar, alveg orðið snjólaust hvaö þetta eru þó litlir bátar. Ann- og hlýtt í veðri. Þú mátt alveg bera ars man ég ekki eftir svona veður- mig fyrir því,“ sagði Jóhann. -VH _ SELnisjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls lllugi grimmur Illugi Jökulsson fór mikinn í sjónvarps- þætti sín- um í fyrra- dag. Þar i tætti hann Ólaf Ragn- ar Gríms- son, for- seta lýð- veldisins, i sig vegna slakr- ar frammistöðu í öryrkjamálinu. Þá mátti skilja Illuga þannig að Ólafur Ragnar Grímsson kæmist ekki upp með að halda stórbrúð- kaup til að slá á óánægju þjóðar- innar. Ráðlagði hann forsetanum að kvænast hjá borgardómara og hvíla þjóð sína á glamúrnum. Pist- ill Illuga þótti óvenju harðorður þar sem forsetinn átti í hlut en menn hafa talið að hjarta Illuga slægi með forsetanum. Þess er þó skemmst að minnast að Ólafur Ragnar kom í leikhús og stóðu gestir upp - nema Illugi og fáein ættmenni hans sem sátu sem fast- ast... Eistar og pungar Það varð nokkuð frumleg upp- ákoma í sjónvarps-1 þættinum I ísland í dag I þegar I Hulda f Gunnars- dóttir gróf I upp fjóra í eistneska karl- strippara. Sjónvarpskonan fór með karlana á Múlakafíi þar sem þorramat af öllu tagi var dælt í Eistana. Niðurstaðan varð sú að hinum fáklæddu erlendu gestum líkaði íslenski maturinn vel en þó með einni undantekningu. „Eist- unum fannst pungarnir ekki góð- ir,“ sagði Hulda með bros á vör... Hlakkar í Sverri Ámi M. Mathiesen er sagður eiga erfiða daga fram undan við að ná nið- s urstöðu út úr svokall- aðri „sátta- nefnd“. Allt mun þar upp í loft þrátt fyrir mikla bjartsýni um skjóta niður- stöðu eftir að auðlindanefnd, undir stjórn Jóhannesar Nordals, skil- aði af sér himnasæluskýrslu sinni i haust. Þar féllust pólitískir and- stæðingar grátklökkir i faðma yfir vel unnu verki sem síðan hefur reynst galopið plagg í báða enda. Ósættið í sáttanefnd sjávarútvegs- ráðherra mun snúast um flesta þætti sem auðlindanefndin náði samkomulagi um. Gárungar segja að nú hlakki í Sverri Hermanns- syni, kvótakerfisandstæðingi og foringja Frjálslyndra, sem fékk hvergi að koma nærri störfum auðlindanefndarinnar... Á fætur spyrjanda Aðsvif og fall Ingi- bjargar Pálmadótt- ur heilbrigð- isráðherra í fang frétta- manns Sjón- varpsins er mörgum | hugleikið. i Hörður 1 Valdimarsson, ellilífeyrisþegi á Höfn í Hornafírði, setti saman vísu af því tilefni: Hœstiréttur herlög ströng herti aö rétti öryrkjans. Ingibjörg féll endirlöng, ofan á fœtur spyrjandans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.