Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 9
9
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001
X>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur
Haföi greitt ferð meö ístravel þegar starfsemi var hætt:
Garðshorn:
Ríkið dæmt til að
endurgreiða ferðina
- þar sem lögbundið tryggingarfé var ekki nægilegt
Áhyggjulaus í fríinu
Eftir að ístravel lagði upp laupana voru settar nýjar og
strangari reglur um tryggingafé ferbaskrifstofa þannig
að enginn þarf að óttast að verða
strandaglópur á fagurri strönd.
íslenska ríkið uppfyllti ekki laga-
skyldur sínar þegar samgönguráðu-
neytið neitaði að greiða manni, sem
hafði bókað og greitt ferð með ferða-
skrifstofunni ístravel, hluta af
tryggingafé ferðaskrifstofunnar sem
hætti rekstri áður en til ferðarinnar
kom. Tryggingarféð var allt notað
til að koma þeim aðilum sem voru
erlendis á vegum ferðaskrifstofunn-
ar heim.
Það voru Neytendasamtökin sem
höfðuðu málið, fyrir hönd félags-
manns samtakanna, gegn íslenska
ríkinu vegna uppgjörs samgöngu-
ráðuneytisins á tryggingarfé ferða-
skrifstofunnar sem hætti rekstri á
árinu 1996.
Forsaga málsins er sú að maður-
inn hafði bókað og greitt ferð með
ístravel en áður en ferðin var farin
lagði ferðaskrifstofan upp laupana.
Hann átti þvi ekki kost á að nýta sér
ferðina. Samgönguráðuneytið aug-
lýsti ekki eftir kröfum í tryggingar-
fé ferðaskrifstofunnar en engu að
síður lýsti maðurinnn kröfu í trygg-
ingaféð. Samgönguráðuneytið svar-
aði honum á þann veg að trygging
ferðaskrifstofunnar hefði einungis
dugað fyrir heimflutningi farþega
og væri ráðuneytinu þvi
ekki unnt að greiða kröfu
hans.
Átti rétt á greiðslu
í dóminum kemur m.a.
fram að íslenska rikið hafi
tekið að sér með lögum að
tryggja neytendum vemd á
þessu sviði ferðamála. Það
var því skylda ferðaskrif-
stofa og gert að skilyrði
rekstrar þeirra, að sett sé
trygging fyrir greiðslum
eins og þeim sem maðurinn
krefur rikið um í máli
þessu. Slík trygging var og
skilyrði rekstrar ferðaskrif-
stofa, samkvæmt lögum, og
bar íslenska rikinu því lög-
um samkvæmt að sjá til þess
að trygging væri nægileg.
Jafnframt kemur fram í
dóminum að ferðaskrifstofan
ístravel ehf. hætti rekstri og
tók samgönguráðuneytið að
sér að greiða af tryggingarfé
ferðaskrifstofunnar. Sam-
kvæmt lögum átti félagsmaður
Neytendasamtakanna sem greitt
hafði inn á ferð með ferðaskrifstof-
unni þvi rétt á greiðslu af því trygg-
ingarfé. Þó svo ráðuneytinu hafi
með lögum verið falið að ákveða
hvort greiða skyldi af tryggingarfé
ferðaskrifstofunnar, er þess engin
stoð í lögum að ráðuneytinu hafi
verið veitt sú heimild að ákveða
hverjum af viðskiptavinum ferða-
skrifstofa skuli greitt, heldur þvert
á móti er þar kveðið á um að greiða
skuli bæði fyrir heimflutning far-
þega og endurgreiðslu innborgaðrar
fjárhæðar á ferð sem neytandi hafi
keypt. Þó svo að fram hafi komið að
tryggingarfé ferðaskrifstofunnar
hafi einungis dugað fyrir greiðslu
heimflutnings farþega, veröur ekki
séð að með því hafi einungis verið
hægt að greiða kröfur þeirra, sem
þurftu heimflutning, enda bar ís-
lenska ríkinu að sjá til þess að
tryggingarfjárhæð ferðaskrif-
stofunnar væri eins og reglu-
gerðarákvæði kveður á um.
Niðurstaða dómsins er sú
að íslenska ríkið hafi ekki
uppfyllt lagaskyldur sínar og
þá vernd sem íslenska ríkið
lögum samkvæmt skyldi
veita neytendum, og með því
valdið félagsmanni neytenda-
samtakanna tjóni. Kröfur
mannsins voru þvi teknar til
greina.
Fjárhæðir í samræmi
við rekstur
Hjá samgönguráðuneytinu
fengust þær upplýsingar að í
kjölfar þessa máls hafl verið
sett ný reglugerð um bók-
hald, reikningsskil og upplýs-
ingagjöf ferðaskrifstofa sem
hefur það að markmiði að
tryggja að fyrir liggi nauð-
synlegar upplýsingar til að
hafa eftirlit með að trygging-
ar ferðaskrifstofuleyfishafa
vegna tryggingaskyldrar
starfsemi séu í samræmi við lög.
Því þurfa ferðaskrifstofur nú að
senda ráðuneytinu endurskoðaðan
ársreikning hvers árs og metur
ráðuneytið tryggingarupphæðar út
frá honum. Þannig að í stað fastrar
upphæðar sem allir greiða, og var
sex milljónir þegar ístravel ehf.
lagði inn rekstrarleyfi sitt, greiða
nú allar ferðaskrifstofur eftir um-
fangi rekstrarins. Tryggingafjár-
hæðin er þó aldrei lægri en ein
milljón og fer allt upp í 200 milljón-
ir hjá stærstu aðilunum á markaðn-
um. Samgönguráðuneytið gengur
hart eftir því að ferðaskrifstofur
skili hækkuðu tryggingarfé ef um-
fang þeirra eykst. Þvi virðist sem
búið sé að leysa þennan vanda og
vonast er til að svona staða komi
ekki upp aftur. -ÓSB
Umpottun
stofublóma
Nú fer að líða að þeim tíma sem
umpotta á pottablómum. Þegar sól
hækkar á lofti taka blómin við sér og
þá er gott að vera búinn að undirbúa
þau fyrir vorið með því að setja þau
í stærri pott og nýja mold. Þeir sem
kaupa pottaplöntur i blómabúð eða
garðyrkjustöð þurfa ekki að hugsa
um umpottun fyrstu tvö árin eða svo
því plönturnar eru i pottum af hent-
ugri stærð og í góðri mold. Eftir tvö
til þrjú ár hafa rætur blómanna vax-
ið það mikið að kominn er tími til að
umpotta.
Umpottið á vorin
Best er að umpotta snemma á vor-
in svo að ræturnar hafi tima til að
jafna sig áður en blómið fer að vaxa.
Velja skal potta sem eru örlitið stærri
en sá sem blómið stóð í fyrir. Leir-
pottar þurfa að liggja í
vatni í að minnsta;
kosti sólarhring
áður en plantað er í
þá. Þetta er gert til
að ná úr þeim óæski-
legum sýrum sem(
geta haft neikvæð
áhrif á vöxtinn. Gamla
potta þarf að þrífa vel
til að losna við hugsanleg
vanþrif sem geta leynst í
þeim. Setja skal leirbrot
eða möl í botninn á pottin-
um til að koma í veg fyrir
Drekatré
Æskilegt er
aö umpotta
á tveggja til
þriggja ár
fresti
að mold hripi niður um
gatið í botninum.
Gott er að vökva
blómin klukkutíma áður
en þau eru tekin úr
gamla pottinum til þess
að moldin hrynji ekki af
og sliti finu ræturnar. Yfirleitt er nóg
að kreista plastpotta svo að moldar-
köggullinn losni. Það getur aftur á
móti verið erfitt að ná kögglinum úr
leirpottum. Stundum getur verið nóg
að skera með fram innri brún pottis-
ins til að losa moldina en í verstu til-
fellum getur reynst nauðsynlegt að
brjóta pottinn.
Þegar búið er að losa blómið úr
pottinum skal hreinsa burt lausa
mold, dauðar rætur og óhreinindi. Síð-
an er blóminu komið fyrir i nýja pott-
inum og fyllt upp með nýrri mold og
henni þrýst mátulega niður. Að lokum
skal vökva og láta blómið standa í
hálfskugga í nokkra daga. -Kip
Bygg-Rósa
Ljúffengur réttur úr lífrænt ræktuðu íslensku byggi.
Bygg-Rósa
- gómsæt uppskrift úr íslensku lífrænt ræktuðu byggi
Bygg er sú komtegund sem best
gengur að rækta á Islandi. Margir
aðhyllast þá kenningu að okkur sé
hollast að neyta fæðu sem vex á
sömu slóðum og við sjálf, þannig sé
okkur íslendingum t.d. hollara að fá
C- vítamín úr rófum í stað appelsína
og að bygg sé betra fyrir líkama
okkar en hrísgrjón sem vaxa á mjög
suðlægum slóðum.
Byggið inniheldur hátt hlutfall
betaglúkana sem taldir eru draga úr
kólesteróli í blóöi. Bygg er hreins-
andi, bólgueyðandi og mýkjandi.
Það er því gott fyrir þá sem hafa
viðkvæma meltingu. Þótt bygg sé
trefjaríkt og hollt er ekki hefð fyrir
að það sé notað til baksturs hér á
landi. Helsta ástæðan er að lítið
glúten er í byggi og lyftigetan lítil.
Til að brauð lyfti sér vel er gott að
nota 25-30% af byggi á móti öðru
mjöli, þó geta snjallir bakarar náð
góðum árangri með hærra hlutfalli.
Bæta má byggmjöli i flestar upp-
skriftir og auka með því ferskleika
og hollustu brauðanna. Einnig er
gott að nota byggmjöl í stað rasps
við steikingu á fiski og alla aðra
matargerð þar sem notað er mjöl.
Gott er að bæta starfsemi ristilsins
með því að taka inn 1-3 matskeiðar
af möluðu byggi með morgunmatn-
um.
Fyrirtækið Móðir jörð í Vallanesi
ræktar lífrænt bygg auk grænmetis
og kryddjurta. Það hefur nú gefið út
bækling þar sem finna má upp-
skriftir þar sem lögð er áhersla á að
nota afurðir fyrirtækisins. Upp-
skriftina sem hér fer á eftir má
fmna þar.
Bygg-Rósa
300 g bankabygg
(fæst í helstu verslunum)
2-3 blaðlaukar (púrra)
250 g sveppir
200 g sólþurrkaðir tómatar
4 msk. (1 búnt) söxuð steinselja
50 g rifinn parmesanostur
1/2 grænmetisteningur
Bankabyggið er skolað vel í volgu
vatni. Síðan er það soðið með ten-
ingi við lágan hita í 45-50 mínútur i
rúmlega 11 af vatni (við meiri suðu
og meira vatn fæst mýkra korn).
Blaðlaukurinn er skorinn í þunnar
sneiðar og steiktur í olíu við lágan
hita. Sveppimir eru skomir í þunn-
ar sneiðar og steiktir í smjöri (og
olíu) þar til þeir eru vel þurrir.
Þessu er blandað saman við byggið
ásamt steinseljunni, smátt skomum
tómötunum og parmesanostinum.
Rétturinn er síðan borinn fram,
heitur eða kaldur, sem aðalréttur
eða meðlæti. Uppskriftin dugar fyr-
ir fjóra fullorðna.
Myndir qP öllum oKKar bílum ó
uuuuuu bilQlond.is
Aluöru útsalQ
ö Aluöru bllum
Hyundoi Accent g8
lO«O.CöO
770.000
Biloland Gijóthólsi i - nO ReyKjouík - Sími: 575 isoO - uiu/ui.biloland.is -
Útsölustoðir: Bílos Akronesi 431-2622 - Bílasola Keílauíkur 421-4444 - Bilouol Akureyri 461-1O36