Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 22
26
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001
I>V
•*
t
x
■*
Ættfræði__________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára______________________
Aöalheiöur Jóhannesdóttir,
Hraunsási, Reykholti.
80 ára______________________
Anna María Guömundsdóttir,
Uröarstíg 7a, Reykjavík.
Jónas Jónasson,
Stóragerði 29, Reykjavík.
75 ára______________________
Guörún Elín Jónasdóttir,
Hvamms|eröi 12, Reykjavík.
Sólveig Asbjarnardóttir,
Dalseli 33, Reykjavík.
70 ára______________________
Gestur Hjaltason,
Byggöavegi 137, Akureyri.
Hann verður aö heiman.
Jón Kr. Björnsson,
Brekkuseli 33, Reykjavík.
60 ára_______________________
Anna Kristín Sigvaldadóttir,
Fellsmúla 9, Reykjavlk.
Frank Norman Eyþórsson,
Hraunbrún 2, Hafnarfirði.
Gunnar B. Guömundsson,
Mánavegi 11, Selfossi.
Rósa Jóhannsdóttir,
Stórholti 11, Akureyri.
Sigríöur Sigurjónsdóttir,
Hlíöargötu 29, Sandgeröi.
Sigurjón Reykdal,
Sjávargötu 20, Njarövík.
>0 ára_______________________
Jirgir Reynisson,
tjarrhólma 6, Kópavogi.
Jjörn Bergsson,
Stórholti 21, ísafirði.
Hugrún Helga Ólafsdóttir,
Vindási 2, Reykjavík.
ndriöi Benediktsson,
Borgarbraut 28, Borgarnesi.
Kolbrún Ólöf Harðardóttir,
Klapparbergi 9, Reykjavík.
Kristjana Sigríöur Ólafsdóttir,
Breiövangi 22, Hafnarfirði.
Magnús Sigfússon,
Strandgötu 71b, Eskifirði.
Rannveig Óladóttir,
Skeljagranda 4, Reykjavík.
Signý Jóhannsdóttir,
Furuvöllum, Mosfellsbæ.
40 ára__________________
Guöný Björg Jensdóttir,
Hólabraut 16, Höfn.
Guörún B. Alfreösdóttir,
Furugrund 36, Akranesi.
Sigrún Magnúsdóttir,
Gullsmára 6, Kópavogi.
Valgerður Bjarnadóttir,
Túngötu 2, Húsavík.
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Fólk í fréttum
Garðar Gíslason
forseti Hæstaréttar
Garðar Gíslason, forseti Hæsta-
réttar, svaraði fyrir hönd Hæsta-
réttar bréfi forseta Alþingis er sá
síðarnefndi bað um tiltekna, nánari
skýringu á hæstaréttardómnum í
öryrkjamálinu svonefnda.
Starfsferill
Garðar fæddist í Reykjavík 29.10.
1942 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1962, embætt-
isprófi í lögfræði frá HÍ 1967, stund-
aði framhaldsnám í réttarheimspeki
við lagadeild Oxfordháskóla frá 1967
til ársloka 1969 og síðan 1971 er
hann lauk þaðan B.Litt-prófi og var
í rannsóknarstöðu við Harvard Law
School í Cambridge 1982.
Garðar varð fulltrúi yfirborgar-
dómarans í Reykjavík í ársbyrjun
1970, var skipaður aðalfulltrúi þar í
ársbyrjun 1973, settur borgardómari
1974 og skipaður borgardómari 1979,
skipaður forseti Félagsdóms 1986 og
skipaður hæstaréttardómari frá árs-
byrjun 1992.
Garðar var stundakennari við
lagadeild HÍ frá 1973 og aðjunkt þar
frá 1984.
Garðar sat í stjórn Nemendafé-
lags MR 1972-92, situr i fulltrúaráði
Hins íslenska bókmenntafélags frá
1975, var fulltrúi menntamálaráðu-
neytisins í safnráði Listasafns ís-
lands 1983-88 og formaður ráðsins
1988-92, sat í stjórn Lögfræðingafé-
lags íslands 1975-78 og 1987-92,
varaformaður félagsins 1987-88 og
formaður 1988-92, situr í stjórn
Dómarafélags íslands frá 1995 og er
formaður þess frá 1997.
Garðar hefur skrifað fjölda
greina, rita og fyrirlestra um réttar-
heimspeki og siðferði.
Fjölskylda
Garðar kvæntist 12.11. 1966 Maiu
Sigurðardóttur, f. 18.2. 1935, MA í
sálfræði. Þau skildu. Maia er dóttir
Sigurðar Líndal Pálssonar, f. 12.11.
1904, d. 13.8. 1964, yfirkennara við
MA, og k.h., Maríönnu Stephensen
Baldvinsdóttur, f. 16.11.1907, d. 28.5.
1978, listmálara og þýðanda.
Börn Garðars og Maiu: Marianna,
f. 27.2. 1969, nemi í læknisfræði við
HÍ en maður hennar er Snorri Örn
Guðmundsson; Kristján, f. 27.2.1969,
stud. arch. en kona hans er Valdís
Vilhjálmsdóttir.
Systkini Garðars: Þóra Kristjáns-
dóttir, f. 23.1. 1939, listfræðingur og
starfsmaður við Þjóðminjasafnið;
Jón Kristjánsson, f. 24.9. 1944, fram-
kvæmdastjóri.
Foreldrar Garðars: Kristján G.
Gíslason, f. 5.3. 1909, d. 12.12. 1993,
stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h.,
Ingunn Jónsdóttir Gíslason, f. 25.12.
1917, húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Föðursystir Garðars er Margrét,
móðir Garðars Halldórssonar,
fyrrv. húsameistara ríkisins. Krist-
ján var sonur Garðars stórkaup-
manns, bróður Auðar, ömmu Ár-
manns Kristinssonar sakadómara
og Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv.
hæstaréttardómara en bróðir Garð-
ars var Ásmundur, prófastur að
Hálsi, faðir Einars, hrl. og Morgun-
blaðsritstjóra. Garðar var sonur
Gísla, hreppstjóra að Þverá í Dals-
mynni, bróður Einars, alþm. í Nesi,
langafa Gunnars J. Friðrikssonar,
fyrrv. formanns VSÍ en hálfsystir
Gísla var Halldóra, langamma
Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv.
alþm. Gísli var sonur Ásmundar
ættfróða á Þverá, Gíslasonar, í Nesi,
Ásmundssonar, bróður Páls, föður
Þórðar, ættföður Kjarnaættarinnar
og langafa Friðriks Friðrikssonar
æskulýðsleiðtoga. Móðir Garðars
stórkaupmanns var Þorbjörg 01-
geirsdóttir, b. í Garði í Fnjóskadal,
Árnasonar.
Móðir Kristjáns stórkaupmanns
var Þóra Sigfúsdóttir, b. á Syðri-
Varðgjá við Eyjafjörð, Guðmunds-
sonar.
Bróðir Ingunnar var Hermann
hrl. en systir hennar Gyða, móðir
Jóns Thors, fulltrúa í dómsmála-
ráðuneytinu. Ingunn er dóttir Jóns,
lögreglustjóra og síðar tollstjóra í
Reykjavík, bróður Guðbjargar,
Garöar Gíslason, forseti Hæstaréttar.
Garöar er mikill fræöimaöur og áhugamaöur um réttarheimspeki. Hann hefur
haldiö fjölda fyrirlestra um eöli laga, s.s. meö hliösjón afvaldi og siöferöi.
Hann er víðlesinn, fróöur og skemmtilegur, annáiaö Ijúfmenni og fagurkeri.
ömmu Jóns H. Bergs forstjóra. Jón
tollstjóri var sonur Hermanniusar
Elíasar Johnson, sýslumanns í
RangárvaUasýslu, Jónssonar, versl-
unarstjóra á ísafirði Jónssonar.
Móðir Hermanniusar var Guðbjörg,
systir Jóns Hjaltalíns landlæknis og
Guðrúnar, langömmu Óskai-s
Thorarensen, forstjóra BSR, föður
Þorsteins, rithöfundar og bókaútgef-
anda. Guðbjörg var dóttir Jóns
Hjaltlíns, pr. og skálds á Breiðaból-
stað á Skógarströnd, Oddssonar
Hjaltalíns, lrm. á Reyðará, Jónsson-
ar, Hjaltalíns, sýslumanns í Reykja-
vík og ættföður Hjaltalínsættarinn-
ar. Móðir Jóns tollstjóra var Ingunn
Halldórsdóttir, b. á Álfhólshjáleigu
Þorvaldssonar.
Móðir Ingunnar Jónsdóttur var
Ásta, systir Muggs myndlistar-
manns en meðal systra Ástu voru
Katrín Briem, móðir Péturs Thor-
steinssonar sendiherra og Borghild-
ur, amma Ólafs Thors, forstjóra Sjó-
vár-Almennra. Ásta var dóttir Pét-
urs Jens Thorsteinssonar, útgerðar-
manns á Bíldudal, og Ásthildar
Guðmundsdóttur, prófasts á
Kvennabrekku, Einarssonar, bróð-
ur Guðrúnar, ömmu Herdísar og
Ólínu Andrésdætra en Guðmundur
var einnig bróðir Þóru, móður
Matthíasar Jochumssonar skálds.
Fertugur______________________________________________________
Magnús Magnússon
stýrimaður í Mosfellsbæ
Magnús Magnússon stýrimaður,
Arnartanga 52, Mosfellsbæ, er fer-
tugur í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Kópavoginum
og ólst þar upp til þrettán ára ald-
urs. Þá flutti hann í Mosfellssveit-
ina og hefur lengst af verið búsettur
í Mosfellsbæ síðan.
Magnús var í Kársnesskóla og
Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar.
Hann stundaði nám við Stýri-
mannaskólann i Reykjavík og lauk
þar 3. stigs prófi 1993.
Magnús var fimmtán ára er hann
fór fyrst til sjós. Hann var lengi á
bátum, m.a. frá Reykjavík, Hafnar-
firði, Njarðvík, Grindavík, Sand-
gerði og ísafirði. Þá hefur hann
stundað akstur í nokkur ár, var
m.a. bílstjóri á langferðabílum, ók
fyrir verktaka og starfaði hjá Hóp-
ferðamiðstöðinni. Hann hefur verið
stýrimaður hjá Samskipum, á Arn-
arfellinu og Mælifellinu sl. þrjú ár.
Fjölskylda
Kona Magnúsar er Ingibjörg Sig-
urðardóttir, f. 11.1.1959, verkakona.
Hún er dóttir Sigurðar K. Eyjólfs-
sonar sjómanns og Jónu Veigu
Benediktsdóttur húsmóður.
Systkini Magnúsar eru Örn Blæv-
ar Magnússon, f. 11.10. 1951, vél-
virki í Reykjavík, kvæntur Guð-
laugu Guðsteinsdóttur, f. 20.10.1949,
leikskólakennara og eignuðust þau
sex börn; Svanhvít Ingibjörg Magn-
úsdóttir, f. 13.8. 1953, gæslukona og
húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Skúla
Jónssyni, f. 7.8. 1950, símsmið, og
eiga þau þrjú börn; Hrafnhildur
Magnúsdóttir, f. 8.9. 1955, matráðs-
kona og húsmóðir í Reykjavík, gift
Svavari Baldurssyni, f. 3.2. 1946,
verktaka, og eiga þau tvö börn;
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, f.
24.2. 1963, gift Jóni Kristófer Arn-
arssyni, f. 30.1.1962, garðyrkjufræð-
ingi og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Magnúsar: Magnús
Stefán Guðlaugsson, f. 29.1. 1924, d.
22.12.1998, húsasmiður í Reykjavík,
og k.h., Ingibjörg Sigriður Magnús-
dóttir, f. 5.7. 1931, húsmóðir.
Ætt
Magnús var sonur Guðlaugs Hall-
varðssonar, b. á Búðum í Hlöðuvík,
og Ingibjargar Kristínar Guðnadótt-
ur húsfreyju.
Ingibjörg Sigríður er dóttir Magn-
úsar, b. í Hólum i Reykhólasveit,
Sigurðssonar, b. í Múlakoti við
Þorskafjörð, Sigurðssonar. Móðir
Magnúsar var Ingibjörg Sigurðar-
dóttir. Móðir Ingibjargar Sigríðar
var Ingibjörg Pálsdóttir, b. i Hlíð og
Steinadal í Berufirði og víðar í
Reykhólasveit, Gíslasonar, og Önnu
Margrétar Jónsdóttur af Trölla-
tunguætt.
Andlát
Hólmfríöur Kristjánsdóttir, Torfufelli 25,
andaðist á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ mánud. 22.1.
Steinþór Júlíusson lést á heimili sínu,
Grænagarði 12, Keflavík, miðvikud.
24.1.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Torfastööum í
Fljótshlíð, Eyjabakka 15, Reykjavík, lést
á hjúkrunarheimilinu Eir Þriöjud. 23.1.
/
IJrval
- gott í hægindastólinn
Merkir Islendingar
Olafur Davíðsson, þjóðsagnasafnari og
grasafræöingur, fæddist að Felli í
Sléttuhlíð 26. janúar 1862. Hann var sonur
Davíðs Guðmundssonar, prests að Hofi i
Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Ólafsdóttur.
Systir Ólafs var Ragnheiður, móðir
Davíðs Stefánssonar skálds. Móðir
Davíðs á Hofi var Ingibjörg, systir
Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Þá
var Sigurður Guðmundsson, málari og
forstöðumaður Forngripasafnsins, ná-
frændi Ólafs í föðurætt. Sigríður, móð-
ir Ólafs, var systir Valdimars Briem,
skálds og vígslubiskups, og Haralds
Briem á Búlandsnesi, langafa Daviðs Odds-
sonar forsætisráðherra.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkur-
Olafur Davíðsson
skóla 1882, sigldi til Kaupmannahafnar og
lagði stund á náttúruvísindi við háskólann.
Hann var í Kaupmannahöfn í fimmtán ár
án þess aö ljúka prófum enda áhugasam-
ur um svo margvísleg málefni að það
hlaut að raska markvissu námi og auk
þess var hann nokkuð drykkfelldur.
Hann kom til íslands 1898, var hjá foð-
ur sínum á Hofi en einnig á Möðru-
völlum og kenndi þar við skólann.
Hvað sem prófum leið var Ólafur
fjölfræðingur í orðsins fyllstu merk-
ingu, fremsti þjóðháttafræðingur hér á
landi, geysilega afkastamikill þjóðsagna-
safnari og safnaði auk þess ógrynni ís-
lenskra grasa, m.a. fyrir Grasasafnið í Kaup-
mannahöfn. Hann drukknaði í Hörgá 1903.
Guóbjörg Einarsdóttir, Uppsölum, Fá-
skrúðsfirði, veröur jarösungin frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju, laugard. 27.1. kl.
14.00.
Valgerður D. Jónsdóttir, Aflagranda 40,
Reykjavík, verður jarðsungin frá Nes-
kirkju föstud. 26.1. kl. 15.00.
Valgeir Jónasson, dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, fyrrv. bóndi á Neðra-
Skarði í Leirársveit verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju föstud. 26.1. kl.
14.00.
Ásta Lára Jónsdóttir, Droplaugarstöö-
um, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bú-
staöakirkju föstud. 26.1. kl. 15.00.
Gilbert Sigurðsson, Rauðalæk 2,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugar-
neskirkju föstud. 26.1. kl. 13.30.