Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra safnar kröftum heima á Akranesi: Ég hlýði læknunum - og mæti til vinnu þegar þeir leyfa. íslandsmet á stóli heilbrigðisráðherra „Ég hef það ágætt þó heilsan hafi oft verið betri. Nú hlýði ég læknunum og þegar þeir gefa grænt ljós kem ég til vinnu," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra þegar DV ræddi við hana á heimili hennar á Vestur- götu á Akranesi. Heilbrigðisráðherr- ann er undir læknishendi eftir að of hár blóðþrýstingur varð til þess að hún fékk brjóstverk í beinni útsend- ingu Sjónvarpsins á miðvikudagskvöld fyrir rúmri viku þegar umræður um öryrkjafrumvarpið stóðu sem hæst. Ráðherrann hafði verið undir miklu álagi enda var málið á hennar könnu. „Ég hef ekki við neinn að sakast nema sjálfa mig. I nokkuð langan tíma hef ég gengið með of háan blóðþrýsting og ég vissi af því. Að vísu hef ég reynt að trimma og synda en það hefur ver- ið gloppótt og komið hafa dagar og vik- ur sem ég hef ekkert gert og ekki hlust- að á aðvaranir líkamans," segir ráð- herrann sem jafnframt er hjúkrunar- fræðingur aö mennt og hefur starfað við þá grein um árabii. „Nú er ég í góðum höndum og hlýði þeim ráðum sem mér eru gefin," segir Ingibjörg og hlær. Fáir atburðir hafa vakið meiri at- hygli en viðtal Sjónvarpsins við Ingi- björgu þar sem hún hné i fang Jó- hönnu Vigdísar Hjaltadóttur frétta- manns. Stefna átti saman heilbrigðis- Ráöherra fær aðsvif Brot úr myndskeiöinu þegar Ingi- björg hné niöur. Frá Hafnarftröi Lögreglumenn sýndu snarræöi viö aö upplýsa umfangsmikinn tölvu- þjófnaö. Hafnfirskir þjófar: Gómaðir á mettíma Árvökulir lögreglumenn í Hafnar- firði stöðvuðu bifreið aðfaranótt mið- vikudagsins sem í voru tveir karlmenn og kona. Að auki var i bílnum mikill og ílókinn tölvubúnaður sem þremenn- ingarnir áttu í vandræðum með að gera grein fyrir. Vakti það grunsemdir lögreglumannanna enda sáu þeir í hendi sér að hér var um rándýran tölvukost að ræða.. Þar sem ökumaður bifreiðarinnar, félagi hans og konan eru í hópi góðkunningja lögreglunnar í Hafnarflrði var gripið til þess ráðs að halda fólkinu fram undir morgun eða þar til bæjarbúar almennt vöknuðu. Var ekki langt liöið á morguninn þeg- ar í ljós kom hvaðan tölvubúnaðurinn var kominn. Þegar starfsmenn Kia-um- boðsins í Flatahrauni mættu til vinnu þennan sama dag blasti við þeim ófóg- ur sjón. Brostist haíði verið inn í fyrir- tækið og öllum tölvubúnaði stolið. Við rannsókn málsins kom í ljós að þama var um sama tölvubúnaðinn að ræða og fannst í bifreiö mannanna tveggja og konunnar um nóttina. Þau vom ákærð, tölvubúnaðinum skOað í Flata- hraunið og málið frágengið á mettíma. Þykja lögreglumennirnir í Hafnarfirði hafa sýnt snarræði við að upplýsa mál- ið. -EIR íslenskur harðviöur á Húsavík: Starfsemi sennilega áfram ráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingar, í beinni út- sendingu vegna öryrkjamálsins þegar þjóðin skyndilega horföi á Ingibjörgu hiníga niður. „Ég fékk allt í einu sting sem var svona eins og ör færi í gegnum brjóst- ið,“ segir hún. Örskömmu síðar náði hún tökum á ástandinu og fyrsta hugsunin var að koma réttum skilaboðum út í þjóðfé- lagið. „Það var mjög lagt að mér að sleppa viðtalinu en þetta var jú bein útsend- ing. Ég hugsaði til fólksins mins sem kannski hélt að ég væri búin að geispa golunni. Um leið og ég rankaöi við mér hvarflaði ekki annað að mér en halda áfram viðtalinu," segir Ingibjörg. Ósanngjarnt Ingibjörg segist ekki vera sátt við að því sé haldið fram að össur hafi brugð- ist og hann hefði átt að stökkva til og hjálpa henni. „Það er mjög ósanngjamt að Össur skuli verða fyrir aðkasti vegna þessa máls. Þetta var bein útsending og hann vissi ekkert hvað var að gerast frekar en ég. Þar að auki heimtaöi ég að fara aftur í viðtalið sem var ekki þægilegt fyrir hann. Össur stóð sig prýðilega og ekki rétt aö væna hann um annað,“ segir hún. Heilbrigðisráðherra fór á sjúkrahús strax eftir viðtalið þar sem í ljós kom að blóðþrýstingur hennar var við hættumörk. Hún segir veikindin vissu- lega hafa komið vel á vondan. Hún hafi ekki sinnt nægilega aðvörunum og því hafi farið sem fór. „Allir geta orðið veikir; jafnt ráð- herra sem aðrir. Ekki er hægt að bólu- setja fólk gegn veikindum eða áfóllum og sama er hvaða störf fólk stundar. Nú mun ég gefa mér tíma til að stunda likamsrækt. Ég var heppin að sleppa vel frá þessu. Nú stefni ég að því að leggja hálftíma á dag í að rækta lík- amann. Á morgun getur verið of seint að byrja og ég tek mark á þessari að- vörun. Heilbrigður maður á þúsund óskir en sjúkur maður aðeins þá einu að ná bata. Hafi þetta orðið öðrum til aðvörunar þá má segja að þetta hafi verið ágætis forvarnaprógramm," seg- ir Ingibjörg heilbrigðisráðherra sem leyfir sér þá einu spennu að horfa á ís- lenska liðið keppa í handbolta á HM. Veik mæðgin „Ég og Haraldur sonur minn, sem er lasinn þessa stundina, erum bara heima að klappa hvort öðru. Ég hef ákveðið að hlýða og þegar læknar telja það ráðlegt sný ég aftur í ráðuneytið," segir hún. Ingibjörg á íslandsmet þegar litið er til áraíjöldans sem hún hefur setið á stóli heilbrigðisráðherra. Hún hefur verið í heilbrigðisráðuneytinu í sex ár og segist ekkert vera á fórum úr póli- tík. „Á íslandi er meðaltími ráðherra heilbrigðismála tvö og hálft ár og enn lægri í Evrópu. Á þessum sex árum sem ég hef setið sem heilbrigðisráð- herra hef ég til dæmis kynnst að DV-MYND GVA í rólegheitunum Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra á heimili sínu á Vesturgötu á Akra- nesi ásamtyngsta barninu Haraldi, 11 ára. Mæöginin eru bæöi heima aö læknisráöi. Ráöherrann er ákveöinn í aö ná heilsu. minnsta kosti sex dönskum heilbrigð- isráðherrum. Þetta er mjög erfitt ráðu- neyti en jafnframt er starf ráðherra mjög gefandi. Við erum að fjalla um fólk og líf þess. Oft eru þaö viðkvæm mál sem reyna á en ég kvarta ekki,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. -GVA/-rt DV, AKUREYRI: --------- ----------------- „Við erum að vona að hægt verði að hefja starfsemi í fyrirtækinu að nýju sem allra fyrst. Við skiptastjór- ar höfum haldið fundi með tveimur aðilum sem hafa sýnt því áhuga að byrja upp á nýtt og höfum boðist til að leigja þeim húsnæði og vélar tU að koma þessu í gang. Það er þó ómögu- legt að segja fyrir um það hvenær þetta getur farið í gang aftur en ég er nokkuð bjartsýnn," segir Ólafur Birgir Ámason, annar skiptastjór- anna í þrotabúi íslensks harðviðar ehf. á Húsavík sem tekið var til gjald- þrotaskipta nú í vikunni. Starfsemí áfram? Vonir standa til aö starfsemi í verk- smiöju íslensks haröviöar á Húsavík hefjist mjög fljötlega. Frestur til að lýsa kröfum í þrota- bú íslensks harðviðar er tveir mán- uðir. Fram hefur komið að sam- kvæmt milliuppgjöri fyrirtækisins eru skuldir þess tæpar 170 mUljónir króna og þá eru tveir stærstu kröfu- hafar Byggðastofnun, með um 54 mUljónir króna, og Húsavikurbær með rúmlega 30 milljónir. Ljóst virðist að í hópi annarra sem eiga kröfur muni vera einhverjir aðUar með háar kröfur því þegar kröfur Byggðastofnunar og Húsavíkurbæj- ar eru dregnar frá heildarskuldun- um standa eftir mUli 80 og 90 mUlj- ónir. -gk Dregur dilk á eftir sér Guðmundur Árni Stefánsson, 1. vara- forseti Alþingis, var erlendis þegar ákvörðunin um að senda forseta Hæsta- réttar bréf forsætis- nefndar Alþingis var tekin. Guðmundur Árni segir það óhjákvæmilegt að þetta mál verði tekið fyrir af ftUlri alvöru þegar þing kemur saman í byrjun febrúar. Dagur greinir frá. Tvöföldun akbrauta Innan skamms hefjast framkvæmd- ir við tvöfóldun nokkurra akbrauta í Kópavogi og er aðalástæða þessara framkvæmda tilkoma verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar en hún mun sem kunnugt er opna með haustinu. Ekki spurning Félagar í Arkitektafélagi íslands hittust á hádegisfundi í gær til að ræða framtíð Reykjavíkurílugvallar. Niðurstaða fundarins var að ekki er spurning um hvort Reykjavíkurflug- völlur fer úr miðborginni heldur hvenær. Stöð tvö greindi frá. Grunnskólinn einkarekinn Meirihluti bæjarstjórnar Hafnar- íjarðar hyggst bjóða kennslu við nýj- an grunnskóla i Áslandi út sem einka- framkvæmd. Hart var tekist á um drög að útboðslýsingu á bæjarráðs- fundi í gær. Er að hygla öðrum Dómsmálaráðu- neytið kom í veg fyr- ir að Friður 2000 drægi úr svokölluð- um miftjónapotti í dag. Ráðuneytið seg- ir að samtökin hafi ekki heimild fyrir happdrættinu. Ást- þór Magnússon segir hins vegar að samtökin hafi leyfi og að ráðuneytið sé að hygla öðrum happdrættum. Vís- ir greinir frá. Kennslusamningur Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Guð- jón Auðunsson, formaður háskóla- stjómar, undirrituðu í gær í fyrsta skipti sérstakan samning um kennslu tU fyrsta háskólaprófs á sviði við- skiptafræða við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Vísir greinir frá. Gagnrýnir ráðherra Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður fslenska útvarpsfé- lagsins, hefur skrif- að nýja grein í Dag þar sem hann gagn- rýnir harðlega bæði Kjartan Gunnarsson og Björn Bjarnason. Sigurður vann nýlega í Hæstarétti meiðyrðamál gegn Kjartani Gunnars- syni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, vegna greinaskrifa. Lögfræðingar dæmdir Hæstiréttur sneri í gær dómi Hér- aðsdóms og dæmdi tvo lögmenn tU greiða skjólstæðingi sínum 1,5 millj- ónir króna i skaðabætur þar sem þeir gættu ekki hagsmuna hans í tengslum við skaðabótamál. Vísir greinir frá. Haldið til haga í frétt í DV í gær um samanburð á lögum Norðurlandanna yfir klám, vændi og fleira láðist að geta þess að dómsmálaráðherra lét vinna skýrsluna aö beiðni Guðrúnar Ög- mundsdóttur þingmanns og fleiri þingmanna. Svava Ólafsdóttir lög- fræðingur vann skýrsluna. -HKr./SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.