Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 20
24 n n i iui' FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 I>V *. Tilvera Glæsileiki einkennir árshátíðarkjólana í vetur: . Loðfeldir og litadýrð Þorrinn og góan hafa lengst af veriö tími þorrablóta og árshátíða. Þegar fariö er á slíkar samkomur skiptir klœðnaðurinn miklu máli, einkum fyrir konur. Karlarnir eru svo heppnir, eða óheppnir eftir því hvernig á mál- ið er litið, að spurn- ingin hjá þeim snýst yfirleitt ein- göngu um lit á bindi. Vandi kvenna er hins vegar meiri og skiptir miklu aó vera í kjól við hœfi á árshátíó- inni. Blaðamaður og ljósmyndari DV brugðu sér í bæinn á dög- unum til að líta á megin- strauma í árshátíðar- kjólatísk- H unni í ár. Fyrir svör- um urðu verslunar- stjórar þriggja verslana. Pallíettur og glamúr Pallíettur í öllum litum og glamúr er það sem er ríkjandi í samkvæmis- fatnaðinum, að sögn Ragn- heiðar Ósk- arsdóttur, verslunar- stjóra í Karen Millen. Fyrir samkvæmin eru það kjólar, pils og toppar og eru helstu Pallíettukjóll Blár kvöldkjóll alsettur pallíettum úr versluninni Karen Millen. „Kjólar og pils eru frekar síö um pessar mundir og ná yfirleitt niöur á kálfa, “ segir versiunarstjórinn. litimir svart, gyllt og fjólublátt. „Kjólar og pils eru frekar síð um þessar mundir og ná yfirleitt niður á kálfa,“ segir Ragnheiður. Skinn, skinnkragar og skinnjakkar eru mjög vinsælir og segir Ragnheiður að hjá Karen Millen séu stuttir bólerójakkar mjög vinsæl- ir yfir samkvæmiskjól- ana. „Glamúr er áber- andi í tísku vetrarins," segir hún. I skótískunni eru það pallíetturnar og gyllti liturinn sem er ráðandi. Ragnheiður seg- ir að einnig sé nokkuð um að pilsin séu einfóld og svört en krydduð með skrautlegum toppum og peysum. Síðkjólar og litadýrö „Síðkjólar og tvískipt dress eru áberandi í samkvæmistískunni og mikil litadýrð," segir Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Sissu tískuhúss. Að sögn Am- þrúðar er margt í tísku í árshátíða- fatnaðinum og meðal þess eru svartir kjólar sem skreyttir eru með pallíettum og öðru slíku í t.d bleikum, blómarauðum og fjólubláum litum. Amþrúður segir að einnig sé gyllti liturinn áberandi og hafi aldrei ver- ið eins mikið um hann síðan hún byrjaði að versla með fot og er sá litur eftirsóttur í öllum stærð- um sem verslunin selur en það er frá 34 upp í 56. Þá er glamúr kjólunum og nefnir Arnþrúður sem dæmi að þeir séu mikið með pall- íettum og kögri og eins megi sjá áhrif frá gamla hippa- tímanum. Al- mennt séu kjól- amir ermalausir og miklar skreytingar séu Glæsilegur kvöldkjóll Svarti liturinn er klassískur þegar samkvæmiskjólar vetrarins eru annars vegar. Rautt sjaliö sem fyrirsætan setur punktinn yfir i-iö. einnig í þeim. Utan yfir kjólana eru gjarnan teknir siffonjakkar og káp- ur og einnig eru bólerójakkar vin- sælir. „Það hefur líka komið á óvart að mikil eftirspurn er eftir ís- lenskum minkakrögum og minka- pelsum sem við seljum," segir Arn- þrúður og bætir við að greinilegt sé að konur vilji fá hlýjuna sem þeim fylgi. Eplagrænlr sumarkjólar „Árshátíðarfatnaður fer eftir þvi á hvaða árstíma árshátíðin er,“ segir Þórdís Sigurgeirsdóttir, versl- unarstjóri i tískuversluninni Kello og bætir við að það sé einnig mis- munandi eftir fyrirtækjum hvort árshátíðin sé skipulögð sem gala- kvöld eða einhvern veginn öðru- vísi. Einfaldleiklnn er sígildur Þessi fallegi vínrauöi kjóll er meöal þess sem er aö finna í samkvæmistískunni frá Kello í vetur. Kongabla á árshátíö Þessi kjóll er áberandi og hentar vel konum sem vilja láta taka eftir sér á árshátíöinni. Hann kemur frá verslunni Sissu tískuhús. Að sögn Þórdísar er mikið um síðkjóla í samkvæmistískunni í vetur. Bæði er um að ræða hlýra- kjóla og langermakjóla og eru þeir bæði beinir og útvíðir og nokkuð hefur um að kjólamir séu flegnir í bakið. Þórdís segir að mest sé um svarta litinn eða að svart með ein- hverjum lit og einnig hafi kjólamir verið í vinrauðum og bláum litum. Gyllti liturinn hefur ekki verið áberandi í Kello samkvæmisfatnað- inum í vetur segir Þórdís en hins vegar hefur verið nokkuð um sjöl og veski með silfur- og gylltum lit- um. Pils og toppar hafa líka verið í tísku og hafa pils úr taftefni einnig verið vinsæl. Þórdís segir að fyrir þær konur sem ætla á árshátíð í vor verði mikið um sumarkjóla í ijósum lit- um. Meðal þeirra lita sem verða áberandi era eplagrænir. bleikir, lillaðir og síðan sandlitur og gulur litur. -MA Milljónaútdráttur ^ 1. flokkur, 24. janúar 2001 * &T HAPPDRÆTTI Oj| HÁSKÓLA ÍSLANDS W f" vænlegast til vinnings Kr. 1.000.000,- 7033B 36130G 11056B 42155E 14618B 43192B 23223F 26300F 34796H 58909H Þar sem einvöröungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. Þorrablót í sundlauginni DV. SUÐUREYRI:______________________________ Undanfarin ár hefur sú hefð komist á að dyggir gestir sundlaugarinnar á Suðureyri komi þar saman á þorra og geri sér glaðan dag. Fyrsta sundlaugarblótið var haldið í heita pottinum og mættu þar 12 manns. Þess- ari skemmtilegu hefð hefur vaxið fiskur um hrygg og mættu 36 manns til leiks á laugar- daginn var. Nú fer samkoman fram í stóru busllauginni sem er sérstaklega hituð til að gestum geti liðið vel. Veður var eindæma gott, logn og 5 stiga hiti. Eftir að hafa gætt sér á gómsætum þorrakræsingum, sem þær Sigrún Sigurgeirsdóttir og Valgerður Hall- bjömsdóttir sáu um, var hafmn almennur söngur. Guðni Einarsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í tveimur heimsálfum með meiru, stjórnaði fjöldasöng af röggsemi. Var mál manna að þetta væri hinn ágætasta hefð á þorra. Nú er bara að þreyja það sem eftir er af þorra og hluta af góu, því góublótið verður þann 24. febrúar. -VH DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON. Góögerölr í lauginni Súgfiröingar kunna vel að meta þorramatinn og ekki er verra að njóta hans í sundlauginni eins og hér ergert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.