Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 Tilvera 1>V lí f iö Litla sviðinu Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20.30 á Litla sviði leiksýninguna Já, hamingjan eft- ir Kristján Þórð Hrafnsson. Verkið fjallar á hnyttinn hátt um tvo mjög ólíka bræður. Leik- stjóri: Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir. Leikendur: Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. Leikhús ■ ANTIGONA I kvöld'kl. 2Ó verður Antigóna eftir Sófókies sýnd á Stóra sviói Þjóöleikhússins. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson en að- alhlutverk eru meðal annars í hönd- um Halldóru Björnsdóttur og Arnars Jónssonar. ■ HÁALOFT Geðveiki svarti gaman- einleikurinn Háaloft heldur nu áfram eftir áramótin. Sýning í kvöld kl. 21 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Ein- leikari og höfundur verksins er Vala Þórsdóttir leikkona. Uppselt. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Sjeikspír eins og hann leggur sig er sýndur í kvöld kl. 20 í Loftkastalanum. ■ SÝNP VEH)I Leikritiö Sýnd veiöi sýnt í kvöld kl. 20 í Iðnó. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið IVIeö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt i kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. Það er uppselt á þessa sýn- ingu. Opnanir ■ OLAFUR HELGASON í GERÐU- BERGI Myndlistarmaðurinn Olafur Jakob Helgason opnar í dag mynd- listarsýningu í Félagsstarfi Gerðu- bergs klukkan 16. Félagar úr Tón- horninu og Gerðubergskórinn munu syngja og leika við opnunina. Ólafur er fæddur árið 1920 á Patreksfirði og stundaði hann húsasmíðar þar til hann hætti störfum árið 1990 fyrir aldurs sakir. Síðustu ár hefur hann smíðað líkön af gömlum fiskibátum og málað íslenskar landslagsmyndir. Málverkin á sýningunni eru frá ýms- um stöðum á landinu og eru þau öll máluð með akríllitum. ■ VILLT OG LANDIÐ í HAFNAR- BORG Nú standa yfir sýningarnar Villt, sýning á skúlþtúrum og Ijós- myndum eftir Kaisu Koivisto, og Landið, sýning á lágmyndum úr gifsi eftir Sari Maarit Cedergren í Hafnar- borgí Hafnarfirði. Kaisu Koivisto er frá Finnlandi og list hennar fjallar gjarnan um samband manna og húsdýra. Hún hefur sýnt víöa síð- ustu sex árin og eru verk hennar í öllum helstu listasöfnun í heima- landi hennar. Sari Maarit Cedergren er fædd í Finnlandi en hefur búið og starfaö hér síðan 1986. Verk henn- ar fjalla um landslagið og fjarvídd- ina, hvernig birta og skuggar kalla fram ýmis áhrif og stemningu. Ftmdir ■ LÍÐAN KVENNA FYRIR BLÆÐ- INGAR Herdís Sveinsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og dósent við hjúkrunarfræði- deild Háskóla íslands, heldur opinn fyrirlestur í hátíðasal Háskóla ís- lands í dag klukkan 15. Heiti fyrir- lestursins er Sannar frásagnir: Um mótsagnakenndar niöurstööurrann- sókna á líðan kvenna fyrir blæðing- ar. Fyrirlesturinn byggist á doktorsrit- gerð Herdísar. í fyrirlestrinum veröur leitast við að skýra mismunandi niö- urstöður úr þremur rannsóknum. Hægt verður aö fá frekari upplýsing- ar í síma 525 4299. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Bíógagnrýni Btóhöllin/Háskólabíó - The Road To El Dorado: ★ ★ "i. Hallur Guðmundsson á Leið til betra lífs: Lætur hverju kílói nægja sína þjáningu Bragðarefir í gullborginni 1. J J um kvikmyndir. Hallur Guðmundsson vinnur við auglýsingahönnun og er því einn hinna fjölmörgu kyrrsetumanna samtímans. Hallur er þrítugur fjöl- skyldumaður, er kvæntur og á tvær ungar dætur. Hallur er einstaklega glaðlegur og skemmtilegur í viðmóti og að mörgu leyti afskaplega venjulegur, nema hvað að það er kannski óþarf- lega mikið af honum. Hann vegur nú 136 kg en hefur mest komist upp í 142 kg. Hann tók því þess vegna fagnandi þegar honum bauðst að taka þátt í átaki DV Leið til betra lífs. „Það hefur verið í deiglunni hjá mér lengi að fara í átak og endan- lega ákvörðun tók ég í byrjun árs þegar mér bauðst þetta tækifæri," segir Hallur. „Ég hef reynt ýmislegt áður á þessu sviði, meðal annars farið á duftkúr og í stórátak í lík- amsræktarstöð." Hefur nánast tvöfaldað þyngd sína Hallur var fremur grannur lítili drengur og unglingur. Þegar hann var 18 ára dvaldi hann sem skiptinemi í Hollandi og hjólaði þar daglega, hljóp og stundaði aðra lík- amsrækt. „Ég var nánast horaður þegar ég kom frá Hollandi," segir Hallur en síga tók á ógæfuhliðina þegar hann var um tvitugt. Hallur telur þrennt valda því að holdarfar hans sé eins og það er. t fyrsta lagi telur hann tilhneigingu til að fitna ættgenga í báðum ættum hans, í öðru lagi segist hann vera sælkeri og hafa mikinn áhuga á að búa til og borða góðan mat og í þriðja lagi telur hann leti um að kenna. Þessu til viðbótar hefur Hallur þjáðst af kæfisvefni sem olli stöðugri þreytu. „Þetta þýðir að líkaminn er stöðugt að öskra á orku,“ segir Hallur sem til allrar lukku hefur nú fengið bót á kæfisvefninum. Það vekur athygli að Hallur hefur léttar og skemmtilegar hreyfingar. „Þetta er bara spurning um ávana. Margir sem fitna koðna niður um leið í þyngslalegum hreyfingum en ég var ákveðinn í að láta ekki fara þannig fyrir mér,“ segir Hallur. Hann segist þó eiga í erfiðleikum með ákveðnar hreyfingar, svo sem að standa upp úr djúpum stólum. Einkaþjálfari í mánuð „Ég hef gert tilraunir til að byrja að hreyfa mig reglulega og þá sótt stuðning til félaga minna. Svo hefur það gerst, sem oft vill verða, að menn missa áhugann og detta úr skaftinu og þá vantar styrkinn til að halda einn áfram.“ í átaki DV verður Hallur með einkaþjálfara í einn mánuð en mun svo halda áfram að æfa sjálfur og við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum á síðum DV fram eftir vori. Hallur segist hafa undirbúið átak- ið með því að draga verulega úr sykurneyslu og skyndibitaáti. „Fyr- ir um það bil ári vann ég við aðal- Kominn Útilíf í Glæsibæ lagöi Halli í gailann til gallann sem hann æfir í. DV-MYNDIR ÞOK skyndibitagötu borgarinnar og var kominn upp í allt að 2-3 skyndibita- máltíðir á dag. Nú er ég farinn að Tii i slaginn Hér er Hallur meö þjálfara sínum, Elíasi Níelssyni í Hreyfingu. borða hollari mat og miklu minni sætindi." Hallur segist verða að grennast til að passa inn í fjölskyldumyndina. „Konan mín og dæturnar báðar eru bæði grannar og matgrannar þannig að vinirnir hafa stundum haldið því fram að ég hljóti að éta allt frá þeim. Maður kærir sig nú ekki um að láta bera svoleiðis upp á sig!“ Að sögn Halls leggst átakið vel í hann. „Ég er spenntur fyrir að prófa að vera með einkaþjálfara en reyni að varast að gera mér óraunhæfar hugmyndir um árangur. Við vorum sammála um það, einkaþjálfarinn og ég, að láta hverju kílói nægja sína þjáningu." Hallur var að lokum spurður hvort hann hefði sett sér markmið fyrir átakið. „Markmiðið er að létt- ast,“ segir hann og hlær. „Ég ætla að komast í form og leggja linur með hjálp einkaþjálfarans þannig að ég missi ekki niður allt fari í vitleysu.“ Um þessar mundir virðist vera ákveðin tilvistarkreppa i gerð teiknimynda í Hollywoood. Disney eru nánast hættir í klassískum æv- intýrum sem einkum börn hafa gaman af. Toppnum var náð með The Lion King. Þær teiknimyndir sem gerðar eru í dag og snúa beint að börnum eru ekki byggðar á klassíkinni heldur einhverjum tískufyrirbrigðum á borð við Poké- mon og Rúgrottum. Sætu, fallegu ævintýrin eru ekki lengur í tísku. Með aukinni samkeppni í gerð teiknimynda er í mun meira mæli höfðað til allrar íjölskyldunnar og má segja að stóru teiknimyndir árs- ins í fyrra, meðal annars Tarzan, Dinosaur, Titan A.E. og Toy Story, hafi þannig uppbyggingu og fylgi eftir vissum lögmálum markaðarins að um er að ræða fjölskyldumyndir frekar en barnamyndir. Slík mynd er The Road To E1 Dorado og hún er, auk þess að vera fjölskyldu- mynd, töffaramynd í gamansömum tón. Túlíó og Migúel, aðalpersónur myndarinnar, eru nefnilega engir prinsar í álögum heldur tveir bragð- arefir sem hafa komið sér upp fjöl- skrúðugri iðju við að hafa fé af fólki. Ekki gengur þetta nú alltaf upp hjá þeim og þegar illa gengur eru þeir með góða flóttaleið sem aldrei klikkar nema þegar þeir fela sig i tunnum sem híft er um borð í skip landvinningsmannsins Cortes. Leið þeirra félaga liggur í Suðurhöf- in og ber þá að landi þar sem Migú- el þykist vita að gullborgina E1 Dorado sé að fínna. Það vill svo til að hann er með kort sem sýnir leið- ina að borginni. Þegar forlögin bera þá til borgarinnar er litið á þá sem guði, sem komnir eru í heimsókn. Þeir félagar eru svosem ekkert á móti þvi að vera í guðatölu en hafa meiri áhuga á að koma öllu gullinu, sem hlaðið er á þá til Spánar. Undirritaður kaus að sjá ensku útgáfuna þar sem miklir raddsnill- ingar, Kevin Kline og Kenneth Brannagh eru á bak við raddir Túlíós og Miguels og þeir valda ekki vonbrigðum, fara á kostum með miklum raddtilbrigðum. Má greini- lega sjá að teiknararnir hafa haft út- lit þeirra til hliðsjónar þegar þeir sköpuðu þá félaga. Þetta er ennþá meira áberandi við Chel, sem Rosie Perez talar fyrir. Chel er nánast teiknimyndaútgáfa af Perez. Þá er ekki verra að heyra Elton John syngja eigin lög, þó ég sé viss um að Björgvin Halldórsson fari létt með að syngja þessi lög, sem eru með suðrænum blæ og aðlagast ágætlega myndinni. Lögin eru samt ekki í sama gæðaflokki lög Elton Johns sem hann samdi fyrir The Lion King. The Road To E1 Dorado er litrík og skemmtileg, persónur vel af- markaöar og ólíkar. Það vantar samt neistann sem einkennir það besta í teiknimyndum, þá barnslegu gleði sem stundum er að finna í slíkum myndum. Leikstjórar: Eric Bergeron og Don Paul. Lög: Elton John. Textar: Tim Rice. Kvik- myndatónlist: Hanz Zimmer og John Powell. Raddir (enska): Kevin Kline, Kenneth Brannagh, Rosie Perez, Armand Assante og Edward James Olmos. Raddir (ísienska): Hjálmar Hjálmarsson, Valur Freyr Einarsson, Inga María Valdimars- dóttir, Harald G. Haralds og Ólafur Darri Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.