Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Blaðsíða 28
Nýr Subaru Impreza 00k - , a mllH|V.lV I Htlaason M. I > FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 Húsavík: Uppsagnir í rækjunni Öllu starfsfólki á annarri vakt í rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur var sagt upp í gær, en það eru 24 starfsmenn. Ástæðan er m.a. hráefnisskortur. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir þetta vissulega slæm tíðindi, en fé- i j*. lagið sé að bregðast við ytri aðstæð- um. Einhverjum hluta þess fólks sem sagt var upp mun verða boðin vinna í bolfiskvinnslu fyrirtækis- ins. -gk DVWND GVA Þvottastörf í janúar Óhreindin eru víöa þessa dagana í borginni og hreinsunarmenn Reykjavíkur hafa því í nógu aö snúast viö þrífa um- feröarmerki og fleira. Ljósmyndari DV rakst á einn slíkan sem var meö þvottakústinn á lofti viö eitt umferðarmerkiö nálægt Árbæjarsafni. Mosfellsbær: ÁTVR skamm- ar íbúana Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ritaði þann 27. desember ibúum í MosfeUsbæ bréf sem stUað er á þá sem náð hafa lögaldri til áfengis- kaupa, með alvarlegri athugasemd vegna litiUar verslunar bæjarbúa í Rikinu á staönum. Segir í bréfmu að viðskiptin hafi verið mjög dræm og ábending haft borist um að staðsetn- ing verslunarinnar hafi ekki verið kynnt nægUega. Einnig að af- greiðslutími hafi ekki verið í sam- ræmi við verslunarhætti ibúa. Er því í bréfinu kynntur nýr afgreiðslu- tími sem gUdir frá áramótum. 1 nið- urlagi eru þeir viðtakendur bréfsins sem ekki neyta áfengis beðnir vel- virðingar á því að þeim skuli hafa verið sent þetta bréf. -HKr. Meðferð ríkislögreglustjóra á meintum innherjaviðskiptum Búnaðarbanka: Ráðherrann vill svör lögreglunnar sem fyrst Guðni Ágústsson ráðherra Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra er í eldlínunni um þessar mundir vegna kúariðu, ólöglegs inn- Uutnings og innUutnings fósturvísa. Stöðugt Ueiri vUja vita hvort Guðni muni gefa kost á sér sem varaformað- ur FramsóknarUokksins í erUðustu stöðu sem Uokkurinn hefur verið í um áratugaskeið. Guðni er i viðtali við Helgarblað DV á morgun. Einnig er fjaUað um 30 ára ferU skagfirska sveiUugæðingsins Geir- mundar Valtýssonar, rætt við Finn Torfa Stefánsson tónskáld og ítarlega er fjaUað um rassa, þýðingu þeirra og hlutverk. Rætt er við Kristján Þórð Hrafnsson og fjallað um Hvannadals- hnúk sem enginn veit nákvæmlega hvað er hár. A- - vill skýrar línur fyrir aðalfund í mars - vilji til að skipta um bankaráð Óvissa um bankaráö Viöskiptaráöherra vill aö lögregla flýti rannsókn á meintum innherjaviöskiptum starfsmanna Búnaöarbankans. Samkvæmt upp- lýsingum DV hefur viðskiptaráðherra skrifað ríkislög- reglustjóra bréf þar sem óskað er eftir að hægt verði að gefa upp línur um stöðu rannsóknar á Valgeröur málefnum Búnaðar- Sverrisdóttir. hankans sem allra fyrst. Aðalfundur bankans verður haldinn í mars. Samkvæmt heimUdum DV stendur vUji tU að skipta um bankaráð í bankanum og reyndar einnig um bankastjórn, ekki síst þar sem nú- verandi bankastjórar eru aUir þrír komnir á efri ár. Auk þess hefur þótt umdeUanlegt að hafa þrjá banka- stjóra í bankanum. Bréfið tU ríkislögreglustjóra um að línur liggi fyrir sem fyrst - og þá áður en aðaifundur bankans fer fram - er ekki síst skrifað í ljósi þess að í raun er erfítt fyrir ráðherrann að lýsa trausti á æðstu stjórnendur bankans á með- an stofnunin sætir opinberri lögreglurann- sókn. Rann- sóknin er til komin vegna erindis Fjár- málaeftirlitsins um málefni Búnaðarbank- ans. Eftirlitið taldi, eftir um það bU eins árs rannsókn, að Búnaðarbankinn hefði notfært sér upplýsingar sem aðrir höfðu ekki vegna kaupa bankans á hlutabréfum í lyfjafyrirtækinu Pharmaco. Jón H. Snorrason, saksóknari hjá rikislögreglustjóraembættinu, sagði við DV að málið frá | Fjármálaeftirlitinu væri tU meðferðar I hjá embættinu. Jón segir að útUokað sé á þessu stigi að segja tU um hvenær | rannsókn embættis- ins ljúki eða hvaða | stefnu hún tekur. Aðspurður sagði hann að vissulega endi mál í raun aðeins á tvo vegu - með því að þau eru látin niður faUa eða ákæra er gefin út og þau sótt fyr- ir dómi. Tveir lögreglumenn embættisins hafa að undanförnu unnið að því að skoða þau skjöl sem Fjármálaeftirlit- ið sendi um málefni Búnaðarbank- ans fyrr í mánuðinum. -Ótt Jón H. Snorrason. Ragnar Aðalsteinsson um svar Hæstaréttar til forsætisnefndar: Allir geta óskaö svara Hæstaréttar - fráleitt að dómarar verði vanhæfir, segir Jón Steinar Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður ÖBÍ, segir það hafa verið „andstætt lög- um“ hjá Hæstarétti að svara efnislega bréfi forsætisnefndar - þannig hafi hann „túlkað dóminn upp á nýtt“. Hann segir að þegar forsætisnefnd hafi sent forseta réttarins ósk um svör hafi verið gefið í skyn að tUefnið hefði ákveðið gUdi - þannig ætti framvegis að lesa dóminn og svarbréfið saman. Ragnar segir að nú geti í raun hver sem er skrifað Hæstarétti bréf og óskað eftir frekari túlkun á dómi ef viðkom- andi telur sig ekki skUja þá. Ragnar segir jafnframt að þeir fjórir dómarar sem samþykktu að forseti Hæstaréttar Ragnar Jón Steinar Aöalsteinsson. Gunnlaugsson. svaraði bréfi forsætisnefndar væru nú aUir orðnir vanhæfir í málefnum ÖBÍ eða málum sem snúa að tekjutengingu. Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður nefndarinnar sem samdi drög að svoköUuöu öryrkjafrumvarpi, segir að ekkert i lögum banni Hæstarétti að svara bréfi forsætisnefndar. „Það var aðeins verið að taka af tvímæli um hvað í dómmum fólst um afmarkað at- riði.“ Hann segir ekkert gefa tUefni tU að álykta að Hæstiréttur hafi verið að túlka dóminn upp á nýtt - „hér var veitt svar við mjög sérstakar aðstæður og ekki tU máísaðUa heldur annars handhafa rikisvalds, vegna starfa hans.“ „Fráleitt er að dómarar verði vanhæfir við að gefa þessa viðbótar- skýringu, hún hefði átt að koma fram í dóminum sjálfum," sagði Jón Steinar. -Ótt Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 Heilsudýnur t sérflokki! bSher P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.