Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 Fréttir x>v Borgarleikhúsiö frestar frumsýningu á Þjóðníðingnum eftir Ibsen: Ingvar í kvikmynd með Harrison Ford - flaug út í gær með dags fyrirvara DV-MYND ÞÖK Farinn vestur Ingvar E. Sigurösson lokar á eftir sér í gær. Hann flaug til Kanada þar sem hann leikur á móti stórstjórnum. „Þú ert um borö. Komdu á morg- un.“ Þannig hljóðaði símtal sem Ingvar E. Sigurðsson leikari fékk í fyrradag frá Hollywood. Á línunni voru aðstandend- ur stórmyndar- innar K 19 - The Widow Maker en tökur á mynd- inni hefjast 20. febrúar. í aðal- hutverkum eru Harrison Ford og Liam Neeson - og svo Ingvar E. Sig- urðsson sem leik- ur rússneska kaf- bátaforingjann Sergé. “Ég er alveg jafn hissa og aðr- ir því þetta bar svo snöggt að. Eiginlega finnst mér þetta fynd- ið,“ sagði Ingvar í gær þegar hann var nýbúinn að ná í farmiðann sinn til Toronto í Kanada en þangað var honum gert að fljúga. Síðan lá bara fyrir að pakka heima á Grenimelnum og drífa sig út á flugvöll. Hversu lengi Ingvar verður ytra vissi hann ekki í gær nema hvað að ráðgert er að tök- um á kvikmyndinni ljúki 1. júní. Það er Sigurjón Sighvatsson sem framleiðir K 19 - The Widow Maker og Ingvar fór í prufur vegna hlut- verksins fyrir alllöngu. Síðan heyrði hann ekki meir fyrr en sím- inn hringdi skyndilega í fyrradag. Ingvar var þá í kafi við að æfa aðal- hlutverkið í Þjóðníðingnum eftir Ib- sen sem Borgarleikhúsið ætlaði að frumsýna á fóstudaginn. Símtalið frá kvikmyndamógúlunum í Hollywodd setti þar strik í reikning- inn og hefur frumsýningunni verið frestað um óákveðinn tíma fyrir bragðið. “Ég á að vera mættur í einhvern kafbátaskóla þarna úti strax á morgun en mér skilst að allir sem leika í kafbátamyndum verði fyrst að fara í kafbátaskóla," sagði Ingvar sem neitaði því að hann væri kom- inn með fiðring í magann vegna þeirrar óvæntu stefnu sem líf hans hefur tekið. „En fiðringurinn á eftir að koma seinna. Ég veit fyrir víst að ég á ekki að segja mjög margar setn- ingar í þessari mynd en á móti kem- ur að ég verð mikið í kringum kapp- ana,“ sagði Ingvar og átti þar við stórstjömurnar Harrison Ford og Liam Neeson. - Hvað færðu borgað fyrir hlut- verkið? “íslenskur leikari sem er að leika i sinni fyrstu stórmynd fær engin ósköp.“ - En launin þættu góð í Þjóðleik- húsinu? “Ætli það ekki,“ sagði Ingvar E. Sigurðsson skömmu áður en hann sté upp í Flugleiðaþotuna sem flutti hann vestur um haf til fundar við Harrison Ford og Liam Neeson. -EIR Liam Neeson. Rakstursdagur hjá rakaranum við Hlemm: Ætlar að setja ís- landsmet í rakstri - rakar 200 karla ókeypis - syngur á meðan „Ég er að láta gamlan draum ræt- ast,“ segir Torfi Geirmundsson, rak- ari við Hlemm, sem ætlar að setja ís- landsmet í rakstri á laugardaginn og Búnaðarbankinn: Engin viðbrögð „Það er ekkert um málið að segja af okkar háifú á meðan það er til athugun- ar hjá ríkislögreglustjóra og það eru engin viðbrögð af hálfu bankaráðs vegna þess,“ sagði Pálmi Jónsson, for- maður bankaráðs Búnaðarbanka, um rannsókn sem stendur yfir hjá ríkislög- reglustjóra. Grunur leikur á að bankinn hafi hagnýtt sér upplýsingar varðandi kaup á bréfum í Pharmaco. Fjármálaeft- irlit ríkisins var með málið til athugun- ar en sendi það síðan til ríkislögreglu- stjóra þar sem það er í rannsókn nú. Jón Snorrason, saksóknari hjá rikis- lögreglustjóra, sagði við DV ígær að um væri að ræða „stórt og alvarlegt mál“ sem varðaði mikla hagmuni. Rannsókn væri hagað í samræmi við það. Pálmi Jónsson kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið við DV í gær. -JSS raka 200 karlmenn á hársnyrtistofu sinni. „Ég stefni ekki að því að kom- ast í heimsmetabók Guinness því methafinn þar notaði aðstoðarmenn við sápun en það er ekki mín aðferö. Ég sápa sjálfur. Sápunin skiptir öllu máli eða, eins og gömlu mennirnir sögðu: Vel sápað, vel rakað,“ segir Torfi sem er sannfærður um að fjöl- margir íslenskir karlmenn kunni alls ekki aö raka sig. Nú sé að vaxa úr grasi hálf kynslóð karlmanna sem aldir séu upp hjá einstæðum mæðr- um og hafi fyrir bragðið sjaldan eða aldrei séð karlmann raka sig. Torfi ætlar að raka ókeypis á laug- ardaginn og hann lofar miklu fjöri: „Hér verður rakarakvartett sem syngur á meðan ég raka en það er gömul hefð fyrir söng á rakarastof- um. Hér áður fyrr sungu viðskipta- vinirnir sem voru að bíða eftir rakstri með rakaranum sem var þá forsöngvari. Þann sið vil ég taka upp hérna á stofunni hjá mér,“ segir Torfi sem hvetur alla karlmenn til að líta inn og fá ókeypis rakstur - og kennslu í rakstri. -EIR Torfi rakar sig Hálfkynslóö kartmanna aö vaxa úrgrasi sem aldrei hefur séö karlmann raka sig. PEEEÐL;. fund Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefúr ákveðið að verða við beiðni Guðmundar Áma Stefánssonar um að kalla saman fund í forsætisnefnd Alþingis vegna bréfa- skipta við Hæstarétt. Neyðarástand á Bakkafirði Einar Hilmarsson, oddviti Skeggja- staðahrepps, er harðorður gagnvart verslunaraðilum á Þórshöfn og Kaup- félagi Eyfirðinga á Akureyri. í gær- kvöld var Lóninu lokað, einu matvöru- versluninni á Bakkafirði, en þar búa um 150 manns. - Dagur greinir frá. Kallar saman Strætó fái forgang Svo getur farið að það þurfi að breyta umferðarlögum til að tryggja strætó samræmdan forgang í umferð- inni innan sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdarstjóri Umferðarráðs, telur þetta nauðsynlegt. - Dagur greinir frá. Óvild Viðars ósönnuð Hæstiréttur hafh- aði í gær kröfú Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar lögfræðings og bílaumboðsins Heklu, skjólstæðings hans, um að Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardómari, yrði látinn vikja sæti við meðferð máls gegn Heklu, sökum persónulegrar óvild- ar Viðars Más í garð Jóns Steinars. Tóbak og áfengi hækka Verð á áfengi og tóbaki hækkar frá og með deginum í dag. Bjór hækkar um 0,2% og annað áfengi um 0,71% að með- altali. Tóbakið hækkar öllu meira, sí- garettur um 1,84% og vindlar um 3,2%. Álverksmiöja við Þoriákshöfh Allar líkur eru á að álverksmiðja sem getur endurunnið allt að 12.000 tonn af áli árlega verði við Þorláks- höfn. Stefnt er að því að fullvinna álið og kemur til greina að flytja hráefni inn frá útlöndum fullnægi það sem fell- ur til hérlendis ekki framleiðslugetu verksmiðjunnar. - Vísir.is greinir frá. Kaupa Norðurleið-Landleiðir Sérleyfisbílar Akureyrar hafa fest kaup á rekstri Norðurleiðar-Landleiða og var samningurinn undirritaður í gær. Rekstur félaganna verður samein- aður undir merkinu SBA-Norðurleið frá og með morgundeginum 1. febrúar. Áhugi á Kjötinnflutningi Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir upplýsti á blaða- mannafundi með landbúnaðarráð- herra í gær um nautakjötsinnflutn- rng að frá áramótum hefðu fjölmargar fyr- irspumir borist embætti sínu frá inn- flytjendum um innflutning á nauta- kjöti frá útlöndum. Islensk-rússneskur togari tekinn í Barentshafi - færöur til hafnar vegna ólöglegra veiöa á ufsa Rússneski togarinn Bootes, sem er að hluta til í eigu íslendinga, hef- ur verið færður til hafnar í Hammerfest vegna gruns um ólög- legar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á interseafood.com. Norska strandgæslan fór um borð í Bootes í síðustu viku og þá kom í ljós að hlutfall ufsa í aflanum var alltof hátt. Togarinn hafði veriö aö veiðum á Nordvestbankanum og Malangsgrunni frá því í byrjun jan- úar og í veiðidagbókinni kom fram að á þriggja daga tímabili hafði hlutfall ufsa í aflanum verið um eða yfir 77%, að þvi er fram kemur á vefútgáfu Nordlys. Aðra daga hafði hlutfall ufsaaflans einnig verið yfir viðmiðunarmörkum sem eru 25% hjá rússneskum skipum. í viðtali við Roger Pedersen hjá norsku strandgæslunni kemur fram að þrátt fyrir að ufsaaflinn væri of mikill hefði greinilega engin tilraun verið gerð til þess að reyna veiðar á öðrum veiðisvæöum. Þess má geta að fyrir rúmum tveimur vikum var annar rússneskur togari færður til hafnar í Noregi fyrir of hátt hlutfall ufsa í aflanum. Skipstjóri togarans var sektaður um 15 þúsund norskar krónur og útgerðin um 400 þúsund norskar krónur þannig að alls nam sektin um fjórum milljónum ísl. kr. Bootes er gerður út af sænsk-ís- lenska útgerðarfélaginu Scandsea en togarinn er skráður í Rússlandi. Meðal eigenda í Scandsea eru Fiskafurðir útgerð og Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna auk einstaklinga sem tengjast SH og Þormóði ramma- Sæbergi hf. Togarinn var áður gerð- ur út af Fiskafurðum útgerð. -DVÓ 10 Pólveijum sagt upp Hraðfrystihús Eskiíjarðar hf. hefur sagt upp 10 Pólveijum sem unnið hafa fiskvinnslustörf hjá fyrirtækinu. Ástæða uppsagnarinnar er verkefna- skortur og aukið framboð af innlendu vinnuafli. Samningaviðræöum slitið Sáttafúndi í kjaradeilu Landhelgis- gæslunnar og skipstjómarmanna sem hjá henni starfa var slitið í dag eftir að launanefnd ríkisins lagði fram bréf þar sem uppsagnir stýrimanna vom sagð- ar ólögmætar fjöldauppsagnir. - Vís- ir.is greinir frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.