Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 Fréttir DV DV-könnun um undirritun forseta íslands á lögum í öryrkjamáli: Álitið á Ólafi Ragnari dvínar - hefur fallið í áliti 58,8% en vaxið í áliti hjá 41,2% kjósenda Þeir sem tóku afstöðu Hefur álit þitt á forseta íslands aukist eða minnkað eftir samþykkt hans á lögum Alþingis í öryrkjamálinu? Allt úrtakið Aukist Auklst 41,2% 15,20/ ■ Mlnnkað m Minnkað 21,7% 58,8% lóákveðnir/ W svara ekki 63 1% ’ 1 SKOÐANAIÚNNUN -- Ný könnun DV, sem fram- kvæmd var sunnudaginn 28. jan- úar, sýnir að forseti íslands hefur fallið í áliti 58,8% kjósenda sem afstöðu tóku eftir undirritun Ólafs Ragnars Grimssonar á lög- um um almannatryggingar sem sett voru í kjölfar svokallaðs ör- yrkjadóms í Hæstarétti. Hins veg- ar þykir 41,2% kjósenda sem for- seti hafi vaxið í áliti við undirrit- un hinna umdeildu laga á Al- þingi. I könnuninni á sunnudag sögðu mjög margir, sem skilgreindir eru í könnuninni sem óákveðnir, að afstaða þeirra til forseta ís- lands hefði ekkert breyst. Hvað það þýðir er ekki gott að meta. Miðað við fyrri kannanir um af- stöðu til forsetans þá mátti sjá í könnun sem framkvæmd var 28. október á síðasta ári að hrifning- in var mikil. Sú könnun sýndi 95% stuðning kjósenda við sam- band Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff. Ekki er hins vegar hægt út frá spurning- unni á sunnudag að meta það beinlínis hvað það þýðir að af- staðan hafi ekkert breyst þegar spurt var: „Hefur álit þitt á for- seta íslands aukist eða minnkað eftir samþykkt hans á lögum Al- þingis í öryrkjamálinu?“ Óbreytt afstaða til forsetans gæti þýtt að þeir kjósendur bæru enn hlýhug til Ólafs Ragnars. Út frá spurningunni á sunnudag er þó erfitt að meta slíkt tölfræði- lega. Hins vegar stemmir þessi fullyrðing svarenda ekki ef skoð- að er hvernig það fólk svarar sem er óákveðið og tekur ekki beina afstöðu til flokka eins og greint er frá hér að neðan. Ef litið er á þá sem beina afstöðu tóku til spurn- ingarinnar kemur í ljós eins og áður sagði að 58,8% aðspurðra segja álit sitt á forseta íslands hafa minnkað í kjölfar undir- skriftar hans á áðurnefndum lög- um. Hins vegar segja 41,2% að álit þeirra á forsetanum hafi auk- ist við þennan atburð. í heildar- úrtakinu hafa 15,2% aukið álit og 21,7% hafa minna álit á forsetan- um. Óákveðnir í heildarúrtakinu eru 56,8%, en þeir sem svara ekki eru 6,3%. Framsóknarmenn hrifnír Afstaða kjósenda eftir flokkum er nokkuð athyglisverð. Þar kem- ur í ljós að yfirgnæfandi hrifning og aukið álit á forsetanum er ein- ungis að finna í röðum framsókn- armanna. í könnuninni segjast 68,8% kjósenda Framsóknar- flokksins hafa aukið álit á forset- anum, en 31,2% kjósenda flokks- ins segja að álit sitt hafi minnk- að. Hjá kjósendum Sjálfstæðis- flokksins skiptist afstaðan nokk- uð í tvö horn. Þar segjast 50,9% hafa aukið álit á Ólafi Ragnari en 49,1% segjast hafa minna álit á honum en áður. Allir kjósendur Frjálslynda flokksins sem afstöðu tóku, eða 100%, hafa minna álit á forsetan- um eftir undirskrift laganna. Hjá kjósendum Samfylkingar hafa 70,8% þeirra minna álit á forseta, en 29,2% hafa aukið álit sam- kvæmt könnuninni. Kjósendur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru ekki jafn afdráttar- lausir, en í þeim hópi hafa 56,8% minna álit á forsetanum, en 43,2% hafa aukið álit. Mun minna álit utan flokka kjósenda Ef skilgreindir eru þeir sem óá- kveðnir eru í afstöðu til ákveð- inna stjórnmálaflokka kemur í ljós að 74,1% þeirra telur sig hafa minna álit á forseta íslands eftir undirskrift laganna. í þeim hópi segjast einungis 25,9% hafa meira álit á forseta eftir undirskriftina en áður. í hópi þeirra sem vilja alls ekki svara neinu um afstöðu sína til flokka er afstaðan enn af- dráttarlausari forsetanum i óhag. Þar kemur fram að 88,9% þessara kjósenda segjast hafa minna álit á forsetanum. Það er aðeins í aug- um 11,1% þeirra sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vaxið í áliti eftir undirritun hinna frægu laga sem sett voru í kjölfar ör- yrkjadóms Hæstaréttar. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.