Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 7
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 I>V 7 Fréttir Þeir sem tóku afstöðu ErtJ>ú eða andvíg(ur) viðbrögðum ríkisstjomannnar vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags íslands? Fylgjandi Skoðanakönnun DV um aðgerðir ríkisstjórnar í öryrkjamáli: Enn yfirgnæf- andi andstaða - 73,3% á móti en konur á landsbyggðinni hafa helst skipt um skoðun Afstaða kjósenda á íslandi hefur ekki breyst mikið í kjölfar gríðarlegr- ar umræðu og átaka um lagasetningu Alþingis í svokölluðu öryrkjamáli, nema þá helst á meðal kvenna á landsbyggðinni. í nýrri könnun um afstöðu kjósenda, sem framkvæmd var á sunnudag, voru 73,3% andvíg viðbrögðum ríkisstjórnarinnar en 27,7% voru þeim fylgjandi. Eins og í síðustu könnun, sem framkvæmd var 12. janúar, var spurt: Ert þú fylgjandi eöa andvíg/ur við- brögðum ríkisstjórnarinnar vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalags íslands? Úrtakið var 600 manns á öllu landinu og skipt jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar, sem og á milli kynja. Svörun var mjög góð á sunnudag, líkt og í síð- ustu könnun, og tóku 512 kjósendur, eða 85,3%, afstööu til spurningarinnar en 88 manns, eða 14,7%, voru annað- hvort óákveðnir eða svöruðu ekki. Þó afstaðan gegn viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar, sem endaði með laga- setningu, sé yfirgnæfandi þá hefur 8,2% kjósenda snúist hugur. Þannig voru 81,5% á móti ríkisstjórninni í þessu máli 12. janúar en nú, 28. janú- ar, voru andstæðingar hennar í mál- inu 73,3%. í heildarúrtakinu nú voru 23,7% fylgjandi viðbrögðum ríkisstjómar en 61,7% voru þeim andvig. Óákveðnir reyndust vera 12,2% og þeir sem ekki vildu svara þessari spurningu vom 2,5%. Mest breyting úti á landi Ef farið er nánar i saumana á svör- um kjósenda á sunnudaginn kemur í ljós að mesta breytingin er á lands- byggðinni. Þar hefur fylgi við við- brögð ríkisstjórnarinnar vaxið úr 9,7% I 22,7%. Þá hefur andstaðan minnkað úr 78,7% í 60,3%. Talsverður munur er á fjöltia þeirra landsbyggð- arbúa sem afstöðu taka og fjölgar óá- kveðnum í 14,3% úr 9%, en sami fjöldi svarar ekki spumingunni, eða 2,7%. Á höfuðborgarsvæðinu eru tölur mjög svipaðar á milli þessara kann- ana. Þar em 24,7% fylgjandi viðbrögð- um ríkisstjórnarinnar en voru í fyrri könnuninni 22,3%. Andvíg era nú 63% en vom 62,3%. Þá eru óánægðir á höfuðborgarsvæðinu 10% en voru 9,3% og þeir sem ekki svara eru nú 2,3% en vora 6%. Konur skipta frekar um skoðun Ef skoðuð er afstaða kynja þá er um 9% meiri andstaða kvenna en karla við málið á höfuðborgar- svæðinu og þar eru 8% fleiri karl- ar fylgjandi viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar. Á landsbyggðinni er andstaða kynjana nánast sú sama en um 9% fleiri karlar en konur eru fylgjandi viðbrögðum stjórnarinnar. Það vekur athygli að ríkisstjórninni hefur helst tek- ist að ná athygli kvenna á lands- byggðinni, ef marka má könnun- ina, en úr heildarúrtakinu hefur rúmum 22% í þeim hópi snúist hugur og hætt andstöðu í málinu og ýmist snúist á sveif með ríkis- stjórn eða eru óákveðin í afstöðu sinni. Sjálfstæðismenn helst fylgjandi aðgerðum Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda Framsóknarflokksins er enn andvígur viðbrögðum ríkisstjórn- arinnar i öryrkjamálinu, eða 65,2%, en 34,8% eru fylgjandi mál- inu. í röðum kjósenda Sjálfstæðis- flokks eru fylgjendur fleiri, eða 55%, en andvígir eru 45%. Meðal kjósenda Frjálslynda flokksins er andstaðan hins vegar 87,5% en fylgjendur viðbragða stjórnarinn- ar eru 12,5%. Hjá Samfylkingunni er andstaðan mjög afdráttarlaus, eða 95,4%, en fylgnin við aðgerðir stjórnarinnar er aðeins 4,6%. Kjósendur Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs eru líka mjög andsnúnir viðbrögðunum og eru 81,2% á móti þeim en 18,8% eru fylgjandi viðbrögðum stjórn- arinnar. Ef litið er á þá kjósendur sem óákveðnir eru í afstöðu til flokka er andstaðan við aðgerðir ríkis- stjórnarinnar 81,5% en fylgjendur aðgerða eru 18,5%. Varðandi þá sem alls ekki vilja gefa upp af- stöðu sína til flokka eru 86,7% á móti viðbrögðum stjórnarinnar en 13,3% eru þeim fylgjandi.-HKr. Mótor færist á sunnudaga kl. 21.00 • Pensúm færist á Sunnudaga kl. 19.00 alltaf konfekt I kvöld hefst nýr kafli í sögu SKJÁSEINS með nýrri og enn betri dagskrá. Fjöldi erlendra þátta bætist við flóruna, nýir íslenskir þættir hefja göngu sína og nokkrir gamlir og góðir þættir færast á nýja og betri tíma. Fylgstu með í febrúar. SKJÁREINN, betri og betri. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.