Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Qupperneq 9
FMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 9 Utlönd Stuttar fréttir Bjartsýni í Burma Leyniviðræður herstjórnarinnar í Burma og stjóm- arandstöðuleiðtog- ans Aung San Suu Kyi eru á við- kvæmu stigi. Þær veita þó tilefni til bjartsýni, að því er fulltrúi sendinefnd- ar Evrópusam- bandsins greindi frá í gær. Nefndin hitti Suu Kyi á þriðjudaginn. Kúariða í Danmörku Danskur yfirdýralæknir óttast að um 100 ný tilfelli af kúariðu komi upp í Danmörku í ár. Talið er að þrjú tilfelli hafi þegar komið upp. Létust af völdum kulda Rúmlega hundrað manns létust úr kulda að næturlagi i flótta- mannabúðum í Afganistan í vik- unni. 25 stiga frost var um nóttina. Átök í Mitrovica Franskir friðargæsluliðar beittu í gær táragasi gegn Albönum sem köstuðu grjóti og bensínsprengjum í bænum Mitrovica i Kosovo. Um 1000 mótmælendur höfðu safnast saman til að mótmæla átökum Al- bana og Serba. 110 ára bóndi í hjónaband 110 ára bóndi í Sádi-Arabíu hefur fengið grænt ljós hjá læknum til að kvænast í þriðja sinn. Bóndinn er ástfanginn af sýrlenskri konu sem er helmingi yngri en hann. ákæru Yfirvöld í Kenýa ætla ekki að ákæra manninn sem réðst inn í stjórnklefa í farþegaþotu á leið frá London til Nairobi fyrir rúm- um mánuði. Mað- urinn hefur verið úrskurðaður geðveikur, að því er fram kom i blaðinu Daily Nation í gær. Hann taldi sig vera ofsóttan af einhverjum sem vildi ráða hann af dögum. Berst gegn framsali Rússneski fjölmiðlakóngurinn Vladimir Gusinsky sagði við dóm- ara á Spáni í gær að hann myndi berjast gegn framsali til Rússlands. Þar er hann sakaður um fjársvik. Greenspan lækkar vexti Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lækkaði í gær vexti um hálft prósentustig til að vinna gegn vaxandi samdrætti í efnahags- lífinu. Vextir eru nú 5,5 prósent og verða lækkaðir meira gerist þess þörf. Sleppur við Sjúkdómar ógna á skjálftasvæðunum á Indlandi: Aðstoð berst ekki til fórnarlambanna Matvæli, tjöld, teppi, lækninga- vörur og önnur neyðaraðstoð berst nú í miklu magni til flugvallarins í jarðskjálftaborginni Bhuj á Ind- landi. Skipulag aðstoðarinnar er aft- ur á móti í miklum molum og öku- tæki vantar til að koma hjálpar- gögnum til bágstaddra. Talið er að milli tuttugu þúsund og eitt hundrað þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum sem varð í Gujarat-fylki síðastliðinn föstudag. Um það bil þrjú hundruð þúsund manns á skjálftasvæðunum þurfa á neyðaraðstoð að halda og reiknað er með að hjálparstarfið þurfi að standa yfir í að minnsta kosti fjóra mánuði. Vaxandi gremju hefur orðið vart meðal þeirra sem lifðu af hörmung- arnar þar sem þeir leita að mat og einhvers konar húsaskjóli. Þá sagði Haldiö á sér hita Piltar á skjáiftasvæðunum á Indlandi reyna að halda á sér hita. háttsettur embættismaður á skjálftasvæöunum í morgun að hætta væri á farsóttum. Nokkur hundruð þúsund manns sváfu úti í nótt, sjöttu nóttina í röð, og reyndu að halda á sér hita með því að kveikja bál. „Þeir kasta í okkur mat ofan af vörubílum, rétt eins og við værum hundar," sagði kona nokkur í Bhuj sem svaf úti, ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum, viö veginn út á flug- völl. „Okkur er ískalt í dag og við vitum ekki hvemig bömunum okk- ar muni reiða af. Ef við verðum hér áfram munum við deyja,“ bætti hún við. Fyrrum þingmaður - i Gujarat- fylki sagði að nóg væri af lyfjum en það sem helst vantaði væru tjöld sem fólkið þyrfti að hafast við í næstu mánuðina. Vt.'EMlöW Laganna vöröur viö öllu búinn Indónesískur lögregluþjónn er tilbúinn að grípa til táragasbyssunnar og skjóta á hundruö mótmælenda sem komu til þinghússins í Jakarta í morgun til að lýsa yfir andstöðu sinni við Wahid forseta. Búist er við að þingheimur veiti Wahid ákúrur vegna tveggja hneykslismála sem hann er sagður tengjast. Óttast er að götuóeirðir fylgi í kjölfarið. Barak ætlar ekki að hætta við framboð: Stuðningur við Peres eykst Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, segist ekki ætla að hætta viö framboð sitt fyrir kosningarnar í næstu viku, þrátt fyrir að hann njóti mun minna fylgis en hægri- harðlínumaðurinn Ariel Sharon. Þá nýtur flokksbróðir Baraks, Shimon Peres, fyrrum forsætisráðherra, vaxandi fylgis meðal kjósenda. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Barak myndi draga sig í hlé og leyfa Peres að keppa við Sharon um forsætisráðherraembættið í kosningunum 6. febrúar. „Enginn hefur þorað að ámálga það við mig að draga mig í hlé, og meö réttu. Þeir sem þekkja mig skilja að það er ekki inni í mynd- inni,“ sagði Barak í viðtali við ísra- elska sjónvarpsstöð í gær. Á kosningafundi sagði Barak að tími væri til kominn að stuðnings- menn Verkamannaflokksins hættu öllum leikaraskap og sneru bökum saman í baráttunni gegn eina and- stæðingi þeirra, Ariel Sharon, leið- toga Likud-bandalagsins. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum nýtur Sharon allt að 22 pró- sentustiga forskots á Barak. Kann- animar benda hins vegar til þess að Peres ætti möguleika á að fara með sigur af hólmi. Margir ísraelar gefa Barak það að sök að hafa ekki tekist að stöðva átökin við Palestínumenn á heima- stjórnarsvæðunum. Mörg hundruð manns hafa fallið þar siðustu fjóra mánuðina. Átökin hófust eftir um- deilda heimsókn Ariels Sharons á Musterishæðina í Jerúsalem. Sænsk blöð sögðu frá því í morg- un að þarlend stjórnvöld væru að undirbúa fund Baraks og Yassers Arafats í Stokkhólmi um helgina. Jean-Christophe Mitterrand Vopnasaii lagði 13 milljónir franka inn á reikning hans í Sviss. Sonur Mitt- errands vísar ásökunum á bug Jean-Christophe Mitterrand, son- ur Frangois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, neitaði í gær öll- um sakargiftum við yfirheyrslu vegna meintrar ólöglegrar vopna- sölu. Jean-Christophe var um árabil helsti ráðgjafi fóður síns í málefn- um Afríku. Nokkrum dögum fyrir síðustu jól var hann handtekinn og settur í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa í upphafi síðasta áratug- ar fengið greitt fyrir að aðstoða vopnasalann Pierre Falcone við að selja vopn til Angola fyrir um 500 milljónir dollara. Við húsrannsókn hjá samstarfs- manni Falcones fann lögreglan lista yfir hundruð greiðslna, bæði til Frakklands og til útlanda. Um var að ræða hundruð milljóna franka. Forsetasonurinn var á listanum ásamt fleiri þekktum mönnum. Á listanum voru númer fjölda banka- reikninga í löndum sem litið er á sem skattaparadís. Mitterrand neit- aði fyrst að hafa tekið við fé. Hann varð þó að breyta þeim framburði sínum þegar rannsókn sýndi að Falcone hefði lagt 13 milljónir franka inn á bankareikning hans í Sviss. Móðir Mitterrands, Danielle, greiddi tryggingu fyrir hann um miðjan janúar. Varnarmálaráð- herra Frakklands, Alain Richard, lagði í gær fram kæru í málinu. Flokkur Kohls fær tæpa 2 millj- arða til baka Kristilegir demókratar í Þýska- landi, flokkur Helmuts Kohls, fyrr- verandi kanslara, er nú tæpum 2 milljörðum króna ríkari, að minnsta kosti um sinn. Dómstóll í Berlín aflétti í gær einni sektinni sem flokkurinn var látinn greiða í kjölfar leynisjóðahneykslisins. Heimut Kohl viðurkenndi fyrir rúmu ári að hann heföi árum sam- an tekið við ólöglegum framlögum til flokks síns. Sektin upp á millj- arðana tvo tengdist hneyksli í Hes- sen. Vegna leynisjóðanna þar varð árskýrsla flokksins fyrir árið 1998 röng. Forseti þingsins refsaði því flokknum með því að láta hann greiða sektir. Flokkurinn var einnig sviptur fjárstyrk. Dómstóllinn í Berlin úrskurðaði að ekki væri hægt að refsa flokki á grundvelli rangra upplýsinga um eignir. Þingforsetinn ætlar að áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.