Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 Skoðun I>V Hvaða bók er á náttborðinu þínu? Asmundur Jóhannsson kennari: Ég er aö klára Einar Ben, 3. bindi, og Leiötogana sem er alveg ágæt. Þórarinn Eggertsson kennari: Steingrímur Hermannsson, sem er fróöleg bók og segir vel frá þessum tíma. Sigrún Magnúsdóttir kennari: Betri heimur eftir Daiai Lama sem er mjög góö bók. Birgir Guðnason nemi: Ég er aö lesa Animal Farm sem er al- veg ágæt, eins og kannski flestir vita. Einar Örn Gíslason nemi: Black Sunday eftir Thomas Harris, hún er mjög góö. Ágúst Borgþór Sverrisson blm: Amerískar smásögur sem er eftir marga höfunda, allar góöar en höföa misjafntega til mín. Dagfari Fimmtánföld yfirdrápsgeta jarðarbúa á sjálfa sig „Hvaö eiga jaröarbúar t.d. aö gera viö hana?“ Þekkingarréttur Þorsteinn Hákonarson framkvstj. skrífar: í flestum lönd- um heims hafa þeir sem skapa þekkingu ónæði af stofnunum rík- isvaldsins, ef þessar stofnanir tolja þekkinguna til þess fallna að geta nýst til ein- hvers konar of- beldis við mis- beitingu þekking- arinnar á einn eða annan hátt. í lýðræðisríkjum er í reynd kom- ið í veg fyrir að lýðræðislegar stofn- anir komist til gagnrýni á slíkar stofnanir. En þetta getur varla geng- ið lengur. Hvað eiga jarðarbúar t.d. að gera við fimmtánfalda yflrdráps- getu á sjálfa sig? Hvað er gott við það og hvemig er það góð hug- mynd? Það er e.t.v. helsta sönnun þeirrar þekkingarkúgunar að fólk „veit“ að það er ekki gott fyrir það að minnast á þetta. Það kemur nið- ur á atvinnu og félagslegum mögu- leikum þess. Félagslegir leiðtogar margir „Það þarf og að átta sig á því að þekkingarfordómur vísindamanna er í eðli sínu ekki öðruvísi en ýmsir eldri og nú aflagðir fordómar um eðli náttúrunnar og hina margvíslegu skilgrein- ingu á sambýli hennar og mannskepnunnar. “ hverjir sækjast eftir lausnum á margháttuðum fyrirsjáanlegum vandræöum, en fá ekki neinar til- lögur. Tvær eru ástæður þessa. Annars vegar leggur vísindasamfé- lagið ekki til lausnir, þess hlutverk er ekki praktískt, heldur vísinda- legt, ásamt því að segja að sam- kvæmt bestu sönnu þekkingu, þá séu ekki lausnir í sjónmáli. Maðurinn skilur sig frá dýrum með því að nota litla orku í heila til hugmyndagerðar, áður en lagt er í mikla orkunotkun í vöðvum og vél- um, og það er vistkerfi hans að skapa þessar hugmyndir og skrá sem ytri þekkingu, er lifir einstak- lingana af, en viðtakandi menning- arheimur notar sér til framdráttar. Að meina fólki þetta, í þeim tilgangi að sjá fyrir sér, er því í eðli sínu jafngilt vistkerfisafneitun. Og vist- kerfisafneitun er stríð gegn þeim sem að beinist. Kalda stríðinu var aflétt. Næsta stig er að aflétta þekkingarstríðinu gegn mannkyninu og viðurkenna þekkingu sem vistkerfi þess. Það þarf og að átta sig á því að þekking- arfordómur visindamanna er í eðli sínu ekki öðruvísi en ýmsir eldri og nú aflagðir fordómar um eðli nátt- úrunnar og hina margvíslegu skil- greiningu á sambýli hennar og mannskepnunnar. Þegar sá þekkingarfordómur er óhæfur til vistkerfisviðhalds, þá er tími kominn til að henda honum og skapa nýjan. Því vísindaleg lýsing á náttúrunni er einungis lýsing og verður einungis lýsing þar um, en ekki sannleikur. - Það er þess vegna sem þróa þarf betri lýsingu til við- halds vistkerflnu. Össur gat ekkert gert í málinu Gunnar Bender skrífar: Það er alveg með ólíkindum hvað menn finna sér til að rugla um. Einn af þeim sem fór algjörlega yfir strikið var Karl Ormsson sem skrif- aði í DV um formann Samfylking- arinnar. Karl ætti að skoða málin betur áður en hann hleypur út um allar grundir til aö hrópa og góla yfir engu. Málið er einfaldlega það að Össur Skarphéðinsson gat ekkert gert þeg- ar leið yfir heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, í beinni út- sendingu frétta, enda hefði hann ör- „Ingibjörg féll beint í fang- ið á Jóhönnu Vigdísi frétta- konu - í áttina frá Össuri - og hvað átti Össur að gera! Taka ráðherrann af henni og hefja hjálp í viðlögum?“ ugglega gert eitthvað hefði hann haft tækifæri til þess. Ingibjörg féll beint í fangið á Jóhönnu Vigdísi fréttakonu - í áttina frá Össuri - og hvað átti Össur að gera? Taka ráð- herrann af henni og hefja hjálp í viðlögum? Eða eins og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir sjálf og réttilega í DV á föstu- daginn: „Það er mjög ósanngjamt aö Össur skuli veröa fyrir aðkasti vegna þessa máls. Þetta var bein út- sending og hann vissi ekkert hvað var að gerast frekar en ég. Þar að auki heimtaði ég að fara aftur í við- talið sem var ekki þægilegt fyrir hann. Össur stóð sig prýðilega og ekki rétt aö væna hann um annað,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. - Þetta er nefnilega mergurinn málsins sem ráðherrann segir. Og orð Karls Ormssonar dæma sig því sjálf. Drottningin hefur talað Nú hefur Dagfari lært nýtt hugtak í fjöl- miðlun. Það er „drottningarviðtal". Drottningarviðtal er viðtal eins og það sem Davíö átti við Egil Helgason í Silfri Egils á dögunum. Dögum saman haföi gengið á með öryrkjafárviðri í bland við kúariðuskúrir og slitring af fylgishruni í austri. Þjóðin var í öngum sínum. Hana vantaði boðskap, ávarp frá drottningunni. Svo loksins þegar búið var að hýða Hæsta- rétt, setja tappa í forsetann og berja menn til hlýðni til hægri og vinstri og málið horfíð inn á hinar eilífu leiðindalendur. Þá loksins mátti drottningin vera að því að mæta í við- tal. Þetta eru afskaplega hátíðleg viðtöl, svona drottningarviðtöl. Það veröur að vera sunnu- dagur og drottningin í góðu skapi. Það má enginn vera viðstaddur nema þægur og hátt- vís viðmælandi og umfram allt þá má ekki and- mæla drottningunni. Það er bara ekki gert. Þetta gekk allt saman eftir. Þjóðin sat hálf- þunn í sínum sóffum og sesilongum úti um allt landið og miðin. Egill sat flaðrandi andspænis hennar hátign. Davíð drottning Oddsson sat þar sem hann er vanur. Og hann talaði og talaði og malaði og malaöi. Egill skaut inn orði og orði á Dagfari elskar fjölmiðla. Dagfari skilur fjölmiðla algerlega í tœtlur og horfir og hlustar og les þangað til hann er blár í framan og það suðar og syngur í hausnum á hon- um eins og gömlum simastaur. stangli og þjóðin mátti hafa sig alla við að fylgjast með. Drottningin var bæði sár og reið. Það hafði verið vegið að henni ómaklega af ótíndum græningja í þinginu, menn höfðu engan veginn skynjaö hættuna sem steðjaði að þjóðinni og lúsugur skríll haföi grýtt höll- ina með alls konar bænarskjölum. Drottn- ingin varð klökk af reiði þegar hún var að segja Agli og þjóðinni frá þessu og stundum hallaði hún sér fram á hnéð, augun skutu gneistum og hún varð á svipinn eins og hjartadrottningin í sögunni af Lísu í Undra- landi. Sú drottning sagði í tíma og ótíma: Hausinn af honum, hausinn af henni. Um tíma hélt Dagfari áð Davíð drottning ætlaði að segja það sama en það rétt slapp og allir héldu haus nema kannski lautinant Össur. Svo kvaddi drottningin þjóðina og hélt utan sér til heilsubótar um sinn. Það fréttist næst af henni í næsta sæti við Dorrit drottningu á Saga Class og það var víst bara gott á milli þeirra eftir nokkra koníakssnafsa. Þau eru svo skemmtileg þessi drottningarvið- töl. Ég get varla beðið eftir því næsta. Mikið magn peninga í umferð. Vantar þá ekki banka? Hvad vard um kvennabankann? Gísli Magnússon skrifar: Fyrir ekki svo löngu var uppi hug- mynd einhverra kvenna (kannski hugmynd þeirra sem flokkast undir svonefndar „karríer“-konur, þótt mig minni að þarna hafi komið i sviðs- ljósið þessar „kvenna“-konur, sem vilja endilega gerast karlaígildi með fram sínu hlutverki) um að stofna hér kvennabanka. Ég hef lítið heyrt af framgangi hugmyndarinnar. Er hún dottin upp fyrir eða hvað? Mér finnst sjálfum hugmyndin ekki svo galin því hér er svo mikið peninga- magn í umferð. Þetta yrði auðvitað eitt af því sem hvergi hefur verið reynt en væri hægt að flagga á ferða- markaðinum - þið vitið; fyrir fyrir útlendinga að skoða. Það er einmitt eitthvað svona sem vekur furðu út- lendinga á Islandi. Eitthvað alveg nýtt undir sólinni. Glötud sjón- varpsmynd Jákvæ&ur sjðnvarpsáhorfandi skrifar: íslenska myndin í sjónvarpinu á sunnudagskvöld, sem ég man ekki lengur hvað heitir (sem betur fer) var athyglisvert framlag tfl ís- lenskarar kvikmyndasögu. Gaman væri að vita hvað sjónvarpið greiddi kvikmyndagerðarfólkinu fyrir sýn- ingarréttinn. Það hlýtur að hafa ver- ið dágott. í ljósi þess að u.þ.b. 95% ís- lendinga geta leikið með góðum ár- angri virðist vera talsvert afrek að fmna til starfa í eina mynd jafn marga einstaklinga sem hafa ekki snefil af leikhæfileikum. Frábær mynd sem hafði bara þrjá minni hátt- ar gaUa. Glataður leikur, glataður texti og glötuð saga. AUt annað var fint. Þið hjá sjónvarpinu, haldið endi- lega áfram á sömu braut. Þá verður stöðin fyrr lögð niður en eUa. Afu Skotsilfursmenn á Skjá einum. Segja fráhvarfseinkenni til sín í þættinum? Skotsilfur á Skjá einum Eiríkur hringdi: Ég er einn þeirra sem alltaf horfa á fjármagnsþáttinn SkotsUfur á Skjá einum - og svo náttúrlega á EgU í Silfrinu strax á eftir. í síðasta þætti saknaði ég þess að ekki var rætt við neina spekinga á hinum íslenska fjármagnsmarkaði eins og ávaUt áður. Þar er einn fjármagnsgúrú lát- inn spá í spilin og gefa manni tU kynna hvaða fyrirtæki séu á uppleið og hver á niðurleið. Þetta féU niður nú. Ég var að hugsa hvort ekki væri ástæðan einfaldlega sú að öU fyrir- tæki á verðbréfamarkaði væru ein- faldlega á niðurleið. Mér sýnast flest- ir þeir pappírar sem otað var að manni í formi hlutabréfa, verðbréfa og skyldra pappíra vera famir að trosna verulega. - Sé það raunin skil ég vel fráhvarfseinkenni spámann- anna í Skotsilfri. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.