Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Side 19
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 23 DV Þorranefndin datt í pitsuna DV. VÍK í MÝRDÁL: Víkurbúar blótuðu að fornum sið fyrstu helgina í þorra. Þorrablóts- nefnd, sem kosin er i lok hvers þorrablóts, sér um undirbúning að ári. Skemmtileg vinna var hjá nefndinni að undirbúa blótið og næstsíðasta kvöldið sem þessi nefnd starfaði saman var slegið upp mik- illi pitsuveislu þar sem hver nefnd- armanna sporðrenndi einni tólf tomma pitsu en ekki fer neinum sögum af því hvað drukkið var með. Hefðbundinn þorramatur var fram borinn og barinn opinn fram á nótt. Matnum voru gerð góð skil og þorrablótsnefndin skipti frá ítölsku pitsunni yfir í íslenskan mat for- feðranna. Haft var á orði að aldrei áður hefði verið gengið jafn nærri vínbirgðum barsins. Skemmtiatriði voru öll heimatilbúin þar sem spaugilegir atburðir líðandi árs voru teknir fyrir í nokkrum spuna- þáttum. Einn af þeim þáttum var að Guðlaug Sigurðardóttir og Kolbrún Matthíasdóttir brugðu sér í hlut- verk slúðurkerlinganna þar sem m. a. kom fram hvað fréttaritari DV væri duglegur að taka íjölskyldu- myndir og fá þær birtar í blaðinu! Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Lúdó og Stefáns sem héldu uppi dúndr- andi stuði. -SKH Þorrablótsnefndin í pitsuveislu Nefndin blótaöi á laun og pantaöi sér pitsu, á þorrablótinu skipti hún yfir í ís- lenskt fæöi. Slúðurkerlingar Guölaug Siguröardóttir og Kolbrún Matthiasdóttir í hlutverki kjaftakerlinganna sem létu þorpsbúa fá sína ögnina af hveiju. Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11* Sumarskap á þorranum DV, víkl MYRDAL: Veðurblíðan leikur við Mýrdæl- inga eins og landsmenn flesta. Á sunnudag var þorrasólin upp á sitt besta og fólk og fénaður kunni vel við sig í blíðunni. Fréttamaður DV í Vík fór á stjá og skoðaði mannlíf og náttúru sem var nánast í sum- arskapi. Fyrst kom hann við á frétta- flandri sínu í Kerlingardal, en þar má sjá eyðibýlið Bólstað sem er til vinstri og Mýrdalsjökull er í bak- sýn. Hrossin hans Jóhannesar Kristjánssonar á Höfðabrekku nutu góða veðursins og þarna er ekki snjókorn að sjá sem er óvenjulegt. Víkurþorp blasti við og mynd var tekin suður við sjó. Það er afar sjaldgæf sjón að sjá Höttu og Hrafnatinda alveg snjó- lausa 28. janúar en ekki hefur enn fest einn einasta snjóskafl þar i allan vetur. Félagar í björgunarsveitinni Víkverja stunduðu æfingar ásamt leiðbeinendum rétt austan við Vík í Mýrdal. Æfingin var liður í nám- skeiði í leitartækni sem haldið var í Vík um helgina. Allir nutu veðurblíðunnar sem er mikil og alveg með ólíkindum. Nýr fréttavefur: Patreksfjörður markaðssettur Fréttavefurinn patreksflordur.is var opnaður með pomp og pragt á Rabbabarnum á Patreksfirði síð- astliðinn laugar- dag. Þórólfur Hall- dórsson, sýslu- maður, opnaði netmiðilinn formlega við góð- ar undirtektir allra viðstaddra. „Þetta er gert fyrst og fremst til þess að markaðssetja Patreksfjörð," sagði Sigurbjörn Sævar Grétarsson, hönnuður vefsins í samtali við DV. Fréttavefurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni og vinna Sigurbjörn og aðrir starfsmenn kauplaust við vefmn. Töluvfyrirtækið Snerpa á ísafirði sá um að setja fréttakerfið upp, svo fréttamenn sem starfa við vefinn^ geta nú sent fréttir og myndir á vef- ^ inn heiman frá sér. í fréttatilkynningu sem patreks- fjordur.is sendi frá sér segir aö vef- urinn fái um 100 heimsóknir á dag, og fer þeim íjölgandi. „Vonumst við til að þetta verði til að auka aðsókn fólks hingað til Pat- reksfjarðar, en þetta er ekki hægt nema með ykkar hjálp,“ segir í til- kynningunni. -SMK ÞJONUSTUAU€LYSmCAR Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnyja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýiögnum. e1 ■ Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733., Kársnesbraut 67 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 « Bíl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO RÖRAMYNDAVÉL Til að skoða og staðsetja skemmdir f lögnum. 15ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA STEFLUÞJONUSTfl BJflRNR Símar 898 6363 » SS4 6139 Fjarlægi stíflur Röramyndavél úr W.C., handlaugum, baðkörum og frórennslislögnum. til a& ástands- skoða lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön. FJARLÆGJUM STIFLUR ZaZal úr vöskum.WC rörum. baökerum oa niöurföllum. H B ^ úr vöskum.WC rörum, baökerum og niöurföllum. T5®GD röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í WC lögnum. i DÆLUBÍLL STEINSTEYPUSOGUN ÓHÁÐ ÞYKKT - KJARNABORUN - VIFTUGÖT O.FL. MALBIKSSÖGUN - SMÁGRÖFULEIGA VANIR MENN HIFIR VIÐ ERUM ELSTIR í FAGINU VONDUÐ VINNUBRÖGÐ HÍHR-KJARNABORUN dif. • FUNAHÖFÐA 17 • RVK • S. 567 2230, 861 1230 Smáauglýsingar bilar, bátar, jeppar, húsbilar, sendibilar, pallbilar, hópferðabílar, fornbílar, kerrur, fjórhjól, mótorhjól, hjólhýsi, vólsleóar, varahlutlr, viógeröir, flug, lyftarar, tjaldvagnar,- vörubilar... bllar og farartæki |Skoftaðu smáuQlýsingarnar a ’W92S■ ■*-■ Si 550 5000 550 5000 Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 (D Bílasími 892 7260 OG IÐNAÐARHURÐIB Eldvarnar- Öryggis- hurðir GLÓFAXIHE ÁRMÚLA 42 • SÍMI 553 4236 hurðir NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstæOur Sala Uppsetning Uiðhaldspjónusta r Sundaborg 7-9, R.vík Sími 568 8104, fax 568 8672 idex@idex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.