Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 20
24 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 I>V Jilvera Fyrirlestur um trúarhætti íslenskra sjómanna: Hafdjúpin eru í hendi þinni ♦ Séra Jóhanna Ingibjörg Sigmars- dóttir, sóknarprestur í Eiðapresta- kalli, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 1. febrúar í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns ís- lands, sem nefnist Hafdjúpin eru í hendi þinni. Um trúarhætti íslenskra sjómanna. í fyrirlestrinum verður fjallaö um trúarhætti íslenskra sjó- manna, ýmsa þætti sem tengjast trú- arlegu atferli þeirra, siðum og venj- um. Meðal annars verður hugað að því á hvem hátt menn iðkuðu trú sína frá upphafi verferða til loka, áheit, sjómannadaginn og á hvern hátt hann ^engist kirkjunni. Fiskimenn sem fóru í verið reyndu eins og kostur var að halda trúarháttum heimilanna. Oft og tíðum var erfitt að rækja kirkju- göngur og var þá leitast við að bæta það upp með lestri. Eftirtektarvert er hversu trúar- og bænalífið var rikur þáttur í daglegu lífi sjómanna sem annarra íslendinga á fyrri öldum. Á tuttugustu öld hafa hins vegar orðið örar breytingar á trúarháttum. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjó- minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. PALLHLIFAR www.benni.is Vagnhöfða 23 • Sími 587 0 587 Eigum fyrirliggjandi plasthlífar i palla fyrir eftirtalda pallblla: MMC '87-'92, GM S10 '82, GM langur '88-96, GM langur '74-'87, GM Stepside '96 ->, Dodge langur 74-"93, Dodge stuttur '74-'93, Ford F150 '97->, Ford langur '80-'96, Ford stuttur '80-'96, Ford Ranger '82-'92, Jeep Commanche '86, Isusu D/C '88-'96, Mazda ’86-'93. VERÐ TILBOÐ KR. 4.900,- Takmarkað magn! Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35. sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. Málþing Náttúrulækningafélags íslands um skammdegisþunglyndi: Birta og hreyfing gegn skammdegisþunglyndi DV-MYNDIR HARI Milli 40 og 50 hurfu frá Húsfyllir varð á mátþingi NLFÍ um skammdegisþunglyndi á þriöjudagskvöld. Húsfyllir varð á málþingi Nátt- úrulækningafélags íslands um skammdegisþunglyndi á þriðjudags- kvöld. Milli 120 og 130 manns gátu troðið sér í bíósal Hótel Loftleiða en á fimmta tug áhugasamra urðu frá að hverfa. Fyrirlesarar á málþinginu voru fjórir: Þórkatla Aðalsteinsdóttir sál- fræðingur, Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, Jóhann Axelsson, prófessor i lífeölisfræði, og Leifur Þorsteinsson, fulltrúi Ferðafélags íslands. Hugarfar mikilvægt Þórkatla Aðalsteinsdóttir lagði í erindi sínu áherslu á hvað það er sem stýrir því hvemig fólki líður. Hún hvatti fólk til að reyna að velja fremur jákvætt hugarfar en nei- kvætt. Hægt væri að spyrja sig spurninga á borð við: Er veðrið vont eða hressandi? Er myrkrið niður- drepandi eða má nota það í róman- tískum tilgangi? Þórkatla mælti einnig með að fólk reyndi að setja inn ánægjulega atburði í hverri viku, þó innan þeirra marka að þeir gerðu ekki lífið of flókið. Loks hvatti Þórkatla fólk til að leyfa sér að hlakka til einhvers þótt ekki væri nema næsta sumars. Þenn- an eiginleika sagði hún fullorðna þurfa að rækta með sér vegna þess að hann eltist því miður af fólki á ung- lingsárum. í hnotskurn sagði Þórkatla að hægt væri að velja jákvæðu leiðina og nei- kvæðu leiðina. Þeir sem veldu þá nei- kvæðu yrðu fómarlömb og fórnar- lömb skemmtu sér aldrei. Þunglyndi meðal algengustu sjúkdoma Tómas Zoéga gerði grein fyrir al- gengi þunglyndis og benti á að það er mun algengara hjá konum en körlum. Tómas sagði að athuganir hefðu sýnt að lyf hjálpuðu í 60-65% tilvika þegar um alvarlegt þunglyndi væri að ræða en ef lyf væru notuð með stuðnings- meðferð mætti búast við 85-90% ár- angri. Tómas benti einnig á að þunglyndi hefði í för meö sér íleiri tapaða vinnu- daga en nokkur annar sjúkdómur, þó líklega að undanskildum hjarta- og æðasjúkdómum. Samkvæmt skýrslu WHO er þunglyndi i 4. sæti ef skoðuð er örorka í kjölfar sjúkdóma en búist er við að það verði komið upp i annað sæti árið 2020. Hvað er skammdegisþung- lyndi? Tómas sagði að skilgreina mætti skammdegisþunglyndi sem þunglyndi sem væri bundið við ákveðinn tíma árs. Sjúkdóminn mætti tengja við breiddargráður, þ.e. þeim mun lengra skammdegi þeim mun hærra hlutfall fólks meö skammdegisþunglyndi. Auk þess telst það til skilmerkja skamm- degisþunglyndis að alger bati næst á innan við tveimur mánuðum. Loks verður sjúklingur að hafa þjáðst af þunglyndi að minnsta kosti tvo vetur í röð til að fá sjúkdómsgreininguna skammdegisþunglyndur. Um 83% þeirra sem þjást af skamm- degisþunglyndi eru konur. Oftast Mun algengara hjá konum en körl- um Tómas Zoéga, yfirlæknir á Landsþít- alanum, ræddi um skammdegis- þunglyndi og algengustu meðferð við því. byrja einkenni að koma fram á þrí- tugsaldri. Þunglyndiseinkennin eru væg og oft fylgja skammdegisþung- lyndi væg einkenni örlyndis á vorin og sumrin. Þeir sem þjást af skamm- degisþunglyndi fá aukna matarlyst og sækja einkum í kolvetni og þessu ein- kenni fylgir þá þyngdaraukning. Þetta einkenni er ólíkt einkennum sem fylgja venjulegu þunglyndi sem er lystarleysi. Þeir sem þjást af skamm- degisþunglyndi hafa aukna svefnþörf sem einnig er öfugt við dæmigerð ein- kenni venjulegs þunglyndis. Þung- lyndið getur valdiö fólki erfiðleikum í vinnu og samskiptavandamálum. Meðferð við skammdegis- þunglyndi Sannað þykir að hægt sé að draga úr einkennum skammdegisþunglynd- is með ljósameðferð og samtalsmeð- ferö er einnig notuð. Ljósameðferðin var mikið stunduð fyrir nokkrum árum en Tómas segir að dregið hafi úr henni en telur fulla ástæðu til að nýta þessa aðferð. Stundum er lyfja- meðferð beitt við skammdegisþung- lyndi og Tómas segir að sumir telji að hún sé komin úr böndunum vegna þess að við notum þunglyndislyf meira en aðrar þjóðir. Hins vegar seg- ir hann að velta megi því fyrir sér hvort við séum hreinlega komin lengra í notkun þunglyndislyfia en aðrar þjóðir. Loks nefnir Tómas ým- iss konar sjálfshjálparbækur sem margir noti með góðum árangri. Melatónín og skammdegis- þunglyndi Jóhann Axelsson fjallaði um melatónín og tengsl þess við birtu og skammdegisþunglyndi. Jóhann sagði skammdegisþunglyndi fylgja lífs- klukkunni. Líkaminn hefði ákveðna hrynjandi sem hjálpaði honum að mæta ytri breytingum. Þessari hrynj- andi mætti skipta i dægursveiflu og árstíðabundna sveiflu. Jóhann benti á að ekkert dýr væri til sem væri jafn- hæft á nóttu sem degi. Jóhann og samstarfsfólk hans hefur komist að því að þeir sem þjást af skammdegisþunglyndi framleiða mun meira melatónín en aörir. Unnið verð- ur áfram að þessum rannsóknum og í sjónmáli er að boðið verði upp á melatónínmælingar í munnvatni. Rannsóknarhópurinn hefur einnig komist að því að melatónínfram- leiðsla er ættgeng og að miðað við breiddargráðu ætti að vera um 30% skammdegisþunglyndi hér á landi en það sé einungis 11%. Útivist bætir lífi við árin Leifur Þorsteinsson frá Ferðafé- laginu lagði áherslu á útivist sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn þung- lyndi og raunar Qöldamörgum öðr- um sjúkdómum. Hann sagði að með útivist fengist ekki bara holl og góð hreyfing heldur líka félagsskapur sem einnig væri mikilvægur. Leifur lagði áherslu á reglu- bundna útivist og benti á að þeir sem vendu sig til dæmis á að ganga reglulega gætu hreinlega ekki verið án þess. Hann benti á að heilbrigði væri afar veigamikill þáttur lifsgæða og hver og einn réði miklu um eigin heilsu. Skoðun Leifs er sú að þótt ekki sé hægt að fullyrða að útivist bæti árum við lífið þá sé örugglega hægt að halda því fram að útivist og þokkalegt heilsufar bæti lifi við árin. Hreyfing afar mikilvæg Að loknum fyrirlestrum og hléi, þar sem boðið var upp á vatn og ferska ávexti, svöruðu fyrirlesarar og fleiri spurningum í pallborði. Meðal þeirra sem bættust við í pall- borðsumræðunni var Hulda Hákonar- dóttir sjúkraþjálfari sem sagðist í raun undrandi á því að hreyfing væri ekki notuð á markvissari hátt í með- ferð við þunglyndi. Áhrif hreyfingar á boðefni væru með svipuðum hætti og áhrif ýmissa lyfja sem notuð væru gegn þunglyndi. Hulda benti á að komið heíði í ljós að þeir sem hreyfa sig reglulega eru þrisvar sinnum ólík- legri til að þjást af þunglyndi en þeir sem ekki hreyfa sig og mun líklegri til að læknast ef þeir veikjast. Það sem mest var spurt um og rætt í pallborðsumræðunum voru rann- sóknir á melatónínframleiðslu. Meðal þess sem fram kom í umræðunum var að þunglyndissjúklingum er stundum gefið melatónín við svefnleysi. í fram- haldi af því sagði Tómas Zoéga það mögulegt að um tvö mjög ólík afbrigði þunglyndis væri að ræða, annars veg- ar skammdegisþunglyndi og hins veg- ar annað þunglyndi. Áður en fundarstjóri, Geir Jón Þór- isson, varaforseti NLFÍ, sleit fundi þakkaði hann fyrirlesurum og áheyr- endum og benti á að brýnt væri að reyna að takast á við sjúkdóminn þunglyndi. Þegar hann væri kominn í sína alvarlegustu mynd leiddi hann til sjálfsvíga en hér á landi eru skráð tæp tvö útköO á dag vegna sjálfsvígstil- rauna. Fyrirlestrar málþingsins, fyrir- spurnir og svör munu birtast á heima- síðu NLFÍ www.heilsuvernd.is. -ss Vinnustaðahópar skrá sig saman til leiks Leiö til betra lífs, árlegu heilsuá- tak DV, var ytt úr vör 11. janúar. í átakinu er fólk hvatt til að leggja grunn að góðri heilsu með því að stunda hreyfingu og ástunda heil- brigt lifemi. LEIÐ TIL BETRA LÍFS Stimpilkorti hefur verið dreift í sundlaugar landsins og helstu lík- amsræktarstöðvar og hægt er einnig að nálgast kortið i Skauta- höllinni, verslun Útilífs og af- greiðslu DV í Þverholti. Stimpilkortið er hægt að nota á sundstöðum, helstu líkamsræktar- stöðvum, Skautahöllinni og verslun Útilífs. í hvert skipti sem það er not- að fær viðkomandi stimpil á kortið og nái menn að fylla það með fimmt- án stimplum fyrir 11. febrúar og skila því inn til DV lenda þeir í glæsilegum heilsupotti með glæsi- legum vinningum. Það er því ekki orðið of seint að byrja. Áður en átakinu lýkur mun DV bjóða landsmönnum frítt í sund- laugar í einn dag og einnig verður fullorðnum í fylgd með börnum boð- ið á skauta í Skautahöllinni eina helgi í febrúar. Undirtektir hafa verið miklar og hafa margir náð sér í stimpilkort. Heilu hópar starfsmanna á vinnu- stöðum hafa tekiö sig saman um að taka þátt í Leið til betra lífs og var sagt frá dæmi um það á Reiknistofu bankanna í gær. DV hvetur aðra til að fara að fordæmi vaskra starfs- manna RB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.