Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Qupperneq 24
28 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 Tilvera DV 1 í f iö T I R V I N N U Kalk á Gauki á Stöng í kvöld Hljómsveitin Kalk mætir eld- hress á Gauk á Stöng í kvöld. Sveitin mun leika af sinni al- kunnu snilld og efna til alvöru dansæfingar. Á dagskrá sveitar- innar er eigið efni í bland við annað, eftir þvi sem við á hverju sinni. Klassík ■ GUNNÁR PÁLÍL Á GRÁNb HÖTÉL REYKJAVIK Hinn sívinsæli Gunnar j Páll spilar rómantíska og hugljúfa tónlist á Grand Hótel Reykjavík. Gunni byrjar gamaniö klukkan 19.15 og hættir ekki fyrr en 23. Allir vel- komnir. Leikhús ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJOTI Leikritiö Meö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones veröur sýnt í kvöld kl. 20 á Smíöaverkstæöi Þjóöleikhúss- ins. Orfá sæti laus. Kabarett . ■ZEFKLOPSPILÁRTKAFFILEÍK- s HUSINU Hljómsveitin Zefklop leikur í Kaffileikhúsinu, Hlaövarpanurn, í kvöld, klukkan 21. Zefklop leikur frumsamda tónlist eftir Ragnar Em- ilsson gítarleikara. Auk hans skipa sveitina Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur, Birgir Kárason. bassi, og Þorbjörn Sigurösson, hljómborð. Gestaleikarar eru Birkir Freyr Matthíasson, trompet, og Eyjólfur Þorleifsson, saxófónn, Tónlist Zef- klop tengir saman ýmsar ólíkar tón- listarstefnur, þar á meöal djass, lat- ín, fönk og rokk. Aðgangseyrir er 800 kr. Tónlist ■ ÉfNLÉlkÁRAPRÓFSTONLÉlkÁR I HASKOLABIOI. Sinfóníuhljómsveit Islands og Tónlistarskólinn í * Reykjavík halda tónleika í Háskólabíói í kvöld. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir eru fyrri hluti einleikaraprófs fjögurra nemenda viö Tónlistarskólann; Annette Arvidsson, fagottleikara, Ara Þórs Vilhjálmssonar, fiðluleikara, Karenar Erlu Karólínudóttur, flautuleikara, og Víkings Heiöars Ólafssonar, píanóleikara. Myndiist ■ SÓFAMÁLVERKIÐ } HAFNAR- HÚSINU Sýningin Sófamálverkiö veröur stendur nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en henni er ætlaö aö skírskota til þeirrar heföar á íslenskum heimilum aö gera stofuna að miðpunkti heimilis- ins þar sem sófinn, með hinu hefö- 7 . bundna málverki fyrir ofan, er mið- þunktur hennar. Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttur. Björgunarleiöangur á K2 Reynt aö koma klifurfólki til hjálpar á einum hæsta fjallstindi heims. 'í w A ystu nöf Klifrað eftir snarbröttum hlíöum eins hættulegasta fjalls heims. Vertical Limit: Hættuför í Himalaja Spennumyndin Vertical Limit, sem frumsýnd verður á^morgun í Qölda bíósala um allt land, fjállar um björg- unarleiðangur sem lendir í miklum hremmingum á næstahæsta fjallstindi veraldar, K2. Leikstjóri myndarinnar er Martin Campbell en hann leikstýrði Goldeneye og The Mask of Zorro. í Vertical Limit segir frá ungum klifurkappa, Peter Garret (Chris O’ Donnell) sem þarf að bjarga lífi systur sinnar, Annie (Robin Tunn- jey), en hún er innilokuð í hálfgerðri ís- gröf í 26.000 feta hæð á Qallinu ógurlega K2. Hver einasta sek- únda skiptir máli þar sem systir hans og félagar hafa takmarkað súrefhi. Pet- er er starfandi ljósmyndari sem hefur ekki klifrað í þrjú ár enda getur hann ekki gleymt þeim degi þegar faðir hans hrapaði til bana. Peter leitar hjálpar hjá hinum lífsreynda háfjallakappa, Montgomery Wick (Scott Glenn). í fyrstu er Montgomery hikandi en slær síðan til. Og þá er komið að örlaga- stundinni. Nú er að duga eða drepast þvi mikið er í húfi. Eins og gefur að skilja var myndin ekki tekin í Himalajaljöllunum enda erfitt að komast þangað og sjálfsagt enn erfiðara að gera leikna kvikmynd þar. K2 er eitt hættulegasta Qall í heimi. Rúmlega eitt hundrað manns hafa komist á topp fjallsins. Margir hafa látist við að reyna að klifa fjallið, lent i vondu veðri, sem getur komið mjög óvænt, og tapað áttum. Einstök atriði eru þó frá K2, en kvikmynda- tökumaður fór í leiðangur að búðum fjallgöngumanna þar og tók myndir sem síðan eru notaðar í innskot í myndinni. Myndin er þó að mestu tekin í mik- illi hæð á Cook-fjalli á Nýja-Sjá- landi og þurftu leik- arar og aðr- ir sem ná- lægt kvik- myndatök- unni komu að vinna í um 4000 metra hæð meðan á útitökum stóð, sem gefur myndinni mikinn raunsæisblæ. Leik- stjórinn Martin Campbell sagði að mikið hefði verið leitað að fjalli sem gæti komið í staðinn fyrir K2 og voru aðstæður athugaðar bæði í Kanada og Evrópu. Mt. Cook var síðan valið þar sem það þótti vera einna líkast K2. Hinn frægi flallgöngumaður Ed Viest- urs, sem var ráðgjafi við myndina, seg- ir að snjórinn og jökullinn sé mjög keimlíkur og á K2. Veðrið getur verið mjög slæmt þar og útsýnið jafn stór- kostlegt og útsýnið frá K2. Svo þetta var upplagður staður til að gera kvik- myndina. Tökur fóru einnig fram í nýsjálensku borginni Queenstown.-HK Chris O'Donnell og Scott Glenn leika fjall- göngugarpa sem stjórna björgunarleiðangri. Filmundur: Fimm myndir Coen-bræðra ■ ÁRLEG SÝNING BLAÐAUÓS- MÝNDARA I GERÐARSAFNI Arleg sýning Ljósmyndarafélags Isjands og Blaöaljósmyndarafélags íslands. stendur nú í Listasafni Kópavogs, Geröarsafni,. Sýningarnar bera yfir- skriftina Aö lýsa flöt og Mynd ársins 2000. Sýningarnar standa til 11. febrúar. ■ PÉTUR HALLDÓRSSON í GALL- ERII SÆVARS KARLS Pétur Hall- dórsson er meö sýningu í Galleríi Sævars Karls. Ferill hans er orðinn alllangur en hann tók þátt í fyrstu samsýningu sinni áriö 1977 og fýrstu einkasýninguna hélt hann áriö 1986. Pétur sýnir alls sex verk á sýningunní, þrjár olíumyndir og þrjú tákn. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is í tilefni af frumsýningu á nýjustu mynd Coen-bræðra, O Brother, Where Art Thou, hefur Filmundur ákveðið að sýna nokkrar af myndum þeirra vik- una 1,-6. febrúar. Filmundur forsýndi O Brother, Where Art Thou fyrir viku fyrir fullu húsi og er óhætt að segja að stemningin hafi verið stórkostleg. Coen-bræður hafa starfað við kvik- myndagerð í sautján ár og gert átta kvikmyndir saman og munu fimm þeirra verða sýndar þessa viku: Blood Simple, The Hudsucker Proxy, Fargo, The Big Lebowski og lýkur hátiðinni á frumsýningu O Brother, Where Art Thou. Þær myndir þeirra bræðra sem ekki eru á dagskránni eru Raising Arizona, Miller's Crossing og Barton Fink. Blood Simple Blood Simple er fyrsta mynd Coen- bræðra og mikill fengur fýrir kvik- myndaáhugafólk að fá tækifæri til að sjá hana. Bræðurnir sækja stíft í Noir- hefðina í þessari glæpamynd og ber hún með sér að hafa verið gerð fyrir lítið fé en gefur þó forsmekkinn af því sem átti eftir að einkenna handbragð þeirra. Blood Simple var tilnefnd til flölda verðlauna og var valin besta myndin í flokki leikinna kvikmynda á Sundance-kvikmyndahátíðinni 1985. The Hudsucker Proxy The Hudsucker Proxy er gaman- mynd með alvarlegum undirtóni og kallast á við borgarlífsmyndir manna á borð við Frank R. Capra. Meðal við- kenninga sem The Hudsucker Proxy hlotnaðist má nefha tilnefningu á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Fargo Fargo er án efa vinsælasta mynd Coen-bræðra til þessa og er margverð- launuð, Frances McDormand fékk m.a. óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Coen-bræöur á tökustaö Joel og Ethan Coen ásamt kvikmyndatökumanni sínum, Roger Deakins, viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.