Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Síða 12
28
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
Sport
Viö fréttum af ödrum sem
býr á Höfn í Hornafirði, sem
þótti nú rétt að ná sér 1
veiðistöng fyrir fáum dögum og
renndi neðst i ósinn á Laxánni.
Eitthvað var nú lítið um fisk en
þetta tók mesta hrollinn úr
veiðimanninum. Hann ætlaði
aftur nokkrum dögum seinna. Er
þetta ekki hámarkið á
veiðidellunni? Er hægt að vera
með meiri veiðidellu? Ég held
varla.
Árshátíð Stangaveiðifélagsins:
Forsætisráðherra
verður veislustjóri
„Fyrsta opna hús aldarinnar var á fóstudag-
inn og það var að sjálfsögðu með þorraívafi,
enda þorrinn núna,“ sagöi Bergur Steingríms-
son, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykja-
víkur, í samtali við DV-Sport, en mikið er i
gangi hjá félaginu næstu vikumar.
„Ásgeir Heiðar sagði frá ferð sem hann fór
ásamt hóp íslendinga til Kanada síðastliðið
sumar til að veiða í ánni Restigouche og Þröstur
Elliðason talaði um Rangárnar."
„Undirbúningur fyrir árshátíðina er á loka-
stigi og óhætt er að fullyröa að þessi árshátið
verður með þeim glæsilegri sem haldnar hafa
verið á vegum félagsins. Veislustjóri verður
Davíð Oddsson forsætisráðherra og er mikil
vinna lögð í það að finna söngfólk og skemmti-
krafta. Stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimars-
son og ókrýndur konungur dægurlaganna Stefán
Hilmarsson ásamt Jóhönnu Vigdísi Amardóttur
munu syngja fyrir veislugesti. Svo verður hinn
kraftmikli Stefán Karl Stefánsson leikari með
spaug og sprell, svo það verður ýmislegt í boði,“
sagði Bergur enn fremur. Miðinn á árshátíðina
kostar 9900.
Þrátt fyrir að vetur eigi að heita núna er mik-
ill kraftur í veiðifélögunum víða um land og ým-
islegt í gangi, íluguhnýtingar og fluguköst, enda
styttist í næsta veiðisumar. -G.Bender
Það er ýmisiegt í gangi hjá stangaveiðifélögunum og stjórn Stangaveiðifélags Reykjavikur
fundaði í veiðihúsinu Lundi viö Hítará á Mýrum fyrir fáum dögum og var margt rætt þar um
komandi veiöisumar. Á myndinni eru María Anna Clausen, Árni Eyjólfsson, Jóhann
Steinsson, Þorstein Ólafs, Gylfi Gautur Pétursson og Bjarni Júlíusson, en Bjarni Ómar
Ragnarsson formaöur tók myndina.
Veididellan er með
eindæmum hjá sumum
veiðimönnum sem aldrei hafa
hætt að kíkja eftir í allan vetur
og kíkja ennþá mikið eftir. Þegar
tíðarfarið er svona gott er miklu
betra að sjá hvort fiskurinn er í
ánni. Til er einn og einn maður
sem er að enn. Við fréttum af
einum sem enn þá veiðir og
hann veiðir mikið. Hann semur
við bændur að fá að renna í
veiðiánum og veiðin er víst bara
ágæt, þó heldur sé kalt stundum
við veiöiskapinn.
<5jú —• ■
Lu ^ - -"C'
Kajakveiöi á miklum vinsældum að fagna og oft er hægt að
gera góða veiðitúra. DV-mynd RS
- -
•; f- -v
Rafn Hafnfjörd, ljósmyndari
og veiðimaðurinn snjalli, hefur
opnað vef þar sem hægt að að sjá
myndir sem hann hefur tekið í
gegnum árin. En hann hefur
farið viða um landið og tekið
þúsundir af myndum, sem
margar hverjar eru teknar i og
við laxveiðiárnar. Myndir Rafns
þykja augnakonfekt af bestu
gerð.
Þaö er meira og meira lagt
upp úr því að gefa út blöð til að
kynna hvað veiðifélögin hafa
upp á að bjóða fyrir veiðimenn.
Fyrst gaf Stangaveiðifélag
Reykjavíkur út sína verðskrá og
svo kom Lax-á með sína. En í
fyrradag gaf svo Veiðiþjónustan
Strengir úr sína verðskrá og það
er sagt hvað veiðileyfi kosta í
Breiðdalsá, Hvolsá og Staðar-
hólsá, Minnivallalæk. Hróars-
læk og Ytri-Rangá. Það
greinilega mikið gert til að veiða
til sín veiðimenn þessar síðustu
vikur enda gengur vel að selja
veiðileyfi fyrir sumarið.
Tiöarfariö þessa siöustu
dagana er með ólíkindum og
ekki er mikill snjór á landinu.
Veiðimenn sem voru á ferð á
Vestfjörðum fyrir fáum dögum
og komu að vatni sem yfirleitt
sem frosið á þessum tima árs. En
annað var upp á teningnum
núna, enda voru vakir á við og
dreif og ekki þurfti að nota
borinn. Veiðin var ekki mikil.
-G. Bender
Kaiakveiði
- stofnfundur kajakveiöimanna og Róbert Schmidt kosinn formaður
Stofnfundur Félags íslenskra kajakveiðimanna (FÍK) var haldinn á
laugardaginn og mættu 20 á fundinn. Rætt var um öryggisþætti og veiðitækni
ásamt gildandi skotvopnalögum, sem verður eitt helsta markmið félagsins.
Mikiil áhugi er meðal skotveiðimanna á kajakveiðiskapnum og telja má víst að
áhugamenn hérlendis séu vel á annað hundrað í dag. Skráðir félagar eru um 50
talsins í FÍK.
Fimm manna stjóm var kosin: Róbert Schmidt formaður, Svanur
Guðmundsson gjaldkeri, Kristján Guðmundsson ritari, Þorsteinn Gunnarsson
meðstjómandi, Unnsteinn Guðmundsson meðstjórnandi. Pétur Þór Sigurðsson,
kajakkennari og kajakáhugamaður til margra ára, flutti stutt erindi um
fyrirhuguð námskeið í björgun úr sjó, sem er grunnur allra kajakræðara, sem
verður i boði ásamt róðrartækni og veltukennslu. Mikil áhersla verður lögð á
öryggisþáttinn hjá FÍK enda ekki um hættulaust sport að ræða.
Fjölmargir fundarmenn tóku til máls og lýstu ánægju sinni yfir þessu
framtaki að nú skuli búið að stofa félagsskap fyrir áhugamenn um
kajakveiðiskap á fslandi. Fyrirhugað er að halda t.d. veiðiferðir, fræðslufundi,
myndakvöld, kajaknámskeið og sumarróðra. Ræddu menn um ýmis mál, m.a.
hvar má skjóta við strendur landsins og hvernig á að bera sig að við skotveiði
af kajak.
„Ég er ánægður að þetta félag er nú orðið að veruleika,“ segir Róbert Schmidt,
formaður FÍK, í samtali við DV-Sport.
„Áhugi minn vaknaði fyrir átján árum og síðustu ár hef ég verið að koma
mönnum inn í þennan veiðiskap sem þykir allsérstakur. Áhuginn er gifurlegur
og mér fannst ég bera talsverða ábyrgð, úr því sem komið er, á þessum áhuga
manna og ákvað að smala mönnum saman til að stofna þetta ágæta og þarfa
félag. Það verður hamrað á öryggisþáttum, fræðslu og kennslu til félagsmanna
þannig að allir læri það sem læra þarf svo hægt sé að stunda þennan veiðiskap
af kunnáttu og öryggi.
Allir áhugamenn um kajakveiðiskap eru velkomnir í FÍK. Þeir þurfa að hafa
skotvopnaleyfi en ekki endilega að eiga bát. Það kemur seinna og þeir geta lært
ýmislegt af okkur og haft gaman af,“ segir Róbert Schmidt í lokin.
-G. Bender