Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Side 13
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 29 '' dv_____________________________________________________________________________Sport í frétt i DV-Sport síðastlið- inn mánudag um hestamannafé- lagið Sleipni á Selfossi og ná- grenni tókst umsjónarmanni hestasiðunnar að koma inn villu. Slóð á heimasiðu Sleipnis- manna er Sleipnismenn.is, ekki Sleipnir.is. í framhaldi af þvi má nefna að Sleipnismenn ætla að ræða við forsvarsmenn Smára á Skeiðum og í Hreppum um mál- efni Murneyi'a. Mót á Murneyr- um hafa í flest skipti á undan- förnum árum verið rekin rétt- um megin við núllið, en það þarf að gera endurbætur á vell- inum, leggja nýjan veg að móts- svæðinu og girða það upp á nýtt. íslenski reiöskólinn mun standa fyrir mörgum námskeið- um í vetur og vor. Reynir Aðal- steinsson, skólastjóri íslenska reiðskólans, og reiðkennarar við skólann ásamt gestakennur- um munu kenna við námskeið- in. Reynir verður með leiðrétt- inganámskeið, en einnig má nefna. orlofsnámskeiö, töltnám- skeið, járninganámskeið, sýn- inganámskeið, frumtamningu og endurhæfingarnámskeið og námskeið um hrossarækt á ís- landi, svo nokkur séu nefnd. Sörlamenn í Hafnarfirði halda opið Grímutöltmót að Sörlastöðum um næstu helgi. Aðstaða Sörlamann hefur gjör- breyst á síðustu árum. Þeir eru komnir með glæsilega reiðhöll og nýtt vallarsvæði. íslandsmót barna- og unglinga verður hald- ið þar í sumar. Jón A. Sigurbjörnsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga (LH), og Siguróur Sœmundsson, fráfarandi lands- liðseinvaldur í hestaíþróttum, sátu sportfund FEIF nýlega. FEIF er félag eigenda og vina ís- lenska hestsins og stendur að heimsmeistaramótum í hestaí- þróttum. Þar var samþykkt tillaga ís- lensku sendinefndarinnar um að heimsmeistarar í hestaíþrótt- um megi skipta um hest er þeir verja heimsmeistaratitla sína. Austurríkismenn komu með til- lögu sem gekk lengra og var hún einnig samþykkt. Hún gekk út á að heimsmeistarar megi verja heimsmeistaratila sína á nýjum hesti í öllum greinum í fjórgangi eða fimmgangi eftir því hvar titill þeirra lá. „Þaó er skilningur á stöðu okkar íslendinga. Við verðum að selja hestana okkar, skilja þá eftir og eigum erfitt með að nálgast þá á ný,“ segir Jón. „Bandaríkjamenn og Kanda- menn eru í sömu stöðu.“ Sam- þykktin tekur gildi á HM í Dan- mörku árið 2003. En dyrst þarf stjórn FEIF að samþykkja hana Hestamannafélögin Snæfell- ingur í Snæfells- og Hnappadals- sýslu, Glaður í Dalasýslu og Kinnskær í Barðastrandarsýslu standa saman að fjórðungsmóti á Kaldármelum 5.-8. júlí. Út- koma á íjórðungsmótinu 1997 var ekki góð og önnur félög á Vesturlandi uggandi um sam- starf. Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi í Eyrarsveit hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri móts- ins. „Við ætlum að reyna að halda i þessi fjórðungsmót því við hverfum í fjöldann á stór- mótum,“ segir Ólafur Tryggva- son í Grundarfirði. -EJ Stóðhestar hafa verið taldir stall- djásn á íslandi til þessa. Mörg dæmi eru um að stóðhestaeigendur íslendingasagnanna hafi hlotið af eigninni sóma mikinn og enn í dag eimir eftir af þessum hugsunar- hætti. Kostnaður við stóðhesta er ekki einungis í aurum talinn heldur þurfa þeir athygli nánast allan sól- arhringinn, ekki síður þegar þeir eru í girðingum hjá hryssum á sumrin. Það er mikið umstang sem fylgir þeim, húsanotkun á vorin, flutningar milli landshluta og alls konar þvælingur. Á móti kemur að ef þeir slá í gegn gefa þeir vel af sér. Vignir Jónasson tamningamað- ur hefur tamið og sýnt marga stóð- hesta undanfarin ár. Hann verður með átta til tíu stóðhesta á húsi í vetur, þar af fimm sýnda stóð- hesta: Keili frá Miðsitju, Randver frá Nýjabæ, Tígul frá Bjamanesi; Prins frá Úlfljótsvatni og Hegra frá Glæsibæ. „Það eru gerðar meiri kröfur til umönnunar stóðhesta en annarra hrossa,“ segir Vignir. „Stóðhest- Ekki hefur enn verið ráðinn landsliðseinvaldur. Lands- liðsnefndina skipa: Þröstur Karlsson formaöur, Pjetur N. Pjetursson, Vilhjálmur Skúla- son, Sigurður Sæmundsson og Sigurbjörn Bárðarson. „Það er ekki endanlegt að Sig- urður Sæmundsson verði ekki landsliðeinvaldur," segir Jón A. Sigurbjömsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga. arnir eru graðir vegna þess að eig- endur þeirra telja þá verðmætari en geldinga og því eru kröfumar meiri um fyrsta flokks aðbúnað. Aöbúnaður hrossa hefur stórbatn- að á undanfömum árum. Margir tamningamenn hafa byggt hesthús nýlega sem uppfylla ströngustu kröfur fyrir hross. Stóðhestar þurfa aö vera hver í sinni stíu, og hún þarf að vera ömgg og hest- held. Ég tel aö þrir stóðhestar í eins hests stíum taki pláss fimm hesta í hesthúsi sem sýnir strax þann aukakostnað sem þeim fylgir. Stóðhesta hef ég í stium innan um önnur hross. Mér finnst þaö ekki gott þegar að stóðhestarnir eru einangraðir um of frá öðrum hrossum. Það get- ur haft slæm áhrif þegar að sýn- ingum kemur. Stóðhestar eru við- kvæmari gagnvart fóðrun en önn- ur hross. Það þarf að fylgjast vel með þeim. Þeir eru fljótari að detta niður í vigt. Þeim má ekki verða misdægurt. Það er sagt að ef stóð- hestur fái hita drepist í honum sæðisfrumumar og hann verði ónýtur í langan tíma. Stundum get- Velgengni kallar ekki á breytingar „Þegar vel gengur er ástæðu- laust að gera miklar breytingar. Það hefur gengið vel hjá okkur undanfarin ár. Allir hafa lagt sig fram og árangurinn hefur verið eftir þvi. Það liggur ekki lífið við að ráða einvald. Knapar eru ekki famir að sýna hross. Yfirleitt hafa einvaldar verið ráðnir í febrúar til mars svo það er næg- ur tími,“ segir Jón. ur gredda og andleg spenna haft þau áhrif að stóðhestar verða ým- ist mjög órólegir eða jafnvel sljóir, missa matarlyst og grennast snöggt. Það er mikilvægt að stóð- hestar séu í góðum holdum og góðu ásigkomulagi er þeir em sett- ir til hryssna. Ekki síður er mikil- vægt að huga að þeim á haustin. Það fer eftir ásigkomulagi hestsins hvenær á að taka hann inn. Suma hesta þarf aö taka inn í október en aðra ekki fyrr en um áramót. Eigi að sýna stóðhesta á lands- mótum, sem em á tveggja ára fresti, þarf að halda þeim í þjálfun milli mótanna. Þaö tekur mikinn tíma að koma þeim í góða þjálfun og enn meiri tíma að koma þeim í toppþjálfun. Eigi hestur að bæta sig, en ekki bara að komast í gamla formið, tel ég að það þurfi einnig að þjálfa hann árin sem ekki eru stórmót. Þetta er sama lögmálið og með iþróttafólk. Þaö þýðir ekki að hætta algjörlega að æfa þó langt sé að milli móta eigi að bæta sig. Því miður halda margir stóð- hestseigendur þeim gröðum of lengi. Ég tel að oftast komi í ljós á nokkrum mánuðum hvort um stóð- hestsefni sé að ræða og finnst það jákvætt hve margir ala upp vel ættaða fola ógelda og gefa þeim tækifæri, en hins vegar má hvergi slaka á kröfunum. Oft er gelding erfið ákvörðun fyrir eigandann sem hefur alið stóðhestinn upp við gott atlæti, væntiunþykju og vænt- ingar. Yfirleitt borgar sig ekki að reyna aftur ef hestur hefur fengið slæm- an dóm þó svo að það sé alls ekki einhlítt. Það kostar jafnvel hund- ruð þúsunda króna að temja þá og þeir þurfa aö gefa vel af sér til að það borgi sig að gefa þeim annaö tækifæri. Þess eru dæmi að tamn- ingarkostnaður stóðhests og upp- eldi hafi verið það hár að söluverð hans sem geldings hafi ekki náð kostnaðnum. Stóðhestar eru oft harðari og setja sig hærra en önnur hross. Það getur verið erfitt að fá þá til að samþykkja manninn sem leiðtoga. Þeir líta á sig sem kónga og sam- skipti við þá snúast um virðingar- stiga,“ segir Vignir Jónasson. Eiríkur Jónsson Harðarmenn urðu tuðrusparksmeistarar Knapar gera sér ýmislegt ann- að til dundurs en að sitja hross. Háð var keppni í tuðrusparki í Reiðhöllinni að Ingólfshvoli um helgina. Átta lið kepptu um Becks-bikarinn og sigruðu Haröarmenn í Mosfellsbæ Gust- ara í Kópavogi, 4-2, eftir fram- lengdan leik. Latibær og Sörli voru í 3.^4. sæti. Ein æfing í viku Harðarmenn æfa einu sinni í viku en liðið skipuðu eftirfarandi leikmenn: Sævar Haraldsson, Jó- hann B. Magnússon, Björgvin Jóns- son, Þorvarður Friðbjömsson, Frið- rik Steingrímsson, Guðmundur Steinsson, Þorvaldur Haraldsson, Mundi Jóhannesson, Þór Jóhannes- son, Sveinn Þ. Stefánsson, Guðlaug- ur Pálsson og Dagur Benónýsson. Enginn einvaldur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.