Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Side 9
9
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
H>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur
Nýjungar á SMS-þjónustu:
Greitt
fyrir aug-
lýsingar
í fréttatilkynningu frá Símanum
er sagt frá því að Síminn, í sam-
vinnu við Kast ehf., hafi verið að
þróa nýja þjónustu sem gerir við-
skiptavinum kleift að skrá sig fyrir
auglýsingum og fá þær sendar í
GSM-símann sinn sem SMS-skila-
boð.
Viðskiptavinurinn skráir sig á
www.vit.is og hefur hann mögu-
leika á að velja um auglýsingar úr
ýmsum flokkum, eins og veitingar,
skemmtanir, tölvur, íþróttir, ferða-
lög o.fL. Fyrir hverja auglýsingu
sem send er í símann fær viðskipta-
vinurinn fjórar krónur lagðar inn á
viðskiptareikninginn sinn einu
sihni í mánuði. Hægt er að skrá sig
fyrir allt að fjórum auglýsingum á
dag og þannig hefur hver viðskipta-
vinur möguleika á að fá allt að 480
kr. færðar sem inneign inn á sím-
reikninginn sinn i hverjum mánuði.
Þóknun viðskiptavinar í Frelsi kem-
ur á móti kostnaði sem myndast
vegna SMS- og VIT-notkunar.
Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
færist inneign á frelsiskort þeirra
viðskiptavina sem enn eiga inni
þóknun. Með þessu móti er mögu-
legt að senda allt að 50 SMS-skeyti
eða tala í allt að 40 mínútur ókeypis
í hverjum mánuöi.
Skilaboðin birtast strax á skján-
um, líkt og talhólfsskilaboð, en þau
vistast ekki sjálfkrafa í símanum líkt
og önnur SMS-skilaboð. Einungis er
hægt að hafa ein slík skilaboð á
skjánum i einu.
Viðskiptavinir geta byrjað að skrá
sig fyrir SMS-auglýsingum á vit.is og
siminn.is en útsending auglýsinga
hefst innan tveggja vikna.
Þvottahús
Höfði, Slétt og fellt Glæsir, Efnal. Hreint og fínt, Albert, Efnal. Dóru, Lækurinn Hraðhreinsun Lægsta verð Hæsta verð Munuráh.ogl. Meðaherð
Akureyri Akureyri Akureyri Sauðárkróks Blönduósi ísafirði Homafirði Heskaupstað Egilsstöðum
Dúkar, hvítir 165 400 150 250 410 300 117 160
Dúkar, mislitir 165 400 150 250 410 300 117 160
Kaffidúkur, útsaum.250 300 300 300 410 600 117
Servíetta 50 65 80 85 70 90 60 50 90 80,0% 73
Diskaþurrka 85 54 45 85 70 90 72 45 90 100,0% 72
Handklæöi 90 85 80 110 80 100 69 90 69 110 59,4% 88
í i 175 195 120 150 200 218 120 145 120 218 81,7% 168
Koddaver 110 ÍOO 80 ÍOO 90 110 90 98 80 110 37,5% 97
Lak 125 140 80 120 100 189 99 98 80 189 136,3% 122
Lak, frottó 90 140 80 120 100 189 79 98 79 189 139,2% 114
I 1 S 125 500* 250 650 670 600 212 440
Þvegill 55 55 60 75 60 80 40 57 72 40 80 100,0% 60
Skyrta, hvít 350 450 200 450 400 250 410 175 160 160 450 181,3% 336
Skyrta, mislit 350 450 200 450 400 250 250 175 160 160 450 181,3% 316
Smókingskyrta 570 500 450 680 400 670 410 452 500 400 680 70,0% 517
Kjólskyrta 680 500 450 680 400 670 410 500 400 680 70,0% 541
dúkadálkum er skáletrað fyrir á metra.
dálkinum gluggatjöld er skáletrað fyrir á metra og einn aðili verðleggur á væng*.
Verðkönnun Neytendasamtakanna á hreinsun og þvotti:
Rúmlega 180%
munur er á verði
Allt að 180% verðmimur reyndist
vera á einstökum atriðum þegar Neyt-
endasamtökin gerðu, í samvinnu við
stéttarfélög, könnun á verðlagi hjá
þvottahúsum og fatahreinsunum á
Akureyri, Dalvik, Siglufirði, Sauðár-
króki, Blönduósi, Isafirði, Höfn, í Nes-
kaupstað og á Egilsstöðum. Kannað
var verð hjá 11 fyrirtækjum á þessum
stöðum og spurt um kostnað við
hreinsun á 17 algengum atriðum og
verð á þvotti og frágangi á 16 atriðum.
- á einstökum atriðum
Kemísk fatahreinsun
í kemískri fatahreinsun og pressun
var mesti verðmunurinn á hreinsun
á kjólfótum en hún var dýrust hjá
Fatahreinsuninni Hofsbót á Akur-
eyri, eða 1900 kr., en ódýrust hjá Al-
bert á ísafirði, kr. 800 - 137,5% verð-
munur. Minnsti verðmunur á ein-
stökum dæmum var 27,3% á buxum
og jakka sem kostuðu 550 kr. hvor
flík hjá Læknum, Neskaupstað, en
700 kr. hjá Fatahreinsuninni Hofsbót,
Akureyri, Slétt og Fellt, Akureyri,
Efnalaug Dóru, Hornafirði, og Hrað-
Þvottahús heimilisins
Æ fleiri kjósa aö láta þvottahús og
fatahreinsanir sjá um þvottinn fyrir
sig en þaö getur borgaö sig aö
kanna veröiö áöur.
hreinsuninni Egilsstöðum. Á summu
þeirra 14 atriða sem tilgreind voru
hjá öllum aðilunum var verðmunur-
inn 34,7% hjá þeim hæsta og lægsta.
Hjá Lind, Siglufirði, voru þessi 14 at-
riði ódýrust, kr. 7825. Næst kom
Lækurinn, Neskaupstað, kr. 7990, og
í þriðja sæti Efnalaug Dóru, Horna-
firði, kr. 8870. Hæsta verðið var hjá
Albert, ísafirði, kr. 10.540, þá hjá
Þernunni, Dalvík, kr. 10310, og þriðja
hæsta verðið var hjá Fatahreinsun-
inni Hofsbót, Akureyri, kr. 9850.
Kemisk fatahre insun og presi »un
Fatahr. Slctt og fetlt, Þeman, Lind, Efnaiaug Hreintogfínt Aibert, Efnaiaug Dóm, Laektirinn, Hraðhreinsun Lægsta verð Hæsta verð Munur á h. og 1. Meðahrerð
Hofsbót 4, Akureyri Akureyri DaJiik SigtiMi Sauðárkróks Blönduósi ísafirði Homafirði Neskaupstað EgHsstöðum
Buxur 700 700 680 610 650 580 670 700 550 700 550 700 27,3% 649
Jakki 700 700 680 610 650 580 670 700 550 700 550 700 27,3% 649
Klólföt 1.900 1.840 1.220 910 1.270 800 1.500 1.500 1.500 800 1.900 137,5% 1.368
Smóking 1.400 1.400 1.220 1.300 1.160 670 1.500 1.100 1.400 670 1.500 123,9% 1.219
Frakki 1.200 1.000 1.000 980 1.070 1.080 1.150 800 950 1.150 800 1.200 50,0% 1.026
Skyrta 400 450 500 375 450 400 670 410 350 450 350 670 91,4% 445
Bindi 250 350 400 260 330 350 300 300 280 300 250 400 60,0% 313
Vestl 400 400 450 295 330 400 450 400 280 500 280 500 78,6% 378
KJóll 1.000 960 1.050 700 780 900 800 700 650 900 650 1.050 61,5% 838
Kápa 1.200 1.000 1.100 935 790 1.080 1.200 1.000 860 850 790 1.200 51,9% 1.018
Blússa 600 500 700 400 680 530 670 410 650 500 400 700 75,0% 571
Plls 700 700 680 610 650 580 670 550 550 550 550 700 27,3% 632
Peysa 400 500 550 375 450 400 670 550 350 550 350 670 91,4% 472
Úlpa 750 780 870 750 1.060 765 800 700 680 850 680 1.060 55,9% 795
Púöi 300 350 400 275 500 400 440 450 260 300 260 500 92,3% 375
Gluggatjold 350 500 750 610 650 615 670 600 550 700
Svefnpokl 1.250 1.050 1.250 650 1.370 1.500 1.380 1.200 1.030 1.200 650 1.500 130,8% 1.187
Dósir og flöskur í endurvinnslu
Einn af þeim flokkum sem til
Sorpu berast til endurvinnslu eru
skilagjaldsskyldar drykkjarum-
búðir. Um er að ræða einnota
drykkjarumbúðir sem lagt hef-
ur verið á skilagjald skv.
reglugerð um söfnun, end-
urvinnslu og skilagjald á
einnota umbúðir fyrir
drykkjarvörur sem um-
hverfisráöuneytið hefur
gefið út. Skilagjaldið er nú
8 kr. fyrir hverja einingu
og geta viðskiptavinir
endurvinnslustöðva
Sorpu fengið það greitt
beint inn á debetkorta-
reikning gegn framvlsun
debetkorts. Sorpa er
einn af fjölmörgum við-
takendum skilagjaldsskyldra um-
búða á landinu fyrir Endurvinnsl-
una hf. sem tekur endanlega á móti
öllum umbúðum og kemur þeim í
endumýtingu.
„En hvaða umbúðir eru það ná-
kvæmlega sem bera skila-
gjald?“ spyrja margir.
Flokkun
Lagt er skila-
gjald á drykkjar-
vöru sem er í
einnota umbúðum úr
stáli, áli, gleri og plasti,
innfluttar sem innlendar.
Um er að ræða gos- og
ölflöskur, umbúðir undan
ávaxta- og grænmetissafa
sem hægt er að drekka beint úr
flöskunni (ekki þykkni) og orku-
drykkjum. Ekki er þó skilagjald
á mjólkurumbúðum né
tómatsósuflöskum.
Tekið er á móti umbúðun-
um töldum og flokkuðum
eftir efnisgerð (gler,
plast, ál/stál) á endur-
vinnslustöðv-
um Sorpu. Umbúðimar
fara því næst til Endur-
vinnslunnar hf. sem kemur
þeim áfram til endurnýting-
ar.
Endurnýting
Plast- og álumbúðirnar eru
Endurvinnsla
Fiisefni er unniö úr
endurunnum plast-
flöskum.
pressaðar í bagga og
fluttar utan til endur-
vinnslu. Áldósirnar
fara í framleiðslu á
nýjum áldósum og
hlýst af mikill orku-
sparnaður fyrir vikið
en um 95% minni
orka fer í að framleiða
áldós úr endurunnu
hráefni. Gæði álsins
glatast ekki við end-
urvinnsluna. Úr
gömlu plastflöskunum
er framleidd
polyesterull sem nýt-
ist í fataiðnaði, teppa-
framleiðslu o.fl. Flísföt
eru án efa þekktasta af-
urðin. Glerflöskur eru muld-
ar og nýtast sem jarð-
vegsfyllingarefni.
Þvottahús
Samanburður ' á verðlagningu
þvottahúsa reyndist nokkuð erfiður.
Þvottur á gluggatjöldum er t.d. verð-
lagður á þrjá mismunandi vegu - hjá
sumum eftir þyngd, hjá öðrum eftir
lengd eða á væng. Þá var líka erfitt að
bera saman þvott á dúkum sem ann-
aðhvort eru verðlagðir á metra eða
flokkaðir í 2-3 verðflokka eftir stærð.
Hreint og flnt á Blönduósi verðlegg-
ur ekki einstök atriði af heimilis-
þvotti en verðleggur hann á kr. 250
hvert kíló. Fleiri þvottahús taka heim-
ilisþvott eftir þyngd eða eftir stykkja-
tali, auk þess að gefa upp verð á ein-
stökum atriðum.
Mesti verðmunur á einstökum at-
riðum var rúmlega 180% á hvítri
skyrtu - ódýrast hjá Hraðhreinsun,
Egilsstöðum, kr. 160, hjá Læknum,
Neskaupstað, kr. 175, og hjá Glæsi,
Akureyri, og Höföa, Akureyri, kr. 200.
Hæsta verðið var hjá Efnalaug Sauð-
árkróks og Slétt og fellt, Akureyri, kr.
450, og Efnalaug Dóru, Homaflrði, kr.
410.