Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 x>v Fólk í fréttum Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitastjóri í Reykhólahreppi og fyrrv. alþm., til heimilis að Mýra- tungu 2, Reykhólahreppi, hefur ver- ið í fréttum DV vegna uppgangs í Reykhólahreppi. Starfsferill Jóna Valgerður fæddist í Reykja- firði í Grunnavíkurhreppi og ólst þar upp og á ísafirði. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði, stundaði nám við hús- mæðraskólann Ósk, við Tónlistar- skóla ísafjarðar og stundaði starfs- leikninám kennara. Jóna Valgerður var stundakenn- ari við Barnaskólann í Hnifsdal 1958-63, við Barnaskóla Isafjarðar 1989-91, var útibússtjóri Kaupfélags ísfirðinga i Hnífsdal 1978-81, starfaði á Endurskoðunar- og bókhaldsskrif- stofu Guðmundar E. Kjartanssonar 1982- 91, var alþm. Vestfirðinga 1991-95, hefur verið búsett í Reyk- hólahreppi frá 1996, er sveitarstjórn- armaður þar, var oddviti 1998-99 og er þar sveitarstjóri frá 1999. Jóna Valgerður var formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal 1974-82 og 1986-88, var formaður Sambands vestfirskra kvenna 1983- 89, sat í stjóm Kvenfélagasam- bands íslands 1987-91, er formaður Sambands breiðfirskra kvenna frá 2000 og hefur setið í fjölda nefnda á vegum samtaka kvenfélaganna á Vestfjörðum, var í ritstjóm frétta- blaðs Sambands vestfirskra kvenna og fleiri blaða, í stjóm Heilsugæsl- unnar í Búðardal, er varamaður í Flugráði frá 1994, sat í byggðanefnd forsætisráðuneytisins 1999-2000, sit- ur í stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 2000 og gegnir nefndarstörfum á vegum Reykhóla- hrepps. Fjölskylda Jóna Valgeröur giftist 29.12. 1957 Guðmundi H. Ingólfssyni, f. 6.10. Sjötíu ára 1933, d. 19.3. 2000, framkvæmda- stjóra og sveitarstjóra í Reykhóla- hreppi 1996-2000. Hann var sonur Ingólfs Jónssonar, verkamanns í Hnífsdal, og k.h., Guðbjargar Torfadóttur húsmóður. Böm Jónu Valgerðar og Guð- mundar eru Gylfi Reynir, f. 16.3. 1956, deildarstjóri í Grundartanga, kvæntur Fjólu Ásgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn auk þess sem hann á barn frá því áður; Halldór Sigurður, f. 14.2. 1959, félagsráð- gjafi á Dalvík, kvæntur Ingileif Ástvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristján Jóhann, f. 1.6. 1962, rafmagnsverkfræöingur í Mosfells- bæ, kvæntur Rannveigu Halldórs- dóttur og eiga þau þrjú böm á lifi; Ingibjörg María, f. 16.1. 1967, sál- fræðingur og forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu ísafjarðar- bæjar, gift Erni Torfasyni og eiga þau tvær dætur auk þess sem hún á dóttur frá því áður; Jóhannes Bjami, f. 13.5. 1974, flugmaður hjá Flugleiðum, búsettur í Kópavogi, en unnusta hans er Berglind Grét- arsdóttir og eiga þau eina dóttur. Systkini Jónú Valgerðar: Þrúð- ur, f. 21.7. 1938, skólastjóri í Búðar- dal; Fjóla Guðrún, f. 25.8. 1939, skrifstofumaður í Reykjavík; Lauf- ey Erla, f. 17.9. 1940, starfsstúlka í Reykjavík; Freyja Nygaard, f. 3.5. 1942, kaupmaöur í Danmörku; Guðjón Arnar, f. 5.7. 1944, skip- stjóri og alþm. i Mosfellsbæ; Matt- hildur Herborg, f. 12.3. 1946, skrif- stofumaöur í Reykjavík; Jakob Kristján, f. 2.2. 1952, prófessor í líf- efnafræði og framkvæmdastjóri Prokaria í Reykjavík; Anna Karen, f. 28.7. 1957, skrifstofumaður á ísa- flrði. Foreldrar Jónu Valgerðar: Krist- ján Guðjónsson, f. 17.11. 1911, d. 22.12. 1989, trésmiður á ísafirði, og k.h., Jóhanna Jakobsdóttir, f. 16.10. 1913, d. 9.12. 1999, húsmóðir. Merkir Islendingar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra fædd- ist í Reykjavík 9. febrúar 1889, sonur Þór- halls Bjarnarsonar biskups og k.h., Val- gerðar Jónsdóttur. Systir hans var Dóra, síðar forsetafrú, en meðal barna Tryggva má nefna Klemens hagstofustjóra og bankastjórana Þórhall og Bjöm. Tryggvi lauk embættisprófi í guð- fræði og var prestur í Borgarfirði en varð ritstjóri Tímans 1917, alþm. Strandasýslu 1923 og formaður Framsóknarflokksins 1927. Hann og Jónas frá Hriflu héldu uppi harðri stjórnarandstöðu við íhaldsstjómina frá 1924, skipulögðu kosningafundi um allt land og riðu til þeirra um fjallvegi og veg- leysur. Árangurinn varð tímamóta-kosn- ingasigur Framsóknar 1927. Tryggvi varð þá Ættfræði koti í Flatey, Brandssonar. Móðir Guöjóns í Skjaldarbjarnarvík var Ólína Sigurðardóttir frá Eyri. Móðir Kristjáns var Anna Jónas- dóttir, b. á Þóroddsstöðum í Hrúta- firði, Eiríkssonar. Foreldrar Jóhönnu voru Jakob, b. í Reykjafiröi, Kristjánsson og Matt- hildur Benediktsdóttir, b. í Reykja- firði, Hermannssonar. Móðir Matt- hildar var Ketilríður Jóhannsdóttir, frá Kvíum í Jökulfjörðum. Einarsdóttir, f. 14.3. 1924, húsfreyja á Svarfhóli í Stafholtstungum. Foreldrar Jóns Eyjólfs vom Ein- ar Helgason, f. 9.8.1887, d. 14.6.1960, bóndi á Grjóti, Selhaga og í Grísa- tungu og síðar verkamaður í Borg- arnesi, og k.h„ Helga Jónsdóttir, f. 31.7. 1885, d. 19.11. 1959, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Helga, b. á Ás- bjarnarstöðum í Stafhholtstungum, Einarssonar, b. á Ásbjarnarstöðum, bróður Jóns á Svarfhóli, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts, fóður Garðars, húsameistara ríkis- ins. Einar var sonur Halldórs fróða, b. á Ásbjamarstöðum, Pálssonar. Móðir Einars Helgasonar var Guðrún Halldórsdóttir, b. og kirkju- smiðs í Litlugröf i Borgarhreppi. Helga var dóttir Jóns, b. á Há- reksstöðum í Norðurárdal, Eyjólfs- sonar, b. og skálds í Sveinatungu og Hvammi í Hvítársíðu, Jóhannesson- ar. Móðir Jóns var Helga Guð- mundsdóttir, b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Guðmundssonar, af Háafellsætt, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Jón Eyjólfur er að heiman. Jóhanna Kristvinsdóttir, Gillastöðum, Laxárdal, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Hjaröarholtskirkju 10.2. kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 10.30. Útför Kjartans Jónssonar, fyrrv. leigubif- reiðarstjóra, Kleppsvegi 46, fer fram frá Áskirkju föstud. 9.2. kl. 13.30. Baldur Gestsson, Ormsstöðum, Dala- byggö, veröur jarösunginn frá Staðar- fellskirkju laugard. 10.2. kl. 13.00. Sætaferð veröur frá BSÍ kl. 8.30. Hildur Bjarnadóttir, Árvegi 8, Selfossi, verður jarösungin frá Hverageröiskirkju laugard. 10.2. kl. 14.00. Sigríður Hulda Einarsdóttir, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju föstud. 9.2. kl. 13.30. Minningarathöfn um Svein Birki Sveins- son, Krossum, Árskógsströnd, fer fram frá Stærra-Árskógskirkju 10.2. kl. 11.00. Umsjón; Kjartan Gunnar Kjartansson Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir sveitarstjóri í Reykhólahreppi Ætt Kristján var sonur Guðjóns, b. í Skjaldarbjarnarvík við Geirólfsgnúp, Kristjánssonar, lausamanns í Litlu- Ávík, Loftssonar, b. í Litlu-Ávík, Bjarnasonar, b. í Munaðarnesi, Bjarnasonar, b. í Munaðarnesi, Arn- grímssonar. Móðir Bjarna yngri var Hallfríður Jónsdóttir. Móðir Lofts var Jóhanna Guðmundsdóttir. Móðir Kristjáns var Þórunn Ein- arsdóttir, b. á Bæ, Guðmundssonar, pr. í Ámesi, Bjarnasonar, b. í Fjósa- Jón Eyjólfur Einarsson fyrrv. fulltrúi í Borgarnesi Jón Eyjólfur Einarsson, fyrrv. fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, til heim- ilis að Berugötu 18, Borgarnesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón Eyjólfur fæddist í Stafholti í Stafholtstungum í Mýrasýslu en ólst upp í Borgarnesi frá 1930. Hann var í Barna- og unglingaskólanum í Borgamesi, lauk prófum frá Hér- aðsskólanum í Reykholti og síðan frá Samvinnuskólanum í Reykja- vík. Á unglingsárunum stundaði Jón Eyjólfur ýmsa sumarvinnu í Borg- amesi og var þá m.a. búðarsveinn hjá kaupfélaginu, starfaði á skrif- stofu SlS í Reykjavík 1945_46, hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1946 og hefur því starfað þar í hálfa öld. Þar var hann fyrst gjaldkeri fé- lagsins en hefur verið fulltrúi kaup- félagsstjóra frá 1957. Jón Eyjólfur sat í stjórn Ung- mennafélagsins Skallagrims, Ung- mennasambands Borgarfjarðar, Bridgefélags Borgarness, Lions- klúbbs Borgarness, Framsóknarfé- lags Borgarness, Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, Starfsmannafélags KB, situr í fulltrúaráði Samvinnu- trygginga frá 1964, sat í skólanefnd Borgamess 1962-82 og var formaður hennar í nokkur ár. Fjölskylda Jón Eyjólfur kvæntist 27.5. 1950 Ástriði Helgu Jónasdóttur, f. 14.11. 1930, húsmóður og starfsmanni við leikskóla. Hún er dóttir Jónasar Pálssonar, bónda, vitavarðar og sjó- manns í Elliðaey á Breiðafirði og síðar í Stykkishólmi, og Dagbjartar Níelsdóttur húsfreyju sem nú er bú- sett í Stykkishólmi. Böm Jóns Eyjólfs og Helgu eru Jónas Hólm Jónsson, f. 14.1. 1950, viðskiptafræðingur hjá Rikisbók- haldinu í Reykjavík, kvæntur Val- gerði Stefaníu Finnbogadóttur og eiga þau saman tvær dætur, Helgu Þóru, f. 22.10. 1982, og Sigríði Svölu, f. 6.6. 1989, auk þess sem sonur Jónasar frá því áður er Kristján Emil, f. 16.7. 1971; Bragi Jónsson, f. 29.10. 1951, húsasmíðameistari og mælingamaður hjá Vegagerð ríkis- ins, búsettur í Borgarnesi, en dóttir hans er Harpa Berglind, f. 16.5.1975, en sambýliskona hans er Sonja Hille; Sigurður Páll Jónsson, f. 23.6. 1958, rafvirki og sjómaður í Stykkis- hólmi, en sonur hans er Bragi Páll, f. 29.3. 1984, en sambýliskona Sig- urðar er Hafdís Björgvinsdóttir og er dóttir þeirra Björg Brimrún, f. 4.11. 1999; Einar Helgi Jónsson, f. 1.5. 1966, rafmagnsverkfræðingur í Árósum, en kona hans er Unnur Mjöll Dónaldsdóttir og eru börn þeirra Amar Björn, f. 30.12.1996, og Hekla Sóley, f. 7.5. 2000. Systkini Jóns Eyjólfs: Karl Ein- arsson, f. 10.1.1913, nú látinn, skrif- stofumaður í Reykjavík; Helgi Ein- arsson, f. 19.11. 1914, nú látinn, sjó- maður í Borgarnesi; Helga Einars- dóttir, f. 27.12. 1915, fyrrv. húsfreyja í Grænuhlíð í Húnavatnssýslu, nú búsett á Blönduósi; Guðrún Einars- dóttir, f. 8.10.1918, fyrrv. húsfreyja í Gilstreymi í Lundarreykjadal, nú búsett í Borgamesi; Ragnhildur 'l'ryggvi Pórhallsson forsætisráðherra í fyrstu vinstri stjórninni, hreinni Framsóknarstjórn með stuðningi Al- þýðuflokks, en Jónas varð dómsmálaráð- herra. Stjómin var feikilega athafnasöm og framfarasinnuð en missti stuðning Alþýðuflokksins vegna ágreinings um kjördæmamál. Tryggvi rauf þá þing sem frægt varð 1931. í kjölfarið vann Framsóknarflokkurinn sinn stærsta sigur en flokkadrættir milli Tryggva og Jónasar og almennt ósætti varð til þess að Tryggvi sagði sig úr flokknum og stofnaði Bændaflokkinn 1934. Tryggvi naut almennra vinsælda og var virtur af mótherjum sem samherjum. Hann var fríður sýnum og fyrirmannleg- ur, drenglundaður, hjartahlýr og glaðsinna. Hann lést langt fyrir aldur fram 31. júlí 1935. 95 ára__________________________________ Laufey Einarsdóttir, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. 85 ára__________________________________ Jóhannes Stefánsson, Hverahlíð 20, Hveragerði. 80 ára__________________________________ Markús Grétar Guönason, Kirkjulækjarkoti 2, Hvolsvelli. 75 ára__________________________________ Guörún Hlíf Helgadóttir, Reykhúsum 4c, Akureyri. Ingibjörg Ólafsdóttir, Kirkjusandi 3, Reykjavík. Raymond George Anderson, Mímisvegi 8, Reykjavík. 70 ára__________________________________ Sigríður Haraldsdóttir, Gilsbakka 4, Hvolsvelli. Sigurbjörg Sigurhannesdóttir, Stórhoiti 24, Reykjavík. 60 ára__________________________________ Helga Bjarnadóttir, Ljótarstööum, Kirkjubæjarklaustri. Kristján Björnsson, Fjóluhvammi lla, Egilsstöðum. Hann verður að heiman. 50 ára__________________________________ Áslaug I. Þórarinsdóttir, Skógarási 4, Reykjavik. Elsa Björnsdóttir, Nesvegi 53, Reykjavík. Guölaug S. Sigurjónsdóttir, Skarðsbraut 13, Akranesi. Nína Breiöfjörö Steinsdóttir, Austurbergi 38, Reykjavík. Rúnar H. Vilbergsson, Reynimel 52, Reykjavík. ■orunnborg Jónsdóttir, ‘3ragðavöllum, Djúpavogi. 40 ára__________________________________ Edda Freyja Frostadóttlr, Fifulind 13, Kópavogi. Haraldur Jóhannsson, 3ólstaðarhlíð 37, Reykjavík. Lára Kristjánsdóttir, Hvassaleiti 62, Reykjavík. Pétur Jónsson, Spítalastíg 10, Reykjavík. Sólveig Jóhannsdóttir, Ránargötu 9, Akureyri. Stefán Valgarö Kalmansson, Borgarbraut 25, Borgarnesi. mm 1 n g a r ir>v (ö 550 5000 @ vísir.is 'OD FAX (O 550 5727 'CC | ■ | IU s Þverholt 11, 105 Reykjavík Andlát Valdís Guðmundsdóttir, Álftamýri 48, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aöfaranótt miðvikud. 7.2. Aðalheiður Sigtryggsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfiröi, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi mánud. 5.2. ívar Török, Hverfisgötu 50, Reykjavík, lést föstud. 26.1. Jarðarförin hefur farið fram. Bára Kristófersdóttir lést í Kaliforníu mánud. 29.1. Bálför hefur farið fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.