Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
I>V
Fréttir
Varaformannsslagur í Framsókn:
m
Guðni staðfestir
framboð sitt
- sem DV greindi frá á mánudag
DV-MYND EÓL
Framboö staöfest
Guöni Ágústsson staöfesti í gær frétt DV og titkynnti framboö sitt til varafor-
mannskjörs
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra staðfesti formlega framboð
sitt í stól varaformanns Framsókn-
arflokksins á blaðamannafundi í
gær. Er hann annar í röðinni á eft-
ir Ólafi Erni Haraldssyni til að gefa
kost á sér í það sæti sem Finnur
Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrr-
verandi iðnaðarráðherra, hefur
gegnt. Sagt var frá fyrirhuguðu
framboði ráðherrans í DV sl. mánu-
dag sem nú er orðið að veruleika.
Guðni sagðist hafa velt fyrir sér
merkjum stjómmálaflokka. Annar
stóri flokkurinn í Bandaríkjunum
hefði asna í sínu merki og Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði hinn fallega fugl,
fálkann, sem reynst hafi vel við hans
veiðiskap á fylgi. „Ég hef oft verið að
velta þvf fyrir mér hvort Framsókn-
arflokkurinn þurfi ekki að fá sér
annað merki. Mér hefur dottið í hug
hvítur hestur. Þá gæti maður sungið
fyrir þá sem ganga í flokkinn:
Þú komst í hlaöið á hvítum hesti,
þú komst meó vor í augum þér.
Ég söng og fagnaöi góóum gesti
og gaf þér hjartaö í brjósti mér. “
Guðni sagði að þá mætti segja við
þá sem veldu Framsóknarflokkinn
og hvíta hestinn: „Þú er klár!“
Guðni sagðist tiltölulega sáttur
við flokkinn sinn en framboð sitt til-
kynnti hann formanni flokksins,
Halldóri Ásgrtmssyni, á hádegi í
gær. Sagðist hann hafa fengið áskor-
un um að gefa kost á sér víða að.
Hann sagðist hafa sannfærst um að
hann væri að bregðast flokksmönn-
um sínum ef hann gæfi þeim ekki
kost á að eiga val um sig í varafor-
mannsstarf.
Lagði ráðherrann fram plagg um
helstu stefnumál sín á fundinum.
Þar gaf m.a. að líta slagorð flokks-
ins, Fólk í fyrirrúmi. Hann segir
þar líka að sátt þurfi að ríkja um þá
perlu sem miðhálendi íslands er.
Um menntun, menningu og ríkisút-
varpið segir hann m.a.: „Ég vil fella
niður afnotagjöld og vil að hluti
tekna ríkisútvarpsins komi af" fjár-
lögum. Ég vil minnka áhrif stjórn-
málaflokka og pólitíkin á ekki að
Frétt DV á mánudag
Um helmingur þingfiokksins gælir
viö framboö.
skipa útvarpsráð. Ég vil að félög
fólksins í landinu, almannahreyf-
ingar og atvinnulífið, eigi að skipa
útvarpsráð framtíöarinnar." Guðni
segist hins vegar ekki vera að horfa
til þess að breyta RÚV í hlutafélag.
Tveir menn hafa nú formlega gef-
ið kost á sér í varaformannssætið,
Ólafur Öm Haraldsson og Guðni
Ágústsson. Vangaveltur hafa verið
um framboð fjölmargra annarra
framsóknarmanna eins og útlistað
hefur verið í DV. Þar á meðal eru Siv
Friðleifsdóttir, Kristinn H. Gunnars-
son og Jónína Bjartmarz. -HKr.
aðhalda UPPI
/J/M
3S5
DV-MYND HARI
Forsætisráöherra á viöskiptaþingi
Davíð Oddsson var meöal ræöumanna á viöskiptaþingi Versiunarráös íslands
sem haldiö var á Grand Hótel Reykjavík í gær.
Davíð Oddsson á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands:
Myndarlegar skatta-
lækkanir á fyrirtæki
- hljóta að koma til skoðunar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að myndarlegar skattalækkan-
ir á fyrirtæki hljóti að koma til
skoðunar ef menn hafa trú á aö þær
séu varanlegar. Lækkanir myndu
sennilega verða fyrirtækjunum, og
þó einkum ríkissjóði, til varanlegs
ávinnings. Þetta kom fram í ræðu
hans á viðskiptaþingi Verslunar-
ráös íslands sem haldið var í gær.
Yfirskrift þingsins var Að halda
uppi hagvexti.
Forsætisráðherra hefur trú á að
hægt sé að auka enn frekar lands-
framleiðslu og lífsgæði hér á landi,
meðal annars með aukinni einka-
væðingu ríkisfyrirtækja, og hann
telur óþarft að líkja spá Þjóðhags-
stofnunar um 1,6% hagvöxt á þessu
ári við ógæfutíðindi. Hann segir að
merki séu um að aðhaldssemi í hag-
stjórninni sé að bera árangur og
meðal þeirra sé að velta í smásölu
hafi dregist saman, dregið hafi úr
vexti útlána og eftirspurn eftir hús-
bréfum minnkað verulega. Verð-
bólgan ætti því að verða innan við-
unandi marka áður en langt um
líði.
Forsætisráðherra telur margt
benda til góðrar framtíðar og nefndi
sem dæmi vænlegar seiðamælingar
á þorski, hagfellt hitafar, vilja Norð-
urálsmanna til stækkunar og góða
stöðu ríkssjóðs. „Um leið og stjóm-
völd sannfærast um að verulega
hafi dregið úr þenslu og verðbólgu
verða vextir lækkaöir og á því
verða engar ástæðulausar tafir,“
segir forsætisráðherra. -MA
Flugslysið í Skerjafirði:
Rannsókn dreg-
in á langinn
Mikil fjarvera Þorsteins Þorsteins-
sonar, stjórnanda rannsóknarinnar
á flugslysinu í Skerjafirði, hefur vak-
ið athygli. Slysiö varð fimm manns
að bana og sá sjötti liggur enn þungt
haldinn á Grensásdeild.
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir
pilts sem lést í janúar vegna áverka
sem hann hlaut í slysinu, segir Skúla
Jón Sigurðarson, formann Rann-
sóknarnefndar flugslysa, hafa i byrj-
un nóvember sagt sér og fóður hins
piltsins sem lifði flugslysið af Þor-
stein vera í þriggja vikna fríi í
Þýskalandi. Um miðjan janúar sagði
Þorsteinn Friðrik Þór í vitna viður-
vist að hann væri að fara í leyfi og
kæmi aftur í byrjun febrúar.
í viðtali við Morgunblaðið á
fimmtudaginn var sagði Skúli Jón
Þorstein vera í sex mánaða leyfi frá
störfum og að hann kæmi aftur til
starfa í lok mars, þegar gengið yrði
frá endanlegri skýrslu nefndarinnar.
Á miðvikudag var hálft ár síðan
slysið varð.
Þegar DV ræddi við samgöngu-
ráöherra, Sturlu Böðvarsson, í gær
sagði hann ráöuneytið ekki hafa vit-
að um það að leyfi Þorsteins ylli
seinkun á rannsókninni.
Friðrik Þór sendi samgönguráð-
herra bréf síðastliðinn miðvikudag
þar sem hann fór fram á það við
ráðherra að brugðist yrði við þessu,
til dæmis með því að kalla Þorstein
aftur til vinnu.
Athygli vekur að Skúli Jón til-
kynnti enn eina seinkun á niður-
stöðu rannsóknarinnar, sem upp-
haflega átti að taka nokkrar vikur, í
kjölfar þess að Friðrik Þór sendi
fjölmiðlum minnispunkta sína, en í
þeim er að finna harðar ásakanir á
hendur þeim sem að rannsókninni
-standa.
Itarlegt fréttaljós um slysið birtist
í DV á morgun. -SMK
Björgunarmenn aö störfum
Rannsókn flugslyssins í Skerjafiröi í ágúst síöastliönum, sem varö fimm
manns aö þana, hefur dregist á langinn.
Jónína Bjartmarz í 1. sæti?
Jónína Bjartmarz
hefur ákveðið að
bjóða sig fram við
næstu alþingiskosn-
ingar í 1. sæti fyrir
Framsóknarflokk-
inn i Reykjavíkur-
kjördæmi-Suður.
Ástæðuna segir
hún aöallega vera þær breytingar
sem flokkurinn á eftir eftir að
takast á við fyrir næstu kosningar.
Óbreytt mat
Bandaríska matsfyrirtækið
Moody’s í New York hefur sent frá
sér tilkynningu um að fyrirtækið
staðfesti lánshæfismat sitt fyrir ís-
land. Moody’s segir horfur um láns-
hæfismat séu taldar stöðugar. Að
mati Seðlabanka íslands, endur-
speglar þetta verulega bætta skulda-
stöðu opinbera geirans.
Fjölgun á biðlista
Tæplega 3000 börn eru á biðlista
eftir leikskólaplássi í Reykjavík og
hefur ástandið sjaldan verið
jafnslæmt. Biðlistinn hefur hægt og
bítandi lengst undanfarin ár en á
milli áranna 1999 og 2000 fjölgaði
börnum á listanum um 23%.
Forsetaslagur á Alþingi
Tveir varaforset-
ar, þeir Guðmund-
ur Árni Stefánsson
og Ámi Steinar Jó-
hannsson. gerðu
bréfaskipti forseta
Alþingis og forseta
Hæstaréttar að um-
talsefni, og lásu
bókanir sem þeir gerðu á fundi for-
sætisnefndar Alþingis um málið á
miðvikudag.
Um 60% á Netinu
Alls skiluðu um 7000 veiðimenn
inn veiðiskýrslum fyrir 1. febrúar
síðastliðinn en þá rann út frestur til
að skila skýrslunum. Af þessum
hópi voru um 4000 manns, eða um
60%, sem skiluðu skýrslunum inn á
Netinu og sagði Bjarni Pálsson,
verkefnisstjóri veiðikorta, að það
væri mjög gott.
Hávaxið fólk launahærra
Karlar innan Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur sem eru 179 sentí-
metrar á hæð eða hærri eru með
hátt í 40 þúsund kr. hærri laun að
meðaltali á mánuði en karlar sem
eru 166 til 170 sentímetrar á hæð.
Hópsýkingin
Fyrsta hópsýking af völdum svo-
kallaðrar caliciveiru hefur verið stað-
fest hér á landi en slíkar hópsýkingar
eru vel þekktar erlendis. Vitað er til
þess að 27 einstaklingar hafi smitast
um miðjan desember sl. en sýking
veldur uppköstum, niðurgangi, hita,
beinverkjum og vökvatapi.
Engar skrár
Dómsmálaráð-
herra sagði utan
dagskrár á Alþingi
í gær að eftir sinni
bestu vitund séu
hvergi í landskerfi
lögreglunnar haldn-
ar skipulegar eða
kerfisbundnar
skrár yfir þá sem tengdir hafa verið
við fikniefnaheiminn án þess að
þeir hafi hlotið dóma.
Haldið til haga
í grein DV i gær um flugslysiö í
Skeijafirði í ágúst síðastliðnum var
ranghermt að flugvélin hefði verið
skráð sem kennsluflugvél. Hún var
skráð sem einshreyfils farþegavél
og hafði ekki leyfi til að fljúga blind-
flug með farþega gegn gjaldi. -HKr.