Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Líkurnar einn á móti hundrað milljónum að flugvél hrapi í Örfirisey: Lífshætta í 40 metra radíus - ef olíubíll brennur í íbúðahverfi - slökkviliðsstjóri áhyggjufullur Þótt olíustöðin í Örfirisey brynni myndi hún ekki ógna byggð í grenndinni. Það yrði veruleg meng- un en byggðin myndi standa," segir Hrólfuj Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, um hættuna af birgða- stöð olíufélaganna úti á Granda þar sem þúsundir lítra af olíu runnu úr tanki í fyrradag vegna bilunar í krana. í tönkum olíustöðvarinnar eru tugir milljóna lítra af bensíni, flugvélaeldsneyti og olíu en hver tankur rúmar 3-5 milljónir lítra. „Þeir stærstu rúma 7 milljónir litra af eldsneyti," segir Hrólfur slökkvi- liðsstjóri. Ásættanleg áhætta „Áhætta á svona stöðum er mæld út frá líkum á slysi sinnum afleiðingum af slysinu. í olíustöðinni er áhættan ásættanleg þó að það sé að sjáifsögðu pólitísk ákvörðun hversu mikla áhættu menn viija taka. TU dæmis eru líkumar á því að flugvél hrapi ofan i olíustöðina, sam- kvæmt áhættu- mati, einn á móti hundrað miUjón- um. Það " feUur undir ásættanlega áhættu,“ segir Hrólfur Jónsson. „Á hitt ber einnig að Uta að stöðin getur ekki sprung- ið í loft upp vegna öryggisbúnaðar .......... sem þama er og ol- íufélögin mega eiga það að þau hafa vandað mjög tU þeirrar vinnu.“ Eldsúlur svo dögum skiptir Að sögn slökkvUiðsstjórans í Reykjavik em öryggislokar á toppi hvers olíutanks og þeir hrökkva upp eins og tappi úr flösku ef kviknar í. Tankamir springa þvi ekki heldur stæði eldsúla upp úr þeim svo dögum Hrólfur Jónsson Olíustööin aldrei byggö á þessum staö í dag. Bóndi á Jökuldal dæmdur fyrir veiðiþjófnað: Vægur dómur sem fælir ekki frá - segir starfsmaður hreindýraráðs á Egilsstöðum DV. EGILSSTQDUM:_____________________ „Markaðurinn kaUar stöðugt eftir íslensku hreindýrakjöti og verðlag er hátt eða 3 til 4 þúsund krónur kUóið eins og var fyrir jólin. Það þarf ekki mörg dýr til að borga svona sekt. Freistingin er mikil en áhættan lítU,“ sagði Karen Erla Er- lingsdóttir, starfsmaður hreindýra- ráðs á EgUsstöðum, vegna dóms undirréttar gegn Vilhjálmi Snædal, bónda á Skjöldólfsstöðum, Norður- héraði. Hann var sakfeUdur fyrir að skjóta í óleyfi tvo hreintarfa í Skjöldólfsstaðaheiði fyrripartinn í ágúst í fyrra. Vilhjálmi er gert að greiða 200 þúsund króna sekt í rík- issjóð auk málskostnaðar og komi 30 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjög- urra vikna. VeiðiriffiU Vilhjálms var gerður upptækur. Vilhjálmur, sem ekki hefur sætt refsingu fyrr, hefur tekið sér áfrýjunarfrest. Eins og frægt var síðastliðið sumar var sönnunar- gögnum, þ.e. hreindýraskrokkun- um, stolið úr innsigluðum frystigám við bæinn Skjöldólfsstaði. Helgi Jensson sýslufuUtrúi sagði í viðtali við fréttamann að nokkrir aðUar hefðu verið yfirheyrðir vegna innsiglisrofsins og kjöthvarfsins en hætt væri viö rannsókn þess máls vegna skorts á sönnunargögnum. -SM skipti eða þangað tfl eldsmaturinn væri aUur. Mengunin yrði að sjálf- sögðu gríðarleg. Að auki er sérstakt froðukerfi tengt við tankana sem hylur þá froðu við mikinn hita. Slíkur bún- aðar sé að vísu ekki kominn i aUa tankana en tfl stendur að ljúka því verki innan skamms. Hrólfur slökkvi- liðsstjóri hefur meiri áhyggjur af akstri olíubUa frá stöðinni í gegnum höfuðborgina á degi hveijum: Logandi olíubíll „Ef kviknaði í olíubU sýna rann- sóknir okkur að fólk brennir sig í 40 metra radíus frá bflnum. í 60 metra radíus er fóUt í verulegri hættu og svo minnkar hættan eftir því sem flær dregur. Um olíubUana gUdir það sama og tankana, þeir geta ekki sprungið en eldurinn getur orðið mfldU og hættu- legur. Sameinað slökkvUið á höfúð- borgarsvæðinu er hins vegar í stakk búið tU að slökkva slíkan eld þó mUcUl væri,“ segir slökkvUiðsstjórinn sem vUl þó síður en svo draga úr hættunni sem þessum eldsneytisflutningum fylg- ir. „Auðvitað fylgir hætta eldsneyti hvar sem það er, og þá sérstaklega í byggð. En staðsetningunni ráða stjóm- málamennimir og sjálfúr er ég viss um að olíustöðin yrði aldrei reist úti á Granda ef ákvörðun um byggingu hennar yrði tekin í dag.“ -EIR Shcll Birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey Tugir milljóna lítra af eldsneyti í beinni fluglínu yfir miöborgina á noröur-suöur- flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Siglingaleiðin milli Hafnarfjarðar og Skagastrandar: Setti hraðamet á nýja bátnum - var tíu tíma á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Skagastrandar Siglingarleiðin 1 h y' O' V "■ V Bolungarvlk q - L. ' '• 1 Skagaströnd /, j \ t " -y ••■ -■ ' ‘ '-’V,. v—• i§l W***’ y J? Q Hafnarfjóröur Hraðamet var slegið á siglingaleiðinni milli Hafn- arfjarðar og Skagastrandar þann 1. febrúar síðastlið- inn á mUli lægða. Aö sögn Óskars Guðmundssonar hjá Bátasmiðju Guðmund- ur var metið slegið á bátn- um Hafgeiri HU en eigandi hans er Sævar Hallgríms- son. „Siglingin tók tíu tíma því Sævar lagði af stað frá Hafnarfirði um klukkan tólf á hádegi og var kominn heim á Skagaströnd klukkan hálfellefu um kvöldið," segir Óskar og bætir við að meðalhraðinn hafi verði um 27 sjómUur. Hafgeir HU er af gerðinni Sómi 960 og var þetta fyrsta ferð Sævars á bátnum því hann var að kaupa bátinn hjá Öskari í Hafnar- firði. Óskar segir að siglingin hafi gengið mjög vel og stoppaði Sævar þrisvar á leiðinni, tvisvar tU að að- gæta búnaðinn og einu sinni i Bol- ungarvík til að taka olíu og tók það 20 mínútur. Að sögn Óskars var veðrið mjög gott alla leiðina, nema rétt í kring- um Snæfellsnes, og gat Sævar því stundum farið allt upp i 31 sjómUu. „Viö teljum að þetta sé hraðamet en ef einhver annar hefur siglt hraðar Báturinn hraöskrelöi Sævar Hallgrímsson var tíu tíma aö sigla Hafþóri frá Hafnarfirði til Skagastrandar. vUjum við endUega heyra frá hon- krókakerfi og verður notaður tU um,“ segir Óskar. Hafgeir er með þorskveiða. -MA ________tlmsjón: Horður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Aldrei á sunnudögum Jón Birgir Pétursson blaðamaður var á fjöl- miðlavaktinni : um síðustu helgi og fylgd- ist þá með þættinum Silfri EgUs á Skjá einum. Skrifaði hann síðan pistU í mánudagsblað DV þar sem honum þótti heldur vera farið að falla á Silfrið og stjórnandinn að þreytast er Bogi Ágústsson, frétta- stjóri Sjónvarpsins, rúUaði Agli Helgasyni upp í hans eigin þætti. EgUl lítur sínum augum á Silfrið og sendi Jóni Birgi skeyti um hæl og bað hann i guðanna bænum að hætta að horfa á þættina sína. Hann hlyti að geta gert eitthvað betra á sunnudögum! Afsannar kenningu Samfylking- arforinginn I Össur Skarp- héðinsson er nú ásamt Margréti Frí- mannsdóttur | í fundaher- ferð, væntan-1 lega tU að efla f ímynd flokks- ins. Mikið hefur verið rætt um fylgishrun Samfylkingar- innar í síðustu skoðanakönnun DV. Þykir fylgistapið í engu sam- ræmi við frammistöðu Össurar á þingi og helst kennt um öngvits- fafli heilbrigðisráðherra, Ingibjarg- ar Pálmadóttur, í beinni útsend- ingu. Telja gárungar þvi víst að ástæöa fyrir samfylgd Margrétar í fundaferð Össurar nú sé sú að hann hyggist halda sýnikennslu og afsanna þá kenningu fyrir fundar- gestum að hann kunni ekki að grípa... Rifist til einskis? Alfreð Þor- steinsson, fuUtrúi Fram- sóknarflokks- ins í borgar- stjóm og i meirihluta R- | lista, hefur j viðrað þær skoðanir sin- ar að Reykja- víkurflugvöllur eigi áfram að vera í Vatnsmýrinni. Á sama tíma viU Helgi Hjörvar, R- listamaður og forseti borgarstjórn- ar, að flugvöUurinn fari. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur líka lýst því yfir að enginn nýr flugvöUur verði byggður fyrir innanlandsflugið og búið sé að ákveða veru vallarins í mýrinni næsta einn og hálfa áratuginn eða svo. Gárungar velta þvi fyrir sér um hvað sé verið að rífast. VöUur- inn verði þama næstu árin hvað sem hver segi, en svimandi há far- gjöld í innanlandsfluginu muni sjá til þess að rekstri vaUarins verði sjálfhætt þegar samningurinn renni út... Bara pínu brot...! Hlutur lög-1 fræðinga og þá I ekki síst Jóns f Steinars | Gunnlaugs- sonar var veg-1 legur í um- ræðunni um I margumrætt öryrkjamál Hæstaréttar. I Sumir öryrkjar fengu auknar bætur í kjölfarið en aðrir minna eða ekkert. Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum velti fyrir sér mis- mun á kjörum þeirra og lögfræðing- anna og úr varð þessi vísa: Öryrkjar þeir varla vœru, til vandrœöa né tjóns. Ef aöeins þeir úr býtum bœru, brot af launum Jóns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.