Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
Skoðun
DV
Ferðu oft í bíó?
I ■ t
Pétur Þorgeirsson nemi:
Jé, ég myndi segja það, kannski
svona tvisvar til þrisvar í mánuði. Sá
síðast Vertical Limit og hún var góð.
Ingvar Þór Kale nemi:
Svona tvisvar í mánuði. Sá Vertical
Limit síðast, hún er frábær.
Guðjón Orn Ingólfsson nemi:
Já, svona tvisvar til þrisvar
í mánuði. Sá Vertical Limit
síðast, fín spenna.
Jónas Ingi Jónasson nemi:
Já, ég fer í bíó um hverja helgi. Sá
Meet the Parents síðast,
frábær grínmynd.
Karl Jóhann Gunnarsson nemi:
Svona tvisvar í mánuði. Ég sá síðast A
Hard Day's Night, hún er alveg ágæt.
Arnar Birgir Jónsson nemi:
Svona tvisvar í mánuöi. Sá Vertical
Limit síðast, hún er mjög góð.
Dagfari
Frá landsfundi vinstri-grænna á sl. ári
Búnir að afhjúpa sig sem kommúnista?
Kommúnismi á íslandi
- skýtur hann rótum aftur?
Karl Ormsson
skrifar:
Þótt taka beri
öllum skoðana-
könnunum með
varúð var ekki
laust við að það
slægi að manni
hroll þegar vinstri-
grænir sýndu stór-
uppsveiflu í síð-
ustu könnun DV.
Vinstri-grænir
................ eru, eins og marg-
ur er kannski farinn að átta sig á, að-
eins gælunafn á harðsvírugum
kommúnistum; kommúnistum sem
vilja sem mestan ríkisrekstur. Þeir
vilja ríghalda í öll ríkisfyrirtæki
hversu óhagstæð í rekstri sem þau
eru og allt einkarekið er eitur í
þeirra beinum.
Ríkisregistur hljómaði svo vel hjá
risanum i austri, Sovétríkjunum
gömlu, en sem betur fór tókst fólki
að opna umheiminum það áriðl989.
Sá hryllingur sem umheiminum
vitnaðist þá er sjón og saga sem
aldrei má aftur koma fyrir nokkurs
„Það er lífsspursmál fyrir
okkur að sjá um að komm-
únistar festist ekki hér í
sessi í stjórnmálum og sofa
ekki á verðinum. “
staðar i heiminum. Vinstri-grænir
eru búnir á mörgum sviðum að af-
hjúpa sig sem kommúnista. Þeir
vilja ekki einu sinni að þjóðin láti
herinn fara burt heldur vilja þeir að
ísland gangi úr varnarbandalagi
vestrænna þjóða (Nató), nokkuð sem
þjóðimar í Austur- og Mið-Evrópu
hafa beðið í röðum eftir að komast í.
Þær þjóðir hafa verið undirokaðar af
Rússum í áratugi og þekkja því af
biturri reynslu hvað það er að hafa
kommúnista sér við hlið.
Aldrei í veraldarsögunni hefur
kommúnistastjórn komist til valda í
frjálsum kosningum. Kommúnistar
hér bæta að visu græna nafninu við
til að blekkja fleiri til að kjósa sig.
Það sagði við mig sænsk kona að það
væri merkilegt með íslendinga; þegar
Svíþjóð með sína sósíaldemókratísku
stjórn er að losa sig með æmum
kostnaði við allt sem minnir á
kommúnista eru íslendingar að
hlynna að þeim og hafa jafnvel valið
forsetann frá vinstrimönnum. Það er
lífsspursmál fyrir okkur að sjá um að
kommúnistar festist ekki hér í sessi í
stjórnmálum og sofa ekki á verðin-
um. AÚt sem þeir hafa gert í vinstri-
stjómum hefur tekið hægriflokkana
stundum áratugi að laga. Kommún-
istar eru alls staðar eins, hvar í
heiminum sem er. Vinstri-grænir
trúa aðeins á einn mann innan
þeirra raða, Steingrim J. Sigfússon,
enda er vandséð hvernig nokkur
maður ætti að trúa á t.d. Ögmund
Jónasson. Reyndar var hann ekki
kosinn heldur slæddist hann inn með
Steingrími J. af einskærri slysni.
í lokin væri ekki úr vegi að benda
fólki á að þegar Pútin, forseti Rúss-
lands, var að bola Jeltsín úr sessi var
annað hljóð í honum en er í dag. Nú
veit enginn hvar hann hefur hann.
Báknið burt - báknið kjurt
Haraldur Guönason
skrifar:
Þessi skrifari hefur alltaf verið á
móti flutningi ríkisstofnana „út á
land“. „Byggðastefna“ pólitíkusa
gagnslaus eða verri en gagnslaus.
Bröltið með báknið út á land hefur
kostað landið og þjóðina stórfé. Fræg-
ast - að endemum - er flutningur
Landmælinga til Akraness. Af hverju
ekki í Kópavog eða i Hafnarfjörð? -
Þeir starfsmenn sem undu hreppa-
flutningnum voru jafnvel boðnar friar
ferðir í og úr vinnu á kostnað ríkisins!
„Allt á sama stað“ var eitt sinn
„En meðal annarra orða:
Hvernig vœri að senda
nokkur verðbréfafyrirtœki
„út á land“, þótt ekki vœri
nema til að dreifa blessun
„bisnessins?“
kjörorð eins gróins fyrirtækis. Nú er
öldin önnur. Þurfi menn að hitta
sjálfan formann Byggðastofnunar,
getur það kostað ferð til Bolungarvík-
ur eða reisu til Sauðárkróks til að
hitta þann eina mann sem ætlar að
fylgja stofnuninni þangað.
Hreppaflutningamir nýju eru póli-
tísk trúarbrögð. Ferðir án fyrirheits.
Til voru þó þeir sem vildu fá suma
anga báknsins; sumir nefndu Land-
helgisgæsluna; ýmsum Eyverjum
leist vel á það. Þeir keyptu líka fyrsta
varðskipið en höfnin þótti of þröng
enda liggja þau mörg skipin þar, ým-
ist meö kvóta eða kvótalaus.
En meðal annarra orða: Hvemig
væri að senda nokkur verðbréfafyrir-
tæki „út á land“, þótt ekki væri nema
til að dreifa blessun „bisnessins"?
ísland fyrir íslendinga
Á dögunum var tekin ákvörðun um að
leyfa 25 flóttamönnum að koma til Islands á
þessu ári. Félagsmálaráðherra hefur verið
einkar duglegur að opna landið fyrir útlend-
ingum af ýmsum toga.
Dagfari er alfarið á móti því að leyfa enda-
lausan straum útlendinga til landsins. Nú er
svo komið að rúmlega 8% kvenna á aldrin-
um 20-30 ára eru útlendingar. Það sjá allir
sem vilja að eftir einn eða tvo áratugi verða
útlendingar farnir að setja æ meiri svip á ís-
lenskt samfélag. Því er ekki nema von að
spurt sé: er það þetta sem við viljum?
Ekki er við því að búast að íslendingar
geti svarað þessari spurningu af hreinskilni
á opinberum vettvangi. Það vill enginn láta
í ljós fordóma gagnvart útlendingum. Þegar rætt
er við fólk á förnum vegi kemur hins vegar í ljós
að flestir vilja hafa ísland fyrir Islendinga og enga
aðra. Undir þetta sjónarmið tekur Dagfari heils-
hugar.
Við Islendingar erum lítil þjóð. Það tekur því
mun skemmri tíma fyrir útlendinga að setja mark
sitt á íslenskt samfélag en gerist annars staðar í
fjölmennari ríkjum. Þetta er hættuleg þróun sem
rétt er vara við áður en allt er komið í óefni.
Á meðal framhaldsskóla landsins hefur um ára-
Þetta sýnir, svo ekki verður um villst,
að íslendingar eru afar hræddir við að
ræða þessi mál opinberlega. Þjóðernis-
vitundin er þó afar sterk og Dagfari
þykist þess fullviss að innst í hjartanu
leynist sú skoðun meðal flestra íslend-
inga að ísland eigi að vera
fyrir íslendinga.
bil verið efnt til ræðukeppni og hafa við-
fangsefnin verið mörg og margvísleg.
Á dögunum bar svo við að stjórnendur
keppninnar urðu að fresta einni keppninni á
síðustu stundu vegna þess að umræðuefnið
reyndist ekki við hæfi, nefnilega málefni ný-
búa á íslandi. Annar skólinn í umræddri
keppni átti að mæla með veru nýbúa hér en
hinn á móti. Þetta þótti stjórnendum keppn-
innar auðvitað fásinna og keppninni var
frestað.
Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að
Islendingar eru afar hræddir við að ræða
þessi mál opinberlega. Þjóðernisvitundin er
þó afar sterk og Dagfari þykist þess fullviss
að innst í hjartanu leynist sú skoðun meðal
flestra íslendinga að Island eigi að vera fyrir Is-
lendinga.
I undantekningartilfellum ætti þó að vera í lagi
að leyfa takmarkaðan fjölda flóttamanna frá þjóð-
um sem svipar til íslendinga. Á móti ætti að taka
fyrir veru flóttamanna hér sem koma frá gjörólík-
um heimi. Oftar en ekki hefur það sýnt sig að það
fólk á í miklum erfiðleikum með að aðlaga sig ís-
lensku samfélagi og er þvi lítill greiði gerður með
dvalarleyfi hér á landi. ^ .
A þá enginn undankomuleið?
Haldið í hefðina.
Að reykja - dauðarefsing?
Auður Jónsdðttir skrifar:
Nýverið heyrði ég í morgunútvarpi
Rásar 2 viðtal við formann einhverrar
nefndar sem lokið hefur störfum og
skilað af sér nýjum reglum eða lögum
um reykingar hér á landi. Ég tek fram
að ég reyki ekki og er á móti reyking-
um heima hjá mér, enda reykir hér
enginn. En mér blöskrar orðið fanatík-
in og reglugerðafarganið sem ætlar að
tengjast þessu sérstaka máli. Liggja við
sektir og jafnvel fangelsi sé brotið ít-
rekað gegn hinum flóknu reglum um
reykingar. Eftir að hafa hlustað á við-
talið um hinar nýju reykingavarnir
varð mér ósjálfrátt að orði við sjálfa
mig: Hví ekki dauðarefsing líka? Ef
slíkir reglugerðarkettir byggju i landi
dauðarefsinga myndu þeir eflaust ekki
útiloka þann hegningarmáta.
Slæleg póstþjónusta
María Ólafsdóttir skrifar:
Sem viðskiptavinur íslandspósts
átti ég í síðustu viku að vera búin að
fá áríðandi bréf í póstinum. Meðal
þeirra voru kortareikningar og virðis-
aukaskattsskýrsla sem ég átti að
greiða 2. febrúar síðastliðinn. Þegar
ég kvartaði við dreifmgarstöð pósts-
ins á Grensásvegi kom í ljós að ég er
ekki sú fyrsta sem kvartar yfir slíkri
þjónustu. Að minnsta kosti fimmtíu
manns hafa kvartað yfir þessu og þeir
ætla ekkert að gera í málinu. Þetta er
þjónustan sem boðið er upp á.
Umsækjendur óþarfir
Halldór Einarsson hringdi:
Til hvers er verið að auglýsa hinar
og þessar stöður lausar hjá hinu opin-
bera, í þeim tilvikum að búið er að
ákveða fyrir fram hver fær embættin?
Ég nefni dæmið um starf fram-
kvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofn-
unar, þar sem milli 20 og 30 umsækj-
endur voru um hituna - og 5 þeirra
dæmdir hæfir til að manna stöðuna.
Starfið fékk hins vegar einn uppskrúf-
aður alþingismaður sem sagt var að
ætti ekki í nein hús að venda hætti
hann sem þingmaður eða ætti ekki aft-
urkvæmt í kosningum. Og enginn seg-
ir neitt! Hvað segja þeir í Samfylking-
unni? Þeir skirrast ekki við að deila á
ráðherra fyrir ráðningar í stöður. Og
hvað segja þeir sem sóttu um en var
vísað frá vegna þingmannstusku?
Einkaaðgangur að konum
Elvar skrifar:
Hvað þýða
þessi orð? „Einka-
aðgangur að kon-
um“. Ég er þeirr-
ar skoðunar að nú
sé komið nóg af
umræðunni um
súlustaði, „list-
dans“, eitt þúsund
erlendar portkon-
ur á einu ári til ís-
lands og annað í
þessum dúr. Ég
tel ófært annað en
að stjórnvöld (já,
Stóri bróðir, ef
menn vilja kalla
yfirvöld svo),
Súlulistin í
framkvæmd
Höfðað til sið-
gæðis íslenskra
stjórnvalda.
rumski nú og sjái til þess að landið
verði hreinsað, bókstaflega talað, af
þessari erlendu plágu. Ferðaskrifstof-
ur erlendis, og hugsanlega íslenskar
þar í bland, eru farnar að auglýsa það
sem kallað er „Einkaaðgangur" að
konum á islenskum skemmtistöðum.
Ég höfða til siðgæðis íslenskra stjórn-
valda í þessu máli.
dv Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.