Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 8
8
Viðskipti__________
Umsjón: Vidskiptabiaðið
Hagnaður Sláturfélags-
ins 91 milljón króna
Hagnaður hefur verið á rekstri félagsins samfellt í sjö ár.
Rekstrarhagnaður Sláturfélags
Suðurlands svf. á árinu 2000 var 91
m.kr. en var á árinu áður 123 m.kr.
Lakari afkoma milli ára skýrist
fyrst og fremst af hækkun íjár-
magnsgjalda vegna gengisbreytinga
erlendra lána. Hagnaður hefur ver-
ið á rekstri félagsins samfellt í sjö
ár.
Rekstrartekjur Sláturfélags Suð-
urlands og dótturfélags voru 3.098
m.kr. á árinu 2000 en 2.879 m.kr. á
árinu 1999. Velta samstæðunnar
jókst um 7,6% frá fyrra ári.
Rekstrargjöld án afskrifta námu
2.794 m.kr. samanborið við 2.609
m.kr. árið áður, sem er 7,1% aukn-
ing milli ára. Afskriftir rekstraríjár-
muna voru 136 m.kr. en 124 m.kr.
árið 1999. Rekstrarhagnaður án fjár-
munatekna og fjármagnsgjalda var
167 m.kr.,en var 145 m.kr. árið áður.
Fjármagnsgjöld umfram íjármuna-
tekjur voru 68 m.kr. en á árinu á
undan 15 m.kr. og hækkuðu um 53
m.kr., aðallega vegna gengisbreyt-
inga erlendra lána og hærri vaxta.
KJötvinnsla í Danmörku
Á árinu festi Sláturfélagið kaup á
húsnæði undir nýja kjötvinnslu í
Videbæk í Danmörku ásamt stórri
lóð sem nýtt verður til frekari upp-
byggingar. Framleiðsla verður haf-
in á íslensku lambakjöti í neytenda-
pakkningum i apríl nk. en undir-
búningur stendur nú yflr að opnun
verksmiðjunnar.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
vöruþróun undanfarin ár og árið
2000 var engin undantekning. Stefna
félagsins er að 10% af sölu hvers árs
í kjötiðnaði komi frá nýjum fram-
leiðsluvörum. Góður árangur kjöt-
iðnaðarmeistara Sláturfélagsins á
alþjóðlegri fagkeppni kjötiðnaðar-
manna í Herning í Danmörku, sem
haldin var á árinu, skOaði fjölda
verðlauna fyrir vörunýjungar. Á
þessum grunni góðra fagmanna
byggist vöruþróun félagsins. Á ár-
inu komu m.a. fram nýir réttir und-
ir 1944-vörulínunni, nýjar áleggsteg-
undir, ásamt því að áframhaldandi
þróun var í hálftilbúnum réttum.
Birkireykta SS-hangikjötið fékk frá-
bæra dóma í bragðkönnun og sala
þess var aldrei meiri en á árinu sem
leið.
Stefna félagsins er að vera leið-
andi matvælafyrirtæki á heildsölu-
stigi. Vel útbúin kjötvinnsla félags-
ins á Hvolsvelli skapar því mögu-
leika á að auka sölu unninna kjöt-
vara innanlands og ný kjötvinnsla í
Danmörku skapar sóknarfæri í sölu
á íslensku lambakjöti í neytenda-
pakkningum erlendis. Fækkun slát-
urhúsa félagsins, ásamt endurbót-
um sem gerðar hafa verið, hafa
skapað grundvöll fyrir góða nýtingu
þeirra og hagkvæman rekstur sem
nýttur verður enn betur á komandi
árum. Innflutningsdeild með leið-
andi vörumerki styrkir jafnframt
samkeppnishæfni félagsins. Á
næstu árum verður unnið að frek-
ari uppbyggingu Sláturfélagsins
þannig að það geti áfram sinnt hlut-
verki sínu sem leiðandi matvælafyr-
irtæki.
Haldist stöðugleiki áfram í efna-
hagslífinu eru rekstrarhorfur Slát-
urfélags Suðurlands á árinu nokkuð
góðar. Gert er ráð fyrir svipaðri af-
komu á árinu 2001 og var áriö áður.
Hagnaður Jarð*
borana 95,3
milljónir
Hagnaður samstæðu Jarðborana
árið 2000 var um 95,3 milljónir króna,
en var 91,2 milljónir árið á undan.
Niðurstaðan er í góðu samræmi við
spár fjármálafyrirtækja sem birtust í
Viðskiptablaðinu en þar var að jafn-
aði spáð 94 milljóna króna hagnaði.
Heildarvelta samstæðu Jarðbor-
ana nam 892 miiljónum króna en var
945,8 milljónir árið á undan. Veltan
lækkar því lítillega á miUi ára.
Rekstrargjöld voru 727 milljónir
króna og lækkuðu um 11,5%. Rekstr-
arhagnaður án fjármunatekna var
164,4 milljónir króna en var 123,9
milljónir árið áður.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
elgnum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Álftamýri 2, 0301, íbúð á 3ju hæð t.v. og
bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Bjöm
Helgi Snorrason og Sjöfn Elísa Alberts-
dóttir, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hafn-
arfjarðar, Tollstjóraembættið og Vátrygg-
ingafélag Islands hf., þriðjudaginn 13.
febrúar2001 kl. 14.00.
Berjarimi 11, 0101, íbúð á I. hæð t.v. ,
Reykjavík, þingl. eig. Eggert Magnús
Ingólfsson, gerðarbeiðandi Ibúðalána-
sjóður, þriðjudaginn 13. febrúar 2001 kl.
10.00.
Níu lífeyrissjóðir
kaupa Streng
Níu íslenskir lifeyrissjóðir hafa
fest kaup á þjónustu- og hugbúnað-
arfyrirtækinu Streng hf. fyrir 7,1
tnilljón evra, eða sem samsvarar um
560 milljónum íslenskra króna.
Strengur var áður hluti frönsku
samsteypunnar Integra sem eignað-
ist Streng með sameiningu Integra
og norsks móðurfélags Strengs, Info-
stream AS á síðasta ári.
Lífeyrissjóðimir sem um ræðir
eru: Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins og Lífeyrissjóður hjúkrunar-
fræðinga, Lífeyrissjóðurinn Fram-
sýn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn,
Lífeyrissjóður Norðurlands, Lifið,
Lifeyrissjóður Vestfjarða, Lífeyris-
sjóður Suðurnesja og Lifeyrissjóður
Vestmannaeyja.
í tilkynningu sem Integra hefur
sent frá sér vegna viðskiptanna er
haft eftir Kristjáni Erni Sigurðssyni
og Garðari Jóni Bjarnasyni, tals-
mönnum lífeyrissjóðanna, að sjóð-
imir telji Streng vera framúrskar-
andi fyrirtæki með mikla framtíðar-
möguleika. „Strengur veitir fjöl-
mörgum öflugum viðskiptavinum
mjög góða þjónustu. Fyrirtækið hef-
ur þróað nokkrar framúrskarandi
hugbúnaðarlausnir og hefur yfir að
ráða stórum hópi hæfileikaríkra
starfsmanna. Allir þessir þættir
veita okkur þá trú að um sé að ræða
góða fjárfestingu af okkar hálfu. Við
viljum byggja á þeim góða árangri
sem Strengur hefur náð nú þegar,
auk þess sem við höfum fáeinar
hugmyndir um hvernig gera megi
fyrirtækið enn öflugra.“
í tilkynningu Integra kemur fram
að Strengur sé fyrst og fremst sölu-
og þróunaraðili Navision-hugbúnað-
arlausna og falli því ekki að kjarna-
starfsemi Integra. Salan á Streng er
að sögn In-
tegra liður í
þeirri stefnu
Integra að
leggja megin-
áherslu á
kjarnastarf-
semi sína.
Hjá Streng
starfa 63
manns og var
velta félags-
ins 8,5% af
heildarveltu
Integra á
liðnu ári en
samkvæmt
tdkynningu
Integra fyrr í
þessum mánuði velti samstæðan 51
milljón evra í fyrra, eða sem sam-
svarar um fjórum milljörðum
króna. Af því má ráða að Strengur
hafi skilað um 340 milljóna króna
veltu til samstæðunnar á síðasta ári
en Strengur varð hluti af Integra á
öðrum ársfjórðungi 2000. Árið 1999
nam velta Strengs 571 og ætla má að
velta félagsins á nýliðnu ári hafi
verið svipuð.
50% aukning ferðamanna
til landsins á 4 árum
Brautarholt 4a, 0101, 1. hæð (jarðhæð) í
A-enda, Reykjavík, þingl. eig. Hamra
ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Islands
hf., höfuðst., og Verðbréfamarkaður ís-
landsbanka hf., þriðjudaginn 13. febrúar
2001 kl, 13.30.________________________
Ofanleiti 9, 0102, 3ja herb. íbúð á 1. hæð
m.m. og stæði merkt 0016 í bflageymslu-
húsi, Reykjavík, þingl. eig. Egill Bene-
dikt Hreinsson, gerðarbeiðendur Samein-
aði lífeyrissjóðurinn og Tollstjóraembætt-
ið, þriðjudaginn 13. febrúar 2001 kl.
14.30._________________________________
Suðurhólar 24, 0304, 3ja herb. íbúð á 3.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðfmna H.
Steindórsdóttir, gerðarbeiðendur Búnað-
arbanki íslands hf. og íbúðalánasjóður,
þriðjudaginn 13. febrúar 2001 kl. 11.00.
^^ÝSLUMAÐURINNnREYKJAVÍK
Á ferðamálakaupstefnunni Mid-
Atlantic Seminar, sem hófst í gær í
Ráðhúsi Reykjavíkur, mun vöxtur
ferðaútvegsins verða í brennidepli. í
fréttatilkynningu frá Flugleiðum
kemur fram að aukning ferða-
manna til íslands nemi um 50% á
fjórum árum, en þeim hefur fjölgað
úr 201 þúsund árið 1997 í 303 þúsund
árið 2000.
Á þeim markaðssvæðum þar sem
Flugleiðir hafa lagt mest í markaðs-
og sölustarf á undanfómum árum
er fjölgunin enn meiri. Árið 1997
komu 23.210 Bretar til landsins en
árið 2000 voru þeir 45.106. Aukning
sem nemur 94% á fjórum árum.
Fyrir sama tímabil fjölgaði ferða-
mönnum um 22.404 eða 64%.
Mikilvægur hluti af markaðs-
starfi íslensku ferðaþjónustunnar er
ferðamálakaupstefnan Mid-Atlantic
Seminar sem var formlega opnuð
með móttöku á vegum Reykjavikur-
borgar í Ráðhúsinu í Reykjavík í
gærkvöld. Þetta er níunda árið sem
Flugleiðir standa fyrir þessari ferða-
kaupstefnu og eru þátttakendur um
300 fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela,
bílaleiga og annarra ferðaþjónustu-
fyrirtækja. Að auki taka þátt ferða-
málaráð Norðurlandanna, ferðamála-
ráð þeirra svæða og borga sem Flug-
leiðir fljúga til í Norður-Ameríku og
jafnframt koma sendiráð þessara
landa á íslandi að kaupstefnunni.
Auk þess taka um 50 aðilar úr ís-
lenskri ferðaþjónustu þátt í kaup-
stefnunni og kynna þjónustu sína.
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
I>V
rgrgf:
2180 m.kr.
102 m.kr.
974 m.kr.
35 m.kr.
14 m.kr.
12 m.kr.
17,6%
4,2%
3,4%
HEILDARVIÐSKIPTI
- Hlutabréf
] - Spariskírteini
MEST VIÐSKIPTI
Hlutabréfamarkaðurinn
Haraldur Böðvarsson
Opin kerfi
MESTA HÆKKUN
j O Sláturfélag Suðurlands
: Q Frjálsi fjárfestingarbankinn
: © Marel
MESTA LÆKKUN
I O Eimskip
i Q Olíufélagiö
j Q Húsasmiðjan
ÚRVALSVÍSITALAN
- Breyting
Obreytt lánshæfi
íslands hjá
Moody’s
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s
telur ekki ástæðu til að breyta lánshæf-
ismati sinu fyrir ísland. Þetta kemur
fram í árlegri skýrslu Moody’s um is-
lenska hagkerfið.
Á vefsvæði Islandsbanka-FBA er fjall-
að um skýrslu Moody’s. Þar segir að
lánshæfismatið, sem er Aa3/Aaa í er-
lendri og innlendri mynt, endurspegli
m.a. bætta skuldastöðu hins opinbera og
að stjómvöld hafi haldið sig við þá
stefnu sem fætt hefur af sér ríkulegan
hagvöxt á undanfómum árum.
Miklar umbætur hafa átt sér stað á
fjármála- og vörumarkaði á sama tima
og fjölbreytni hagkerfisins og í útflutn-
ingsgreinum hefur aukist. Staða ríkis-
sjóðs er góð og aðgangur hans að er-
lendu lánsfiármagni mikill. Moody’s
varar hins vegar við því aö hinn mikli
vöxtur hafi alið af sér alvarlegt ójafn-
vægi í þjóðarbúskapnum sem stefni í
hættu stöðugleika hagkerfisins. Erfið
staða hagstjómar endurspeglast af mikl-
um viðskiptahalla samhliða mjög að-
haldssamri peningastefhu og í meðal-
lagi aðhaldssamri stefnu í Qármálum
hins opinbera. Þrátt fyrir þetta, segir
Moody’s, er ekki ástæða til að breyta
lánshæfismatinu.
Barclays í útrás
Barclays, fiórði stærsti banki Bret-
lands, hefur gefið til kynna að hann sé
að leita eftir samruna eða samstarfi á
meginlandi Evrópu. Hann tilkynnti
einnig um metnað sinn til að auka
hagnað fyrirtækja sinna utan Bretlands.
Matthew Barret forstjóri sagöi; „Við
höfúm mikinn metnað í það að verða
stórir á evrópskan mælikvarða. Við get-
um ekki horft fram hjá því umfangs-
mikla efnahagslífi sem er á meginlandi
Evrópu og við viljum taka meiri þátt í
því.“
Barclays hefur tilkynnt að hann
hyggist auka hlutdeild hagnaðar frá fyr-
irtækjum sínum í Evrópu af heildar-
hagnaði bankans. Núna er hagnaður
fyrirtækja bankans utan Bretlands 20%
en menn vilja að helmingur hagnaðar
bankans komi frá löndum utan Bret-
lands. Bankinn tilkynnti um 3,5 millj-
arða punda hagnað á síðasta ári sem er
42% aukning frá fyrra ári og mun meiri
hagnaður en væntingar sögðu til um.
mm 09.02.2001 U. 9.15
KAUP SALA
BilÍDollar 86,270 86,710
pSpund 124,220 124,850
■ 1*1 Kan. dollar 57,140 57,500
Dönsk kr. 10,5880 10,6460
S§Norskkr 9,6860 9,7400
Sænsk kr. 8,8750 8,9240
íHHfí. mark 13,2847 13,3645
| B Fra. frankl 12,0415 12,1138 1
1 | Belg. franki 1,9580 1,9698
1 Sviss. ffanki 51,5100 51,7900
ÍDhoII. gyllini 35,8427 36,0581
j Þýskt mark 40,3854 40,6281
Oítlira 0,04079 0,04104 1
3 Aust. sch. 5,7402 5,7747
Port. escudo 0,3940 0,3964
■ Spá. peseti 0,4747 0,4776 j
[ f> jjap. yen 0,73930 0,74370
| [ irskt pund 100,292 100,895
SDR 111,1400 111,8000
PECU 78,9870 79,4616