Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Síða 8
íslendingar eru sérstök þjóð. Við búum á landi sem að mörgu leyti er ósnortið af mengun og öðrum við- bjóði. Fyrir vikið hafa nokkrir einstaklingar náð að halda sér eins í útliti í fjölda ára, eru orðnir svo stein- runnirað segja mætti að tími væri kominn á að stoppa nokkra þeirra upp. Svo eru það aðrir sem hoppað hafa inn í virðuleg embætti og losað sig við æskuUómann á einu augnabliki, urðu virðulegir á einni nóttu svo að segja. Við kíktum í myndasafnið og grófum upp nokkra af þessum einstaklingum. ■">B™ I I I Ovl I I I _l_ ■ J_ I I ■ nKA\/tlOT r j r f ■ \ / I i ^ i ■ mm B M Pétur Kr. Hafstein Eins og svo margir lögfræð- ingar er Pétur afskaplega þurr maður sem stendur fastur á sínu. Það sést líka vel á þess- um myndum sem teknar voru 1974 og í kosningabaráttunni 1996 að Pétur er ekki maður breytinganna. Hann flaggaði síðu hári á yngri árum en þrátt fyrir litgreiningu og önnur fin- heit í kosningunum tókst hon- um ekki að breytast mikið. Kolbrún Halldórsdóttir Það er ekki að sjá aö það séu 15 ár á milli þess að myndirnar voru tekn- ar. Á þessum tíma fór Kolbrún að vísu frá því að vera annálaður menn- ingarskarfur í nöldursegg á þingi. Fólk veit þó alla vega að ekki allt of | löngu fyrir fyrri myndatökuna hafði Kolbrún sjálf setið fyrir í erótískri myndatöku en í dag gerir hún fátt annað en að kvarta yfir slæmri þróun í erótik i islensku samfélagi. Sumt breytist bara ekki hjá kvenfólkinu, eða hvað? Guðmundur Arni Stefánsson Það var ungur og ferskur blaða- maður á Alþýðublaðinu sem sat fyrir á eldri myndinni, árið 1976, en á myndinni frá í fyrra sjáum við settlegan varaforseta Alþing- is. Ekki virðist mikið hafa tapast frá fyrri myndinni, ef frá er skil- inn bæjarstjórnarmeirihluti og ráðherrastóll. Kjartan Gunnarsson Sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins um árabil hef- ur Kjartan gengið í gegnum ýmislegt en virðist alltaf standa óbreyttur eftir. Það sést líka þegar myndirnar frá 1973 og 1998 eru skoðaðar, Kjartan gæti hafa verið færður til með tímavél. Valdimar Örnólfsson Valdimar Örnólfsson er liklega einn frægasti íþróttafrömuður okkar Islendinga og hefur getið af sér nokkra slíka sjálfur. Fyrri myndin er frá 1978 þegar Valdi var enn ungur og ferskur en á seinni myndinni er árið 1999 og hann er enn samur við sig, hefur ekki haggast um þumlung. Styrmir Gunnarsson Þessi „valdamikli“ maður hef- ur setið lengi sem ritstjóri Mogg- ans án þess að mikið hafi breyst, blaðið eða hann. Er það kannski nema von þegar svo ábúðarfullir og skemmtilegir menn eru við völd? Styrmir þarf ekkert að vera skemmtilegur, hann lítur eins út og hann gerði fyrir 20 árum. Fólk verður svo bara að meta kosti þess og galla. Bára Sigurjónsdóttir Eftir að hafa rekið verslunina Hjá Báru i fjölda ára er konan þekkt andlit á íslandi og það breytist líklegast aldrei. Hún sjálf mun varla breytast úr þessu eftir að hafa verið eins öll þessi ár, eða frá 1978 til 1999 á þessum mynd- um. Það skemmtilega er að sumir segja að fótin í versluninni hafi aldrei breyst enda hélt hún alltaf viðurnefninu Bára bleika. Björn Bjarnason Ekki alls fyrir löngu var Björn Bjarnason sterklega orðaður við að taka við ritstjórastarfi hjá Morgunblaðinu þar sem hann starfaði einmitt þegar fyrri myndin var tekin árið 1984. Ekkert varð nú úr því en nú er hann orðaður við borgarstjórnarpólitíkina og virðist mörgum sem einhver vilji hann burt úr núverandi starfi. Þó að það kunni að virðast sem skref aftur á bak fyrir hann ef hann neyðist til að sitja í minni- hluta i borginni getur það varla talist svo slæmt, a.m.k. bendir útlitið til að hann gæti verið nýkominn frá Morgunblaðinu. Þorsteinn Pálsson Það hefur margt breyst hjá Þor- steini Pálssyni síðan hann var rit- stjóri Vísis árið 1975. Þá var hann ungur og gagnrýninn en svo datt hann í hinn heföbundna farveg stjómmálamannsins, féll svo í for- mannskjöri og endaði á að fá póli- tíska skipun í sendiherrastöðu. Þor- steinn hefur þó haldið andlitinu öll þessi ár, ef svo má segja, svo vel að hann er næstum jafn vinsæll hjá eftirhermum landsins og Steingrímur Hermannsson. Eiríkur Hauksson Gaggó vest kom Eika á kort- ið fyrir allmörgum árum og í kjölfarið fylgdi Júróvisjón. Svo flutti strákurinn bara til Nor- egs og kallaði sig Eric Hawk með hljómsveitinni Artch en sneri aftur til að syngja Queen á Broadway. Það breytir því þó ekki að Eiki er búinn að vera nákvæmlega eins, allt frá því hann var uppgötvaður og til dagsins í dag. Það sýna þessar myndir bersýnilega, syngjandi í Hollywood árið 1986 og syngj- andi á Broadway i fyrra. Bogi Ágústsson Bogi Ágústsson er líklega það andlit á skjánum sem fólk treystir hvað best. Það hefur þvi komið sér vel fyrir hann að hafa getað haldist eins öll þessi ár, eins og sést á myndunum sem teknar voru árin 1978 og 1999. Það er líklegast ekki furða að fréttastofa Boga skuli hafa yfirburði yfir samkeppnisaðilann og það verður eflaust áfram meðan traust og óbreytt andlit hans held- ur áfram að færa okkur fréttimar. Ogmundur Jónasson Andlit Ögmundar Jónassonar hefur haldist óbreytt allt frá því hann var fréttamaður á níunda áratugnum og þar til hann settist á þing með viðkomu í verkalýðs- hreyfingunni, þar sem hann starfar reyndar enn. Fólk veit að þetta andlit færir því allar helstu umkvartanirnar og gagnrýnina, það eina sem það gæti saknað er vörin slappa sem var svo áberandi í sjónvarpinu. Helgi H. Jónsson Eins og svo margir fastráðnir ríkisstarfsmenn hefur Helgi H. Jónsson ekki tekið stórstígum breytingum á undanförnum 20 árum, hvorki i starfi né i útliti. Árið 1976, þegar fyrri myndin var tekin, var hann einn af ungu mönn- unum á stofnuninni en árið 1997, eins og í dag, verður hann að teljast einn af þeim þéttsetnari. Hvað sem því liður virðist Helgi ekki á fórum enda varla ástæða til þegar hann lítur eins út og fyrir 20 árum. Pétur Kristjánsson Ef þetta er ekki rakið dæmi um mann sem hefur ekki breyst eru þau varla til. Allt frá því að Pelic- an var upp á sitt besta hefur Pétur verið með gardínurnar fyrir aug- unum og virðist ekkert vera á því að fara að klippa sig. Fyrri mynd- in er einmitt tekin þegar Pétur lék í Hárinu árið 1971 og sú síðari þeg- ar Pops voru með eitt af kombökk- unum árið 1998. Þessi maður gefst ekkert upp, húrra fyrir Pétri og gardínunum. Valgerður Matthíasdóttir Það er eins og Vala Matt hafi ver- ið klónuð frá fyrsta degi á Stöð 2 fyr- ir 15 árum. Þá hófst farsæll ferill sem allir þekkja og sökum þess að þjóðfélagið og fólkiö í kring hefur allt breyst varð Vala að yngja upp og skefla sér yfir á SkjáEinn til að halda andlitinu. Hún er söm við sig, stelpan. f Ó k U S 23. febrúar 2001 + § H§ n i i +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.