Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 9
sem Helgi Pétursson „Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður,“ söng Helgi hér á árum áður. Þá var hann róttækur tónlistarmaður og blaðamaður og flestu eldra fólki stóð stuggur af látunum í honum. í dag er hann ekki eins rauður lengur, nema í andlit- inu, og nú talar hann um fækk- un flækingskatta í stað þess að spyrjast fyrir um hvar næsta gigg sé. Hann er meira að segja oröinn svo samofinn kerfinu að hann gleymdi að mæta í vinnu með strætó á bíllausa deginum sem hann skipulagði sjálfur. Eyþór Arnalds Það er við hæfi að minnast hér á Ey- þór Amalds sem hefur breyst einna mest á sem allra skemmstum tíma. Flestir ættu að muna eftir honum sveiflandi hárinu og mundandi sellóið á sviði með Todmobile eins og hann hafði nýlokið við að gera þegar þessi mynd var tekin af honum árið 1993. Enn fleiri kannast þó við hann eins og hann er í dag, eins og nýsleginn túskildingur í jakkafotum og kominn með valdsmannslega bumbu, forstjóri í hátæknigeiranum og með konu og bam. Gæti það verið betra? Við skulum samt vona að hann gleymi því ekki hve stutt það er síð- an hann var að rífast við nemendafélög framhaldsskólanna um greiðslur fyr- ir böll. Valgarður Guðjónsson Valli fræbill er einn af þessum köpp- um sem virðast aldrei ætla að hætta í tónlistinni. Fyrri myndin var tekin af honum árið 1982 þegar hann var að syngja á fuUu auk þess að leika í myndinni Okkar á milli. í dag spila Fræbbblamir að minnsta kosti einu sinni á ári og alltaf mætir Valli, jafn- vel þó hann sé orðinn virtur tölvumað- ur hjá Kuggi. Rauðsokkan hefur svo sann- arlega skipt um útlit og fas og er ekki lengur í minnihluta. Nú segir hún já við hópíþrótt- um og er handviss um að leik- skólamálin séu i góðu lagi. Einu sinni var öldin önnur þegar Sólrún gekk manna fremst í kröfugöngum og heUti sér yfir aUt og aUa. Tímarnir breytast og mennirnir með, Sólrún er orðin virðulegur borgarstjóri og öU lætin í henni hafa þagnað. Einhverjir hljóta þó að rífa hár sitt yfir að hafa misst gömlu góðu Sollu. Friðrik Þór Friðriksson Það er langur vegur síðan Frikki gaf skit í styrkina og gerði ruglmyndir til að skila einhverju af sér. í dag gerir hann alvörumyndir sjálfur og framleiðir allar aðrar myndir sem gerðar eru á Is- landi. Svo hefur hann lika skipt út lubbanum sem hann var með þegar Skytt- urnar voru frumsýndar og þó mottan sé enn til staðar er aUt annað að sjá dreng- inn. Já, hann er fyrir löngu vaxinn úr grasi pUturinn, enda einn af óskabörnum þjóðarinnar. Jo Str0mgren 23. febrúar 2001 f Ókus 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.