Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Page 10
* Finninn Vladislav Delay vakti mikla athygli fyrir plöturnar sínar á síðasta ári - allar fjórar. Hann var á dögunum að senda frá sér enn eina. Sú heitir Anima og er hans fyrsta á nýju ári en tæplega sú síðasta. Trausti Júlíusson ákvað að bíða ekki frekar með að kynna sér þessa nýjustu stjörnu raftónlistar- Finnskur vi meo alki hljom Það hefur ekki borið sérstaklega mikið á finnskri tónlist á alþjóða- vettvangi en það sem maður man eftir er samt gott. Jimi Tenor er auðvitað sniilingur og Leningrad Cowboys miklir gleöigjafar. Á ís- landi muna líka margir eftir frá- A bærum tónleikum 22 Pistepirkko og Radio Puhelimet á Tveimur vin- um, áður en sá ágæti staöur varð að dúndurbúllunni Vegas. í raftón- listinni hefur hljómsveitin Pan Sonic verið að gera ágæta hluti, svo og Jori Hulkkonen, en hann á að baki nokkrar plötur á F Comm, fyrirtækinu hans Laurent Garnier í Frakklandi. Nýjasti Finninn í tónlistarheiminum er Vladislav Delay, en hann sendi frá sér hvorki meira né minna en fjórar plötur á síðasta ári. Byrjaði ferilinn sem djasstrommari Vladislav Delay, sem heitir réttu 9 nafni Luukas Onnekas, er 24 ára og frá Helsinki. Hann lærði djass- trommuleik frá 14 ára aldri og var ásláttarhljóðfæraleikari i nokkr- um hljómsveitum á unglingsárun- um. Síðasta hljómsveitin sem hann var í var tíu manna band sem spilaði trip-hop. Þetta voru einhvers konar tilraunir með sömpl (sem hann sá um) og lifandi hljóðfæraleik en gekk lítið. „Tíu heilar í sama herbergi - útilokað," segir hann um þá reynslu. Skömmu seinna ákvað hann að söðla alveg um, seldi megnið af hljóðfærunum sem hann átti og keypti sér raftól og lokaði sig svo af einn niðri í kjallara í heilt ár til að læra á þau. Þegar hann kom úr einangruninni hafði hann búið sér til sitt eigið sánd, sánd sem ein- kennir öll hans verk enn í dag. Fyrstu plöturnar hans voru 12“ sem komu út undir merkjum eins og finnska örfyrirtækisins Huume, Sigma Editions og Max Ernst-út- gáfunnar. Fyrsta stóra platan hans kom svo út hjá þýska fyrirtækinu Chain Reaction í fyrra. Hún heitir Mutila og er safn af verkum sem höfðu áður komiö út á 12“. í fyrra kom líka út með honum, undir hans eigin nafni, platan Entain sem Mille Plateaux gaf út, Force Inc gaf út tónleikaplötuna hans, Vapaa Muurari, sem kom út undir listamannsnafninu Uusitalo, og svo gaf hann út plötu undir nafn- inu Luomo hjá Forcetracks. Sú plata heitir Vocalcity. Nú i febrú- ar, réttu ári á eftir Mutila, kom svo út nýjasta platan hans, Anima, og er, eins og Entain, gefm út af Mille Plateaux. Nýr hljómur Tónlist Delays er í grunninn mínimalísk raftónlist. Plöturnar hans eru byggðar upp á fáum löng- um verkum (nýja platan er reynd- ar aðeins eitt 62 mín. stykki). Tón- listin hefur sama yfirbragðið út í gegn en smábreytist og þróast þannig að maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt. Áður en maður veit af er lagið búið að gjörbreytast en það gerist svo hægt að maður tek- ur varla eftir þvi. Það sem maður tekur fyrst eftir þegar maður hlustar á plöturnar er mjög sér- stakt og flott sánd. Delay segir sjálfur að tónlistin hans sé að mestu byggð upp á rytmum. „Ég er búinn að vera að spila á ásláttar- hljóðfæri allt mitt líf - hjá mér snýst allt um rytma,“ segir hann. Einkenni Entains t.d. eru flóknir bassarytmar sem mala undir verk- unum og eru líka síbreytilegir og fullir af frávikum. Tónlist Delays minnir einna helst á þýska raf-döbb-tónlistar- menn, eins og Pole, Jan Jelinek og Kit Clayton. Delay segir að hans bakgrunnur sé i djasstónlist og spuna. Þó að hann sé gefínn út hjá fyrirtækjum sem aðallega gefa út mínimalískt teknó þá eru rætur hans ekki þar. Hann segist eigin- lega ekki hafa heyrt neitt teknó að ráði fyrr en hann fór sjálfur að gefa út hjá teknófyrirtækjum. Auk djassins hefur hann líka orðið fyr- ir áhrifum af döbb-tónlist og svo brasilískri, kúbverskri og afrískri tónlist. Allir þessir hlutir eiga þátt í að skapa þá sérstöku upplifun sem plöturnar hans eru. Á sér nokkur aukasjálf Auk Vladislav Delays-nafnsins notar hann önnur nöfn fyrir mis- munandi tónlist. Uusitalo er notað fyrir teknó og Luomo-nafnið notar hann fyrir deep house-tónlist. Plat- an Vocalcity frá því í fyrra hefur að geyma sex house-lög, þar af tvö með söngkonu. Þó að tónlistin hans í Luomo-gervinu sé ólik (bítin ein- faldari og hraðari) heyrir maður samt þetta einkennandi sánd hans greinilega í gegn. Delay segist reyndar aldrei hafa þolað house- tónlist og þoli ekki enn í dag, „en það er gaman að búa hana til.“ Vocalcity hefur fengið frábæra dóma, eins og reyndar allar plöt- urnar hans, og það er ný Luomo- plata á leiðinni seinna á árinu. Delay hefur reyndar áhuga á ýmsu öðru en tónlist. Hann er hluti af Bassdress-hópnum í Helsinki en í honum er fólk sem er að fást við tónlist en líka tísku, hönnun og myndlist. Hann líkir tónlist sinni við vandað tímarit: „Maður leggur allt í það og reynir að hafa hverja blaðsíðu fullkomna en um leið og það er komið úr prentun fer maður að hugsa um annað.“ Ótrúleg afköst Auk áðurnefndra platna átti Delay verk á raf-döbbsafnplötunni frábæru, Staedtizism, sem kom út á -scape-merkinu hans Stephan Beatke í fyrra og svo á hann lag á mixdiskinum Decks, EFX & 909 með teknógoðinu Richie Hawtin. Fram undan er frekara samstarf með Beatke, a.m.k. ein 12“ hjá -scape, auk djassplötu, sem hann er að vinna að í Helsinki, og fleiri verka undir enn öðrum nöfnum. Þegar hann er spurður að því hvernig hann fari að því að fram- leiða allt þetta efni þá svarar hann: „Ég er tvisvar næstum búinn að drepa mig úr vinnu þannig að það má örugglega segja að ég sé vinnu- alki.“ plötudómur Góð s / Ymsir flytjendur - Oskabörn þjóðarinnar ★★★* um gr Kvikmyndin Óskaböm þjóðarinnar var frumsýnd seint á síðasta ári. Plat- an með tónlistinni úr myndinni kom út rétt fyrir jólin. Hún inniheldur 15 lög með 14 flytjendum. Þeir eru Biogen, Bláskjár, XXX Rottweilerhundar, Stjömukisi, Kanada, Ruxpin, Jagúar, Dip, Mínus, Toymachine, Dr. Spock, Brain Police, Bix og Purrkur Pillnikk sem á tvö gömul lög á diskinum. Kvikmyndin var lengi í vinnslu en stoppaði að sama skapi stutt við i kvik- myndahúsunum sem er synd því að ^ þetta er skemmtileg mynd, en lands- menn fá væntanlega annað tækifæri fljótlega þegar myndbandið kemur út. Myndin segir frá hrakfómm nokkurra reykvískra smákrimma. Kannski má deila um það hvort tón- listarvalið í myndinni hæfi í öllum til- fellum efninu og sögusviðinu (Ruxpin og Biogen em kannski önnur stemning, meira næsta kynslóð), en hitt er á hreinu að diskurinn inniheldur fullt af flottri tónlist. Tónlistin skiptist í tvo meginhluta. Þetta er annars vegar hrátt rokk (Bláskjár, Mínus, Toymachine, Brain Police Stjömukisi og Dr. Spock sem skartar Óttari Proppé, fyrmm Ham-söngvara og einum af aðalleikur- um myndarinnar), og hins vegar raftón- list (Biogen, Bix, Dip, Ruxpin). Auk þess er á plötunni smágleðipinnapopp (Kanada), fónk (Jagúar) og hip-hop (XXX Rottweilerhundar). Aðalkostur þessarar plötu er að hún gefur góða mynd af gróskunni í tónlist- arlífi Reykjavíkur. Margir af þeim listamönnum sem eiga lög á henni gáfu ekki út annað efni í fyrra og er því ánægjulegt að fá að heyra til þeirra á þessum diski. Menn era kannski að leggja til misgott efni (sumir kannski aðeins undir getu eins og gengur, menn vilja ekki endilega setja bestu lögin sín á safnplötu), en meirihlutinn af þessum lögum em samt flottur og heildin er vel yfir meðallagi að gæðum. Ef maður á að taka eitthvað út þá era lögin með X Rottweilerhundum („Þér er ekki boðið“), Ruxpin („Nasi“ - mjög ólíkt öðra sem hann hefur gefið út), Biogen („rt+RTNMRINKA“ - sannkallað raf- pönk), Stjömukisa („Viltu deyja“) og Bix („Sexy Satum") öll frábær. Á þessari plötu em samankomin nokkur af óskabömum þjóðarinnar í poppinu sem gaman verður að fylgjast með á næstu misserum. Minus, Kanada og Ruxpin áttu reyndar frá- bærar plötur í fyrra og nú vonar mað- ur að XXX Rottweilerhundar, Bix og Jagú- ar geri það sama á þessu ári. Þangað til er þessi plata ánægjuleg hlustun. Trausti Júliusson „Aðalkostur þessarar plötu er að hún gefur góða mynd af gróskunni í tónlistarlífi Reykjavíkur. Margir af þeim listamönn- um sem eiga lög á henni gáfu ekki út annað efni í fyrra og það er því ánægjulegt að fá að heyra til þeirra á þessum diski.“ 10 f Ó k U S 23. febrúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.