Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 3
— MÁNUDAGUR 5. MARS 2001 19 I>V Sport Haukah-Sporfíiig Lissaboii DV-myndir E.ÓI Óskar Ármannsson er hér í átökum viö Luis Gomez, leikmann Sporting. Engu líkt „Ég hef aldrei lent í öðru eins, svona dramatik í lokin og það að komast í undanúrslit i Evrópu- keppni er alveg ótrúlegt," sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, þegar DV-Sport dró hann út úr stuðningsmannahrúgunni á Ásvöll- um eftir leikinn. „Það varð stórbreyting á leik okkar og vörninni frá því í siðasta leik. Við vorum ákveðnari í upp- hafi og hefðum átt að stinga af en vorum kannski óheppnir með nýt- ingu á færum, hleyptum þeim inn í leikinn og þeir fengu meira sjálfs- traust. Þeir komu kraftmiklir og ákveðnir i síðari hálfleikinn sem sló okkur kannski aðeins út af lag- inu. Við vorum kannski svolítið stressaðir og sofandi en það er að- alatriðið að við náðum að innbyrða þetta. Það eru skemmtileg lið eftir í keppninni og það væri frábært að lenda á móti liðum eins og Magde- burg eða Bidasoa. Við höfum verið að spila eintóma úrslitaleiki und- anfarið og erum bjartsýnir á fram- haldið," sagði Halldór að lokum. -ÓK Maöur leiksins: Einar Örn Jónsson, Haukum Þýskaland, með viðkomu á Spáni Það var mikil gleði meðal Haukamanna eftir leikinn og menn strax farnir að huga að næsta leik í keppninni. Þegar einn stuðnings- manna var spurður hvort drauma- mótherjamir væru ekki þýska liðið Magdeburg var svarið það að auðvitað ætluðu menn sér til Þýskalands. Þá bætti annar við að Haukar ætluðu sér að koma fyrst við á Spáni. Það er ekki hægt að segja annað en að Haukar séu kok- hraustir enda ærin ástæða til. -ÓK Það var allt á suðupunkti í troð- fullu húsi á Ásvöllum á laugardag þegar Haukar og Sporting Lissabon léku seinni leik sinn í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Sporting var komið með nokkuð væn- lega stöðu eftir að Haukar höfðu haft undirtökin framan af en Sporting tókst að jafna leikinn, 32-32, þegar 20 sekúndur vóru eftir. Þessi úrslit hefðu þýtt að Portúgalarnir hefðu far- ið áfram í undanúrslit og fognuðu þeir því mjög. Á sama tima voru margir áhangendur Hauka búnir að sætta sig við að nú væri Evrópuævin- týrinu lokið. En leikmennirnir voru aldeilis ekki á sama máli. Þeir brun- uðu upp og Einar Öm Jónsson fór inn úr horninu og tryggði Haukum sigur, 33-32, og þar með var sæti i undanúrslitum tryggt. Frábær árang- ur hjá Haukum og ekki síst fyrir ís- lenskan handknattleik í heild. Haukamenn byrjuðu vel og skor- uðu tvö fyrstu mörk leiksins. Þeir fengu síðan vítakast sem Rúnar lét verja frá sér og þegar Ricardo Andor- inho hafði svo minnkað muninn í 2-1 úr vítakasti misnotuðu Haukarnir aftur víti, að þessu sinni Óskar Ár- mannsson. í kjölfarið komust Sport- ing-menn í 2-3 og Andorinho hafði þá gert öll mörkin. En Haukar náðu svo aftur frumkvæðinu og voru mestall- an hálfleikinn 2-3 mörkum yfir. Lið Sporting spilaði alls ekki vel í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið til stórleikur Andorinhos, sem gerði alls átta mörk í fyrri hálfleik, er hætt við að leikurinn hefði verið nánast búinn í leikhléi. Þó má nefna að vörn Hauka var gríðarsterk og Bjarni Frostason varði þokkalega bak við hana í fyrri hálfleik. Fljótlega kom þó í ljós að skorið í leiknum yrði tölu- vert hærra en í fyrri leiknum sem þýddi að Haukunum nægði ekki jafh- tefli til að komast áfram. Háspenna, lífshætta Síðari hálfleikurinn byrjaði ágæt- lega. Bæði lið léku skynsamlega í sókninni og virtust ekki eiga í vand- ræðum með að fmna glufur á vömun- um. En í stöðunni 23-20 kom afleitur þriggja mínútna kafli hjá Haukum þar sem Portúgalamir skomðu þrjú mörk í röð þrátt fyrir að Haukar væru manni fleiri hluta þess tíma. Eftir þetta var jafnt á flestum tölum og spennan var algerlega i hámarki. Þegar flmm mínútur voru eftir var staðan 30-30 og ýmislegt gekk á síð- ustu fimm mínútumar. Fyrst var dæmdur ruðningur á Einar Örn og Milan Stohr svaraði með marki. Stað- Opið í báða enda „Þetta var gífúrleg barátta eins og við bjuggumst við,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þeir gáfu ekkert eftir, þeir spiluðu með höfðinu og vom okkur erfiðir. Við lékum ekki vel í vörninni, vorum að fá ódýr mörk á okkur og markvarslan var ekki eins góð og í fyrri leiknum. Það var mikið skorað í leiknum og liðin spiluðu skemmtilegan handbolta og leikurinn var opinn í báða enda. Spennan var mikil og fjörið og þetta er stórkostlegur dagur í alla staði. Það var eitt og annað sem gekk ekki upp hjá okkur. Sóknarlega spiluðum við miklu betur en í fyrri leiknum, við héldum þeim vakandi allan tímann klikkuðum í vörninni, Bjami fékk á sig ódýr mörk úr homum og þvi fór sem fór. Við þurfum að koma mönnum á tæmar aftur, við spilum þrjá leiki i næstu viku og eigum þá jafnvel möguleika á að klára deildakeppnina. Menn geta slappað af í kvöld en síðan tekur alvaran við. Það tilheyrir góðum liðum að það er álag á þeim og menn verða bara að taka því. Það sem er verið að gera hér hjá Haukunum er í heimsklassa og þeir eru að vinna eins og atvinnumenn. Öll umgjörðin i kringum nýja húsið og stuðningsmannahópinn er stórkostleg og eins og það gerist best í Þýskalandi,“ sagði Viggó. -ÓK an var orðin 30-31 og útlitið ekki gott. En áfram var barist. Einar Örn jafn- aði 31-31 með marki úr horninu og síðan kviknaði von hjá Haukum þeg- ar Kravlic skaut í þverslána og niður á gólf þar sem boltinn endaði svo í fangi Magnúsar markvarðar. Þar skall hurð nærri hælum en Shamkuts skoraði svo af línunni þegar ein mín- úta var eftir. Síðustu mínútunni hef- ur þegar verið lýst hér í upphafi og það var dramatík eins og hún gerist best. Enda fögnuðu Haukarnir ákaft í leikslok á meðan Portúgalamir voru vonsviknir enda voru þeir aðeins hársbreidd frá því að komast í undan- úrslitin. Vígreifir og stoltir Haukarnir geta svo sannarlega ver- ið stoltir af frammistöðu sinni á Ás- völlum og þeir voru þar að auki dyggilega studdir af frábærum áhorf- endum á Ásvöllum. Allt Haukaliðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna þó að gagnrýna megi markvörsluna, sér- staklega í seirrni hálfleik. En nefna verður frammistöðu tveggja manna sérstaklega. Einar Örn Jónsson nýtti færi sín frábærlega og var síðan eins og klettur í vöminni þar sem hann náði annan leikinn í röð að halda stórskyttunni Kravlic að mestu niðri. Og Aliaksandr Shamkuts var geysi- lega öflugur á línunni og var einnig sterkur í vöminni. En aOir eiga hrós skilið og nú er lag fyrir Hauka að hafa gaman af því sem eftir er af Evr- ópukeppninni því allt sem gerist hér eftir er plús fyrir þá. Lið Sporting lék ekki vel í fyrri hálfleik, að frátöldum Andorinho, en leikur liðsins varð svo allur annar í siðari hálfleik og þá sýndi það á tímabili hvað í því býr. Miklu mun- aði þó fyrir þá að markvöröurinn Carlos Ferreira náði sér ekki nærri þvi eins vel á strik og í fyrri leiknum. Andorinho (nr. 6) hélt liðinu inni í leiknum langtímum saman í fyrri hálfleik og þá átti homamaðurinn Nunes (nr. 74) stórleik í síðari hálf- leik. Gomez (nr. 14) og Graca (nr. 19) áttu einnig góða spretti. -HI Þorvarður Tjörvi Olafsson skorar hér annaö af tveimur mörkum sínum f leiknum í gær. Beinar útsendingar í uikunni mán: Sunderland - flston Uilta Enskl boltinn pri: flrsenal - Sp. Illoskua Meistarakeppnin mið: Gatatasaray - HC milan Panatftlnaikos - man. Utd Meistarakeppnin i-deildin 'rfubolti lau: Shane mosley - Shannan Taylor Hnefaleikar ftalski boltinn sun: Tranmere - Liuerpool Enski bikarinn Ulest Ham - Tottenham Enski bikarinn neui Vork Knicks - miarnl Heat NBA áskrift á netinu www.syn.is - þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EHF-keppn- innar eftir ævintýralegan lokasprett gegn Sporting Lissabon Háukar tiöföu ærna ástæöu JUö faqna eftir sigurinn á 2-0, 2-2, 4-4, 8-5, 10-8, 13-8, 14-11, 15-13 (17-14), 17-15, 21-18, 24-23, 25-26, 27-27, 30-31, 33-32. Haukar Mörk/viti (skot/viti): Aliaksandr Shamkuts 8 (8), Einar Örn Jónsson 7 (7), Rúnar Sigtryggsson 5 (11/1), Jón Karl Bjömsson 4/3 (5/3), Halldór Ingólfsson 3 (4), Óskar Ármannsson 3 (6/1), Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson 2 (4), Petr Baumruk 1 (2), Einar Gunnarsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Einar Örn 2, Halldór, Shamkuts, Baumruk, Rúnar). Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Bjarni Frostason 15 (36/3, 42%), Magnús Sig- mundsson 3/1 (14/3, 21%). Brottvisanir: 8 mínútur Snorlins Lissabon Mörk/viti (skot/viti): Ricardo Andorin- ho 11/5 (16/6), Fernando Nunes 6 (10), Armando Pires 3 (4), Luis Gomes 3 (6), Daviod Graca 3 (6), Vojislav Kracjic 3 (8), Paulo Araujo 2 (5), Milan Stohr 1 (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Andor- inho 4, Nunes 2, Gomes). Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Carlos Fer- reira 12/2 (44/5, 27%). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Carligeanu og Bejinariu frá Rúmeníu (4). Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 1574.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.