Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Page 4
20
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001
Sport
DV
Jón Arnór Stefánsson var KR-
ingum aö vanda mikilvægur í
leikjum helgarinnar.
DV-mynd Hilmar Pór
Bætti metið
Kristinn Ingi Halldórsson,
frjálsiþróttamaður úr Aftureld-
ingu, setti í gær Islandsmet í 60
m hlaupi i strákaflokki, 11-12
ára, þegar hann hljóp vegalengd-
ina á 8,67 sekúndum á Stórmóti
ÍR. Hann bætti ársgamalt met
Jóns V. Sigvaldasonar úr UMSB
um tvo hundraðshluta úr sek-
úndu. Stórmótið fór fram án
stóru nafnanna sem þar hafa
keppt undanfarin ár.
„Ánægður með
mína menn“
- sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR
KR hrósaði sigri gegn Grindvíking-
um í Epson-deildinni í körfuknattleik í
vesturbænum í gærkvöld með 80 stig-
um gegn 76.
Með sigrinum eygir KR góða von
um annað sæti deildarinnar og ekki er
öll nótt úti varðandi það efsta og óhætt
að fullyrða að lokaumferð deildarinnar
verður ekki fyrir hjartveika. Annars
voru það Grindvíkingar sem hófu leik-
inn mun betur og einhver flensa virt-
ist i KR-liðinu. Barátta Grindvíkinga
og það að þeir hirtu flestöll fráköst
færði þeim tíu stiga forystu þegar
fyrsti fjórðungur var allur. Meira jafti-
vægi komst á i öðrum leikhluta og
náðu KR-ingar að halda í horfinu og í
raun að halda Grindvikingum niðri
því þeir voru til alls líklegir eftir fyrsta
fiórðung. Undir lok annars leikhluta
komst KR-vélin loksins almennilega í
gang og náðu þeir á skömmum tima að
minnka muninn í fiögur stig en mest
náðu Grindvíkingar þrettán stiga for-
ystu. Staðan í hálfleik var 32-36, gest-
unum í vil. KR-ingar mættu tví-, ef
ekki þriefldir til leiks í þriðja fiórðungi
og skoruðu níu fyrstu stigin í honum
og allt leit út fyrir að þeir myndu kaf-
færa Grindvíkinga.
Á þessum tíma var vöm KR geysi-
lega sterk og þá voru þeir famir að
taka fráköstin eins og menn. Mest
náðu þeir sjö stiga forystu en þá sögðu
Grindvíkingar, með Billy Keys í farar-
broddi, hingað og ekki lengra og svo
fór að þeir náðu forystunni áður en
fiórðungurinn var allur. Fjórði fiórð-
ungur var brokkgengur framan af og
var lítið skorað. Það var ekki fyrr en
um miðbik fiórðungsins að KR-ingar
náðu endanlega frumkvæðinu en þó
tókst þeim aldrei að hrista Grindvík-
inga almennilega af sér enda var leik-
urinn nokkuð spennandi fram á loka-
sekúndur.
Þegar rétt rúmar þijár mínútur
vom eftir af leiknum, í stöðunni 69-62,
gerðist Einar Einarsson, þjálfari
Grindvíkinga, sekur um mikið dóm-
greindarleysi er hann fékk réttilega
dæmda á sig tæknivillu fyrir að búka
kjaft. Einar var að mótmæla því að
dómarar leiksins stöðvuðu leikinn sök-
um þess að 24 sekúndna leikklukkan
rann út hjá KR en Grindvíkingar vom
varla lagðir af stað í sóknina þegar það
gerðist og því var hér um algjöran
óþarfa að ræða hjá Einari enda kom
það honum og liðinu í koll. Reyndar
eygðu Grindvíkingar smávon um að
jafna í lokin sökum stórleiks Billys
Keys en góð vítanýting KR-inga gerði
út um þær litlu vonir. „Það var sterkt
hjá okkur að koma til baka eftir afleita
byrjun þar sem við vomm algjörlega á
hælunum. Lið okkar er flensuhrjáð og
í heildina nokkuð lemstrað en við náð-
um að hrista það af okkur og ég er
virkilega ánægður með mína menn,“
sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
KR-inga í leikslok. -SMS
Spenna á toppnum
KR-ingar settu heldur betur spennu í toppbaráttuna
þegar þeir gerðu góða ferð til Njarðvíkur og lögðu heima-
menn, 93-103. KR hefur gengið vel með Njarðvíkurliðið að
undanfórnu og var þetta fimmti sigur liðsins í röð gegn
Njarðvík og hafa þrír af þessum fimm sigrum verið i ljóna-
gryfiunni í Njarðvík. Það gerði útslagið að þessu sinni að
KR-ingar gerðu 13 stig í röð í byrjun seinni hálfleiks og
lögðu þar með þeir grunninn að sigrinum.
Hermann Hauksson átti stórleik í liði KR gegn fyrmm
félögum sínum og hitti mjög vel úr skotum sínum. Hann
var sjóðandi heitur í fyrsta leikhluta þar sem hann gerði
14 af 26 stigum sinum í leiknum. Einnig átti Jón Arnór
Stefánsson góðan leik en hann meiddist snemma í öðrum
leikhluta og varð að fara út af en kom síðan aftur inn á í
seinni hálfleik. Hann og Hermann vom fremstir í flokki
þegar KR var að stinga Njarðvík af í upphafi seinni hálf-
leiks. Ólafur Ormsson og Keith Vassell áttu einnig ágæt-
is leik en Vassell gat ekki beitt sér að fullu þar sem hann
á við meiðsl að stríða. Arnar Kárason átti finan leik og
stýrði leik liðsins ágætlega.
Hjá Njarðvík var Brenton yfirburðamaður. Hann skor-
aði grimmt ásamt því að taka fráköst og eiga góðar send-
ingar á samherja sína. Logi Gunnarsson var fárveikur og
var ekki sjálfum sér líkur. Hann reyndi þó í smátíma en
fór fljótlega út af aftur. Daninn Jes Hansen var góður og
greinilegt er að hann nýtur sín miklu betur eftir að Frið-
rik Stefánsson kom til liðs við Njarðvík.
-BG
KR-Grindavík 80-76
0-2, 4-8, 9-15, 11-18, 13-24 (16-26).
16-28, 19-32, 24-34, 25-36, 30-36
(32-36). 34-36, 41-38, 47-40, 51-46,
53-50, (53-54). 56-54, 57-57, 64-59,
71-65, 76-71, 80-76.
Stig KR: Ólafur J. Ormsson 23,
Jón A. Stefánsson 13, Keith Vassel
12, Arnar S. Kárason 10, Jonathan
J. Bow 9, Hermann Hauksson 6,
Magni Hafsteinsson 4, Tómas Her-
mannsson 3.
Stig Grindavik: Billy Keys 33,
Páll Axel Vilbergsson 11, Dagur
Þórisson 9, Pétur Guðmundsson 8,
Bergur Hinriksson 8, Guðlaugur
Eyjólfsson 7.
Frúköst: KR 37, (Ólafur 11)
Grindavík 31 (Pétur 8)
Stoðsendingar: KR 22 (Arnar,
Hermann 5), Grindavík 2 (Keys 2)
Stolnir boltar: KR 3, Grindavík 6
(Páll Axel 2.)
Tapaðir boltar: KR 11, Grinda-
vík 2.
Varin skot: KR 2, Grindavík 1.
3ja stiga: KR 9/21, Grindavík
7/29.
Víti: KR 18/23, Grindavik 6/8.
Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson
og Eggert Þór Aðalsteinsson. (7)
Gteði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 250.
Maöur leiksins
Billy Keys, Grindavík.
Njarðvík-KR 93-103
6-6, 14-11, 22-18, 24-25 (24-33), 24-38,
33-42, 40-42, 46-47 (46-50), 48-50,
48-63, 56-65 (61-73), 66-80, 81-89,
92-98, 93-103,
Stig Njarðvíkur: Brenton Birming-
ham 39, Jes Hansen 20, Teitur Ör-
lygsson '14, Friðrik Stefánsson 9,
Halldór Karlsson 6, Logi Gunnars-
son 5.
Stig KR: Hermann Hauksson 26,
Jón Arnór Stefánsson 20, Ólafur
Ormsson 18, Keith Vassell 15, Arnar
Kárason 13, Jónatan Bow 6, Magni
Hafsteinsson 5.
Fráköst: Njarðvík 34,11 í sókn og 23
í vörn (Brenton 10), KR 37, 9 í sókn
og 27 í vörn (Ólafur 8, Bow 8).
Stoðsendingar: Njarðvík 17 (Frið-
rik R, Brenton 7), KR 15 (Arnar 7).
Stolnir boltar: Njarðvík 17 (Hansen
5), KR 11 (Vassell 4).
Tapaðir boltar: Njarðvík 14, KR 17.
Varin skot: Njarövík 3 (Teitur, Han-
sen, Logi), KR 1 (Hermann).
3ja stiga: Njarðvík 10/21, KR 10/28
Víti: Njarðvík 26/37, KR 24/36.
Dómarar (1-10): Einar Einarsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson (5).
Gϗi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins:
Hermann Hauksson, KR.
Dregiö til undanúrslita á morgun:
Hef Bidasoa á
tilfinningunni
- segir Viggó Sigurðsson um hugsanlega mótherja
Á morgun verður dregið til
undanúrslita í EHF-keppninni í
handknattleik í höfuðstöðvum
Evrópusambandsíns í Vínar-
borg. Fjögur lið eru i hattinum
þegar dregið verður: Haukar,
þýska liðið Magdeburg, Bidasoa
frá Spáni og RK Metkovic Jambo
frá Króatíu. Árangur Haukanna
undir stjórn Viggó Sigurðssonar
er mjög athyglisverður en tveim-
ur íslenskum félagsliðum hefur
tekist það áður að komast í und-
anúrslit á Evrópumótunum, Vík-
ingi og Þrótti. Valsmenn hafa
náð lengst en þeir mættu þýska
liðinu Grosswaldstadt í úrslitum
Evrópukeppni meistaraliða og
töpuðu stórt.
„Það er óskyggja leikmann-
anna sjálfra að fá Magdeburg
strax i undanúrslitum. Það yrði
mjög spennandi að fá Magdeburg
hingað til lands og þá ekki síst
peningalega séð. Þetta eru allt
erfið lið í undanúrslitunum en
ég tippa á það að við fáum Bida-
soa í næstu umferð. Ég hef það
bara svo sterkt á tilfinningunni.
Þetta á hins vegar allt eftir að
koma í ljós á morgun í drættin-
um,“ sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, í samtali við DV
í gærkvöld.
Magdeburg sterkasta liöiö
í hópnum
Viggó sagði að Magdeburg
væri tvímælaust sterkasta liðið
af þessum fiórum liðum sem eft-
ir væru í keppninni.
Umgjöröin í kringum liðið
er frábær
„Það er eintómir snillingar í
hverri stöðu hjá Magdeburg. Lið
þeirra gæti stillt upp í byrjunar-
liði eingöngu heims- og Ólymp-
íumeisturum í hverja stöðu sem
segir talsvert um styrk liðsins.
Það er mikil spenna í Firðinum
vegna dráttarins á morgun og
frábært að vinna með lið sem
náð hefur eins langt og raun ber
vitni. Umgjörðin í kringum liðið
hefur verið í einu orði sagt
frábær og áhangendur hafa stutt
einstaklega vel við bakið á lið-
inu,“ sagði Viggó Sigurðsson.
-JKS