Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Síða 15
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001 31 DV Sport Islensk hross á Grænlandi: Hestamolar Aöstandendur Meistaradeildar í hesta- íþróttum hafa samið viö Netheim ehf og hesta847 (www.hestar847.is) um að þeir verði aðalkostunaraöilar Meist- aradeildar keppnistímabilið 2001. Deildin mun verða kennd viö 847 og heitir keppnistimabilið 2001 - Meist- aradeild 847 í hestaíþróttum. Keppnin byggist á mótaröð, þar sem keppendur safna stigum til meistara- tignar. Keppnin spannar þrjá til fjóra mánuði og etja sömu keppendur kappi alla mótaröðina. Hluti keppenda fellur úr meistaradeild milli ára eða þarf að keppa um sæti sitt við nýja áskorend- ur. Hvert mót er tiltölulega stutt eða um það bil tvær klukkustundir. Ár- angur sex móta gilda til stigasöfnunar. Auglýst verðlaunafé er 500.000 krónur. Keppni verður háð annan hvem mið- vikudag og var fyrsta mótið haldið á miðvikudaginn í ÖlfushöU. Keppt var i fjórgangi en næst verður keppt í tölti. Hinrik Bragason sigraöi á Roða frá Akureyri og hlaut 10 stig. Grænlendingar hafa eflt feröaþjónustu sína mjög á undanförnum árum. DV-mynd Eiríkur Jónssor - enginn bilbugur á þeim íslenska við heimskautsbaug Lengi vel voru íslensk hross ein- ungis á suðurströnd Grænlands en áriö 1998 kom dönsk kona, Anita Höegh, til íslands, keypti tíu hross og fór með þau til Kangerlussuaq, sem nefnist Syðri-Straumsfjörður á íslensku. Kangerlussuaq er á vesturströndinni um 60 kílómetra norður af heimskautsbaug. Þar eru hrossin notuð í ferðamannaþjón- ustu. „Ég kom til íslands í október 1998 til að kaupa góð hross fyrir ferðamannaþjónustu hér í Kan- gerlussuaq á Grænlandi," segir Anita Höegh. „Á tíu dögum tókst mér að heimsækja um tuttugu bóndabæi, kannaði um 300 hross, fór á bak 100 hrossum og keypti tíu stykki. Þetta var mjög gaman og ég kynntist fjölda hestamanna á ís- landi. í nóvember leigði ég flutninga- vél frá Icelandair og fór með hross- in til Grænlands. Gunnar Arnar- son fylgdi hrossunum. Allt fór samkvæmt áætlun og hrossin voru róleg er þau komu til Grænlands. Þau virtust hafa ánægju af nýrri tegund af snjó og nýjum aðstæðum hér í Kangerlussuaq. íslensk hross hafa verið á Græn- landi allt frá tímum víkinganna en einungis á suðurhluta Grænlands. Nú eru þau notuð af sauðfjáreig- endum til að smala fé. Ég held að þau séu um 200 nú. Ég fæddist á Suður-Grænlandi og þegar ég var orðin 10 ára var ég komin með töluverða reynslu af íslenskum hrossum. Við stefnum að því aö kaupa 10 hross á þessu ári til að bæta í hópinn. Heimasíða okkar er www.green- land-guide.gl/info/kangerlussuaq og þar er hægt að fá upplýsingar um feröir okkar á Grænlandi," seg- ir Anita Höegh. Þessi hross voru keypt á íslandi: 92.1.35-726 Mósi frá Múlakoti 89.1.84- 485 Sandg.-Bleikur frá Krossi 91.1.84- 277 Sigga-Bleikur frá Hólmi 89.1.84- 643 Áll frá Hemlu 89.2.87-691 Blesa frá Skálmholti 90.1.85- 054 Jói frá Fossi 87.1.86- 005 Glói frá Stóra-Hofi 89.1.87- 342 Stjarni frá Læk 89.1.86-766 Svarti-Pétur frá Skardi Óbeisluð náttúra Hestaferðir við Kangerlussuaq á Grænlandi nálgast mjög óspillta náttúru því boðið er upp á ferðir þar sem sjást sauðnaut, hreindýr, refir og margar tegundir fugla. Ferðirnar eru mjög mismunandi, allt frá klukkustundarferðum upp í þriggja daga ferðir þar sem riðiö er í fógru landslagi á graslendi og farið upp að Grænlandsjökli. Eins er boð- ið upp á hestvagnaferðir við Kan- gerlussuaq. Veður er mjög gott á þessum slóðum á sumrin, allt að 30 stiga hiti. -Eiríkur Jónsson Sigurbjöm Báröarson var annar á Hauki frá Akurgerði með 8 stig, Sig- urður Sæmundsson var þriðji á Esjari frá Holtsmúla með 6 stig, Sigurður Sigurðarson fjórði á Óliver frá Austur- koti meö 4 stig, Tómas Ragnarsson fimmti á Jódísi frá Reykjavík með 3 stig, Vignir Jónasson sjötti á Hegra frá Glæsibæ með 2 stig og Adolf Snæ- björnsson sjöundi á Glóa frá Hóli með 1 stig. Haldió var hestamót á Lögmanns- hlíðarvelli við Akureyri síðastliðinn laugardag. Ætlunin var að halda mót- ið á ís á Pollinum en ísinn var ekki nógu traustur fyrir hágenga hesta norðanmanna. Auk tölts og skeiðs með fljótandi stari voru sýndar 25 hryssur og 12 stóðhestar. Áhorfendur voru fjöimargir og fóru af keppnisvell; inum á árshátfð Léttis um kvöldið. í tölti fullorðinna sigraði Baldvin Ari Guölaugsson á Golufrá Yzta-Geröi og Úlfhildur Siguróardóttir var önn- ur á Skuggafrá Tumabrekku. í tölti ungknapa sigraði Dagný B. Gunnars- dóttir á Fannari frá Hólshúsum og Gréta Jónsteinsdóttir var önnur á Gretti frá Skriðu. Þorbjörn H. Matthiasson sigraði í skeiði með fljótandi starti á Bleikju frá Akur- eyri á 8,4 sek. Sama tíma fengu Bald- vin Ari Gudlaugsson og Vaskurfrá Vöglum, en Þorbjöm sigraði í auka- spretti. íshestar hyggjast færa út kvíamar og bjóöa íslendingum og öllum öðrum sem vilja, að fara á hestbak í Kanada og Þýskalandi. Fyrir íslendinga verða hestaferðimar ævintýri þar sem riðið verður í nýju umhverfi, svo sem skóg- um. íshestar eru með feröir á íslandi en einnig standa þeir að fyrirtækinu Berghestum í Þórshöfn í Færeyjum. -EJ Hestamolar Baldvin Ari Gudlaugsson á Akureyri er kominn með framtíðarkeppnishest, 1. verðlauna-klárhryssuna Golufrá Yzta- Gerði. Gola hlaut fjórar níur fyrir gang- tegundir síðastliðið sumar. Baldvin Ari tekur þátt í úrtöku fyrir heimsmeistara- mótið í Austurríki með hryssuna. Á Sörlastöðum i Hafnarfirði var Virkon S-OPEN töltmótið haldið siðast- liöinn laugardag. Keppt var í fjórum Qokkum. í barnaflokki sigraöi Sandra Lif Þórðardóttir (Sörla) á Díönu frá Enni og Margrét Freyja Siguröardótt- ir (Sörla) var önnur á Skildi frá Hrólfsstöðum. 1 unglingaBokki sigraði Halldór Fannar Ólafsson (Andvara) á Rómi frá Hala og Harpa Þorsteins- dóttir (Andvara) var önnur á Söru frá Húsey. í UngmennaQokki sigraði Bylgja Gauksdóttir (Andvara) á Kol- grími frá Ketilsstöðum og Daniel I. Smárason (Sörla) var annar á Vest- fjörð frá Hvestu. í opnum Qokki sigr- aði Adolf Snœbjörnsson (Sörla) á Eld- ingufrá Hóli og B irgitta Kristinsdótt- ir (Gusti) var önnur á Nótt frá íf/emmfskeiöi. Ef mig minnir rétt eru hryssurnar báðar með 1. verölaun. Um nœstu helgi verður mikið um að vera hjá hestamönnum. Fimikeppni Gusts í Kópavogi og Morgunblaðsins verður haldin á laugardaginn. Keppt verður í þremur Qokkum: meistara- Qokki, Qokki keppnisfólks og frístunda- Qokki. Allir keppendur munu keppa undir dynjandi tónlist. Sörli og Andvari halda árshátíðarmót á Sörlastööum, Á Gauksmýri verður opið töltmót, Hjá Heröi í Mosfellsbæ Áslákarvetrarleikar og vetrarleikar Andvara, Glaðs og Gusts auk Reiðhallartöltmóts Fáks. Öll þessi mót eru skráð í mótaskrá LH. Mikill áhugi er á töltmóti Töltheima i Skautahöllinni í Laugardal 31. mars. Um það bil 100 Þjóðverjar og Danir hafa boöað komu sína og nokkrir Banda- ríkjamenn hafa pantað miöa. Aö sögn Bjarna Þ. Sigurðssonar munu færri en 30 hross hefja keppni og hefur verið ákveðið að breyta lokakeppninni svo að hrossin komi ekki eins ofl fram og áöur. Það er gert til að minnka álag á hross- _ in. Keppnisform verður opið, ekki bund- * ið í klafa reglugerða. Hinn kunni hesta- maður og handboltakappi, Erling Sig- urðsson, hefur veg og vanda af vali á knöpum og hestum og fara nöfn þeirra að heyrast bráðlega. Keppt verður i nýrri hraðagrein í meistaradeildinni í hestaíþróttum, grein sem verður hönnuð af Sigurði Sœmundssytii og Reyni Aðalsteins- syni. Það er ekki oft sem hestamenn fá að hanna keppnisgreinar og verður at- hyglisvert að sjá hvað þeir kumpánar tína úr pússi sínu. Byggist greinin upp á hraða, mýkt og hve þjálir hestamir eru og þarf að vera samþykkt af kepp- endum. Keppt verður i þessari grein í Ölfushöll 11. apríl. -EJ Atkvæðagreiðsla í Reykjavík um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. mars nk. Kjörskrá Kjörskrá vegna atkvæðagreiðslu 17. mars nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 7. mars nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrána er einnig að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.flugvollur.is Kjósendur eru hvattir til þess að staðfesta að nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til borgarráðs. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna atkvæða- greiðslu 17. mars nk. fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, mánud. til föstud., frá kl. 8.20 til kl. 16.15. Hefst hún 8. mars nk. og stendur fram að kjördegi. Kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, svo og þeir sem af einhverjum ástæðum óska síður eftir að taka þátt í raffænni atkvæðagreiðslu, eru hvattir til að nýta þennan möguleika til þátttöku. Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.