Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 4
Survivor, sem sýndur er á Skjá einum, er svo vinsæll að Jennifer Aniston og vinir hennar eru farin að skjálfa á beinunum í hvert sinn sem tölur birtast um hvor þátturinn sé vinsælli. Nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa þegar brugðist við þessum vinsældum og eru farnir að framleiða sænska og danska þætti með svipuðu sniði. Hér fá lesendur Fókuss smáhugmynd um hvernig íslenskir Survivor-þættir eiga eftir að líta út. Þátturinn átti upphaflega að heita Survivor.is þar til Mörður Árnason greip í taumana og stakk í staðinn upp á Eftirlifandinn.is. Þátturinn gerist í Engey sem er stór og flöt eyja rétt við hliðina á Viðey. Þangað hefur Þorsteinn Joð, þáttarstjórnandinn, safnað saman 10 einstaklingum og skipt þeim í tvö 5 manna lið sem hann kallar Sturlunga og Ásbirn- inga (önnur hugmynd frá Merði). Liðin eiga að keppa við hvort annað um friðhelgi og ýmsa aðra hluti. Að öðru leyti hafa liðin engin afskipti hvort af öðru þar til þau eru orðin svo fámenn aö þeim er skellt saman í einn hóp og tekur þá við keppni milli einstaklinganna um eina milljón króna. Hér á eftir fylgja nokkur brot úr þáttunum. Dagur 1 - Kolbrún og Árni rífast Sturlungar: íris, Össur og Fjölnir reisa skýli á meðan Vala safnar eldivið og reynir að kveikja bál. Gerður Kristný liggur i leti. íris dáist að húðflúrum Fjölnis og sýnir honum sín. Ásbirningar: Yesmine og Haraldur undibúa að sjóða hrísgrjónin sem þau fengu frá Þorsteini Joð í upphafi leiks- ins. Elva reynir að stía þeim Kolbrúnu og Árna i sundur því þau rífast stöðugt um hvar skýlið eigi að vera, hver eigi að veiða, hvernig sé best að kveikja eld, hvort þeirra sé með stærri vöðva og svo framvegis. Að lokum sofnar allt liðið nema Haraldur sem er andvaka vegna heimþrár. Dagur 5 - Össur veiðir fisk Sturlungar: Össur viðurkennir að hann sé bara á eyjunni til að vinna milljónina en ekki til að eignast vini. Fjöln- ir og Vala eru búin að mynda bandalag gegn honum vegna þessa. En þau hætta við þegar Össuri tekst að veiða fisk. Ásbirningar: Liðið tapar í keppni um ánamaðksát þar sem Yesmine e'r græn- metisæta og neitar að borða maðk. Þetta þýðir að Sturlungar fá friðhelgi og einn Ásbirninga verður að fara til Reykjavík- ur. Haraldur neitar að gefa upp hvern hann ætli að kjósa en Kolbrún er búin að fá Yesmine í bandalag gegn Elvu og Árna. Elva vill kjósa Yesmine en Árni sannfærir hana að þau verði að losna við Kolbrúnu. Það kemur því á óvart að það er Elva sem er send aftur í borgina. í lokaræöu sinni segist hún ekki hafa átt þetta skilið. Hún hafi ætlaö að gefa fólki sem á bágt vinningspeningana. Dagur 10 - Gerður Kristný býður ekki með sér 1. Össur Skarphéðinsson, for- maöur Samfylkingarinnar - Öss- ur er traustur leiötogi fyrir liöiö eöa þaö heldur Samfylkingin. 2. íris Kristinsdóttir, söngkona Buttercup - Ung og nýkjörin kynþokkafyllsta söngkonan get- ur ekki annaö en haldiö uppi góöum móral. 3. Geröur Kristný ritstjóri - Framleiöendum þótti áhugavert aö sjá hvernig hún myndi spjara sig í óbyggöum meö ókunnugu fólki í lendaskýlu. 4. Fjölnir Bragason tattúmeist- ari - Listamaöurinn Fjölnir er vöövastæltur og gæti því reynst iiöinu vel í keppnum um líkam- legan styrk. 5. Vala Matt þáttarstjórnandi - Þar sem Vala er alltaf svo já- kvæö ætti hún aö geta stuðlaö aö góöum liösanda. Stuiiungar: Liðið vinnur aukateppi í sundkeppni sem Gerður hrifsar af öllum og breiðir ofan á sig. Fjölnir og Össur eru orðnir dauðþreyttir á henni og ákveða að hún skuli fara. Ekki bætir þaö úr skák fyrir Gerði þegar þær Vala og Iris sjá hana japla á lakkrís en ekki bjóða neinum með sér. Gerður fattar hvað staða hennar er veik og reynir aö bjóða Fjölni lakkrís en hann þiggur það ekki. Þau tapa friðhelgi og Gerður er send heim með skottið milli lappanna. Ásbirningar: Ámi og Kolbrún halda áfram að þræta á meðan Haraldur segir Yesmine frá pólferðinni. Dagur 15 - Fjölnir hverfur Sturlungar: Allt fer i háaloft þegar Fjölnir hverfur. Liðið leitar úti um allt og óttast að hann hafi rúllað í svefni ofan í sjó og drakknað. Þau vinna keppn- ina um friðhelgi þó þau séu einum færri. Ásbirningar: Árni og Kolbrún eru búin að sættast og kúra saman undir teppi. Yesmine og Haraldur óttast um stöðu sina gagnvart þeim og reyna án ár- angurs að komast undir teppi til þeirra. Á þinginu er Haraldur kosinn í burtu þannig að Yesmine er ein eftir hjá turtil- dúfunum. Dagur 20 - Fjölnir kemur í leitirnar Sturlungar: Fjölnir kemur móður og másandi. Eftir miklar yfirheyrslur við- urkennir hann að hafa ætlað að synda til Reykjavíkur að hitta kærustuna en gef- ist upp og synt í Viðey og borðað á veit- ingastaðnum. Þorsteinn Joð tilkynnir að þegar einhver svindlar á þennan hátt er sá hinum sama tafarlaust vikið úr keppni og Fjölnir kemst heim til kærust- unnar. Ásbirningar: Liðið vinnur þrjú hænsn sem þau mega slátra þegar þau vilja. Yesmine gerir nokkrar tilraunir til að frelsa þau en er alltaf gripin glóðvolg af Kolbrúnu. Á þinginu er hún send til Reykjavíkur. Dagur 21 - Samruni liðanna Nú er komið að samrunanum. íris, Össur, Vala, Kolbrún og Árni eru nú komin í keppni við hvert annað um eina milljón króna sem er töluvert meira en Jón Ólafs fær í árslaun. En hver fer heim með peningana er ómögulegt að segja til um að svo stöddu. Stefnan er að áhorfendur geti fylgst með framvindu keppninnar á síð- unni www.eftirlifandinn.is. Sú kjafta- saga hefur gengið um að Kolbrún og Árni séu í bandalagi og ætli giftast að keppninni lokinni og skipta milljón- inni á milli sín en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. 1. Elva Dögg Melsted, ungfrú ís- land.is - Hin sæta Elva ætti aö halda karlpeningi liösins viö efn- iö. 2. Árni Jonsen alþingismaöur - Árni er mikill leiötogi og getur veriö ómetanlegur í aö halda uppi rökræöum. Svo er hann iíka sveitamaöur og ætti aö kunna eitt og annaö um útilegur. 3. Kolbrún Haildórsdóttir alþing- iskona - Framleiöendur létu sig ekki dreyma um hvaö ætti eftir aö gerast milli hennar og Árna væru þau sett saman í liö. 4. Haraldur Örn Ólafsson pólfari - Þekking hans í óbyggöum ætti aö geta komið aö góðum notum. 5. Yesmine Olsson, líkamsrækt- arstjarna og söngkona - Yesmine er líkamlega sterk kona sem talar reiprennandi sænsku, hvort tveggja er mikilvægt í keppni um að lifa af mánuö í óbyggðum. seyöi hjá svavari ernif Hár og förðun „Ég er búinn að vera að taka það ró- lega upp á síðkastið og hlaða batteríin svo maður komi ferskur til baka i sum- ar,“ svaraði Svavar Örn þegar Fókus falaðist eftir því hvað væri á seyði hjá honum um þessar mundir. Hann full- vissar fólk þó um það að hann sé ekki byrjaður á fóstu eða neitt slíkt og liggi nú bara upp í sófa og hafi það kósí með elskunni og borði popp og horfi á víd- eó heldur hafi hann bara aðeins þurft að hægja á. Svavar var eins og alþjóð man fasta- gestur í íslandi í dag með ýmiss konar innslög um tískutengd málefni og eitt- hvað í bland. Hann hefur hins vegar látið minna fyrir sér fara undanfarin misseri og fólk farið að velta fyrir sér hvað hafi orðið um hann. Ertu ekki meö einhver verkefni í gangi? „Jú, ég er byrjaður aftur á fullu enda ekki vanur að vera svona rólegur eins ég hef verið undanfarið. Ég sé meðal annars um hár og fórðun hjá Júróvisjónfórunum okkar. Það verður alveg fullt verkefni og rúmlega það og svo er ég að vinna hjá Jóa og félögum. Síðan er ég að undirbúa annað skemmtilegt verkefni sem ég fékk upp í hendurnar. Það gengur út á það að hitta nýliðana í flugfreyju- og flug- þjónastarfinu þar sem ég á að halda nokkra fyrirlestra og kenna þeim sitt af hverju." Á ekkert aö fara að kíkja í skjáinn aftur? „Ég er nú með nokkur innslög í vinnslu um þessar mundir en hef ekki haft tíma til að einbeita mér að þeim í augnablikinu. Mað- ur fer samt,“ segir Svavar. Hann bætir því við að róleg- heit seinustu mánaða hafi sjálfsagt bara verið lognið á undan storminum. Þannig að fólk ætti að fara að sjá hans brosmilda andlit aftur á skjánum sem og öðrum vett- vöngum með síhækkandi sól á lofti og vorilminn í leyni bak við næsta horn. f Ó k U S 16. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.