Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 8
A hverju ári láta um það bil 1500 pör pússa sig saman í hjónaband, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Frá 1996-99 var meðalaldur áður ógiftra brúðhjóna um 32 ár og tíðasti aldurinn var 27 ár. Það verður æ sjald- gæfara með árunum að fólk undir tvítugu gifti sig en þó kemur það fyrir nánast á hverju ári. Þórunn Þor- leifsdóttir hafði uppi á nokkrum giftum einstaklingum og fékk þá í spjall um hjónabandið og ýmislegt fleira. Ungt fólk í hjónabandi Afró dansað f brúðkaupsveislunni Þann 17. febrúar siðastliðinn giftu sig þau Kristín Ósk Ólafs- dóttir, 20 ára, og Alseny Sylla, 22 ára, í Seljakirkju. Alseny er frá Gíneu í Vestur-Afríku en hefur búið héma í eitt ár og starfar sem trommari í Kramhúsinu en Kristín er eins og er aö leita sér að vinnu. „Við kynntumst á djamminu í októ- ber 1999 þegar hann var héma sem gestatrommari í Kramhúsinu. Hann átti upphaílega bara að vera i þrjá mánuði, en þegar hann átti að fara vildi hvorugt okkar slíta samband- inu og við ákváðum að trúlofa okk- ur. Hann fór í desember en strax í janúar fór ég til hans og var úti í tvo mánuði." Þegar þau Kristín og Alseny kynntust áttu þau í smáerf- iðleikum með samskipti. „Hann tal- aði frönsku en enga ensku, þveröf- ugt viö mig þannig að það var svo- litið vesen. En hann var fljótur að læra og nú tölum við ensku saman þó hann skilji Qest í íslenskunni og sé ófeiminn við að tala.“ Kristín viðurkennir að þó þau séu ástfang- in séu hjónin líka ólík. „Það hafa komið upp smávægileg vandamál í sambandi við ólíkan hugsunarhátt og skoðanir en ekkert sem við get- um ekki tekist á við,“ segir hún og bætir því við að Alseny hafi verið fljótur að aðlagast íslenskum að- stæðum. „Hann var til að byrja með mjög óvanur þeim þægindum sem íslendingar lifa varla án, eins og sjónvarpi og þvottavél til dæmis. Hann keypti sér fyrst eldgamalt og ónýtt sjónvarp en í dag sættir hann sig ekki við neitt annað en full- komnustu tæki sem til eru,“ segir hún og hlær. Hvernig fannst þér Afríka? „Það var æðislegt að vera þar og fjölskylda Alseny er besta fólk í heimi. Það var komið fram við mig eins og prinsessu og ég mátti varla lyfta litlafmgri. En það er rosalega heitt þarna og mjög frábrugðið ís- landi. Ég gleymi aldrei þegar við fórum i borgina Kindya til að heim- sækja frænda Alseny. Eina klósettið var útikamar sem var bara ein stór hola á stærð við dekk á stórri gröfu. Yfir holuna lágu tveir plankar sem maður stóð á þegar maður var að gera þarfir sínar. Holan var grunn þannig að maður sá ofan í hana og þar var allt morandi i eðlum, pödd- um og alls konar kvikindum. Ég forðaðist það af fremsta megni að nota þetta svokallaða klósett til að byrja með. Læknirinn minn hafði varað við að borða grænmeti en í Kindyu freistaðist ég til að borða það, fékk í magann og þurfti alltaf að vera á klósettinu. Það er varla hægt að lýsa því hvað það var óþægilegt að þurfa að fara út um niðdimma nótt til að finna þessa holu og vera alltaf hrædd um að detta ofan í hana og verða bitin í rassinn," segir Kristín hlæjandi en bendir á að henni hafi ekki þótt þetta fyndið þá. Hvernig var brúókaupið? „Það var meiri háttar. Véislan var í Skíðaskálanum og það komu um 100 manns. Vinir Alseny tóku fram trommurnar og svo var spilað og dansað afró. Þetta var mjög skemmti- legt.“ Kristín segir að í nánustu framtíð ætli þau að kaupa íbúð og fara sem fyrst að heimsækja flölskyldu Alseny aft- ur. Þar sem ættingj- ar Alseny gátu ekki komið í brúkaupið hérna heima er stefnan hjá hjónun- um að gifta sig aftur i Afríku á næsta ári. „Gifting í Afríku er mjög svipuð is- lenskri athöfn en það er miklu meira stuð í kringum veisluna sem stendur í þrjá daga.“ Það er planið Alseny með sína heittelskuðu í fanginu. hjá þeim að búa hér en þau flytja kannski eitthvað ann- að ef ekki tekst að gera meira úr hans starfl sem trommari. „Ég veit ekki hvort við flytjum til Afríku því það er svo rosalega langt í burtu, en kannski búum við þar í ellinni," segir hin nýgifta að lokum. með fjölskyldunni er Elvar segir að þau hjónin kunni vel við Elvar Gunnarsson og Sigríður Margrét Jónsdóttir eru búin að vera gift í tæp þrjú ár en þau gengu í það heilaga 18. júlí 1998 en þá var hann 19 ára og hún nýorðin 18. Þau eiga soninn Benedikt Efraím sem fæddist sumarið 1999 og þessi unga fjölskylda býr saman í íbúð í Hafn- arfirðinum. Hjónin starfa bæði hjá fasteignasölunni Húsinu þar sem sig í foreldrahlutverkinu. Elvar er sölumaður og Magga starfar sem ritari. „Við töluðum fyrst saman og kynntumst í partíi á Valentínusdag ‘98 og mánuði síðar byrjuðum við saman," segir Elvar um hvemig þau hjónin hafi kynnst. Varst þaö þú sem baðst hennar? „Já, fyrst fékk ég leyfi hjá tengdapabba og mánuði eftir að við byrjuðum saman fór ég niður á hné og spurði hana hvort hún vildi gift- ast mér. Ég vissi bara að hún var stúlkan í lífi mínu um leið og ég sá brosið hennar og augun og heyrði hláturinn hennar. Ég er alveg jafn sannfærður í dag og ég var þá.“ El- var bendir á að þótt það sé talið ungt í dag að gifta sig 18-19 ára sé ekki langt síðan það var mjög al- gengt. „Ömmur okkar og afar fengu á sínum tíma leyfi hjá forsetanum til að gifta sig og var það talið mjög eðlilegt. En í dag er viðhorfið að sletta eins mikið úr klaufunum og mögulegt er áður en gengið er í hjónaband. Ég varð bara ástfanginn snemma og ákvað því að gera sátt- mála frammi fyrir Guði og mönn- um og er feginn að hafa ekki þurft að reyna hitt. Hvernig var brúðkaupiö? „Við giftum okkur og svo var far- ið í óvænta brúðkaupsveislu sem Magga vissi ekki af. Um kvöldið keyrðum við í Borgames þar sem við ætluðum að eyða brúökaups- nóttinni í sumarbústað. Það sem hún vissi ekki var að ég var búinn að skipuleggja brúðkaupsferð til Bandaríkjanna strax daginn eftir. Þegar hún vaknaði um morguninn gaf ég henni flugmiðana í umslagi í morgungjöf. Ég tók viðbrögðin hennar upp á VHS-kameru þegar hún sá að flugið væri klukkan 16 þennan sama dag.“ En Elvar hafði hugsað fyrir öllu og gert allar ráð- stafanir og sent tengdamömmu sina til að pakka fyrir Möggu. Ferðinni var heitið til Indiana þar sem bróð- ir Elvars bjó ásamt eiginkonu sinni. „Við vorum i tvær vikur úti og þetta var að öllu leyti æðisleg ferð.“ Þau hjónin fóru svo aftur út á sama stað síðla sumars 1999 til að vera í biblíuskóla í átta mánuði. Benedikt var þá rétt mánaðargamall og fór með foreldrum sinum út. „Þetta var rosalega skemmtilegt og fjölskyldan fékk tækifæri til að ferðast um.“ Hvernig hefur lagst í ykkur að vera foreldrar? „Það er frábært en auðvitað getur það verið erfitt. Það koma góðir og slæmir dagar. Okkur langar að eiga fleiri böm en við ætlum samt að fara rólega í það þar sem við viljum eiga tíma fyrir okkur og strákinn okkar. Ég er sannfærður um að næst eignumst við stelpu. Þegar Magga var ófrísk vissi ég að það væri sfrákur en núna hef ég það á tilflnningunni að næsta barn verði lítil stelpa," segir Elvar brosandi. „Ég þakka Guði fyrir gullfal-lega konu sem stendur mér við hlið og lítinn strák sem bíður eftir mér þeg- ar ég kem heim úr vinnunni. Hver dagur með þeim er mér afar dýr- mætur,“ bætir hann við. Mamma veit er þijósk eg Það eru tvö ár síðan hin 19 ára Hanna María Alfreðsdóttir og hinn 27 ára Sidi Mohamed Bezzeg- houd giftu sig. Þau kynntust á skemmtistað í Reykjavík árið 1998 og ári seinna gengu þau í hjóna- band. Fyrir átta mánuðum eignuð- ust þau litla telpu sem fékk nafnið Hera María. Sidi er frá Marokkó en hefur búið hér i fjögur ár og vinnur hjá Mjólkursamsölunni en Hanna María er enn i barneignarfríi og er að spá í að fara í nám að því loknu. Hvers vegna vilduð þið gifta ykkur svona fljótt? „Sidi er múslími og samkvæmt hans trú á maður ekki að vera sam- an án þess að vera gift. Ég var bara sautján ára þannig að við þurftum að fá sérstakt leyfi hjá presti og for- eldri. Það gekk allt saman vel upp og kannski er það því að þakka að ég er rosalega þrjósk og mamma mín veit það,“ segir Hanna María hlæjandi. Sidi kom fyrst til íslands þegar hann var að heimsækja syst- ur sína sem var búsett hér en er reyndar flutt til Noregs núna. Svo fékk hann atvinnuleyfi, varð ást- fanginn af Hönnu Maríu og varð hér eftir. Var þetta stórt brúökaup? „Nei, við fórum til sýslumanns og héldum svo smápartí heima til að fagna. Svo fórum við sumarið 1999 til Marokkó og giftum okkur aftur þar samkvæmt múslímskum sið. Það var alveg æðislegt að koma þangað og hitta fjölskyldu hans. í brúðkaupum í Marokkó má enginn sjá brúðina fyrr en að athöfninni kemur og ég var sett i hárgreiðslu og skipti fjórum sinnum um kjól. Eftir athöfnina var svo svakaleg veisla. Þetta var í raun brúðkaups- ferðin okkar þó að við færum reyndar í íjögurra daga ferð til Par- ísar.“ Hanna María segir að þau Sidi hafi ekki rekið sig á að vera með ólíkan bakgrunn enda séu bæði rosalega frjálslynd og taki hvort annað alltaf eins og það er. Hún seg- ir Sidi vera bara nokkuð sleipan í Hanna María og Sidl hafa gift sig tvisvar, annars vegar hjá sýslumanni í Reykjavík og hins vegar samkvæmt múslímskum sið í Marokkó. íslenskunni en af gömlum vana tali þau hjónin yfirleitt saman á ensku." Hver eru framtíóaráformin ykkar? „Við erum nýbúin að kaupa okk- ur íbúð saman í Grafarvoginum og ég er að taka ákvörðun um hvaða nám ég ætla í en mig langar að fara í eitthvert iönnám, eins og til dæm- is hárgreiöslu. Svo stefnum við á að skira stelpuna í Marokkó með til- heyrandi veislu næsta sumar. Þetta er víst rosalega mikil athöfn þama úti þegar börn eru skírð, lambi er slátrað og svo er haldiö upp á þetta með stórri veislu. Þú hefur ekki tekió upp eftirnafn- ið hans Sidi? „Nei, Hera María fékk það en mig langaði að halda í mitt fóðurnafn,“ segir Hanna María og brosir. Giftingar og skilnaðir ^ '96-'99 $ Árið 1999 giftu sig cdls 1560 pör en 473 fengu lög- skilnað. Af þess- um 1560 voru 4 karlmenn á a 1 d r i n u m 15-19 ára og 31 kona. I ald- urshópnum 20-24 ára þetta sama ár voru 115 brúðgumar og 226 brúðir. Flest brúðhjónin árið 1999 voru þó á aldrinum 25-29 ára og gildir það um bæði kynin eða 433 brúðguma og 501 brúði. Lögskilnaðir voru alls 2001 á árunum 1996-99. Af þeim 4002 einstaklingum sem skildu var enginn karlmaður á aldrinum 15-19 ára og aðeins 2 konur. Hins vegar skildu 28 karlmenn og 77 konur á aldr- inum 20-24 ára frá 1996 til 1999. Flestir skilnaðir á þessu tímabili voru í aldurshópnum 35-39 ára og á það jafnt við um bæði kynin eða 375 karl- menn og 387 konur. f Ó k U S 16. mars 2001 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.