Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 7
Því er oft fleygt um íslenskt þjóðfélag að hér þekki allir alla og til að öðlast frægð þurfi lítið annað en að standa á einni löpp í margmenni. Það er því nokkuð öruggt að með því að koma allsberfram í fjölmiðli sé frægðin vís, með öllum sínum kostum og oft og tíðum enn fleiri göllum. Hingað til hefur ekki verið mikil framleiðsla á íslensku „klámefni" en þó hafa undanfarið dúkkað upp nokkrar Ijósbláar myndir Fókus hafði uppi á þremur alíslenskum „klámmyndastjörnum“ og spurði þær spjörunum úr um pornóferlið. Islenskar klámmyndastjömur Semi-blóð í sprellanum „Böðvar Bjarki leikstjóri bað mig um þetta þegar ég var að læra hjá honum í Kvikmyndaskólanum. Ég sagðist ætla að gera það, í gríni, og hann tók mig bara á orðinu," segir Karl Magnús Grönvold. Karl er 22 ára og leikur kerfisfræðinginn Óskar í nýjustu íslensku „soft-pornmynd- inni“, Bráðinni. Kerfisfræðingurinn tápmikli er táldreginn í lyftu af herf- unni sem Halldóra leikur. „Hún nær svona háifpartinn að nauðga mér í lyftunni," segir hann um hlutverkið. Hefuröu einhvern tímann gert eitt- hvað þessu líkt áöur? „Nei. Ég hef alltaf verið svona frek- ar hlédrægur ungur maður.“ Var ekki erfitt aó leika ber? „Fyrsta senan var erfið og ég vildi alltaf draga það, en svo varð þetta lít- ið mál og varð alveg dúndurgaman. Það var finn hópur að vinna i mynd- inni. Reyndar átti ég í mestu vand- ræðum með mig þegar sminkan þurfti að setja meik á allan líkamann á mér. Ég þurfti að hugsa fótbolti, fót- bolti, fótbolti allan tímann," segir hann hlæjandi. En hvernig þótti þér svo aö sjá þetta í sjónvarpinu? „Ég sá þetta ruglað. Ég gat ekki verið kyrr og hugsaði:„Hvað var ég að gera?““ Hvernig tóku vinirnir þessu? „Margir vinir minir sögðust ekki trúa þessu og svo fékk ég alls kon- ar skot. Meðal annars SMS-skila- boðin „Sjáumst í Cannes, á næsta ári,““ segir hann. „Það var bara fyndið. Enda fór ég í þetta með þvi hugarfari að þetta ætti að vera fyndið,“ segir hann. Kalli leikur handbolta með HK og innan búða liðsins var mikill spenningur. „Það ætluðu allir að kaupa Sýn til að geta s'éð myndina. Svo varð raunin sú að það voru bara tveir í liðinu sem sáu þetta. En þjálfarinn tók myndina upp og ætlar að sýna þetta í partíinu á árshátíðinni. Ég held ég mæti ekkert í það partí.“ En familian? „Ég sagði foreldrum mínum frá þessu og þeir trúðu mér ekki fyrst. Það er náttúrlega ég sem ákveð þetta og þeir sáu þetta ekki og vissu eiginlega lítið af þessu.“ En viöbrögö frá ööru fólki. Þú hef- ur ekki oröiöfyrir aökasti? „Nei, nei. Fólk er bara að skjóta. Spyr hvað nýi kerfisfræðingurinn segi, kallar mig Óskar og kemur með frasa úr myndinni." En hvaö segja stelpurnar? „Ég hef engin viðbrögð fengið frá þeim. Að vísu hringdi vinkona mín í mig eftir myndina og hún sagði að þetta væri bara fint, en henni þótti hallærislegt að fara úr öllum fötun- um og ég er alveg sammála því.“ Kalli afhjúpar stinnan getnaðarlim sinn sem þykir víst nýjung í ís- lensku sjónvarpi. „Jú, jú. Það sést í sprellann. Það er voða fyndið. En hann var ekkert uppréttur í mynd- inni. Það er nefnilega málið. Það var bara svona semi-blóð í honurn." Og hvernig líöur þér með það að þaö hafi allir séð á þér tittlinginn? „Ég veit það ekki. Ég hef rosalega litla skoðun á því og pæli bara ekk- ert í því. Allir karlmenn eru með þetta og þetta er vonandi ekkert öðruvisi en annað." Horfirðu sjálfur á klámmyndir? „Voða lítið, ekkert að ráði.“ Og átt engar fyrirmyndir í brans- anum? „Ja, maður hefur heyrt um þessa hunda úti í Hollywood. Ég ætla að vona að allir sem geri þetta í fram- tíðinni geti haft mig fyrir átrúnað- argoð," segir harrn hlæjandi. Gœtiröu hugsað þér aö leggja klámmyndaleikinn fyrir þig? „Nei, nei. Ég er búinn með minn kvóta. Húmorinn er búinn i þessu. Þá væri þetta ekki fyndið lengur. En ég hefði alveg gaman af leik- list.“ og tíkin ætlar sér að krækja í unga kerfisfræðinginn. Fær reyndar hús- vörðinn í lið með sér,“ segir Hall- dóra og plottið hljómar eins og hand- rit þvottekta klámara. Hefuróu gert eitthvað þessu líkt áöur? Nei. En ég hef leikið áður sem statisti og með áhugamannaleikhús- um. Ég hef áhuga á leiklist." Varstu ekki feimin í upptökunum? „Nei. Tökukrúið var ekki stórt, en allt karlmenn. Mér fannst það ekkert mál. Bara gaman. Við Kalli þekkt- umst ekki neitt, þannig að þetta kemur kannski hálf-aulalega út,“ segir Halldóra. Henni finnst afrakst- urinn engin snilld. „Þetta er eins og hver önnur svona fiflamynd, frekar hallærislegt," segir hún. Hvernig tóku vinir og vandamenn þessu? „Vinir tóku þessu vel, vandamenn allt í lagi. Foreldrar mínir styðja mig alveg,“ segir klámdrottningin. „Vinir mínir eru frekar fyndnir og tóku þetta flestir upp.“ HaOdóra er úr smáplássi úti á landi og hún seg- ist halda að allur bærinn hafi horft á þetta. „Annars er ótrúlegasta fólk sem vildi sjá mig nakta og hlýtur að hafa horft á myndina. Það er spurn- ing hvort það segi meira um það eða mig.“ Fœróu mikla athygli út á þetta? „Já, það virðast einhverjir skrýtn- ir gaurar vera famir að þekkja mann. Ég er búin að fá nokkur sím- töl. Þetta er að byrja," segir hún og hlær. „Ég verð ekki í bænum næstu helgar þannig að ég fæ ekki að sjá áhrifin á djamminu." Launin vora allt í lagi að dómi Halldóra en hún hefur ekki hugsað sér að leggja klámið fyrir sig. „Ég er búin að prófa. Ég ætla ekki út í hardcore’ið strax. Kannski í eUinni.“ Helduröu að þú veröir sátt við þetta eftir 10-20 ár? „Já, já. Maður á aldrei að sjá eftir neinu sem maður gerir.“ Sjálf horfir stelpan sem minnst á klámmyndir. „Mér finnst þær ekki neitt örvandi og yfirleitt mjög púka- legar," segir hún og hlær þegar hún er spurð um uppáhaldsklámmynda- leikara. Hún á sér engan slíkan. „Fyrir mér er nekt ekkert hrikalegt feimnismál. Við eram öO sköpuð eins. Ég er enginn englakroppur og er ekki með neitt silíkon. Búin að ganga með tvö börn og svona," segir Halldóra Jónsdóttir og fannst ekki sérstaklega erfitt að leika í Bráðinni, mynd Böðvars Bjarka Péturssonar sem sýnd var á Sýn um síð- ustu helgi. Hún er 28 ára, lærður nuddari, en hefur unnið í öUum andskotanum. Alin upp í fiski að eigin sögn. Hvaö leikuröu í myndinni? „Ég leik bara einhverja tík. Þetta gerist á vinnustað Hardcore’ið bíður til elBiáranna Orðin rauð í framan „Ég var ekki búin að láta aUa vita áður en þættirnir voru sýndir og það eina sem var sagt við mig var: „Mar- ia, þú! Síðasta manneskjan sem ég hefði trúað til að gera þetta,““ segir María S. Kolbeinsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær, í leikrænni lýsingu á þeim áhrifum sem leikur hennar í Leyndardómum Skýrslumálastofnun- ar hafði á nánustu kunningja. „Þeir fengu smá-sjokk,“ segir hún og skart- ar breiðu brosi sínu. Fjölskyldu sína segir hún mjög trúaða og leikur í svar- bláum sjónvarpsseríum féU í grýttan jarðveg þar á bæ. Hvernig kom það til aö þú lékst í þessu? „Ég og Charlie (sem lék á móti henni í Leyndardómum Skýrslumála- stofnunarinnar) vorum vinir á sínum tíma og hann þekkir Davíð Þór. Davíð hafði spurt Charlie hvort hann þekkti einhverjar stelpur sem væra tU í að sitja fyrir í Bleiku og bláu og þá byrj- aði hann að suða í mér,“ segir Maria. Hún þekktist boðið og birtist í mynda- þætti blaðsins. „Það var svipað með þættina. Ég fékk litlu ráðið um það hvort ég væri með eða ekki,“ segir hún og hlær. María lék HaUgerði, símameyna á Skýrslumálastofnun- inni, sem fyrir flókna atburðarás end- ar í bólinu með konu yfirmanns síns. María er ekki lesbísk i alvörunni. Er ekki erfitt aö vera gagnkynhneigó og leika í lessuatriöi? „Jú, það var virkilega erfitt. Ég var líka orðin svo rauð í framan þegar ég horfði á Davíð Þór að hann settist hjá mér, bað mig um að róa mig niður og sagðist ætla að reyna að vera fljótur. Ef ég hefði ekki setið fyrir í Bleiku og bláu þá efast ég um að ég hefði nokkurn tímann getað þetta. Ég beindi bara huganum að öðra og þá er þetta ekkert mál,“ upplýsir hún. Um hvaó hugsaóiröu? „Bara textann." Hefuróu setiö ber fyrir eftir þetta? „Nei, og þetta er ekkert sem ég myndi vilja leggja fyrir mig.“ Ófáir sáu þættina og María segist enn verða fyrir ómældu ónæði frá ókunnugu fólki. „Það var reyndar þannig fyrstu tvær helgarnar eftir þetta að ég varð að fara úr bænum þegar ég var að skemmta mér. Þá var fólk að koma tU mín og kaUa á eftir mér.“ Og er munur á kynjunum hvaó þaö varöar? „Já. Það hafa svona fjórir-fimm kvenmenn komið til mín og hrósað mér fyrir þetta. En ég hef ekki töluna á karlmönnum. Rosalega margir virð- ast halda það að af því að ég gef þessa ímynd af mér í þáttunum þá sé ég svona sjálf. Þeir fatta ekki alveg að maður er bara að leika,“ segir hún hálfpirrað á þessu öUu. „Ég er orðin svo rosalega þreytt á þessu. Ég var aUtaf svona kurteislega að ýta þeim í burtu, en ég nenni því ekkert lengur." Og frægðin nær vel út fyrir mölina. „Ég fór á Sauðárkrók og Skjár einn næst ekki einu sinni þar. Það vissu aUir hver ég var.“ María segist ekki geta hugsað sér að endurtaka leikinn. Framtíðina hefur hún lítið spáð í, en veit það eitt að á planinu er að flytja af landi brott. 16. mars 2001 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.