Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 3
e f n i Leðurklædda stúlkan í sjónvarpsauglýsingu Sýnar í beinum útsendingum hefur vakið óskipta athygli knattspyrnuáhugamanna sem annarra. Fókus komst að raun um að á bak við leðrið er atorkusöm söng- og leikkona úr Kvennaskólan- um sem heitir Halla Vllhjálmsdóttir Halla Vilhjálmsdóttir, söng- og leikkona, segist vera mesti hrakfallabálkur í heimi. Þaö hefur þó ekki stoppaö hana í því aö leika í fjölda auglýsinga, skólaleikrita auk þess sem hún er komin í lokaprufu í tveimur leiklistarskólum í London. Um þessar mundir leikur hún í auglýsingaherferö fyrir sjónvarpsstöðina Sýn. „Ég er mesti hrakfallabálkur sög- unnar og datt einu sinni niður foss í Þýskalandi," segir Halla Vil- hjálmsdóttir söng- og leikkona sem meðal annars hefur sungið fyrir mjólkurdropann Dreitil í víðþekkt- um auglýsingum. Hún leikur aðalhlutverkið í upp- færslu Kvennaskólans á söngleikn- um Kabarett sem frumsýndur verð- ur í næsta mánuði. Sviðsljósið hef- ur víða beinst að henni og nýlega birtist hún iklædd leðri í auglýs- ingu Sýnar. Þá stal hún senunni með tilþrifamiklum söng sínum í Gettu betur keppni Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund í sjón- varpinu, að keppendum ólöstuðum. Halla sækir nám í söng og hefur nú sótt um leiklistarskóla í London. „Ég hef búið í sama húsinu frá því ég fæddist og maður hlýtur að fara yfir um einhvem tímann. í tveimur leiklistarskólanum í London er ég komin í lokaprufu en það eru reyndar litlar líkur á að maður nái þar inn í fyrstu tilraun," segir hún. Halla segist gjarnan lenda í óhöppum. „! síðustu viku sparkaði ég í mitt eigið andlit þegar ég var á æfingu fyrir Kabarett. Ég er mjög liðug og get setið á hausnum á mér og nán- ast farið úr axlarlið og snúið hönd- unum. Það er mikið um dans og hreyfingu í Kabarett og ég fór bara of langt með fótinn og braut í mér þrjár tennur. Annars líður varla það ferðalag að ég slasi mig ekki. Ég birtist eitt sinn í DV eftir að hafa brennt á mér fótinn á Laugar- vatni. Svo fór ég óvart niður mann- gerðan foss á sundstað I Þýska- landi. Það stóð Achtung en ég skildi ekki þýskuna," segir hún. Margar auglýsingar hafa skartað Höllu í gegnum tíðina. Hún hefur leikið hinn víðkunna mjólkurdropa Dreitil frá þvi hún var 11 ára fram á þennan dag. Þá söng hún titillag- ið í Bugsy Malone á sínum tíma og lék strák í harmleiknum Medeu í Iðnó. Fyrir rúmu ári lék hún í kvik- mynd Mikaels Torfasonar, Gems- um, sem verður frumsýnd næsta haust. „Ég lék þar sextán ára gelgju og fékk að gera hluti sem ég hef ekki áður gert. Til dæmis að segja for- eldrunum að éta skít,“ segir hún. Halla er opin fyrir nýrri reynslu og þyrstir i upplifanir. „Þegar ég var lítil ætlaði ég að prófa allt i heiminum. Þó ég hafi frá blautu bamsbeini ætlað að verða söngkona er ég til í að prófa ýmis- legt annað. Mér þætti til dæmis for- vitnilegt að prófa að fara á sjóinn eða vinna í flski. Það er svo gaman að koma við fiska,“ segir Halla Vil- hjálmsdóttir. Ólafur Darri Ólafsson er ekki geðveikur. Hann klæðir sig samt einstaka sinnum upp og þykist vera einhver annar. Fókus leitaði skýringa hjá kappanum. „Leikarastarfinu má líkja við til- finningalegan hórdóm. Maður er alltaf að selja og sýna tilfmningar sem eiga í raun og veru bara að vera manns eigin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson leikari. Ólafur segist geta notað nánast hvaða lífsreynslu sem er í starfi sínu sem leikari. „Ef manni er sagt upp í 8. bekk get- ur maður notað það 10 árum seinna á sviðinu. Það er erfiður hluti starfsins að opinbera sjálfan sig á slikan hátt en sá sem hefur lifað i glerbúri alla sína hundstíð á erfitt með að verða góður leikari," segir hann. Þessa dagana er Ólafur að búa sig undir hlutverk sitt í leikritinu Blúnd- ur og blásýra sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. „Ég fer með hlutverk Mortimers sem er góði bróðirinn sem finnur fjölda mannslíka í leikritinu. Hann er alltaf í áfalli eða að búa sig undir annað,“ segir hann. Að sögn Ólafs veitir leikarastarfið tímabundið frelsi frá gUdum samfé- lagsins. „Leikarinn fær að vera það sem er kannski ekki samþykkt af samfélag- inu og hann sleppur við að vera út- hrópaður. Maður fær að bregða sér í allra kvikinda líki og kynnist öðrum persónum á djúpstæðan hátt. Munur- inn á leikara og geðveikum manni er að leikarinn kann að greina á milli sjálfs síns og hlutverksins. Hins veg- ar getur enginn leikari tekið sjálfan sig algerlega út úr persónunni sem hann túlkar. Hlutverk eru miskrefj- andi en maður reynir að taka ekki vinnuna með sér heim,“ segir hann. Leikarar þmfa að nálgast þær per- sónur sem þeir túlka og gUdir þá einu hvort þær eru viðurstyggUegar and- hetjur eða dáðir garpar. „Anthony Hopkins var dáður fyrir túlkun sína á mannætunni og fjöldamorðingjanum Hannibal þótt fólk sé almennt með viðbjóð á slik- um karakterum. Hopkins hefur þurft að fmna einhvem flöt á per- sónu Hannibals sem hann gat skUið. Fjöldamorðingjar eins og Hitler gætu ekki lifað með sjálfum sér nema þeir bæru með sér einhvers konar réttlætingu fyrir verkum sin- um þótt hún kunni að vera snargeð- veik. í því liggur galdurinn að öðlast einhvers konar sannfæringu innra með sér fyrir hönd persónunnar, hvað sem raunverulegri sannfær- ingu leikarans líður. Það fæst ekki sannfærandi leikur ef maður fyrirlít- ur persónuna sem maöur er að leika," segir hann. Hann segir leikarastarfið á íslandi gefa ágætlega af sér þrátt fyrir orðróm um annað. „Ég á vel fyrir salti i grautinn og lít ekki út fyrir annað," segir Ólafur Darri leikari. íslenskur Survivor: Vinnur Kol- brún Árna? Mikael Torfason: „Visjúalæs ei trópíkal æland“ íslenskar klámmyndastjörnur: Allsber fyrir alþjód Ung brúðhjón: Á undan öllum öðrum 49 ástæður fyrir því að: ísland er besta land í heimi Dave Matt- hews Band: Kanarnir elska þá Nelly Furtado: Gerir hvað sem er fyrir frægðina Robbi Chronic; Rappið er komið til að vera Ingó Olsen: Fíkill af lífi og sál www.visir*is/fokus fokusðfokus - is 1 í f i Ö Traffic frumsvnd í daa Frænkur með mvndiistasvninou The Gift - formúlu soennumvnd Snióbretti á Arnarhóli f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Robba Cronic 16. mars 2001 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.