Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 12
Enn eitt vígið fellur Hinn sögufrægi tónleikastaöur I Seattle þar sem Nlrvana spilaöl Smells Uke Teen Splrit fyrst opinberlega fyrir næstum tíu árum veröur jafnaöur viö jöröu á næstunni. Staöurinn, sem ber heitiö OK Hotel, varö illa úti í jaröskjálfta á >tlögunum sem mældist 6,8 á Richter og eru skemmdirnar það miklar aö ekki er talið þess virði aö gera við hann. Tónleikastaður þessi hefur verið vinsæll hjá mörgum af grugglista- mönnum borgarinnar eins og Pearl Jam og Soundgarden en frægastur er hann fyrir dag- setninguna 17. april 1991 þegar Nirvana steig þar á svið. Auk þess aö hafa veriö sögusviðiö í myndbandi Soundgarden I laginu Pretty Noose geröist hluti myndarinnar Singles á staönum en henni leikstýrði einmitt Cameron Crowe sem síðast leikstýrði Almost Famous. Colllins og Gough ♦Samla Dynasty-stjarnan Joan Collins mun veröa i aðalhlutverki í nýjasta myndbandi Badly Drawn Boy sem gefið verður út í lok april. Passing the Wind veröur þriðja smá- skífan af margverðlaun- aöri plötu kappans og er lagið unnið í sam- vinnu við hljómsveitina Doves sem í eina tíö var bandið á bak viö kappann sem heitir réttu nafni Damon Gough. Aö sögn vina Goughs hefur hann veriö aödá- andi Joan Collins um langa hriö og segja þeir þaö ekki koma á óvart að hann hafi tekið upp "*é þessu í Ijósi góörar kímnigáfu hans. Mun þetta veröa í fyrsta skipti sem hin 67 ára Coll- ins kemur fram í tónlistarmyndbandi. Endurunnin klassík Hljómsveitin Nlassive Attack hefur nýlokið við endurgerð á hinu klassíska lagi Nature Boy í félagi við David Bowie. Bowie hljóörit- aði sinn hluta I New York í síöasta mán- uði og sendí afrakst- urinn til Bretlands þar sem Robert „3- D" Del Naja úr Massive Attack lauk viö lagiö. Lagið Nature Boy hefur áöur heyrst í flutningi ekki ófrægari listamanna en Frank Sinatra, Nat King Cole og John Coltrane en þessa nýju útgáfu á aö nota i kvikmyndinni Moulin Rouge sem skartar þeim Ewan McGregor og Nicole Kidman í aöalhlutverkum. I því sándtrakki verð- ur einnig aö finna útgáfu Beck á lagi Davids Bowies. Diamond Dogs. Bút úr því lagi er þeg- ar hægt að nálgast á vefsíðu kvikmyndarinnar, www.clubmoulinrouge.com. Meðlimir Massive Attack vinna annars aö breiðskífu um þessar mundir sem koma á út í haust og hafa þeir ekki útilokaö að þeir spili á einhverjum tónlistarhá- tíðum í sumar. Aftur “saman Rage Against the Machine er á leiðinni í stúdíó meö fyrrum Soundgarden meö- limnum Chris Cornell í annaö sinn á þessu ári. Eins og fram hefur komið fór Cornell í stúdló með þremur eftirstandandi meölimum sveitarinnar fýrr á árinu og unnu þeir saman að efni sem Tom Morello gítarleikari hefur lýst sem byltingar- kenndu. Cornell hefur ekki veriö ráöinn söngv- ^gri Rage sem hefur verið eins og höfuðlaus ^er frá því Zack De La Rocka yfirgaf skútuna á síöasta ári og hefur ekki veriö uþþlýst hvort af því veröi. Ekki er vitaö hvort eitthvaö af upp- tökunum verður gefið út en vitað er að gengið var frá þremur lögum í síðustu törn. Hljómsveitin Dave Matthews Band hefur undanfarinn áratug verið ein af vinsælustu rokksveitum í amerísku háskólasenunni en hefur einhverra hluta vegna aldrei náð nein- um verulegum vinsældum hjá íslenskum poppáhugamönnum. Frosti Logason kannaði hvað lægi að baki þeim miklu vinsældum sem sveitin nýtur í heimalandi sínu. Dave Matthews Band er fyrir löngu oröiö risavörumerki í Bandaríkjunum. Nýjasta plata sveitarinnar viröist ætla aö slá öil fyrri met í vinsældum og í framhaldinu ætla Dave og félagar að túra út áriö. Hljómsveitin, sem kennir sig við for- sprakka sinn, Dave Matthews, var stofnuð i Charlottesville i Virginíu árið 1991 þegar Dave Matthews ákvað að setja niður á band nokkur af þeim lög- um sem hann hafði mallað saman á kassagítarinn heima í stofu nokkrum mánuðum áður. Honum datt í hug að hafa samband við nokkra hljóðfæra- leikara til að aðstoða sig og fá smádýpt í upptökurnar og hringdi því í tvo vel sjóaða djassara, þá Carter Beuford (trommara) og LeRoi Moore (á saxó- fón), sem tóku vel í hugmyndina og seinna bættust við þeir Stefan Less- ard (sem þá var sextán ára undrabarn á bassa) og hinn hæfileikaríki Boyd Tinsley (á flðlu). Þessi hópur hafði mjög gaman af því að spila saman og fljótlega tróðu þeir félagar upp i parti- um vina sinna við mikinn fógnuð við- staddra og sáu þá að þessi hljómsveit gat átt sér einhverja framtíð. Fyrstu opinberu tónleikamir voru á Earth Day-festivalinu árið ‘91 og fljótlega fóru þeir að bóka sig á hina ýmsu klúbba helgi eftir helgi. Innan skamms var gott orðspor sveitarinnar farið að berast eins og eldur í sinu um Virgin- íuríki, tónleikum fjölgaði, hljómleika- ferðirnar fóru að ná til stærri svæða og aðdáendum Dave Matthews Band fjölg- aði ört. *Shaggy heitir réttu nafni Orville Richard Burrell og er fæddur á Jamaíku 22. október 1968. *Eftir að Shaggy flutti með móður sinni til Brooklyn, þegar hann var 18 ára, reyndi hann fyrir sér með hörðu dancehail-reggae og vakti nokkra at- hygli. Hann hafði þó lítið upp úr krafs- inu og endaði á því að skrá sig í her- inn. Hann var meðal þeirra bandarísku hermanna sem börðust i Flóabardaga. *Shaggy sló fyrst í gegn með endur- gerð af gamla ska-smellinum Oh Carol- ina en sú smáskífa er ein af mest seldu smáskífunum í poppsögu Bretlands. Lagið fór á toppinn í níu löndum. *Þekktasta lag Shaggy í gegnum tíð- ina og það sem hann er oftast kenndur við er lagið Boombastic. Samnefhd Fjórföld platína hjá nýlið- unum Árið 1993 var merkilegt ár fyrir sveitina því þá gaf hún út sina fyrstu plötu, Remember Two Things, sem var gefin út hjá hinu smáa og óháða út- gáfufyrirtæki, Bama Rags. Platan var tekin upp fyrir litla peninga og fyrir- höfn sumarið áður en fljótlega eftir að hún kom út fóru hjólin virkilega að snúast fyrir bandið. Sveitin fór að heyrast æ meira á háskólaútvarps- stöðvum víðs vegar um Bandaríkin og háskólakrakkarnir tóku bandinu opn- um örmum, platan seldist í gulli og stóru plötufyrirtækin fóru að veita hljómsveitinni athygli. Þegar kom að því að taka upp aðra plötu sveitarinnar gat hún valið úr mörgum tilboðum frá öllum helstu stórplötufyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrir valinu varð RCA Records og skömmu áður en platan Under the Table and Dreaming kom út fóru félagamir í Dave Matthews Band í sinn fyrsta opinbera Amer- íkutúr. Þeir spiluðu fyrir troðfullum sölum í öllum rikjum Bandarikjanna og fóru eina ferð til Evrópu og þegar þeir komu heim aftur hafði platan Und- er the Table selst í fjórfaldri platínu- sölu sem verður að teljast hrikalega gott fyrir nýliða á markaðnum. Upp úr þessu var ljóst að Dave Matthews Band plata náði platínusölu í Bandaríkjun- um og fékk Grammy-verðlaun sem besta reggaeplatan árið 1996. *Tónlist Shaggy er sambland af reggae dancehall, r&b, poppi og rappi. Boombastic fór t.d. á toppinn bæði á reggae r&b og hip-hop-listanum í Bill- board. Það má segja að Shaggy spili poppað dancehall-reggae en dancehall er vinsælasta tónlistin á Jamaiku í dag. Á meðal þekktari (og harðari) dancehall-tónlistarmanna eru t.d. Beenie Man, Buju Banton, Bounty Killer og Mr. Vegas. *It Wasn’t Me fór beint í fyrsta sæti breska smáskífulistans og kom laginu Whole Again, með Atomic Kitten, af toppnum eftir fjórar vikur. Stóra plat- an, Hot Shot, er búin að ná fimmfaldri stefndi í að verða að risavörumerki í Bandaríkjunum. Alltaf uppselt á tónleika Önnur útgáfa sveitarinnar á RCA- merkinu var platan Crash sem kom út í aprílmánuði árið ‘96 og skaust þá beint í annaö sæti á ameríska Billboard-listanum. Hljómsveitin hélt áfram stífum tónleikaferðum út næsta árið og enn seldust upp miðar á hverja einustu tónleika hvar sem þeir komu og alltaf spiluðu þeir af sömu innlifun og spilagleði og hafði einkennt sveitina frá fyrsta degi. Því lá alveg beint við að gefa næst út tónleikaplötu, enda voru ólöglegar tónleikaupptökur sveitarinnar nú þegar orðnar eitt eftirsóttasta efnið á svörtum mörkuðum um allan heim. Árið 1997 kom út fyrsta opin- bera tónleikaplata Dave Matthews Band en það var tvöföld plata með margfalt meiri gæðum og á hagstæð- ara verði en hinar ólöglegu upptök- ur. Því varð platan mjög vinsæl og tryggði hljómsveitinni pláss á meðal vinsælustu amerísku hljómsveita samtímans. Þriðja stúdíóplata hljómsveitarinnar kom svo út í apr- íl ‘98 og bar titilinn Before These Crowded Streets. Sú skífa fór beint í fyrsta sæti Billboard-listans og platínusölu i Bandarikjunum og selst enn grimmt. Til að gefa hugmynd um vinsældimar má nefna að nýja U2 plat- an er komin í tvöfalda platínusölu. *Textinn í It Wasn’t Me er ráðlegg- ingar til náunga, sem hefur verið ótrúr, um að neita öllu í þaula, eins og Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gerði raunar eftirminnilega... *Shaggy var á samningi hjá Virgin en fyrirtækið lét hann flakka þegar verið var að endurskipuleggja það árið 1997. Þeir hjá Virgin naga sig núna í handarbökin og hafa viðurkennt að þetta hafi verið „hræðileg mistök“! ‘Aðalsmerki Shaggy eru röddin og söngstíllinn, en hvort tveggja fer í taug- amar á mörgum. Shaggy kallar stilinn sinn „dog-a-mufFin“. þótti vera langbesta plata sveitar- innar til þessa. í fyrsta skipti með raf- magnsgítar í lok síðasta árs, eftir nokkur ár á stanslausum tónleikaferöum, settist Dave Matthews niður með annáluðum rokkpródúsent, manni að nafni Glen Ballard, og saman hófu þeir að semja og útsetja efni fyrir næstu plötu Dave Matthews Band. Á nokkrum dögum náði þessi vel heppnaði dúett að setja saman tólf lög sem komu út nú á dögunum á plötunni Everyday, en hún fór einnig beint í fyrsta sæti Billboard-listans og situr þar enn, enda augljóst að bandaríska þjóðin kann vel að meta lagasmíðar Dave Matthews. Sjálfur spilar kappinn hér í fyrsta skipti á rafmagnsgítar en fram að þessu hefur hann best kunnað við gamla kassagítarinn. Pródúsentinn Ballard virðist hafa náð að kalla fram það besta í band- inu sem að mati aðdáendanna er hér komið með sína best heppnuðu plötu til þessa. Það kemur kannski ekkert á óvart að í framhaldinu ætlar hljómsveitin að leggja upp í stóra tónleikaferð sem mun ekki ljúka fyrr en í lok ársins 2001. *Shaggy er búinn að stofha nýtt plötufyrirtæki, Big Yard, en hjá því ætlar hann að gefa út nokkra vini sína og samstarfsmenn á Hot Shot, t.d. RikRok og Rayvon (sem syngur með honum í hinum smellinum á plötunni, Angel). Þeir stefna að því að gera dancehall-tónlistina jafn vinsæla og latin-tónlistin varð fyrir tveimur árum. *Þaö eru alls ekki allir reggí-tón- listarmenn og -aðdáendur hrifnir af gleði-reggíinu hans Shaggys. Mörgum finnst þetta heldur betur útþynnt. Hins vegar getur enginn þrætt fyrir það að Shaggy er vinsælasta reggí- stjarnan síðan Bob Marley var og hét - hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Flestir hafa sennilega heyrt lagið It Wasn’t Me, með jamaíska flagaranum Shaggy sem hefur verið í mikilli spilun undanfarið. IVausti Júlíus- son tók saman nokkra punkta um kauða. Hr. Boombastic snýr aftur 12 f Ó k U S 16. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.