Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Fréttir Blautur sjóvettlingur í andlitið eina ferðina enn: Sjávarútvegsráðherrann er algjör ómerkingur - segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, segir sjómenn mjög óhressa með frestun verkfalls með lagaboði. „Sjávarútvegsráðherrann er algjör ómerkingur í þessu máli og hann á ekkert traust sjómanna. Þetta fúla bragð var eitthvað það síðasta sem maður átti von á. Mér líst bölvan- lega á þessi inngrip ríkisstjórnar- innar i verkfallið. Þetta er ekkert annað en mannréttindabrot sem á að sjálfsögðu að kæra hvert sem hægt er - til Mæðrastyrksnefndar ef með þarf.“ Tll hvaða ráða geta sjómenn griplð? „Við erum í alþjóðasamtökum verkafólks og í Alþjóða flutninga- mannasambandinu. Þetta verður því tekið upp á alþjóðavísu og slík mál fara þá til Brussel," segir Krist- ján Gunnarsson. Hann telur frestun verkfallsins gera það að verkum að menn séu nú aftur á byrjunarreit. „Það eru hreinar linur að menn eru í miklu meiri klemmu en áður var. Ég er búinn að heyra í körlunum mínum og það eru skýr skilaboð um að nú vilji menn bara halda sig við upphaflega kröfugerð. Með þessari lagasetningu fengum við blautan sjó- vettling í andlitið eina ferðina enn.“ Hvert er framhaldið? „Það er búið að boða til samn- ingafundar í dag klukkan hálftvö. Ég á ekki von á miklum gangi í viö- ræðum, nema útvegsmenn mæti þá gjafmildir til leiks. Þessi karlagrey sem ekkert vissu um lagasetning- una fyrr en klukkan fimm þrátt fyr- ir að þeir hefðu verið að boða menn til skips um klukkan tvö á mánu- dag. Það er því greinilegt að Friðrik Kristján Friðrik J. Gunnarsson. Arngrímsson. J. Arngrimsson hjá LÍÚ virðist vita miklu minna um þetta en óbreyttir útgerðarmenn úti á landi. Ég frétti af útgerðamönnum norður á Sauð- árkróki og í Keflavík sem voru bún- ir að boða sína menn um miðjan dag á mánudag. Þeir skyldu fara að koma sér í gallann því það væru að koma lög. Allt flug var þá meira og minna þéttsetið af sjómönnum sem voru að reyna að komast til skips, en LÍÚ vissi samt ekkert um laga- setninguna,“ sagði Kristján Gunn- arsson. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að i dag verði haldið áfram viðræðum þar sem frá var horfið. „Ég á ekki von á að frestun verkfalls breyti neinu. Þetta mun væntanlega skýrast á fundinum en það er þó langt frá því að það sé búið að leysa deiluna." Hann sagðist ekki vilja vera með neinar getgátur um það hvort samn- ingar næðust áður en verkfallsfrest- unin rynni út. Hann aftók að samn- inganefndarmenn hefðu vitað um lagasetninguna fyrr en síðdegis á mánudag. „Við fórum á fund með ráðherranum 20 mínútur yfir þrjú. Við fengum síðan fréttirnar af ákvörðuninni opinberlega fyrst í út- varpinu klukkan fimm,“ sagði Frið- rik Amgrímsson. -HKr. Dökkar blikur í skýrslu Þjóðhagsstofnunar: Erlendar skuldir fara hraðvaxandi - ófullnægjandi aðhald og viðvarandi viðskiptahalli Þjóðhagsstofnun segir í nýút- kominni skýrslu um framvindu og horfur í þjóðarbúskapnum að meiri óvissa ríki nú um efnahagshorfur í landinu en um langt skeið. Hefur stofnunin áhyggjur af viðskiptahalla og hraðvaxandi skuldasöfnun sem rætur eigi að rekja til þenslu í þjóð- arbúskapnum. Þrátt fyrir væntingar ráðamanna um að draga færi úr viðskiptahalla undir lok síðasta árs og á þessu ári þá spáir Þjóðhagsstofnun því að við- skiptahallinn verði sá sami í ár og í fyrra. Hann verði 72 milljarðar króna sem svarar til 10% af þjóðarfram- leiðslu og verðbólga verði um 5% inn- an ársins. Þá vaxa þjóðarútgjöld mun hraðar en þjóðartekjur og landsfram- leiðsla. Þjóðhagsstofnun spáir áfram miklum viðskiptahalla til ársins 2005, eða að meðaltali 8,5%. Segir stofnun- in að svo mikill viðvarandi viðskipta- halli veiki efnahagslífið og gæti stefnt stöðugleikanum i tvísýnu. Sígur enn á ógæfuhlið Hrein staða á viðskiptum við út- lönd versnar en í árslok 2000 mældist hún 63% af landsframleiðslu en var 51% i árslok 1999. Áfram stefnir á verri veg og nú er gert ráð fyrir að þessi staða verði komin í 72% af þjóðarframleiðslu í lok þessa árs. Ört vaxandi erlendar skuldir í skýrslu Þjóðhags- stofnunar segir einnig að erlendar skuldir þjóð- arinnar aukist hratt og námu þær 89% af landsframleiðslu í árslok 2000. Árið 1995 námu skuldirnar hins vegar 53% af þjóðarframleiðslu en í árslok 2001 er gert ráð fyrir að þær verði orðnar meiri en landsframleiðslan. Gerir stofnunin ráð fyrir að í árslok nemi skuldirnar sem svarar 105% af landsframleiðslunni. Ófullnægjandi aðhald Þjóðhagsstofnun rekur rætur vandans til ófullnægjandi aðhalds í efnahagsmálum áranna 1998 og 1999. Stofnunin segir ekki fara á milli mála að brýnasta verkefni hagstjórn- ar á næstunni sé að draga úr við- skiptahallanum og koma á betra samræmi á milli þjóðartekna og þjóðarútgjalda. Hallinn nú stafi ekki eins og oft áður af óvæntri lækkun útflutningstekna eða rýrnun við- skiptakjara. Hann stafi nær ein- göngu af innlendri eftirspurnar- þenslu. Um sé að ræða gífurlega út- lánaaukningu og slaka í hagstjórn áranna 1998 og 1999. Þá eru einnig nefndar til sögunnar launahækkanir umfram launabreytingar í helstu viðskiptalöndum. Síðan segir orðrétt í skýrslunni: „Svo mikill halli fær ekki staðist til lengdar og gerir efnahagslífið við- kvæmara fyrir breytingum á ytri að- stæðum.“ -HKr. DV-MYND HAllDÓR INGI ÁSGEIRSSON Risavaxin Arngrímur Jónsson og rauðsprettan tröllaukna. Risarauðspretta á Eyjafirði DV, DALVÍK: Stærsta rauðspretta sem veiðst hefur fyrir Norðurlandi fékkst í svo- nefndum Austurál á Eyjafirði síð- astliðinn föstudag. Það var Am- grímur Jónsson á Muggi EA sem fékk gripinn í snurvoð. Rauðsprett- an var 70 sentímetrar að lengd og 5 kíló að þyngd. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- rannsóknastofnun er þetta næst- stærsta rauðspretta sem veiðst hef- ur hér við land. Sú stærsta var hins vegar 85 cm að lengd. -hiá Þingmaður í skógrækt - ísólfur kaupir Uppsali ísólfur Gylfi Pálmason alþing- ismaður hefur fest kaup á jörð- inni Uppsölum í Hvolhreppi sem er 90 hektarar en jörðina kaupir al- þingismaðurinn án kvóta: „Þarna ætla ég að hefja skógrækt og jafnvel að byggja mér íbúð- arhús þegar fram líða stundir," seg- ir ísólfur Gylfi sem er ánægður með að vera orðinn landeigandi. „Þetta er stutt frá Hvolsvelli þar sem ég bý, aðeins hálfur annar kílómetri." Uppsali keypti ísólfur Gylfi af þremur bræðrum sem lengi hafa búið þar en kaupverð jarðarinnar er einkamál þeirra fjögurra. -EIR ísólfur Gylfi Pálmason Ánægöur að vera orðinn landeigandi. Veöríöikvöld_____________ El fyrir noröan í kvöld má gera ráö fyrir norövestan 13-18 m/s og snjókomu eöa éljum norðanlands og vestan en hægari og úrkomulítið sunnan- og austan til. jmrm 1 1 J2ít ’mmm REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 20.02 19.48 Sólarupprás á morgun 07.03 08.35 Síðdegisflóð 19.34 24.07 Árdeglsflóö á morgun 07.48 12.21 Skýsmgar á .veðcariáktuwt J^VINDATT 10V-HITI -io° VVINDSTYRKUR ’VninAT í metruin á sokfimlu rKUol HEIDSKÍRT O O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAD ALSKÝJAÐ o w k) RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA ‘O r9 4» : rr:::;: ÉUAGANGUR ÞRUMÚ- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR VWF&lhit 'Jsufíníi Nöpur er pestin Þaö hefur verið tiltölulega napurt á landinu síöustu daga og í Ijósi veðurspárinnar nú skal fólk hvatt til að dúða sig vel. Flensan hefur lagt marga tímabundið að velli seinni part vetrar og geta menn bara prísað sig sæla þegar hún er fyrir bí. Betra er þó að ganga hægt um gleðinnar dyr og láta sér ekki slá niöur á ný því veturinn er fögur árstíö sem vel er hægt að njóta ef menn klæöa sig rétt. Norðlæg átt Á morgun verður norðanátt og er það forsmekkurinn fyrir veörið næstu dagana á eftir. Fyrir norðan veröa él á víð og dreif en víða bjart syðra. Fremur svalt verður í veöri. itiiíJíJiiijr Hitf .2° tll -8° SMBfflíEi'BSjj' Vindur: 8-13 m/s Hiti .2° tii .6° Vindur: /O 8-13 m/r. Hiti -2° til -7” Nor5an 10 tll 15 m/s. Él norðanlands en víða léttskýjað syðra. Frost 2 tll 8 stle Útllt fyrlr noröaustanátt með éljum og fremur köldu veðrl viða um land. Áfram er útllt fyrlr norðaustanátt með éljum og fremur köldu veðrl viða um land. mmm AKUREYRI Léttskýjað -6 BERGSSTAÐIR Léttskýjaö -10 BOLUNGARVÍK Snjóél -9 EGILSSTAÐIR -6 KIRKJUBÆJARKL. Léttskýjaö 1 KEFLAVÍK Skýjaö •4 RAUFARHÖFN Skýjaö -4 REYKJAVÍK Skýjaö -2 STÓRHÖFÐI Léttskýjað -2 BERGEN Léttskýjað 3 HELSINKI Léttskýjað -2 KAUPMANNAHÖFN Skýjaö 2 ÖSLÓ Léttskýjað 2 STOKKHÓLMUR Snjóél -2 PÓRSHÖFN Skýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR Snjóél -2 ALGARVE Léttskýjaö 18 AMSTERDAM Alskýjaö 3 BARCELONA BERLÍN Alskýjaö 0 CHICAGO Snjókoma -7 DUBLIN Skýjaö 7 HAUFAX Léttskýjað 1 FRANKFURT Skúr 12 HAMBORG Alskýjaö 3 JAN MAYEN Skafrenningur 4 LONDON Alskýjaö 6 LÚXEMBORG Rigning 9 MALLORCA Skýjað 21 MONTREAL Léttskýjaö -7 NARSSARSSUAQ Heiöskírt -4 NEWYORK Heiöskírt -1 ORLANDO Þokumóða 12 PARÍS Rigning og súld 6 VÍN Skúr á s. klst. 14 WASHINGTON Heiðskírt -2 WINNIPEG Heiöskírt 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.